Tíminn - 22.08.1964, Síða 7

Tíminn - 22.08.1964, Síða 7
■* Tjeká, • iblaBamaður Tímans, segir frá BARCELONA5 5 NAUTAAT AUÐVITAÐ fórum við að horfa á nautaat í Barcelona. Menn geta varla kinnroðalaust sagzt hafa verið á Spáni án þess að sjá nautaat. Þetta var á föstudegi, mjög heitt í veðri og við vorum á þunnum erma lausum léreftsskyrtum en ur, hvemig getur staðið á því að heil þjóð getur haft þetta að höfuðskemmtan sinni. Menn komið viku eftir viku til að sjá alltaf það sama aftur og aftur. Þessu get ég ekki svarað eftir að hafa séð nauta at einu sinni (að vísu hafði og hin sérkennilega og litfagra nautaatstónlist hljómar um allt sviðið. Þá ganga matador- amir inn á leikvanginn ásamt öllum aðstoðarmönnum við „athöfnina" og síðastir fara hestar tveir, sem draga eiga nautin dauð út af leikvang- Þarna hefur nautabaninn fengið sér minni dulu, muleta. Plcadorinn rekur lensu sina { bak nautsins. Grelnilega sést umbúnaður hestsins, m.a. fyrir augu hans. bundið er svitnuðum samt drjúgum und- ir sjálfum okkur. Atið átti að hefjast kl. 6 og við komum tímanlega og fengum okkur góð sæti í forsælunni. Þetta var afstórt hringleikahús og það var næstum þéttsetið á hinum hörðu steinbekkjum og heldur fór þarna illa um leggja langa menn. NAUTABANARNIR þóttu víst heldur litlir kallar á spánskan mælikvarða, nýliðar í starfínu og ekki við miklu af þeim búizt, en samt sogaði ,,athöfniri“ þetta margar sálir til sín — og sex voru naut- in sem átti að drepa að þessu sinni. ÉG sagði „athöfn" vegna þess að ekki er viðeigandi ^ð kalla þetta íþrótt, þótt oft sé nautaatið nefnt þjóðaríþrótt Spánverja. Þetta er „at- höfn“ sem fer fram eftir viss- um reglum, er föst í formi, þrælbundin aldagömlum erfða venjum. „Athöfnin" fer næst- um undantekningalaust fram á sama hátt, þ. e. nautið er drepið með sama hætti og held ur litla eða manni finnst næst- um enga möguleika hefur það móti hiirum þjálfuðu nauta- bönum. Þess vegna spyr mað- ég séð það oft áður á kvik- myndatjaldí). Að vísu tekur nautið nautabanann stundum með sér inn í eilífðina — en það hendir afar sjaldan — en þessi óskiljanlega aðdáun á þessari athöfn verður varla skýrð með því einu, þótt ekk- ert vafamál sé, að nautaban- ar eru fífldjarfir menn. Sennilegt má telja, að nauta atið sé elnskonar leifar frá þrælaleikjum Rómverja, eða hafi komið í stað opinberra pyntinga og aftaka en ekki eru ýkja langt síðan slíkar athafn- ir voru ein helzta skemmtan al- mennings víða í Evrópu. Á MÍNÚTUNNI sex hefst athöfnin og kemur það okkur nokkuð á óvart, því fram til þessa höfðum við ekki tallð stundvísi til dyggða Spán- verja eftir okkar ágætu en stuttu kynni, enda var okkur sagt, að í gamni og alvöru væri það haft á orði, að nautaat væri*eitt af því fáa, sem hæf- ist á auglýstum tíma á Spáni. Athöfnin hefst með því að tveir menn kallaðir alguaciles ríða inn á leikvanginn að stúku leikstjórans, sem hendir til þeirra lyklunum að nauta- básunum. Strax eftir þá at- höfn hefur hljómsveit leik sinn inum. Allt liðið heilsar leik- stjóranum og síðan tekur hver sína stöðu og bíður komu nautsins. Hvellur tropethljóm- ur boðar komu nautsins og þegar nautið geisist fram reyna aðstoðarmenn nautaban ans þegar að vekja athygli þess á sér og hinum rauðu dul um sínum og er nautið æðir að þeim hlaupa þeir í skjól við leikvangsgrindumar. Einn af öðrum egna þeir nautið gegn sér og á meðan athugar mata- dorinn háttsemi nautsins, hvernig það beitir hornum sín um og svo framvegís. EFTIR nokkra stund gengur matadorinn inn á sviðið og læt ur nautið hlaupa að sér, vík- ur sér fimlega undan og læt- ur bola hlaupa á hið rauða klæði sitt og heldur því áfram þar til hann hefur náð svo- nefndri „veronicu". ÞEGAR matadorinn hefur sýnt leíkni sína með klæðinu rauða koma picadorarnir inn á leikvanginn, þeir eru tveir og ríða stórum hestum. Hest- amir em blindaðir á öðru auga og þeir eru varðir þykkum mottum. Pikadorinn er brynj- aður og hann hefur langa lensu í hendi. Nautabanamír egna nautið til ákveðnar stöðu gegn picadornum, sem snýr hesti sínum þannig að nautinu að hið blindaða auga hestsins snýr að nautinu. Nautið ræðst gegn hestinum og stangar hann, en picádorinn reynír að halda þvi frá með því að reka lensu sína í herðakamb nauts- ins og særir það ljótu sári. Þetta fannst mér einna ljót- asta atriðið í þessari athöfn, þegar hinn blindaði hestur verð ur fyrir þungum höggum af homum nautsins eða nautið stangar hrossíð um koll. En þetta atriði er víst alveg nauð synlegt, ef drepa á nautið eftir hinum settu reglum. Verkefni picadorsins er að særa og veikja hálsvöðva nautsins svo það beygi höfuðið nægilega lágt er matadorinn leggur spjóti sínu. Merkí er gefið þeg ar talið er að picadorinn hafi sært nautið nægilega — og þá lagar blóðið niður síður nautsins, picadorinn hverfur af sviðinu en inn koma bander ílleros til að leika þriðja þátt inn í þessu formfasta nauts- drápi. Þeir hafa stutt spjót eða einskonar örvar í hendi með lituðum veifum í öðmm enda en málmyddaðar í hinn. Þeir hlaupa út á miðjan leikvang og nautið rennur að þeim með hausinn undir sér. Þelr hlaupa gegn nautinu taka fimlegt hlið arspor er nautið er rétt komið að þeim og reka áðurnefnd vopn sín, sem þeir bera í sinn hvorri hendi á kaf í herðakamb nautsins. Þetta er Framhald á bls. 8 Þarna nær matadorinn fallegri „veronieu". Allar myndirnar tók Þorsteinn Jósefsson. ~mmai jcim rÍMI NN, laugardaginn 22. ágúst 1964 7

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.