Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 15
ÞINGS FRAMSOKNARMANNA
uð. Nauðsynlegt er að setja á stofn ráðgjafanefnd, sem
marki visindastefnu þjóðarinnar, samræmi vísinda- og
tseknistarfsemina og aðstoði við tengsl vísinda og hinnar
almennu efnahagsstefnu. Slík nefnd á að vera skipuð vís-
. indamönnum og fulltrúum ríkisvaldsins og atvinnulífsins.
Leggja ber á það áherzlu, að vísindin séu tekin í þjónustu
atvinnuveganna í vaxandi mæli og samband vísindastarf-
seminnar og atvinnuveganna styrkt, þannig að niðurstöð-
ur nýtist sem skjótast í atvinnujífi landsins. Kanna þarf
fjárþörf vísindastarfseminnar og hvernig fénu beri að
verja, á hvaða greinar vísinda ber að leggja höfuðáherzlu,
skipulagningu þeirra og þörf landsins fyrir tæknimenntað
fólk. Jafnframt ber að taka hagvísindin í vaxandi mæli og
á skipulagðan hátt i þjónustu uppbyggipgarinnur.
ÁÆTLUN UM RAFVÆÐINGU.
Tjmabili þeirrar tiu ára úætlunar un^ rafvæðihgu dreif-
býlisins, sem gerð var fyrir tilstilli FramsóknarflokHsins. er
ag verða lokið. Nauðsynlegt er að hraða undirbúningi að
nýrri áætlun þar sem áherzla er lögð á að Ijúka rafvæð-
ingu dreifbýlisins á næstu 5 árum (sbr. þingsályktun
Framsóknarmanna um það efni og á aukið öryggi raforku-
kerfislns í heild. Auka þarf öryggi í rekstri rafveitna,nna
með þvi að tengja þær saman og ber að stefna ag því að
tepgja landið allt í eitt net sem allra fyrst. Það mundi auka
stórlega nýtingu vatnsaflsins og bæta úr rafmagnsleysi
vegna tímabundins vatnsskorts í hinum ýmsu héruðum
landsins.
Raforkan er orðin slik undirstaða nútíma lífsskilyrða,
að það getur ráðið úrslitum um byggð áhtlegra sveita, hvort
örugg raforka er þar fyrir hendi eða ekki. Því ber að jeggja
áherzlu á að veita raforku frá samveitum um byggðir lands-
ins og verð.i í næsta áfanga meðaltals fjarlægðartakmörk
á milli býla stórhækkuð frá því sem nú er.
Sérstök nauðsyn er á, að búendur fái sem fyrst úr því
skorið, hvort þeir mega vænta raforku frá slíkum sam-
veitum eða verða að afla sér hennaf með öðrum hætti.
Þeim bæjum, sem ekki þykir kleift að fái raforku frá sam-
veitum, verði gert vel yiðráðanlegt að koma upp einkaraf-
stöðvum og reka þær.
Bæta þarf úr lánsfjárþörf hinna smærri rafveitna og
gera verður viðkomandi sveitarfélögum kleift að eiga þær
og reka. *
Unnið verði að því að samræma verðlag á raforku og
fastagjöldum um land allt.
Leggja ber áherzlu á stærri og hagkvæmari virkjanir til
þess að tryggja ódýra raíorku til uppbyggingar iðnaðar og
fyrir samtengt raforkukerfi landsins.
UPPBYGGING IÐNAÐAR.
Efla verður uppbyggingu iðnaðar eins og rakið verður
hér á eftir, m. a. til þess að auka öryggi í þjóðarbúskapp-
um. Slík uppbygging þarf að grundvallast á undirstöðuat-
hugunum vísinda og tækni og fræðilegri könnun á þjóð-
hagslegri arðsemi atvinnugreina, og á raunhæfri fram-
kvæmdaáætlun, sem einnig felur í sér athugun á staðsetn-
ingu iðnfyrirtækja víðsvegar um landið með uppbyggingu
iðnaðarmiðstöðva í huga, þar sem slíkt er hagkvæmt og
þjóðhagslega æskilegt.
Auka verður stórlega fjármagn til uppbyggingar iðn-
aðarins og er þá meðal annars athugandi, hvort ekki megi
gera sérstakar ráðstafanir til þess að beina fjármagni al-
mennings í vaxandi mæli í stofnun atvinnufyrirtækja. sér-
staklega, þegar lífskjör fara batnandi með nýjum og raun-
hæfum aðgerðum í efnahagsmálum. í því sambandi getur
einnig komið til greina að leita samstarfs við erlent fjár-
magn um uppbyggingu sérstakra iðnfyrirtækja samkvæmt
sérstökum lögum og samningi hverju sinni, enda sé áðut
lokið endurskoðun laga um talqnörk á réttindum erlepds
fjármagns á íslandi (sbr. þingsályktunartillögr Fr^m'ókn-
armanna).
1.
FISKIÐN AÐUR.
Það ætti að vera kappsmál íslendinga að .flyti- em
mest út af fullunnum sjávarafurðum. Vafalaust er að
stórauka má verðmæti þeirra og ber að fela sérfræðingum að
gera um slíkt heildaráætlun sem áHra fjnrst. Þarf að taka
til ýtarlegrar athugunar mjög mikla eflingu fiskiðnaðarins
með hliðsjón af þeim afla, sem sérfræðingar telja að gera
megi ráð fyrir flest ár. Athuga ber vandlega nýjar iðn-
greinar, sem auka verðmæti sjávaraflans.
• LANDBÚNAÐARIÐNAÐUR.
Ýmsar framleiðsluvörur landbúnaðarins eru vel (aþnar
ti} iðnaðar, eíns og t. d. ullin, gærurnar o. fl. Nauðsynlegt
er að leggja einnig hér áherzlu á fullnýtingu slíkra afurða,
m.a. með því að kanna til hins ýtrasta framleiðsluaðferðir
srmstoiwmiKHMMaM
þær, sem bezt henta. Jafnframt ber að leggja aukna áherzlu
á rannsóknir í þágu landbúnaðarins, m. a, með það fyrir
augum að auka gæðj afurðanna. Nú er ekki nýttur nema
tæpur helmingur af ul}arframleiðslunni innanlands og
lítið af gærum- Úr þessu hvoru tveggja þarí að bæta.
3.
ANNAR IÐNAÐUR.
Vé}a- og verksmiðjuiðnaður er nú orðin eip sfærsta at-
vinnugrein okkar íslendipga. Leggja ber kapp á áíram-
haldandi uppbyggingu slíks iðnaðar og þá sérstaklega á
iðngreinar, sem samkeppnisfærar geta orðið við erlenda
framleiðslu á innlendum og erlendum markaði. Kanna þarf
hverja þá aðstöðu sem betri kann að vera hér á landi en
á meðal nágrannaþjóða okkar og gæti þannig orðið undir-
staöa að samkeppnisfærum iðnaði- Leggja bgr áherzlu á
nýtmgu náttúruauðæfa landsins, vatnsaflsins, jarðhitans
og jarðefna.
Leggja ber sérstaka áherzlu á aukna tækni og bættg
framleiðni í byggingaiðnaði og rannsóknir til lækkunar
á byggingarkostnaði.
Halda verður áfram uppbyggingu stærri iðnaðar. sem
hafin var með byggþigu Aburðar- og Sementsverksmiðj-
anna.
Efla verður stofnlánasjóð iðnaðarins verulega og einnig
er sjálfsagt að iðnaðurinn sitji við sama borð og aðrir at-
vinnuvegir með tilliti til rekstrarfjár, og telur flokksþingið
eðlilegt, að Seðlabankinn endurkaupi framleíðsluvíxla iðn-
aðarins.
TOLLAMÁL.
Flokksþingið telur að nú þegar beri að lækka tolla á
vélum til iönaðar og stefna beri að innflutnings- og tolla-
frelsi á slíkum vélum með hliðsjón af þeirri staðreynd, að
íslenzlti iðnaðurinn verður í vaxandi mæli að keppa við
erlendan iðnað á mörkuðum bæði innaniands og utan.
Enn fremur telur flokkþingið að stefna beri að lagfæringu
á hráefnatollum til iðnaðar, þannig að tryggt sé að inn-
flutt hráefni sá ávallt í lægra tollflokki en innflutt vara
úr sama efni.
Við íslendingar höfum bæði hráefni, náttúruauðæfi og
hæfileika, sem geta orðið undirstaða að álitlegum iðnaði,
sem samkeppnisfær væri á erlendum mörkuðum og þannlg
gæti skapað þjóðinni mjög vaxandi gjaldeyristekjur og
bætt lífskjpr. Vegna fámennis getur verið æskilegt að
dreifa ekki kröftunum um of og þarf því að byggja á sem
ýtarlegustu athugunum á samkeppnishæfni hinna ýmsu
iðngreina og gera þarf sem fullkomnasta heildaráætlun
um iðnvæðingu á næstu árum.
Félagsmálanefnd
Framsögumaður: Áskell Einarsson,
SVEITARSTJÓRNARMÁL.
Flokksþingið telur, að með lagabreytingum um álagn-
ingu útsvara hafi verið of nærri gengið þefðbundnum rétti
sveitarfélaganna ti} niðurjöfnunar, með hliðsjón af sér-
stöðu byggðanna og breytilegum atvinnuháttum.
Þlngið telur, að endurskoða þurfi lagaákyæði um lands-
útsvör, t. d. að bankar, skipafélög og heildsölur greiði
landsútsvör.
Þingið leggur áherzlu á að bæir og kauptún verð} studd til
varanlegrar gatnagerðar og í því skyni útvegaður nýr tekju-
stofp. Enn fremur að ríkið ábyrgist lán til gatna- og ho}-
ræsagerða.
Þlngið teiur að breyta þurfi lögum um ríkisábyrgðir á,
þann veg, að ríkisáþyrgðir til syeitarfélaga séu sjálfskulda-
ábyrgðir.
Þingið telur óviðunandi fyrir sveitarfélögin að áfallip
ríkisframlög til skóla, sjúkrahúsa og hafna séu ekki innt
af hendi jafnharðan og kostnaðurinn feljur á sveitarféipgin.
Þingið leggur á það áherzlu að bætt sé úr rekstursfjár-
skorti sveltarfélaga með reksturslánum á borð við almenn-
an atvinnurekstur i Jandinu.
FÉLAGSHEIMILI.
Flokksþingið leggur áherzlu á að félagsheimilasjóður sé
efldur svo, að áfallinn byggingarstyrkur til félagsheimila
sé greiddur jafnharðan.
Flokksbingið telur það eðlilega þróun, að fleiri sveitar-
félög samelnist um félagsheimilisbyggingu, þar sem þann-
ig hagar til.
Þingið telur rétt, að byggingarstyrkur til félagsþeimtla,
sem fleiri sveitarfélög en eitt standa að, verði allt að 50%
kostnaðar.
&%a
mtan
TÍMINN, sunnudaginn 12. maí 1963
IÖ