Tíminn - 22.08.1964, Page 9

Tíminn - 22.08.1964, Page 9
GAMLAR SOGUR OG NÝJAR Svo heitir ný bók eftir Benja- mfn Sigvaldason. Benjamín hefur nú skrifað mik- «5 af sagnaþáttum og hafa margir þeirra vakið athygli. Má á það minna, að um svipað leyti var það, sem Kiljan samdi ágæta skáld- sögu, þar sem uppistaðan var ævi og örlög Bóna prins og Benjamín skrifaði sagnaþátt af Bóna. Að öllu er sagnaþáttur Benjamíns ínnihaldsríkari og efnismeðferðin hin bezta, og kom hér í ljós hvaða munur er á því að segja satt og kríta. í tveimur síðustu bókum sínum hefur Benjamín tekið upp á því að kríta nokkrar sögur og er skemmst af því að segja, að þar nær hann ekki Kiljan, og er þetta ekki jafn geðfelld sagna- list þótt sönnu kunni að leyna. í þessari bók eru góðir þættir og nefni ég þáttinn af Áraa Reyni- staðamági, sem er vel unninn, en hann var býfógeti Jörundar í þann tíð. Þátturinn úr verzlunarsögu Norður-Þingeyinga er fróðlegur og allvel unninn, þótt hann nái ekki til þess tíma er N.-Þingey- ingar urðu jafn hart úti og Skaft- fellingar í dönsku verzlunarmál- unum, sem lék hérað þeirra harð- ara en flest önnur héruð landsins. Verðlaunaþáttur er þarna úr 17 ára samkeppni útvarpsins og fleiri góðir þættir. En lengsti þáttur- inn er af Jósef Axfirðingi, bónda á Felli í Vopnafirði og síðar í Fannardal í Norðfirði. Má hann heita uppistaða bókarinnar og einkum það efni hennar, sem ég vil segja nokkur orð um. En áður en lengra er haldið, er rétt að geta þess, að Benjamín skrifar formála fyrir þessari bók, og rek- ur þar ritstörf sín að nokkru og meinilla aðstöðu sína til ritstarf- anna. Ber hann safnvörðum þjóð- skjalasafnsins á síðari árum yfir- leitt illa söguna og segir að nú sé þetta ágæta safn lokað fyrir sér. Ég veit sízt hvað hér getur verið í efni, en á aðstoð þessara sömu manna hefi ég þurft nokkuð að halda, og er ljúft áð votta það; að ágætari mönnum hefi ég ekki kynnzt, af mörgum ágætum hér í Rvík, og undanskil ég engan í því efni og vil ekki láta þessu ómót- mælt að mínum hluta. Við, sem þekkjum Benjamín, vitum það, að hann hefur erft mikið af svört- um fjöðrum úr búi frænda síns, Hjálmars á Bólu, og honum er stundum gjarnt að fljúga á svart. Við, sem þekkjum Benjamín, lát- um okkur þetta engu skipta, því að hann er dáðadrengur og vill öllum vel. Gremja hans er skilj- anleg, því að hann hefur aldrei fengið laun né viðurkenningu fyrir starf sitt, svo við nokkurt hæfi sé, en er ekki nema „Bólu- bóndi“ í lífsaðstöðu. Er þetta skiljanlegt meðan við höfum menntasjónarmið, sem látið er framganga af menntamálaráði og rithöfundalaunanefnd, en það er hvorugt við hæfi hnattari'ns, þótt hann sé mest sjór. Ég kem þá aftur að sögu Jósefs. Það er eðlilegt að Benja- mín skrifaði um hann. Jósef var fæddur við sömu fjallsrætur og Benjamín ólst upp við. Kynni hans af fólki Jósefs hafa verið nokkur, og á þessum slóðum þekktu menn nokkuð til þess, sem fyrst var af Jósef að segja. Að öðru leyti er kunnleiki söguhöf- undar af Jósef ekki nógur. Hér er nokkuð rakin ætt hans, þó ekki alveg rétt í móðurætt, sagt frá dvalarstöðum hans í uppvexti, Ameríkuför hans og heimkomu, hugmyndum manna um ríkidæmi hans, getgátum um glæpaverk í sambandi við auðlegðina. Hér er gefin skýring á auðlegð Jósefs, sem er öllu geðþekkari en hin sagan, og þó í einhverju þjóð- saga, og kemur að því seinna. Það hefur nokkrum sinnum hvarflað að mér, að rétt væri að ég skrifaði um Jósef, og beinlínis hef ég verið hvattur til þess. En ég hefi farið hjá því efni, Ég heíi verið hræddur um, að gera honum rangt til, því það er vandi að fást við; dauða menn. Hér er um þann mann að ræða, að á milli „skaut- anna“ í honum dregur sá einn kíkir, sem sálfræðilega er ekkert smásmíði. Ég hálf sé nú eftir þessu, því að hér er einnig um þann mann að ræða, sem svo mik- ið orð fór af, að um hann verður ritað, sennilega bæði satt og logið, þótt ég dragi mig í hlé. Ég minn- ist Jósefs nokkuð í „Göngum og réttum“ og þóttist sýna nokkuð andstæðurnar í fari hans, og í því liggur það, sem merkilegast er af Jósef að segja. Þetta var mað- ur með því gamla sögulega eðli íslendinga, sem kom fram hjá Jóni Loftssyni, að láta skila því til Sturlu í Hvammi, að ef hann dræpi einn mann fyrir Páli í Reykholti, léti hann drepa þrjá fyrir Sturlu. Er það og gamalt höfðingjadæmi á íslandi, að borga títuprjónsstunguna með heilu spjótslagi. Slíkt höfðingjadæmi lá beint í eðli Jósefs, og það lét hann stundum ásannast. — Hins vegar kom það upp úr kafinu, að þetta var sæl- keri á fegurð lífs og bókmennta, draumrænn sveímhugi um gátur lífs og örlaga, og hafði gáfur og nokkra menntun til að njóta slíks hugmyndalífs. En svo var þetta svartur fugl á breiðum vængjum á Fellsrétt og mannfundum og hugsaði ekki um annað en gera súginn sem mestan: — Að vera ólympskur að líkamsbyggingu, allra manna snarastur og fljót- astur að hlaupa, kunna til margra íþrótta, svo sem sunds, ganga í einhvers konar klassiskum klæðn aði, sem ekki gat slitnað né skitn að, bera utan á sér þrifnaðinn frá hælum til harðkúluhatta, vera, stórbóndi og gjalda hátt útsvar, og geta svo girt sig af með ein- hverjum svörtum fjöðrum, svo það gæti jafnvel orðið álitamál að þessi maður væri til, eða nokk uð að marka að hann væri til, þar sem hann var til! — En Jósef á| i Felli samdi bók — samdi bók inni í Fellsbaðstofu fyrir 1916. Það gjörbreytir öllu málinu. Ég hefi lesið þessa bók ofan í kjölinn, ekki beint vegna bókmenntagildis, hennar. Kannske vegna þess eins, að Jósef á Felli samdi hana inní í Fellsbaðstofu. Það krefst geysi- legrar skýringar á mörgum hlut- um. Jósef á Felli er að þýða það, sem Napóleon hvíslaði bréf- lega í eyrun á Jósefínu sinni, hérna í þann tíð. Þessi bók er ann- ar póll á Jósef á Felli. Og þár með er það ljóst, að hér verður sá til að koma, er nokkuð kann fyrir sér, að fjalla um merkileg an íslending. Hér ber margt í efni. Ég kann að geta látið eftir mig mála, en mest er það, að hin hásiðþróaða kona undir Fönn inni, þroskaðist undir þessum „svarta væng á Felli“. Þessu næst geri ég athugasemd ir við þessa sögu Benjamíns um Jósef. Jósef á Felli var ekki rík- ur, nema vel stæður um tíma á Felli. Hann kom með lítíð fé frá Ameríku. Það var list hans að láta alla trúa því, að hann væri ríkur. Það var sálarleg þörf hans. Þess vegna eru allar sögur af auðgun hans í Ameríku marklaus- ar með öllu. Þær voru spunnar upp vegna þess, hvað hann gat ginnt marga til að trúa því, að hann ætti peninga í pokum. Seðl- ar frá Ameríku komu ekki til greina á þessum tíma. Benja- mín á Katastöðum í Núpasveit, móðurbróðir höfundar, lánaði hon um peninga til að kaupa Fell ár- íð 1899. Hann bjó smátt fyrst og átti við sömu erfiðleika að stríða af verðfalli afurða eftir 1897, eins og aðrir bændur. En hann var hygginn bóndi og spar- samur, og hugkvæmur um ýmis- legt, bjó til foss í bæjarlæknum og lét þar hrísbagga undir, en uljina úr þy,æslinu \ Ijrís^uggann og skoía^i fossinn úi-.lWæljnu. Ein stúlka á FeJli þvoði meiri ull á dag en þrjár á öðrum bæjum. Þá lætur höfundurinn liggja að því, að misfellur hafi orðið á fjárhöldum hjá Jósef, Ekki fóru sögur af því, heldur hinu, að hvert „kvikindi" lifði hjá non- um 1916. Þá var sagt að öll lömb hefðu farizt á Fjöllum. Ullar- ! flekkurinn á Felli blasti við frá Egilsstöðum ár hvert. Mér er ó- hætt að fullyrða, að hann gekk hvorki sundur né saman á þessum árum. Ég sá Jósef reka heim fé sitt á gamlársdag 1908. Ég þótt- ist sjá, að það mundi vera fast að þrjú hundruð og aldreí hafði hann fleira, enda hvergi fleira fé á eins manns búi í sveitinni. Það er af bók Jósefs að segja, að Guðmundur Gamalíelsson gaf hana út á kostnað höfundar og réð Jósef sjálfur öllu urp það hverju til var kostað, og mis- sýndist herfilega um útgáfuna. Helga, móðir Jósefs, var Eiríks- dóttir frá Ormslóni, peninga- Eiríks og galdra-Eiríks, Eiríksson ar Þorsteinssonar, en ekki Eiríks sonar, Eiríkssonar er bjó á hálf- um Ásmundarstöðum og allri Sveinungavík 1712, Eiríkssonar þess er drukknaði í kílnum, Ein- arssonar, prests að Skinnastað, galdrameistara, Nikulássonar. Móð ir Helgu var Sigríður Sigurðar- dóttir, hins blinda, í Sellandi í Fnjóskadal. Bróðir Þorsteins Eiríkssonar var Pétur prestur Arndal á Hofi í Vopnafirði. Og örlögin höguðu því þannig, að þegar Jósef kom í Fannardal, átti hann hvergi fleiri frændur en þar í sveit, því Ólöf dóttir séra Pét- urs átti Svein Bjarnason í Við- firði, og er frá þeim komin hin mikla og fjölmenna Viðfjarðarætt. — Jósef, faðir Jósefs, var Bryn- jólfsson í Hólaselí, Árnasonar á Grímsstöðum, Jónssonar. En Árni var einn af Fjallabræðrum __ svo nefndum. Þeir voru auk Áma Björn, Gunnar og Þorlákur og mikil ætt frá þeim öllum. Þeir voru dulúðugir vitmenn, einkum Þorlákur. Föðurbróðir þeirra var Oddur „sauðaþjófur", föðurfaðir Ljósavatnssystra, er settu honum hina frægu nafngift. Er frá Áma komínn Karl alþ. Kristjánsson, frá Birni tjunnar skáld Gunnarsson, frá Gunnari Páll alþm. Hermanns- son og frá Þorláki Emil prestur Björnsson. f þeim frændahópi skil ég við minn gamla kunningja Jósef Axfirðing, og hvet menn til þess að launa Benjamín með því að kaupa þessa bók hans. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. NÝTT TANNKRM Á MARKAÐ HÉR Stórfyrirtækið Bristol-Myers í Bandaríkjunum setur um þessar mundir á markaðinn þar í landi nýja tegund af IPANA tannkremi með flúor-efnasamböndum, sem kallast á fagmáli, sodium fluoride, souluble phosphate, sodium laur yl sulphate ásamt hexachloroph- en. Verksmiðjuheiti Bristol-Myers verksmiðjanna á þessum efnasam böndum er DURENAMEL. Með sérstöku samkomulagi við Bristol-Myers fyrirtækið hefur IPANA umboðið hér á landi, Ó. Johnson & Kaaber h. f. fengið því framgengt, að þetta nýja IPANA tannkrem með DURENA- MEL er sett á markaðinn hér á íslandi jafnhliða Bandaríkjamark aðinum. Nú munu menn spyrja, um hvers konar framfarir hér sé að ræða í sambandi við tannhirðingu. Verksmiðjurnar gefa þær upplýs- ingar að þessi nýju flúorsambönd hafi eftir rækilegar rannsóknir sýnt, að eiginleikar þessara efna sambanda til varnar gegn tann- skemmdum, hafi reynzt afburða vel og hafi náðst árangur sem er 26 af hundraði betri, heldur en áður hefur náðst með flúor-sam- böndum í tannkremi. Þúsundír barna og unglinga á „tann- skemmda-aldrinum" frá 9 til 16 ára burstuðu tennur sínar reglulega í samtals meira en milljón skipti undir eftirliti við urkenndrar tannheilbrigðisstofn- unar, og var þar gerður saman- burður á þremur þekktUm tann- kremstegundum og ein þessara tegunda var IPANA með DUREN AMEL. Þar þetta víðfeðmasta sam anburðarrannsókn, sem gerð hef ur verið á þessu sviði. Rann sókn þessi leiddi 1 ljós að flúor sambönd IPANA tannkrems með DURENAMEL reyndust vera 26 af hundraði áhrifameiri, til tann skemmdavarna heldur en sú tannkremstegund, sem varð næst í röðinni. Nú spyrja margir, hvað það er, sem veldur þessum undra- mætti flúor-sambanda í barátt- unni við tannskemmdir. Því er til að svara’að fyrir nokkrum ár- um uppgötvaðist sú staðreynd, að komist hæfilegt magn af réttum flúor-efnum reglulega í snertingu við tannglerung, veldur það herð ingu glerungsins og auknum við námseíginleikum gegn sýrum þeim, sem valda tannskemmdum. Þó ber öllum saman um það, Framhald á bls. II j t4/iA4 6I N , laugardaginn 22. ágúst 1964 9

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.