Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 24.12.1939, Síða 21
ALÞÝÐUBLAÐSINS
21
um svo langt sem festin leyfði,
hann lá þarna skammt frá og
hafði auga á herra sínum og
húsbónda. Hvorugur þeirra tók
eftir því að augu hvíldu á þeim.
Næstum allir íbúar hússins
þurftu endilega að fara þarna
um einmitt meðan þeir voru
þarna báðir í þungum þönkum.
Ein kona úr næsta húsi kom
líka.
Nielsen spígsporaði fram og
aftur og skýrði frá því, sem
þeim Pétri hafði farið á milli.
— „Já, nú er ég búinn að segja
honum upp. Hann hlýtur að
flytja einhvern næsta dag.“ Ni-
elsen hafði náð sér í pípuna
sína og nú var hann allt
annar en áður uppi hjá Pétri.
,,Nú verður hann að flytja.
Þetta gengur ekki lengur.“
En Nielsen var líka neyddur
til að verja sjálfan sig og róa
fólkið. Hann var nokkurs kon-
ar húsbóndi í öllu húsinu. —
Börnin voru kölluð inn snemma
þetta kvöld. Það var svo sem
hægt að gera ráð fyrir hverju
sem væri.
Sunnudagsmorguninn rann
upp bjartur og fagur. Það var
sólskin og birta og hlýja og
menn fóru að sýsla í görðunum
sínum. Festin lá fyrir framan
hundahúsið, en Soldán lét ekki
á sér bera og fólkinu leið vel.
Konurnar komu út og horfðu á
föndur manna sínna og fyrst kl.
um 11 kom Pétur út og var í
bláum sparifötum. Hundurinn
var ekki með honum, hvað
skyldi hann nú hafa gert af
honum? Enginn kastaði á hann
kveðju, en hann tók víst ekkert
eftir því.
Pétur reif upp garðshliðið sitt
og þaut að hundahúsinu. Hund-
urinn hlaut því að vera þar.
Skyldi hann sofa? Þessi stóri
og sterki maður kraup niður.
eins og hann hefði fengið högg
í hnésbæturnar Hundurinn
hafði falið sig inni í húsinu og
vildi víst ekki koma út. Var
hann dauður? Margir flýkktust
að garðshliðinu, en enginn fór
inn fyrir.
Pétur náði loksins í hausinn
á hundinum og hélt honum í
lófa sér. Það var þornuð froða
um kjaftinn. Soldán hafði ver-
ið dauður í marga tíma. —
Pétur lá lengi á hnjánum og
horfði á hann. Hann strauk yfir
hnakka hins dauða dýrs og svo
stóð hann upp. Hann skjögraði
eins og drukkinn maður. Og
svo bar þetta óttalega við. —
Nielsen kom inn í garðinn, en
staðnæmdist strax rétt fyrir
framan hópinn. Það var dautt
í pípunni hans og hún hékk
máttlaus í öðru munnvikinu.
Loksins sagði hann eins og við
sjálfan sig: „Ætli honum hafi
verið gefið eitur?“
Hann sagði bara það, sem
allir aðrir hugsuðu. En það var
eins og Pétur vaknaði í einni
svipan. Hann steig til hliðar
eitt skref. Og með einu einasta
hnefahöggi sló hann Nielsen til
jarðar. En enginn snerti hann.
Hópurinn vék til hliðar fyrir
þessum þögla - manni, sem
skjögrandi gekk burtu gegnum
garðshliðið og út úr húsagarð-
inum án þess að líta aftur. Það
var eins og hann vissi ekki
hvert hann væri að fara.
En þegar hann var horfinn,
gullu við ópin og kveinin. Frú
Nielsen kraup grátandi niður
við hliðina á manni sínum.
Pétur var tekinn fastur síð-
ari hluta dagsins. Þá hafði
hann slegið mann til jarðar úti
á miðri götu bara af því að
maðurinn af tilviljun hafði
staðið í vegi fyrir honum. Fjór-
ir menn urðu að halda Pétri.
svo óður var hann, og hann
öskraði svo að undir tók þegar
honum var ekið á lögreglustöð-
ina.
Það komst aldrei upp hver
það var, sem hafði gefið Soldáni
eitrið. Nielsen sór og sárt við
lagði að hann hefði ekki gert
það. Hann fór strax á fætur
næsta dag. Hann sá um það að
garðurinn var hreinsaður og
allt athugað í íbúð Péturs. Svo
var íbúðin auglýst laus. Ef
Pétri yrði sleppt, ætlaði Niel-
sen að kæra það fyrir lögregl-
unni.
En Pétri var alls ekki sleppt.
Hann svaraði ekki einni einustu
spumingu og það var því ekki
hægt að sleppa honum.
í leiguhúsinu gengur sagan
um hann ennþá. Hann var góð-
ur við hundinn, segja konurn-
ar. En það er ómögulegt að
hafa svona rándýr í tveimur
herbergjum og smágarði. Pétur
vildi fá að gera það, sem ekki
var hægt að gera, og það fór
með hann.
Pétur elskaði hund, af því að
hann hafði misst trúna á mann-
fólkið — og svo tóku mennirnir
einnig hundinn frá honum.
Bróðir Péturs kom til að
sækja húsgögnin, en þegar
hann sá hvað það var, seldi
hann allt saman fyrir fimm
krónur.
H.f. EimskipaféEag Islands
sendir viðskiptamönnum sínum um land allt beztu