Alþýðublaðið Sunnudagsblað


Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Qupperneq 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Qupperneq 5
5 j'jög ók til Östbanegade, þar sem jGerda Halsted átti heima. • Hann nam staðar úti fyrir húsinu. Svo gekk hann hægt lengra eftir götunni, sneri aft- ur við og nam staðar úti fyrir húsinu. Nú var orðið dimmt og búið að kveikja götuljósin. Hann veitti því ekki eftirtekt, að tvö augu höfðu veitt honum athygli og að stúlka nálgaðist hann. — En — sem ég er lifandi komin — þá er þetta Jörgen Linde. Hún nærri því hvíslaði þess- um orðum. Föl og hrærð lagði hún höndina á arm hans. Hann var líka fölur. — Eruð það þér, eða er mig að dreyma? — Komið, sagði hún og sleppti ekki handlegg hans. Hann fylgdi henni eftir hlýð- inn. — Þér ætlið þá að eyða jóla- leyfinu í Danmörku? Ég varð svo ringluð, þegar ég sá yður. Hann svaraði henni ekki, að- eins horfði á hana. — Hvert eruð þér að fara? Eigið þér ættingja hér í borg- inni? Það hafði ég ekki hug- mynd um. Nei, ég þekki engan hér í borginni. Hún stanzaði, sleppti hand- legg hans og brosti: — En hvar ætlið þér þá að vera um jólin? —' Ég veit það ekki, ungfrú Halsted. — Vitið þér það ekki? Svar- ið mér nú skynsamlega. — Ég hefi ekki hugmynd um, hvar ég verð um jólin. Nú gat hún ekki varizt hlátri. Þá komið þér með mér, Jör- gen Linde, og dveljið um jólin hjá okkur. Þér búið hjá okkur um jólin. Auðvitað verðum við fegin að fá gest um jólin. — En hvað haldið þér, að foreldrar yðar segi? — Pabbi og mamma verða auðvitað glöð. Mamma hlakkar svo mikið til að fá að tala við yður um Florens. Við gleymum aldrei því dásamlega ferðalagi. UNGA fólkinu fannst þetta ævintýraleg jól. Ungi mál- arinn sat glaður og áhyggju- laus og skeggræddi við þetta vingjarnlega fólk'. Hann gaf þéim eitt af málverkunum sín- um, sem hann hafði haft með sér samanvafin í töskunni, — Hann hafði haft með sér tíu málverk og þau 'áttu að veíja. Þáu voru sámmála um að velja :máíverk af Florens, þar sem ALÞÝÐUBLAÐSINS borgin speglast í ánni Amo á vordegi. — Við megum til með að sjá um sölu á málverkunum yðar, sagði Halsted læknir. Þér eruð þegar qrðinn þekktur hér heima. En þér bara haldið svo sjaldan sýningar og verðið er alltof lágt. Listamenn eru sjald- an kaupsýslumenn. Jörgen svaraði ekki, en roðn- aði eins og venjulega við slík tækifæri og varð niðurlútur. — En ætlið þér ekki bráðlega að koma og setjast að hér í Danmörku? hélt læknirinn á- fram. Það er svo ervitt að verða frægur meðal stórþjóðanna. — Mér þykir vænt um Flor- ens, svaraði Jörgen Linde. — Ég hefi lært svo mikið þar og á eftir að læra þar ennþá meira. — Já, hann verður þar, sagði Gerða, þangað til ég fer þangað einn góðan veðurdag — og sæki hann. Halsted læknir horfði spyrj- andi augum á dóttur sína. —- Móðirin hrissti höfuðið bros- andi. Jörgen Linde sagði ekkert, en horfði á hana undrandi. — Hvað átti hún við?? T ÓLIN liðu alltof fljótt og ** Jörgen Linde fór aftur til Florens. Þá fyrst fór Gerða Halsted að hugsa um það, sem við hafði borið um jólin. Auðvitað hafði hún ekki spurt hann og ekki hafði hann heldur látið orð falla í þá átt. En því betur sem hún hugsaði málið, því augljósara fannst henni það, að hann hefði ferðazt til Kaupmannahafnar aðeins vegna hennar. Hvers vegna stóð hann þarna á torg- inu svona einmana og yfirgef- inn, þegar hún rakst á hann? Hvers vegna hafði hann staðið í þungum hugsunum þarna rétt hjá heimili hennar? Hún hafði ekki spurt hann og gat ekki spurt hann, en hún skildi þó, að hann hafði langað til að heim- sækja þau um jólin, hafði má- ske komið oft að húsinu, en ekki þorað að gera vart við sig. Og hefði hún ekki hitt hann þarna á götunni á síðustu stundu — þá hefði. hann sennilega farið aftur og enginn hefði vitað um vonbrigði hans. Jú, henni hafði áreiðarilega verið óhætt að segja þessi orð, sem foreldrum hénnar höfðu komið svo mjög á óvart. :— — Þangað til ég fer einn góðah veðurdag og sæki hann! Skyldi hann hafa skilið, við hvað hún átti? Gerða Halsted lét nú hendur' vetrarhjAlpin óskar öllum bæjarbúum GLEÐILEGRA JÓLA , i

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.