Tíminn - 22.08.1964, Blaðsíða 3
fiEIMA OG HEIMAN
Hvaða framtíð bíður
nú Bobby Kennedys?
Robert Kennedy — þegar hann var maðurlnn númer tvð I Bandaríkjunum.
Þegar forystumenn demó-
krataflokksins í Bandaríkjunum
koma saman til fundar síðar
í þessum mánuði til að semja
stefnuskrá flokks síns og velja
forseta- og varaforsetaefni fyr-
ir forsetakosningamar síðar í
haust, verða liðnir um 8 mán-
uðir frá því John F. Kennedy,
forseti, var myrtur. Það er ekki
lengra síðan, eða eigum við að
segja, það er svo langt síðan
hann lézt. Ætlunin var að hefja
þing demókrata með því að sýna
kvikmynd um Sevi Kennedys
eins og til að sameina flokks-
menn og stjrrkja þá fyrir kosn-
ingabaráttuna. En þessu var
breytt og verður kvikmyndin
ekki sýnd fyrr en eftir að papp
írshðttunum hefur verið kastað
á loft til heiðurs kjörnum fram-
bjóðendum.
Þing demókrata verður háð
hinn 27. ágúst n.k. í Atlantic
City og eru þá nákvæmlega 8
mánuðir og fimm dagar liðnir
frá því að myrtur var í Dallas,
maðurinn, sem breytti gangi
kalda stríðsins í Kúhu-deilunni,
skapaði nýtt og betra andrúms
loft milli vesturs og austurs og
lofaði hinum svarta minnihluta
lands síns auknum réttindum.
En breytingin varðandi setn-
ingu þings demókrata er eng-
in tilviljun. Ekki þýðir að fást
um orðinn hlut eða hugsa um
það, sem liðið er. Nú er það
Johnson, sem er á toppinum og
sá, sem ekki vill skilja þá
staðreynd, verður að læra það.
En víst er, að sumum verður
það erfitt og þó sérstaklega
Robert Kennedy, dómsmálaráð-
herra.
Þáð er erfitt fyrir hann að
trúa því, að nær öllu sé nú
lokið, eftir að hann hafði verið
maður Bandaríkjanna númer
tvö í nær þrjú ár. Honum
fannst það skylda sín að berj-
ast áfram í anda bróður síns
og standa þannig vörð um
nafn hans. Vinir hans styrktu
hann í þessari trú og honum
fannst hann verða að vera á-
THE STORY OF ARCHEO-
lOGY IN BRITAIN. Höf-
undur: Ronald Jessup. Út-
gefandi: Michael Joseph.
London 1964. Verð: 25 s.
Það kemur út mikill fjöldi
bóka um fomminjafræði.það er
ekki nema gott um það að segja
því meira er hægt að moða úr.
Þessi bók fjallar um sögu þess-
arar fræðigreinar í Bretlandi.
Hluti bókarinnar lýsir fundun-
um, þeim, sem hafa orðið af
hreinui tilviljun og þeirra, sem
byggðust á beinni leit að á-
fram númer tvö í bandarískum
stjómmálum.
En dæmið gekk því miður
ekki upp fyrir Bobby Kenne-
dy. Johnson þarfnaðist hans
ekki.
Það var eitt drungalegt regn
kvöld í Washington í síðustu
viku, er Robert Kennedy var að
aka heim til sín, að hann sneri
sér að sessunaut sínum og
sagði: „Eg held ég eigi ekki
mikla framtíð nú í þessari
borg.“ Þá vora fimm dagar
liðnir frá því Johnson hafði
kallað hann til Hvíta hússins
og sagt honum, að hann væri
ekki svarið við hinni brennandi
spumingu demókrataflokksins:
Hver verður varaforsetaefni í
forsetakosningunum í haust?
Síðan hefur um fátt verið
meira rætt í innstu röðum
kveðnum stöðum eða leifum.
Rannsóknaraðferðum bæði
fyrr og nú er lýst mjög ná-
kvæmlega, einnig nefndir þeir
menn, sem mest kom hér við
sögu. Rannsóknir fornminja á
Englandi hefjast á 16. öld með
William Camden, sem nefndur
er faðir enskra fonminja-
fræði. Skoðanir manna og að-
ferðir varðandi þessi fræði,
hafa tekið miklum breytingum.
sérstaklega hafa orðið stórstíg
ar framfarir, í rauninni hrein
bylting í þessum fræðum, síð
an farið var að leita fundar-
demókrata en framtíð Bobby
Kennedy.
Johnson hafði á fundinum í
Hvíta húsinu minnzt á margar
aðrar stöður sem úrlausn, t.d.
ráðherrastöðu eða sendiherra
starf, en Bobby sagðist ekki
vilja neina þeirra. Þá sagði for
setinn: „Eg held ég viti, hvað
þú vilt. Þú vilt verða
leiðtogi þjóðar þinnar einhvem
daginn. En um leið gerði for-
setinn það eins ljóst og hægt
var, að hver svo sem yrði val-
inn sem varaforsetaefni þá yrði
það ekki Robert Kennedy.
Þetta var allt annað en
skemmtilegt fyrir Bobby, en
hann reyndi að bera sig karl-
mannlega og hugsaði sem svo,
að möguleikamir væru nógir.
En voru þeir það í raun?
Það var Ijóst, að hann gat
staða úr lofti. Einnig er nú
hægt að tímasetja gripi og aðr-
ar leifar með meiri nákvæmni
en áður. Einn kaflinn fjallar
um fjóra brautryðjendur þess-
arar fræðigreinar á Englani.
Höfundur skrifar mjög
skemmtilegan þátt um falsaðar
fornminjar. Frægustu fundum
síðari ára er lýst. Bókin er
myndskreytt og myndir valdar
að efninu. Höfundurinn hefur
skrifað margt um fornminja
fræði og er í fremstu röð fræði
manna á þessu sviði. Þessi
fræðigrein er ung hérlendis,
haldið áfram að vera dómstnála
ráðherra og hann gat lika orð
ið sendiherra, en þá virtust
líka möguleikarnir taldir.
Þegar hann sat eitt kvöldið
með góðum vinum og stuðn-
ingsmönnum í sumarhúsinu á
Cape Cod kom áþreifanlega í
ljós, að eina vonin virtist vera
að reyna að ná kosningu sem
öldungadeildarþingmaður fyr-
ir New York.
En þar situr fastur maður
fyrir, republikaninn Kenneth
Keating. Bobby hafði sköcnmu
áður sagt, að hann hefði ekki
áhuga á slíkri baráttu, en nú
virtist hann á báðum áttum. f
Iok vikunnar átti Robert Kennt
dy einkaviðræður við Robert
Wagner, borgarstjóra New
York-borgar, og var hljótt um
Framhald á 11 síðu
hefst má segja með rannsókn-
um Daniels Bruun, hann ferð-
aðist víða hérlendis og rann-
sakaði rústir og tóftir. Hér
lendis virðist því miður skorta
þá grósku, sem einkennir þessa
fræðigrein, víðast hvar nú á
dögum. Rannsóknarefni eru
hér óþrjótandi, en það virðist
mjög tilviljunarkennt hvar
rannsókn fer fram, þó er ekki
hægt að sneiða hjá því, svo
lengi sem fornminjar finnast
af tilviljun. En öll önnur
leit virðist vera skipulagslaus
og tilviljunarkennd. íslending-
ar ættu að verja meira fé tíJ
slíkra rannsókna, það eru íáar
þjóðir, sem eru eins rftgrar i
fjárútlátum til rannsdxrta a
fomminjum og íslendingar.
Á VÍÐAVANGI
Hverjir blekkja?
Stjómarblöðin grípa helzt tíl
þess sér til varnar í skattaöng-
þveitmu að saka Tímann um
blekkingar og falsanir í skatta-
málunum, og raunar er jafnan
gripið til slíkra ásakana, þegar
stjórnarblöðin fara að kveinka
sér undan gagnrýni stjórnar-
amdstöðunnar. Um „blekking-
ar og falsanir" Tímans í skatta-
málunum er það að segja, að
alþjóð veit, að stjórnarblöðin
hafa beinlínis viðurkennt gagir-
rýni stjórnarandstöðunnar í
þeim málum, enda verður ekki
hjá þvi komizt, og meira að
segja skattamálaráðlherrauin
sjálfur hefur séð það helzt
sér til bjargar að gera tillög-
ur Framsóknarmanna, sem
hann felldi með offorsi í vet-
ur, að sínum o*g telja þær lík-
legastar til lagfæringar á skatt-
reglum ríkisstjórnarinnar. Svo
gersamlega hefur stjórnin og
málgögn hennar fallizt á
„blekkingar“ Tímams í skatta-
málunum nú. En það eru aðrar
blekkingar, sem þjóðin gleymir
ekki strax, og það er dýrðar-
óðurinn, sem fjármálaráðherra
og stjórnarblöðin sungu í vor
um hinar stórkostlegu skatta-
lækkanir, sem í vændum væru.
Verður Sigurði
Ágústssyni breytt
í kaupfélag?
Blaðinu hefur borizt eftirfar-
andi bréf af S'næfellsnesi:
„Þau tíðindi fréttast nú um
landið, að íhaldið sé búið að
missa trírna á ein-kaframtak
forystumanna sinna á verzlun-
arsviðinu, og telji það helzt til
ráða að breyta verzlunarrekstri
þeirra í kaupfélög. Nýjasta
snjallræðið er að breyta Sig-
urði'Óla á Selfossi í kaupfélag.
Frétzt hefur, að íhaldið sé að
íhuga svipaðar breytingar á
Akranesi og í Borgannesi, hvað
sem af framkvæmdum verður.
Okkur Snæfellingum þætti það
mikið þjóðráð að og góður
endir á verzlunarsögu Sigurðar
Ágústssonar, að honum yrði
breytt í kaupfélag. Síðar gæti
röðin svo komið að Silla og
Valda að breyta þeim í nýtt
KRON.
Snæfellingur.“
Batnandi menn
Aimað bréf hefur blaðinu
borizt um þetta mál:
„í Morgunblaðinu 5. ágúst
1964 segir frá stofumn nýs
kaupfélags á Sclfossi, er í skírn
inni hafi hlotið nafnið Kaup-
félagið Höfn. Er fyrirtæki
þetta kallað sainvinnufélag og
sagt að það ráðgeri að kaupa
verzlun S.Ó.Ólafsson & Co.,
sem gengið hefir undir nafn-
irnu Verzlunin Höfn. Mun nafn-
gift hins nýja félags eiga að
vera nokkurs konar afsökun til
þeirra, sem mest hafa barizt
á móti samvinnufélögunum, og
látið í það skína að þetta sé
nú eiginlega ekki samvinnu-
félag heldur nokkurs koirar
framhald af verzlunimni Höfn,
en hins vegar þótt öruggara
að skeyta kaupfélagsnanfinu
framan við, ef það gæti villt
einhverjum samvinnumanni
sýn.
Nú er það kunnara en frá
þurfi að segja, að al.lt frá stofui
un kaupfélaganna hér á landi
hefir í blöðum íhaldsins og
skoðanabræðra forkólfa hins
Framhald á 11. siðu.
NYJAR ERLENDAR BÆKUR
tTm I N N, laugardaginn 22. ágúsl 1964
3