Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Síða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Síða 3
JOLABLAÐ ALÞÝÐUBLAÐSINS 24. desember. Jélin 1939. 42. tðlublað. EFTIR AXEL THOMSEN JÓLIN nálguðust óðum. En í Florens varð þess ékki vart .Þar var ennþá milt veður, nærri því sumarveður, en ein- hverja nóttina hlaut nú frostið samt að koma og um morgun- inn gat verið alhvít jörð og hinn norræni vetur kominn. Þannig hafði það verið í fyrra, þegar ungi, danski mál- arinn Jörgen Linde var hér um jólin — og það voru þriðju jól- in, sem hann dvaldi þarna syðra, fjarri átthögum sínum. Mannblendinn hafði Jörgen Linde aldrei verið og enginn samkvæmismaður. Aldrei tengd ist hann nánum vináttuböndum við félaga sína eða skólabræð- ur á listaháskólanum. Hann vann ötullega að list sinni og dáðist að listamönnunum miklu, sem uppi voru á fjórt- ándu og fimmtándu öldinni, ít- alska endurreisnartímabilinu. Og hvílík firn var ekki hægt að skoða af ódauðlegum lista- verkum hér í Florens. Fyrst og fremst var það Michelangelo sem bar höfuð og herðar yfir þá alla, þá Donatello með marmara styttumar sínar, málararnir Botticelli, Rafael og Leonardo da Vinci, sem lét hið leyndar- dómsfulla bros leika um varir mynda sinna. Og þannig mátti lengi telja. Það var ógrynni listaverka í þessari borg, sem maður þreyttist aldrei á að skoða og gat glaðst yfir, ef mað- ur kunni að s j á og 1 æ r a . Já, hann s á og 1 æ r ð i, og honum fór fram með hverjum degi — sem leið. En hann seldi ekki mikið hér í Florens, og það sem hann sendi heim og var sýnt, seldist ekki, en það var farið um það lofsamlegum orðum, Jörgen Linde var fátækur. Hann var þrjátíu og tveggja ára gamall, en fátæktin var hans fylgikona, þrátt fyrir alla frægðina. Jólin nálguðust. Núna lét Jörgen sig dreyma um jólin heima í Danmörku,um bernsku sína heima á herragarðinum, þegar foreldrar hans voru á lífi og voru efnaðir. — — — Hvernig skyldi henni líða núna um jólin? Hún var sennilega í Kaupmanna- höfn. Á hinu íburðarmikla heimili foreldra sinna. Hann gat ekki gleymt henni. Hann hugsaði um hana á hverjum degi, frá því hún var hér í Florens í fyrra. Hún var ekki venjuleg dönsk stúlka, heldur líktist hún listaverki eftir Leon- ardo da Vinci sjálfan. Hún hafði stöku sinnum skrifað honum. Gerða Halsted hét hún, var ritari í einu list- vinafélaginu í Kaupmannahöfn og dóttir mikilsmetins læknis. Það var grönn, ljóshærð stúlka um tvítugt og hafði mikinn á- huga á listum. Um vorið hafði hún komið með móður sinni til Florens. Rétt hjá gistihúsinu, þar sem hún bjó, var bókaverzlun, en þar hafði hann stundum fengið að hengja myndir sínar út í glugga. Þangað höfðu þær rnæðgur komið einn morguninn og spurt, hvort bóksalinn gæti ekki vísað þeim á menntaðan mann, sem gæti sýnt þeim lista- söfnin í Florens, en hann yrði að kunna þýzku eða frönsku, eða náttúrlega helzt dönsku, en Jól listamannsins.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.