Tíminn - 17.07.1964, Qupperneq 22

Tíminn - 17.07.1964, Qupperneq 22
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS 132 annarra. Hún fór ein til kjördæm- is faans rWoodford og talaði' þar yflr ffmm hundruð manns, þar sem hún réðst af ákafa á utanrík- isstefnu stjórnarinnar og sérstak- lega afskipti hennar af Palestínu- vandamálinu. Hún fordæmdi það, sem hún kallaði „sláandi dæmi um vandræðahátt og bjánalegan klaufaskap, sem hefði þær afleið- íngar, að vopn, sem Bretar fram- leiða eru fengin Aröbum í hendur til að vinna á Gyðingum og leyfir brezkum herforjngjum að stjórna arabiskum herdeildum." „Það, sem þið verðið að gefa gaum að“, sagði hún „er, hve hörmulegt getuleysi hrjáir ráð- þrota ríkisstjórnina. Getuleýsi við að framkvæma áætlanir og verk, sem þejr hafa hampað og hugsað um í fjölda ára. Árum saman hef- ur trú þeirra verið sú, að þjóð- nýting væri eina viðunandi bjarg- ráðið í landi voru. En ef þér heyrið nú hr. Shinwell segja að þjóðnýtingaráformin hafi hingað til ekki heppnazt sem skyldi, þeg- ar þeir eru komnir að völdum og hafa hafið þetta þjóðnýtingarverk sitt, þá er það vegna þess, að só- síalistaflokkurinn var alls óund- irbúinn til að framkvæma verkið. Ástæðan til þess, að áform þeirra Ihafa ekki heppnazt er sú, að þeir hafa ekki enn lært, hvernig fara eigi að því. Hvarvetna blasir getu- leysi þeirra við, svo að hörmulegt er á að líta.“ Clementine vissi, hvernig hún j átti að haga sér frammi fyrir mann I földa, vissi, hvernig koma átti |fram við fólk. Þegar hún talaði á þingum, gat hún vakið mikla að- | dáun þeirra, er á hlýddu. Einnig hún var ræðusnillingur. Á kvennaþingi í Central Hall í i Westminster sagði hún réttu orðin á réttum stað, er hún sagði: „I næstu kosningum verða íhalds- flokknum fengin völd að nýju. Þá fá þeir tækifæri — þeir verða að sýna hugrekki, vizku og mikla þol- inmæði. Það má vera.að ekki verði unnt að leiðrétta allt, sem aflaga hefur farið eftir sósíalistana og j þeir verða að íhuga af gát, hvað , leiðrétta skal, hverju breyta þarf og hvað unnt er að gera.“ Á öðrum fundi höfðaði hún af | kænsku þeirri, er konum einum er gefin, til stjórnmála og kosninga. j Hún tók að ræða um, hve ibúða- i markaðurinn væri orðinn þröngur. | „Verkamannaflokkurinn reisir hús j víðs vegar um landið — 500 á dag. En fyrir stríð sló íhaldsflokkurinn þá út eins og ekkert, með því að reisa 1000 hús á dag,“ sagði hún. i Og um verðhækkun nauðsynja- ivara sagði hún: „Hvers vegna er maturinn svona dýr? Það gerir hið mikla skrifstofubákn á sviði fæðu- , öflunar og drcifingar. Embættis- ' og sýslunarmenn ríkisins á þessu t sviði kostuðu okkur áður fyrr 4 | millj. punda árlega, en nú kosta þeir 14 millj. á ári. Okkar trú er | sú, að með betri stjórn á ríkisbú- skapnum geti viðreisnin tekizt.“ Hún vissi, hvar hún átti að bera niður og var vel heima á sviði húss- og heimilishalds, og aldrei slitnuðu tengsl hennar við kven- kyns þegna þjóðfélagsins. Síðustu ræðu kosningabarátt- unnar átti að halda í Plymouth, en þar stóð sonur þeirra Randolf í kosningabaráttu í næstu nálægð, eða Devonport. Áður en þau lögðu af stað til Plymouth, hlustuðu þau á kosningaræðu þáverandi forsætis ráðherra, Clement Attlee í útvarp- inu. Þegar Attle hafði lokið máli sínu, var Winston þögull um stund. Þá mælti Clementine af þeirri pólitísku skarpskyggni, er al menningi er lítt kunn, en hún býr samt yfir í jafn ríkum mæli og maður hennar: „Winston, mér fanst þetta mjög góð ræða — en hún hljómaði eins og útgöngu- sálmur.“ „Vel sagt, Clemmie, það var ein- mitt rétta orðið“, sagði Winston og brosti viðurkenningarbrosi. Vonleysisbragurinn á ræðu Att- lees gerði þau jafnvel enn vissari um sigur. Ásamt Söru, tengdasyni sínum, ljósmyndaranum Anthony Beau- champ og syni Randolfs, Winston yngri, fóru þau með lest til Ply- mouth til að tala þar á fjöldafundi á Argyllknattspyrnuleikvanginum. Eftir að hafa skammað sósíal- istana fyrir hermangaratal þeirra, bætti Winston vjð í þessum létta tón, er gert hafði hann vinsælan með mönnum: „Það gleður mig alltaf að koma til vesturlandsins og 'hér höfum við frambjóðend- urna fyrir kjördæmin í Totnes, Ta- vistock, Bodmin og Sutton“ sagði hann, og um lcjð og hann leit á Randolf: „og síðast en ekki sízt hvað mig snertir, Devonport.“ Um kvöldið snæddu þau máls- verð með Astor lávarði og lafði hans, á heimili þeirra í Plymouih Hoe. Þúsundir manna, sem vissu af þeim þar inni, söfnuðust sam- an fyrir utan í þeirri von að geta leitt þau augum. „Láttu fólkið ekki verða fyrir vonbrigðum, Winston,“ sagði Cle- mentine, „talaðu til þess.“ Hann fór að ráðum hennar og ofan af svölum Austurhússjns hélt hann óformlega ræðu, sem hergi kom annars staðar fram. Ilún var hald- in undirbúningslaust og kom beinl frá hjartanu. „Hvað sem þið þunnið að kjósa“, sagði hann, „hvort sem þið greiðið okkur atkvæðið eða sósíalistum, þá verðið þið að minnsta kosti að láta okkur hafa starfshæfan meirihluta. Það væn miklu betra að veita sósíalistunum völdin aftur enn að veita okkur svo lítinn meiri hluta að ókleift verði að halda öruggri stjórn." Um leið og hann sagði þetta, heyrðust einhverjir í hópnum baula og hann svaraði þeim. „Ég verð að játa, að mér þykir vænt um að heyra ejnhver baul úr hópnum. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá hljóta menn, sem hafa rétt á að reka upp fagnaðar- og viðurkenn- ingaróp, einnig að hafa rétt á að baula.“ En síðan sagði hann hægt og lagði áherzlu á orðin: „Ég vildi frekar búa við sósíalistastjórn í fjögur eða fimm ár —“ hér heyrð- ust viðurkenningaróp og baul. Hann snéri sér að baulukórnum ' og sagði: „Þið verðið að baula á réttum stöðum“, og síðan hélt hann áfram: „— en að þurfa að búa lengur við þetta óvissa og ömurlega ástand, sem nú ræður ríkjum.“ | Winston hélt enn áfram; „Einnst ykkur ekki kominn tími til að hleypa nýjum mönnum að, nýjar hendur grípi um stjórnvöl- jnn, að ný viðhorf ráði í utan- ríkis- og innanlandsmálum okk- ar?“ Yfirgnæfandi meirihluti fólksins hrópaði: „Já!“ í einum • kór. Winston séri sér að Cle- mentine og sagði: „Ég held, að meirihlutinn sé mín megin.“ Jakob Astor felldi sósíalistískan andstæðing sinn í Plymouth, en Randolf tókst ekki að vinna þing- sætið í Devonport, þótt honum að 'vísu tækist að vinna mikið fylgi af sósíalistum. Á kosningadag fóru Winston og ^Clementine heim til sín í Hyde | Park Gate og fóru á kosningabaffl íhaldsflokksins í Savoy-hótelinu, jsem haldið var af Camrose lávarði jhjá Daily Telegraph. Um það ,leyti sem þau sneru heim þaðan, virtist standa nokkuð jafnt kjör- fylgi íhalds og sósíalista. Winston ! og Clementine yoru samt enn viss | í sinni sök. Eldsnemma um morguninn sýndu tölurnar úr þýðingarmestu | kjördæmunum hvernig úrslitin jmundu verða. Clementine gekk ! yfir gólfið til Winstons og kyssti I hann, — hann kyssti hana, en j hvorugt þeirra sagði orð. j Þessi sigur mildaði beizkjuna I frá kosningunum 1945, hvað þau ! bæði snerti. Um miðja þessa nótt safnaðist jmannfjöldi fyrir utan hús þeirra og fólkið hrópaði: „Winnie!“ Þar sem hann var örþreyttur 39 Þegar hún hafði gengið úr skugga um það, hraðaði hún sér yfir mat- jurtagarðinn, í áttina að rústun- um. Það var léttir að vera alein, i og meira að segja léttir að kom- j ast frá Brett og hinum blöndnu ! tilfinningum, gleði og hryggðar, sem hann vakti hjá henni. Hún gekk hægt eftir auðum veg inum, og sogaði að sér unaðslega tært loftið og naut kvöldkyrrðar- innar. Þegar hún kom að rústun- um nam hún ósjálfrátt staðar og horfði frá sér numin á þær í ljósaskiptunum. — Þú ert alltaf heilluð af þess- um gamla grjóti, sagði Neville rétt að baki hennar. — Það er skrítið, vegna þess að hér áður sagði þú alltaf að réttast væri að sprengja þær og gera hér skemmti garð. — Ég var að bíða eftir þér. Tracy reyndi að leyna ótta sín- um. Hún hafði í svipinn gleymt, að Neville mundi koma. — Ég er með peningana. Hún dró seðla bunkann upp úr vasa sínum. — Það er bezt að þú teljir þá. — Elskan, það er ekki nauðsyn legt að vera svona óskaplega virðu leg. Ég þarf ekki að telja, ég veit að þú hefur upphæðina, sem ég bað þig um. Hann ‘ stakk seðlabunkanum kæruleysislega í vasar.n, — Ég hafði búið mig und ir að þurfa að bíða lengi eftir þér. Lentirðu í nokkrum vandræðum að sleppa frá blessaðri fjölskyld- unni? Þurftir þú að koma með einhverja afsökun, sem við þurf- um að æfa okkuj- á ef einhver sér okkur hér. — Það er enginn heima og ég þurfti enga ástæðu að finna. Hún veik undan og grasið virtist j óvenju kalt, sem það straukst við ! fætur hennar. — Ég verð að fara strax heim aftur, en eitt ætla ég að taka j fram. Það er tilgangslaust að biðja mig um meiri pen- inga, vegna þess að ég á ekki nema tæpar hundrað krónur eftir í bankanum. Ég hef^látið þig fá allt sem ég átti. — Hver hefur minnzt á það? Þú talar við mig eins og ég sé fjárkúgari. Neville virtist í meira lagi móðg aður. — Þú veizt fullvel, að þetta var samkomulag okkar í milli, af því að við skiljum hvort annað. — En ef ég hefði ekki staðið við samninginn hefðir þú hótað Mark til að láta þig fá peningana. Þú getur ekki látið eins og það hefði verið gott samkomu- lag milli vina, sagði Tracy reiði- lega. En Neville lét orð hennar sem vind um eyru þjóta. Hann starði á hana frá sér numinn af hrifn- ingu. — Ég hef aldrei séð þig reiða áður, sagði hann. — Já, þú ert reið í alvöru, bú roðnar í kinnum og augun þín stækka. En það klæðir þig — það gerir þig sér- staklega aðlaðandi, ástin mín. Það er einhver nýr blær yfir þér elsk an mín og ég er alveg bálskotin. — Góða nótt, sagði hún stutt- lega og sneri sér frá honum en hann greip í hana cg dró hana til sín. — Við skulum útkljá þetta í eitt skipti fyrir öll, Tracy. Þú þarft ekki að leika neitt hlutverk við mig. Ég skal aldrei koma upp um þig. Ég er skolli þakklátur fyrir það sem þú hefur gert fyrir mig og ég vil gjarna sýna þér það í verki. Ég hugsa að ég viti, hvað þér kemur bezt. Áður en hún skynjaði hvað fyr- ir honum vakti hafði hann þrýst henni að sér og munnur hans leit aði græðgislega vara hennar. Sek- úndubrot stóð hún aflvana, svo lagði hún til' atlögu, hún þrýsti nöglunum inn í hold hans, spark- aði í hann og notaði öll brögð, sem henni hugkvæmdist. Hann varð svo undrandi að hann sleppti henni og stóð gapandi af undrun og glópti á eftir henni, þar sem hún hljóp eftir veginum o'g hvarf niður stíginn. — Já, herra minn trúr, ég sé ekki betur, en henni finnist ég hálfþreytandi tautaði hann við sjálfan sig. — Og eftir allt sem . . . já, ég skil þetta hreinlega ekki. Tracy hljóp áfram eins og fætur toguðu og rakst allt í einu á mann rétt við hliðið á matjurtagarðin- um. Hún hefði steypzt um koll ef Brett hefði ekki gripið í hana og stutt hana. — Tracy! Hvar er að? — Brett! Hún stóð grafkyrr og var fokvond út i sjálfa sig að geta ekki stöðvað titringinn. — Ég hélt . . þú værir að spila bridge? — Það bættist einn í hópinn, svo að ég lét hann taka við og kom heim til að ljúka dálitlu sem ég þarf að gera. En við hvað I varstu svona hrædd . . .? — Ekkert — alls ekkert . . . I Bara mínar eigin ímyndanir! Hún I dró djúpt andann brosti og færði : sig fjær honum. — Ég veit ekki, hvernig ég gat j verið svona vitlaus, en ég fór út, að rústunum og ég ímyndaði mér 1 að ég sæi þar einhverja hreyfingu . . . Það var óhugnanlegt, því lagði I ég á flótta. Eg skelf enn, þegar ég hugsa um það. ! Nú var orðið almyrkt, en hún óttaðist hann sæi samt, hversu föl hún var. — Rústirnar virðast stundum lifandi í myrkrinu, sagði hann hægt. —. Þær geta valdið því að mann eskja með frjótt ímyndunarafl ímyndar sér alls konar hluti, en þú hefur aldrei . . . Hann þagnaði og hlustaði þeg- ar þau heyrðu bíl ræstan skammt frá. Litlu síðar sáu þau hann aka eftir veginum, lítinn hvítan bíl. Tracy skildi, að Brett þekkti bíl- inn. Hún fann til svima og skyndi lega snerist hún á hæli og gekk yfir garðinn að eldhúsdyrunum. Hún var alltof þreytt til að finna eitthvað að segja, einhverja lygi, sem hljómaði ekki alltof ósenni- lega. Það var ekki fyrr en hún var lögzt upp í rúmið, að þeirri hugs- un laust niður hjá henni, að kannski væri þetta einfaldasta leið in fyrir þau bæði. Fyrsta kvöldið eftir að hún fékk minnið aftur hafði hún læðzt út til fundar við Neville Rollo. Var það ekki nóg að kæfa þær hlýju tilfinningar, sem Brett bar ef til vill í brjósti til hennar? Hann mundi aðeins eiga eftir fyrirlitningu í hennar garð . . bara að hann segði Mark ekkert . . . og það mundi hann aldrei gera. Ef Mark var svo mikill kjáni að kæra sig um hana eftir allt, sem hún hafði gert var það j hjins mál og kom ekki Brett við. j Það var skuggsýnt í herberginu i og Tracy greindi ekki andlitið í j silfurrammanum, en hún hafði á j tilfinningunni að tvö augu horfðu i á hana með illgimisglampá: „Svo j að þú varst tilneydd að klifra nið I ur af stallinum þínurn." Hún heyrði illkvittnislega röddina: „Þú hefur reynt að sanna að þú værir ekki ég, vegna þess að ég var ekki nógu merkileg mann eskja fyrir þig. En ég vildi ekki sjá slíka vitleysu . ..“ Það var vitfirring að heyra slíkt hugsaði Tracy og greip um höfuð- ið á sér. Vitfirring var það og' mjög hættulegt. Hún neyddi sig til að 'slappa af. Þegar allt kom til alls — var vandamálið ekki leyst? Það var kaldhæðni örlag- anna að Neville varð til að leysa það fyrir hana? Nan kom heim rétt eftir mið- nætti. Iíún rak höfuðið inn í vinnuherbergið þar sem Brett sat enn við störf. — Það er enn ljós hjá Tracy, sagði hún kæruleysislega. — Hún er vön að slökkva snemma, ætli geti verið nokkuð að? — Það hugsa ég ekki. Rödd Bretts var róleg og hann leit ekki upp. — Hún er ugglaust að bíða eftir að Mark komi heim. — Ég sagði að það væri hjá henni — ekki i herberginu ÞEIRRA! sagði Nan þurrlega. Finnst þér það ekki dálítið kynd- ugt, fyrsta kvöldið eftir að hÚD fær minnið aftur á þennan líka 22 T í M I N N, föstudaglnn 17. júlí 1964 — 1

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.