Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.05.1963, Blaðsíða 7
ÞINGS FRAMSÓKNARMANNA Skógræktln ver5i studd tfl hagsældar fyrlr framtíO þjóð- arinnar, og fjárframlög til hennar aukin verulega. Jafnframt lýslr flokksþingið yfir stuðningi sínum við garðrækt og ylrækt, sem arðvænlegan þátt í landbúnaðar- framleiðslunni. 9. VÉLAR OG VÉLANOTKUN. Flokksþingið leggur áherzlu á að landbúnaðurlnn fái á hverjum tíma þær fullkomnustu vélar, sem völ er á. Tfl þess að unnt sé að halda áfram vélvæðingu landbúnaðar- íns, þarf verð vélanna að vera eins lágt og frekast er mögu- legt. Flokksþingið leggur því til að afnumin verði öll að- ílutningsgjöld af landbúnaðarvélum og varahlutum til þeirra. 10. SAMVTNNA UM BÚSTÖRF OG ÞORPAMYNDUN I í SVEITUM. Vitað er að víða í sveitum landsins á sér stað margs kon- ar samvinna mllli bænda, sem léttir bústörfin og færir Sryggi í líf sveitafólks. Telur flokksþingið að hér sé stefnt 1 rétta átt og að athugun eigi að fara fram á þvi, hvernig hægt væri að auka þetta samstarf og efla í hinum ýmsu byggðarlögum og jafnframt verði athugað hvort með lög- gjöf sé hægt að skapa aðstöðu fyrir samvinnu eða félags- búskap, svo að hann geti a. m. k. að einhverju leyti tekið við af einyrkjabúskap. Flokksþingið vill enn fremur lýsa þeirri skoðun sinni, að eitt af því, sem komið gæti í veg fyrir að byggðarlög eyð- Ist, væri það, ef þorp gætu myndazt til og frá I dreifbýlinu, þar sem skilyrði til slíks eru hagstæð og einhvers konar iðnaður gæti verið atvinna þorpsbúa og veitt fólki úr sveitlnni umhverfis vinnu, þegar með þyrfti. Á þann hátt myndu sveitimar geta fremur en nú haldið í unga fólklð. í slikum þorpum er elnnig líklegt að bændur gætu fengið vinnuafl þegar mest lægi við hjá þeim bæði við búskapinn og byggingar. Telur flokksþingið, að hafa beri slfka þróun í huga ef gerð verður íramtíðaráætlun um uppbyggingu og skipu- lagningu atvlnnuveganna í heild. 11. TRYGGINGAMÁL. Flokksþinglð telur nauðsynlegt að nákvæm athugun verði látin fara fram á tryggingamálum landbúnaðarins. Kemur þar einkum til greina lifeyristryggingar bænda og sérstakar tryggingar til að bæta stærri tjón, sem einstakl- ingar eða heil byggðarlög verða fyrir í búskapnum. Samgongumálanefnd Framsögumaður: Sigurvin Einarsson. Flokksþingið telur að góðar samgöngur, á landi, sjó og í lofti, séu eitt af veigamestu skilyrðum fyrir því, að lands- byggðin fari ekki í auðn og að lands- og sjávargæði verði hagnýtt einstökum byggðarlögum, sem og þjóðinni í heild, til gagns. SAMGÖNGUR Á LANDI. . Flokksþingið telur það óviðunandi að heil byggðarlög, eða hlutar af þeim, séu enn vegalaus og einangruð frá þjóðvegakerfi landsins, svo og að allmikill hluti þjóðvega í sumum byggðarlögum séu bráðabirgðavegir, sem verða lítt eða ekki nothæfir í votviðrum og lokast í fyrstu snjóum. Flokksþingið bendir á, að bifreiðaeign landsmanna hef- ur melra en tvöfaldazt á síðasta árntug, jafnframt því, að teknar hafa verið 1 notkun stærri og þyngri fólks- og vöru- flutningabifreiðar en áður þekktust. Hefur þessi þróun stóraukið þörfina fyrir betri og varan- legri vegi og burðarmeiri brýr. Flokksþingið leggur því áherzlu á það, að fjárveitingar tll vega og brúa verði stórauknar frá þvi, sem nú er, og innflutningsgjöldum á bifreiðar og brennsluefni þeirra verði óskiptu varið til uppbyggingar á vegakerfinu. við- halds og hvers konar endurbóta, en fari ekki eins og nú á sér stað, í stórum stíl til annarra ríkisþarfa. Þá leggur flokksþingið áherzlu á, að aukin sé notkun stórvlrkra véla vtf vegagerð alls staðar þar sem við verður komið. Flokksþingið telur réttmætt að tekin séu lán til vega- og brúargerða, þar sem þörfin er mjög brýn, en að þau byggðarlög sem verst eru sett í samgöngumálum, eigi þó mestan rétt til lánsfjár. SAMGÖNGUR Á SJÓ. Enda þótt vega- og flugsamgöngur hafi stórum batnað á síðustu áratugum, og framhald verði væntanlega á þeirri þróun, er augljóst, að flutningar á sjó munu fram- vegis, sem hingað til, verða mjög þýðingarmikill þáttur í —iiiíiiwjiim—w—i—i wi samgöngumálum þjóðarinnar vegna legu landsins, veður- fars og náttúruskilyrða. Flokksþingið fagnar yfir vaxandi kaupskipastóli lands- manna, sem þó aðallega er ætlaður tll mlllilandasiglinga. Það bendir jafnframt á mikilvægl strandsiglinga fyrir alla landsbyggðina. Flokksþingið telur, að hlutverk Skipaútgerðar rikisins sé hið þýðingarmesta og brýna nauðsyn beri til að endur- nýja skipastól hennar, i samræmi við auknar þarfir fyrir flutninga og aðra þjónustu við landsmenn. Þess vegna beri að endurskoða skipan strandferðanna, en sú endurskoðun verði gerð í nánu samstarfi við fulltrúa viðkomandi byggð- arlaga. FLUGSAMGÖNGUR. Flokksþingið fagnar þelm framförum, sem orðið hafa í millilandaflugi íslendinga, svo og flugsamgöngum milll þéttbýlustu staða landsins. Það telur hins vegar þörf á stórauknum fjárveitingum til flugvalla svo að komið verði á föstum flugsamgöngum milli miklu fleiri staða innanlands en nú 'er, og að gerð verði flugbraut fyrir sjúkraflug í hverju því byggðarlagi landsins, þar sem aðstæður leyfa. Jafnframt hagnýti ís- lendingar sér tækniframfarir í flugsamgöngum, er leitt geti til þess að styttrl og ódýrari flugbrautir geti orðið fullnægjandl. Félagsmálanefnd Framsögumaður: Kristján Thorlacius. LAUNA- OG KJARAMÁL. Flokksþingið mótmælir eindregið þeirri stefnu i launa- og kjaramálum, sem núverandi stjórnarflokkar hafa fylgt síðan þeir tóku við völdum í desember 1958 og leitt hefur til stórfelldrar kjaraskerðingar alls þorra þjóðarinnar. Tvær gengislækkanir og margháttaðar aðrar ráðstafanir stjórnarvaldanna hafa magnað nýja, geigvænlega dýrtíðar- öldu. Þingið fordæmir afskipti núverandi ríkisstjómar af samningum launþega og vinnuveitenda, m. a. með gerða- dómum og gengisfellingum, þvert ofan I gefnar yfirlýsingar. Flokksþingið telur háskalega þá þróun, að launamenn og bændur þurfa sífellt að lengja vinnudag sinn til þess að geta framfleytt sér og sínum. Þessari öfugþróun verður að snúa við, þannig, að vinnutíminn styttist hliðstætt því, sem tíðkast hjá nágrannaþjóðum okkar, án þess að heild- artekjur manna skerðist. Flokksþingið leggur áherzlu á, að samningsrétt og fé- lagafrelsi verkalýðsfélaganna megi alls ekki skerða. Flokksþingið telur, að stefna beri að því, að kjarasamn- ingar verði gerðir til lengri tíma en nú tíðkast, t. d. til tveggja ára, enda verði launþegum þá trvggður réttur til uppsagnar samninga, ef verðlagshækkanir fara fram úr ákveðnu marki. Með þeim kjarasamningum, sem gerðir voru sumarið 1961 var gengið inn á þessa braut, þar sem einnig var sam- ið um nokkra kauphækkun, sem koma skyldi til fram- kvæmda einu ári eftir gildistöku samningsins. Átelur þingið harðlega, að ríkisstjórnin eyðilagði með gengisfellingunni þann árangur, sem náðst hafði með þessum samningum. Beinir þingið sérstöku þakklæti til samvinnuhreyfing- arinnar og verkalýðsfélaganna, fyrir þá heilladrjúgu for- göngu, sem þessi samtök höfðu um lausn verkfallanna 1961, og telur sjálfsagt að þessir aðilar beini hinum sterka sam- takamætti sínum sameiginlega til efnahagslegrar fram- þróunar, þannig, að launamenn nái fullkomlega sínum hluta af arði þjóðarbúsins. Flokksþinglð leggur áherzlu á nauðsyn þess, að tryggja, að rekstri atvinnuveganna sé hagað þannig, að þeir gefi þeim, sem við þá starfa, og þjóðarheildinni sem mestan arð. Telur þingið sjálfsagt, að gaumgæfilega verði leitað eftir nýjum leiðum til betri hagnýtingar atvinnutækja og vinnuafls, enda sé þess jafnan gætt, að starfsmönnum sé tryggð réttmæt hlutdeild I auknum afrakstri atvinnuveg- anna. Jafnhliða verði stefnt að víðtækri vinnuhagræðingu í samráði við launaþegasamtökin. og könnuð til hlítar hvers konar vinnutilhögun, sem leitt gæti til kjarabóta fyrir hinar vinnandi stéttir. Þá telur þingið rétt, að þeir starfsmenn, sem sýna góð starfsafköst og leggja til hagnýtax hugmyndir, séu sér- staklega verðlaunaðir með hærri launum. Flokksþingið lýsir stuðningi við þá sjálfsögðu kröfu, að komið verði á fullu jafnrétti karla og kvenna í launamálum og jöfnum rétti til starfa. MMmwaMDMnaMiiMMnHi JTÍMINN, sunnudaginn 12. maí 1963 l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.