Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Qupperneq 20
20
JOLABLAÐ
GLEÐILEG JÓL!
Smjörlíkisgerðin Ásgarður h.f.
GLEÐILEG JOL!
Bræðurnir Ormsson.
(Eiríkur Ormsson.)
GLEÐILEGRA JÓLA
óskum við öllum viðskiptavinum okkar.
K. Einarsson & Björnsson.
GLEÐILEG JÓL!
Guðmundur Gunnlaugsson,
Njálsgötu 65.
Gleðileg jól!
Skipaútgerð ríkisins.
daga hafði hann haft búð, en
þegar konan stökk á brott frá
honum, hætti hann að hugsa um
búðarholuna og að lokum var
svo komið, að búðinni varð að
loka.
Þá hafði hann náð sér í þenn-
an hund. Hann hafði alltaf kall-
að Soldán, litla kærastan sinn.
— Jú, það var vel hægt að
skilja það, hvers vegna konan
varð að fara frá honum. Eld-
húsið, sem samtalið fór fram í,
var eins og býflugnabúr, fult
af býflugum — mennirnir
höfðu nóg að gera.
Pétur hafði læst sig inni í
litlu íbúðinni sinni, hann vissi
ekki neitt um allt kjaftæðið.
En allt í einu hrökk hann við
og spratt á fætur. Úti í garðin-
um stóð Soldán urrandi fyrir
framan smástrák. Drengurinn
hélt hughraustur á spýtu í
hendinni og varði af mikilli
hreysti þriggja ára gamla syst-
ur sína, sem stóð kjökrandi að
baki honum. Pétur kom á harða
hlaupum til mikillar undrunar
fyrir alla, og rak hundinn
burtu. Hann spurði alls ekki,
hvers vegna að Soldán hefði
slitið festina sína. Hann hafði
gripið í hnakkadramb hunds-
ins og nú dró hann skepnuna á
eftir sér yfir garðinn. Bak við
hann skrækti kvenfólkið, en
börnin hafði ekki sakað. Litla
stúlkan hafði gengið fram hjá
Soldáni, en af því að hann var
dálítið æstur eftir ferðalagið
um morguninn, og ef til vill
hafði rauði kjóllinn hennar átt
sinn þátt í því, sem gerðist.
Hann hafði stokkið upp svo að
festin slitnaði, en svo vitur var
Soldán, að barnið hafði hann
alls ekki bitið.
Hugrökkustu börnin voru á
gægjum, og svo sögðu þau
mömmum sínum, að nú væri
Pétur að refsa Soldáni öðru
sinni þennan dag. Einnig í þetta
sinn heyrðist ekki neitt í
skepnunni, hún kraup eins og
áður að fótum herra síns og
sleikti stígvélatær hans um
leið og höggin dundu á skrokkn
um. Og þegar Pétur var búinn
að þessu, stóð hann um stund
og horfði í brún augu hundsins
— en kraup svo til hans og tók
hann í fang sér.
Svo kom Pétur og gekk aftur
yfir garðinn. Allir sneru við
honum baki. Nokkrir minntust
á lögregluna. Og mamma litlu
stúlkunnar fór að gráta og bar
hana inn í húsið. Nú ætlaði hún
að flytja! Fyrst að börnin
hennar gátu ekki fengið að vera
í friði, þá, g|at hún ekki átt
lengur heima í þessu húsi. Og
frú Nielsen sendi fyrsta strák-
Inn, sem hún gat náð í niður í
kjallara eftir manninum sín-
um. Hún varð einnig í dag of
sein með miðdegismatinn. Niel-
sen kom eins og fjandinn sjálf-
ur væri á hælunum á honum
og fór beint upp til Péturs. —
Hann hringdi dyrabjöllunni, en
enginn svaraði. Hann barði þá
lauslega á hurðina og gekk
beint inn. Pétur sat við borðið
sitt, sem var með vaxdúk og á
því fyrir framan hann lá reykt
síld í pappír og smjörlíkisögn
í bolla, nokkrar brauðsneiðar
og kaffikanna. En Pétur var
ekki að borða. Hann sat bara á-
lútur og horfði á matinn sinn.
Nielsen varð strax dálítið feim-
inn, þegar hann sá hann. Var
Pétur ekki með fullu viti?
Nielsen ræskti sig og óskaði
þess innilega, að hann hefði
ekki gleymt pípunni sinni. ;—;
Hann var svo sem ekki afskap-
lega hugrakkur. Svo fekk hann
sér sæti á stólbrík.
.,U-humm, nú verðum við
víst að tala dálítið saman“.
,,Er það ekki alger óþarfi?“
Pétur leit upp dálítið snöggleg-
ar en hann var vanur. „Hvergi
fáum við að vera í friði. Ég er
sviftur öllu, sem mér þykir
vænt um. Nú verðum við að
flytja og á morgun, þegar við
loksins höfum fengið einhvers
staðar annars staðar inni verð-
um við aftur að flytja. Hvers
lags líf heldurðu að þetta sé?“
„Getir þú fargað hundinum,
þá myndirðu fá frið.“ Ni-
elsen gekk ekkert illt til með
þessari góðu ráðleggingu.
„Á ég þá ekki að fá að hafa
hundinn heldur í friði núna?
Snáfaðu héðan út og það undir
eins.“ Pétur stóð snögglega á
fætur og Nielsen flýtti sér jafn
mikið. Þetta var sannarlega erf-
iður maður.
„Já, en ég var bara að ráð-
leggja þér heilt, Pétur, og ef þú
vilt ekki þýðast það, þá lítur út
fyrir að þú verðir að flytja héð-
an. Ég get að minnsta kosti
ekki séð aðra lausn út úr þess-
um vanda. Ég segi þetta bara
af því að mér er ekkert illa við
þig, Pétur.-‘ Nielsen færði sig
aftur á bak að dyrunum. Hann
var annars svo sem ekki neitt
hræddur við það að Pétur færi
að berja á honum, en þó var
eitthvað í augunum á Pétri, sem
Nielsen geðjaðist ekki að.
Og Pétur gerði ekki neitt á
hluta hans. Hann gekk fram hjá
honum og niður í garðinn. Þar
settist hann á bekk og horfði
þunglyndislega fram fyrir sig.
Soldán hafði fylgt á eftir hon-