Tíminn - 22.08.1964, Qupperneq 19
Eftir Skógarhóla-hestamótið
1962 hrípaði ég grein og sendi til
birtingar, en greinin kom ekki og
við eftirgrennslan löngu síð-
ar fékkst það svar, að hún fengi
þar ekki inni. Nú, er tvö fyrstu
hrossin á fjórðungsmótinu við
Húnaver, brúna hryssan frá Akur-
eyri og brúni hesturinn úr Svarf-
aðardal, eru ákveðið af Kolku-
óskyni, leita ég uppi greinina og
bið nú Tímann fyrir hana. Grein-
ina, sem er söguleg lýsing þess,
hvað rétt og hávaðalaus afstaða
getur afrekað á nokkrum áratug-
nm en allt annað öfugt, nefndi
ég: „Hestaræktin í gær, hugleið-
ingar um hana í dag — og hest-
inn minn,“ — og læt ég hana
halda því nafni.
Dalamenn á gæðingum sínum á hestamannamóti á Skógarhólum.
fara til Þingvalla og hvarvetna
hljóta óskipta áðdáun almennings.
Verið hjá Austur-Skagfirðingum
til sölu og sýnis með staðsetningu
þar fyrir augum. Alls konar menn
hafa falað hestinn. Svipurinn og
geðprýðin sama og áður. Glæsi-
leikinn, fjörið og gangrýmið al-
veg með yfirburðum. En hvernig
á því stendur, að Hrossaræktar-
sambandið má ekki kaupa hest-
in til staðsetningar á þessu
svæði eða leggja fé til kaupanna,
það er torráðin gáta. Ég legg á
og ríð um túnið og viðstöddum
verður að orði: „Þeir hafa verið
fallegir og fjölhæfir þessir fjórir,
sem teknir voru framyfir hann
á Þingvöllum. Ég held það geti
ekki verið hestamenn, sem sjá
skapvonzku í þessum svip.“
Eitt kvöldið birtist svo Páll í
dyrunum, kemur nú beint að
sunnan. „Það var með Brún“ —
en að Skagfirðingum frágengn-
sem voru Gunnar fyrir Hólabúið
eða Blöndhlíðingar, — var Páll
sá fyrsti. Var nú þarna boðið það
hæsta verð og þau kjör, er áreið-
anlega hafa ekki áður þekkzt hér-
lendis. Hitt var mér ljóst, að ef
Sigurmon Hartmansson, Kolkuósi:
Hestaræktin í gær •
rnn hana í dag - og
Sumarið 1921 var sá, er þetta
ritar, á hrossasýningu við Garðs-
brekkur í Skagafirði. Var þá ung-
ur að árum, til aðstoðar föður
mínum, er þar var með hross til
sýningar. Theodór ráðunautur var
þá nýtekinn við hrossaræktarstörf
um og mun þetta hafa verið með
fyrstu sýningum hans hér um slóð
ir. Þarna kom til sýningar brúnn,
ungur hestur frá Svaðastöðum.
Varð öllum starsýnt á hann því
hesturinn var afburða glæsilegur.
Frá Svaðastöðum höfðu þá, af og
til, komið fagurbyggðir og fjölhæf
ir reiðhestar mikið á þriðja manns
aldur.
Theodór vakti ákveðið athygli
manna á hestinum, svo sem ég
tel vera beri, lýsti og útskýrði
reiðhestsbyggingu hans, hinn fjað
urmagnaða, sívala bol, gangrým-
ið, fríðleikann, reisnina og glæsi-
braginn. Eftir að hafa marggeng-
ið kringum hestinn og athugað,
snýr hann sér að föður mínum
og segir:
„Þú færð ekki betri verðlaun
fj'rir Nönnu þína, (Það var af-
burða fönguleg reiðhryssa er
hann sýndi þar og Theodór dáði
mjög og vissi, að amma hennar
var sérstaklega valin af Svaða-
staðastofni fyrir mannsaldri) en
að fá að leiða þau saman hérna.
Held bara, að ég hafi aldr-
ei séð fallegri hest.“ Þetta var
gert og árið 1922 fæddist Hörður
1 Kolkuósi, er varð kynbóta- og
reiðhestur föður míns yfir 20 ár.
Áreiðanlega sá Theodór rétt, eng-
in önnur verðlaun, í hverju sem
verið hefðu, gátu reynzt betri.
Það féll í minn hlut að eignast
og varðveita þetta kyn, sem hefur
árlega fætt af sér fríða og fjöl-
hæfa reiðhesta.
Þá er það 1959, við vönun tvæ-
vetlinga, að eins brúns fola var
vant, er gekk með nágrannastóði
og er síðar skyldi handsama hann,
voru viðstaddir samdóma um, að
þann fola mætti ekki vana. Ákvað
ég þá strax, að fela hann, er til
kæmi, Páli Sigurðssyni, til varð-
veizlu og tamningar, en hann var
þá kominn í Skagafjörð á ný, því
engum raunverulegri hestamanni
hef ég kynnzt, atlæti hans, eldi
og aðhlynning öll alveg með ágæt
um. Ekki hafði Brúnn lengi verið
í hesthúsi Páls er glöggir menn
fóru að veita honum athygli og
vildu nú þegar fjölmargir eignast
hann. En með því að svo hafði
með okkúr Páli talazt, að hann
færði hestinn á Þingvöll 1962,
varð ekkert úr viðskiptum. Al-
mannarómur hér var að failegri
hestur sæist hvergi og vottorð
Páls og hins landskunna tamn
inga- og hestamanns, Einars Hösk
uldssonar var, að reiðhestshæfi-
leikar hans væru með yfirburðum.
Er líða tók að landsmótinu
fékk ég pata af því, að Páll og
Brúnn yrðu ekki hátt skrifaðir
þar. Sambandshestar færu nú suð
ur og þyrftu að ná fyrstu sætum.
Ég trúði þessu varla og svo skrapp
ég suður svona til að heyra og
sjá. Á mótinu var ákaflegt fjöl-
menni en um það hefur verið
skrifað og dómar birtir og sleppi
ég þeim. En mig langa að vekja
athygli á því, sem ég heyrði og
sá í hesthúsinu, — og svona smá
punktum síðan. Þar áttu að vera
saman komnir nær 40 beztu stóð-
hestar landsins. Stöðugur straum-
ur fólks var þar út og inn, allir
að skoða hestana, þúsundir hafa
áreiðanlega lagt sinn dóm þar á
og fjölmargir sögðu ákveðið við
bás Harðar frá Kolkuósi: „Þama
er fallegasti hesturinn,“, eða
„Þetta er fallegasti hesturinn í
húsinu“. Það var suddi úti svo ég
kom þarna oft inn og hejrrði á
tal manna. Eitt sinn stóðu við
básinn tvær prúðbúnar/ konur.
„En hvað þetta er fallegur hest-
ur“, sagði önnur, „skrokkurinn
alveg hrafnsvartur og svona spegil
gljáandi". „Já, þetta er eins og
dýrindis pels“, sagði hin. Þarna
kom vottorð til Páls fyrir hirðing-
una. Kunnur Reykvíkíngur, áður
skagfirzkur hestamaður, var þarna
við básana að bera þá saman Hörð
og jarpa, skagfirzka sambands-
hestinn, er dæmdur var honum
fremri þá um morguninn: „Ég
hélt, að þetta væri nú bara ekki
hægt. Það á hér við, sem hinn
mæti hestamaður, Þórður heitinn
á Lóni, sagði einhverntíma: „Hér
þarf engin vottorð, hesturinn
svarar fyrir sig sjálfur“.
Þá kom ég í húsið er frekar
ungur maður stóð hjá Herði og
skoðaði hann. Ég hvarf frá í bili
en er ég kom aftur eftir nokkra
stund, stóð maðurinn þarna enn,
studdi hendi á makka hestsins og
horfði á hausinn. Ég spurði mann
inn hvort hann þekkti þennan
hest. „Nei, ég þekki hann ekkert,
ég er úr Reykjavík, en ég hefi
átt fallega hesta og séð fjölda af
fallegum hestum en ég held ég
hafi aldrei séð svona fallegan
hest“. Þessa setningu hafði Theo-
dór heitinn yfir fyrir 40 árum,
við athugun á Sörla frá Svaða-
stöðum, þann, er hann hafði milli-
göngu með að útvega Fljótsdæl-
ingum fyrir feikna verð 1924 og
sömu orð hafði þessi athuguli
hestamaður á Þingvöllum við um
sonar-dóttur-dóttur-son hans. Er
ekki þarna að vænta kjm-
festu, sem ekki svíkur?
En hvernig fer nú um þennan
hest? Ætli það eigi fyrir honum
að liggja að þvælast byggð úr
byggð og þynnast út í óskyldum
stofnum eða verða hreinlega reið-
hestur einhvers kaupstaðahesta-
manns? Er nú nokkur Theodór að
varða honum veginn? Eða geta
þau öfl verið ráðandi um
hestaræktina er að honum vilji
bera huliðshjálm? Þegar fyrri
Brúnn var seldur datt engum hér
í hug, svo ég vissi, að bindast
samtökum um að kaupa hann,
enda þá ekkert hrossaræktarfélag
þá til hér austan Vatna og því
síður samband félaga með marga
hesta. En austur á Héraði var
starfandi margra ára gamalt fé-
lag. Var hann þó dáður ósleitilega
af ráðamönnum hrossaræktarinn-
ar. En nú, þegar þessi Brúnn er
kominn undan mælikeri Þingvalla
dómnefndarinnar, bindast nokkr-
ir bændur í samfelldu byggðarlagi
strax samtökum og vilja kaupa
hestinn til eigin nota og staðsetja
hann á því svæði, sem hann er
sprottinn úr. Hvergi á landinu er
möguleiki á slíkum mótparti og
hér austan Vatna í Skagafirði og
þeir hika ekki við að bjóða hæsta
verð, er þekkist. Bjóða fram eigið
hugleiðingar
hestinn minn
fé á móti styrknum, en hann
fæst bara ekki. Einn horfir
á styrkinn, annar ekki, eins og
gengur. Er þessi kaupmál voru
eitt sinn rædd á Vatnsleysu af
nokkrum þessara manna, hjá hin
um búfjármenntaða og glögga
hestamanni, Hólmjárn Jósefssyni,
varð honum að orði: „Við kaup-
um bara hestinn, hvað sem hann
kostar, látum þá eiga sinn styrk,
ef þeir finna sig í að halda hon-
um. Stóðhestur sem þessi er, mér
vitanlega, enginn annar til í land-
inu. Það væru hrópleg mistök að
tapa honum hér af svæðinu fyrst
okkur býðst forkaupsréttur á hon
um, yfirburðir hans eru svo mikl-
ir“. En samtök gliðna. Sambandið
ræður og þó er eins og bændur
séu ekkert hrifnir af sambands-
hestunum. Vafalaust eru þeir þó
góðir, einhverjir. Um glæsileik
þeirra og hæfni segi ég ekki neitt,
en hefi varla trú s að þeir, (fram-
leiðendurnir sjálfir), rykju til
og byðu fram eigið fé til kaupa á
einhverjum þeirra, ef til sölu byð-
ist og. það þó að verðinu væri
stillt í hóf. Nei, hér er eitthvað
öðru vísi en ætti að vera. Er
ég hræddur utn að þeir góðu
menn, er þarna ráða, fyllist um
of hrifningu af eigin hestum, taki
ekki nægilegt tillit til framleið-
endanna sjálfra og fari sem karl-
inum, er nefndi öll sín reiðhross
Vakra Skjóna. — „þó að meri
það sé brún“.
Milli þessara hérumræddu sýn-
inga er langur tími og aðstaða
öll hin ólíkasta, sem vonlegt er.
Theodór leiddi fram afburða hest-
inn og lýsti honum ýtarlega og
því í byggingu hans, sem eftir-
sóknarverðast er, og það svo ræki
lega, að enn er það mér glöggt
fyrir hugskotssjónum. Þessu má
ekki sleppa, sérstaklega vegna
yngri mannanna. Fegursta unga
gripinn þarf sérstaklega að sýna
hverju sinni og útskýra yfirburði
hans, því það á við jafnt um
skepnuna sem manninn að glæsi-
leikinn, fegurðin, er mestur á
bezta skeiðinu.
Nú var Hörður kominn heim
aftur, búinn að vera í skóla í
Varmahlíð, Hólum og Blönduósi,
svo skyldi ráðast með þá báða,
Pál og Brún, að þeir hyrfu suður,
þá væri það óbætanlegt tjón fyrir
alla hrossarækt og hestamennsku
í Skagafirði. En þar syðra mjmdu
þeir sóma sér saman prýðilega.
Síðast sit ég á Brún í. glansandi
veðri á leið til Hóla með hann
til afhendingar. Hefi reynt, að á
betri reiðhest verður ekki kosið.
Léttur í taumum, hlýðinn og auð-
sveipur en þó svo ákveðinn, að
fara mundi á allt, sem honum
væri beint að. Er í Hólahlað kem-
ur eru þar menn við vinnu. Fyrst-
ur gengur að hestinum Hróbjart-
ur smíðameistari Jónasson og seg-
ir: „Ákaflega er þetta stórglæsi-
legur hestur.“ — Eg sá það langt
úti á vegi, að þetta gat ekki verið
annar hestur en Brúnn. Ég varð
yfir mig hrifinn af þessum hesti
er ég sá hann á Þingvöllum í sum-
ar,“ sagði Sigurður Haraldsson,
ráðsmaður. Alls staðar voru dóm-
ar hestamanna á einn veg.
Við hrossaræktarráðunautinn
vil ég segja þetta: Ég fann það
á þér, er þú sem snöggvast komst
til mín, að þú varst hrifinn af
Brún og reiðhestshæfileikum
hans, enda munt þú glöggur hesta
maður. En þú slepptir tækifærinu
á Þingvöllum að sýna hann sér-
staklega sem afburða vel byggð-
an reiðhest og útskýra hvar hann
ætti bezt við með ræktun fyrir
augum og stuðla að staðsetningu
hans þar. Ég er sannfærður um,
að þessu tækifæri hefði Theodór
heitinn ekki sleppt, því þarna fer
afburðahestur af þeirri gerð. er
allflestir íslenzkir hestamenn
vilja hafa hesta sina. Það sanna
almannadómar, hvar sem hann
hefur komið. -fin ekkert sannar
þó betur yfirburði hans en þetta
síðasta: að þrátt fyrir það að þið
á Þingvöllum létuð sem minnst
á honum bera, að mér fannst, svo
ekki sé meira sagt, skuli stanz-
laus eftirspurn hafa verið eítir
honum síðan. Búfjárræktarlögin
eru snöggsoðin og þyrfti að
bregða þeim yfir hlóðir aftur, ef
það er satt, að heilum bvggðalög-
um geti verið meinað að fá styrk
til kaupa á afburða hestum, er
Framh. á 23. síðu.
T í M I N N, laugardaginn 22. ágúst 1964 —
*• v > ’ X' ' V - v;*^;*
19
JC* «• «»* - T