Vísir - 24.12.1929, Blaðsíða 7

Vísir - 24.12.1929, Blaðsíða 7
V í S I R Daníel og líkkistan. I. Daníel fjósamaÖur lét illa í svefni. — Blés þungan og smáumlaÖi fyrst í sta'S, en herti si'Öan á rokunum, svo aÖ hvert mannsbarn vaknaSi í baÖstofunni. Loks fékk hann hrundiíS af sér martröðinni, snaraÖist fram úr rúm- inu, bölvaöi myndarlega og hrækti i allar áttir. — Að því búnu lagðist hann fyrir, las „Faðir vor“ i hljóði, sofnaði í miöjum blessunarorðunum og hraut ákaflega. Daniel hafði lengi verið fjósamaður i Hvammi, og var nú tekinn að reskjast, kominn fast að sextugu. Hann var hverjum manni vandaðri, en þótti lítill vitmaður, grobbinn í meira lagi, huglaus og ákaflega trúgjarn. Hann lifði i sifeldum ástardraumum. En litla alvöru sýndi hann í því, að leita eftir ástum kvenna, enda kvað hann sér óvíða full- kosta. Hinsvegar hafði hann orð á því, að stúlkur leituðu á sig af fyrra bragði. Sagði hann mér í trúnaöi, að ekki væri á hvers manns færi, að standast freistingar og véla- brögð kvenna. Prófasturinn á Stað átti gjafvaxta dóttur, og þótti hún kvenna vænst þar um slóðir. Síðasta aðfangadagskveld hafði Daníel farið til kirkju og verið samferða báðar leiðir vinnumanns-gosa af næsta bæ, Þorsteini að nafni, einstök- um galgopa. Og vinnumaðurinn hafði talið honum trú um það á heftnleiðinni, að heimasætan á Stað hefði ekki tekið af honurn augun allan messutímann. Væri því ekki um það að villast, að hún hefði felt ástarhug til hans. -—■ Daníel lét sem hann tryði þessu laust, en strákur minti hann þá á það, hversu áleitnar stúlkur hefðu verið við hann alla tíð, enda hefði hann óneitanlega eitthvað það við sig, sem engin kona fengi staðist. Daniel kannaðist að vísu við það, að kvenhylli hefði hann haft um dagana, alveg óvenjulega kvenhylli, en ólíklegt fanst honum samt, að göfugasta, fegursta og auðugasta stúlka sveitarinnar, væri horfin til hans með allan hug sinn og alla ást sína. Þessu svaraði vinnumaðurinn á þá leið,.að alkunna væri, að göfugustu stúlkurnar kysi æfinlega roskna og ráðsetta menn. Daníel hafði nú að vísu ekki heyrt þessa getið, en hann sagði, að sér þætti það ekki ósennilegt. Vinnumaðurinn fullyrti, að þetta væri alveg áreiðanlegt. Hann hefði lesið það sjálf- ur í prentaðri bók alveg nýlega. Og til enn frekari sönn- unar dró hann brennivínspela upp úr vasa sínum og sagði, að nú yrði þeir að drekka skál ástarinnar. Daniel þótti gott að bragða á víni, og áður en hann vissi af, var hann orðinn kendur. Gerðist hann þá hinn öruggasti og mæltist til þess, að Þorsteinn hjálpaði sér til að skrifa stúlkunni þegar í stað. — Hann kvaðst þess albúinn. Og hann sagð- ist ætla að leyfa sér að fullyrða, að vissan um ástir Daní- els mundi verða kærasta jólagjöfin, sem hinni ungu stúlku heíði hlotnast um dagana. Þeir skildu ekki um kveldið, félagarnir, -fyrr en bréfið var tilbúið. Þorsteinn lofaði að koma því undir eins að morgni, svo að' blómarósin fengið það í rúmið. Daníel var óvenju-kátur þetta lcveld, hýr af vini og sæll í hjarta sínu. Hann strauk framan úr sér með votri dulu, greiddi hár sitt og skegg og hafði orð á því, að eiginlega væri nú réttast, að hann hefði skyrtuskifti. Stúlkurnar urðu alveg forviða. Daniel var ekki vanur því, að hafa skyrtuskifti, nema með miklum eftirgangsmunum. Nú líður og biður. Daníel var i sjöunda himni, speglaði sig á hverju kveldi og söng í fjósinu. En á gamlaársdag versnaði sagan. Þá kom vinnumaðurinn, kunningi hans, og var óvenju-dapur í bragði. Bregður hann Daníel á ein- tal og segir, að nú sé ilt i efni. Prófasturinn hafi komist í bréfið, og sé hinn æfasti. Hann taki þvert fyrir, að dóttir sín giftist afgömlum fjósakarli, og hafi strengt þess heit, að flengja Daníel eftirminnilega við næstu samfundi. Dani- el brá svo við þessi tíðindi, að hann féll i öngvit, og var borinn inn í rúm. Upp frá þessari stundu var hann svo hræddur og var um sig, að hann hvarf frá bænum, ef hann grunaði, að p’rófastur mundi væntanlegur. En alt af var hann að fá ástarbréfin frá prófastsdótt- urinni, og altaf var Steini á Skarði milligöngumaður. Daníel grunaði ekki neitt. Hann var sannfærður um, að bréfin væri frá „elskunni sinni“, og hann bað Steina klökk- um rómi, að fullvissa hana um ást sína og trúmensku. Og ekki skyldi standa á sér, þegar guð lofaði og prófast- urinn væri dauður. Daníel gerði mig að trúnaðarmanni sínum og skýrði mér frá, hvernig komið væri. Hann geymdi bréfin á beru brjóstinu og eg varð að lesa þau fyrir hann hvað eftir annað. Sú athöfn fór fram með mikilli leynd. Við sátum sinn á hvorum meisnum úti í fjósi, og stundum varð eg að lesa alla kássuua. Svo tók hann við bréfunum, sveipaði um þau gömlum „Þjóðólfi“, stakk þeim á sig og kysti mig fyrir lesturinn. Hann elskaði Þorstein á Skarði, og þakkaði honum all- ar gæfuvonir sínar. Um vorið gaf hann honum þriggja vetra fola, álitlegt hestefni, og sagðist halda, að hann ætti það að sér. — En hann varð aldrei á vegi prófastsins og slapp þó oft nauðulega, að því er hann taldi sjálfur. — Einkanlegá hefði hann verið í miklum háska staddur um vorið, er þeir _ Steini á Skarði skiluðu prestslömbunum úr fóðri. Þá varð það eitt til bjargar, að hann lá fyrir utan garð, meðan Þorsteinn afhenti gemlingana, spjallaði lengi við prófast og beið eftir kaffi. — En enginn varð þess var, að pró- fastur ætti við hann nokkurt erindi. Og svona leið árið, og nú var komið fram á jólaföstu. II. Um fótaferðartíma var barið að dyrum. Hundarnir ruku upp með gelti og óhljóðum, þutu fram að bæjardyrahurð og létu ófriðlega. En þegar barið var öðru sinni, ruku þeir inn öll göng með ýlfri og skrækjum. — Daníel fullyrti, að höggin hefði ekki verið nema tvö, enda þætti sér ólík- legt, að nokkur maður væri á ferð um þetta leyti. Bærinn var ólokaður, því að sauðamaður var genginn til beitarhúsa. Komumaður beið þess ekki, að gengið væri til dyra. Hann opnaði bæinn umsvifalaust og hélt til bað- stofu. „Hér sé guð, og sælt veri fólkið!“ var sagt í baðstofu- dyrunum. Eg þóttist heyra, að komumaður mundi vera Finnur bóndi á Þverá. Finnur var hinn mesti hæglætis- maður, en nú var svo að sjá, sem nokkur asi væri á lion- um. Hann var vanur að heilsa hverjum manni með kossi. Nú brá hann' af venjunni, skálmaði rakleitt inn til fóstra rníns, kysti hann rækilega, skilaði alúðar-kveðju frá Val- gerði sinni, lét fallast niður á rúmið og dæsti. „Þú ert tímanlega á ferli, kalla eg,“ sagði fóstri minn, og steypti yfir sig prjónapeysunni. „Það kemur nú ekki til af góðu,“ sagði Finnur og saug upp í nefið. — „Mikil tíðindi, Þorvaldur — rnikil tíðindi. — Fækkað á Þverá — Manga steindauð —“. „Jæja,“ sagði fóstri minn með hægð. „Svo að hún er sáluð, auminginn. Og með hverjum atvikum bar dauða hennar að höndum?“ „Það voru nú svo sem engin atvik, finst mér. Ekkert nema bölvaður klaufaskapur. Við vorum á leiðinni úr fjós- inu í gærkvekli. Alt í einu skellur sú gamla á hnakkann, rek- ur upp skaðræðis-vein og dembir niður allri mjólkinni — stífum 12 mörkum. — Hún hafði þá endilega þurft að álpast út á eina svell-glottann, senr til var í öllu bæjar- sundinu — lófastóra glotta-skcimni. — Mér varö svo mik- ið um það, að sjá mjólkina, —■ Ijlessa'Öa spenvolga ný- mjólkina, — fossa niður sundið, að eg hefði hæglega getað beðið guð að hjálpa mér, ef mér hefði bara dottið það i hug.“ „Andaðist Margrét sáluga þegar í stað af byltunni ?“ „Nei, ekki aldeilis! Hún hljóðaði alt hvað af tók, og kallaði á Valgerði mína og guð almáttugan til skiftis. En mér varð náttúrlega fyrst fyrir, eins og þú getur nærri, að elta fötuna, og sem betur fór, hafði hún ekkert skemst. Svo labbaði eg inn í búr til Valgerðar, með fötuna í hend- inni, og sagði henni hvernig komið væri. Og upp úr því baslinu fórum við út og drösluðum kerlingunni í hús. En þá var hún oröin svo dösuð, að eg skildi ekki baun af því, sem hún sagöi. — Og svona lá hún emjandi og stynj- andi fram yfir miðnætti. Þá kyrðist alt og Vala mín full- yrti, að hún væri skilin við. — Og mér er nær að halda, að hún hafi haft rétt fyrir sér, því að í morgun var sú gamla orðin svellköld.------— Þetta kemur sér aldeilis afleitlega. Mér datt ekki annað í hug, en að kerlingar- álkan mundi slóra til vorsins. Og nú stöndum við uppi manneskj u-laus og alls-laus.---- Vala mín komin að falli, eins og vant er um þetta leyti árs, og húskonu-myndin óðum að gildna, — si og æ lasin og önug og skælandi, svo að engrar hjálpar er þar að vænta.--------Og Geiri bróöir hótar að fyrirfara sér eða hlaupast á annað lands- horn, ef nokkur stúlka gerist svo djörf, að bendla hann við óskilabörn. — Eg er jafnvel ekki frá því, að hann ætlist til, að eg hlaupi undir baggann og meðgangi króg- ann, en það finst mér nú elcki beinlínis sanngjarnt eða bróðurlegt.Eg hefi meira en nóg með það, sem til fellur í hjónabandinu af því tæi —.“ Finnur gaut augunum á fóstra minn, hnugginn og rauna- mæddur, eins og hann vænti þar liðsinnis og hughreyst- ingar. — En fóstri minn steinþagði og sneri tóbaksdós- unum milli fingra sér. Og svona sátu þeir góða stund. Fóstri minn bærði ekki á sér, og mér virtist Finriur heykj- ast og lækka í sætinu við hvert andartak. — Loksins hélt hann áfram: — „Það er nú fyrir sig með fátæktina og baslið, en þessi sífeldi uggur um Geira ætlar alveg að fara með mig. — Margur maðurinn hefir nú lield eg.glingrað við stúlku og borið sig karlmannlega, þó að hann hafi brent sig. Eg veit að þú trúir þvi ekki, hvernig hann hegðar sér. Stundum tekur hann upp á því, að brýna gæruhnífinn, hverfur síðan og lætur mig vera að ærast og leita. Einu sinni rauk hann upp úr rúminu um miðja nótt, þaut ber- læraður út í skafl og þar rakst eg á hann grenjandi og skjálfandi. — „Það var mikið þú komst,“ sagði hann, og svo fór hann að stimpast við og þóttist ekki vilja fara með mér heim. — — Og svo er Valgerður min á hinu leitinu — þung á sér og lasin, vanstilt og hávær og refs- ingasöm — krakka-þvagan sí-organdi og eg eins og varnar- laus aumingi í hershöndum.“ Mér hafði skilist, að Finnur mundi eriginn skörungur, en svona auman hafði eg þó aldrei séð hann. Og einhvern ávæning hafði eg heyrt um það, að fóstri minn kærni oftar að Þverá en bein nauðsyn krefði, og að iðulega hittist svo á, að Finnur ■ væri ekki heima, þegar Hvamms-bóndinn ætti erindi fram i dalinn. Hitt vissi eg, að oft haíði fóstri minn sent mig með matvæla-pinkla til þeirra Þverár-hjóna, einkum á útmánuðum og að vorlagi, og þótti ráðskonu hans lítið vit í því, að ausa svo gegndarlaust í hítina á Þverá. — Hún komst æfinlega í æsing og hita, þegar hún heyrði Valgerði á Þverá nefnda. Rétt í þessu var komið með morgunkaffið. Fóstri minn helti brennivíni í bollann hjá Finni, svo að út úr flóði. Hrestist hann mikið við drykkinn. Þegar hann hafði fengiö í bollann aftur, varð hann enn hressari og talaði nú um sig sem fullkomin einvald á Þverá. Þótti fóstra mínum sýnilega gaman að þeim ræðum fyrst í stað, en veik talinu í aðra átt, er Finnur tók að minn- ast á „jólagjafir“ þær, er Valgerður sín elskuleg hefði fært sér mörg undanfarin ár. Vitanlega kæmi nú „bless- aðir ungarnir“ ýmist fyrr eða seinna, stundum snemma á jólaföstu og stundum ekki fyrr en eftir nýár, en hann kallaði þá „jólagjafir" fyrir því, svona að gamni sínu. ------Og hvað hún Vala sín gæti verið bljúg og góð og eftirlát og elskuleg við sig á sumrin, þegar hún tryði sér fyrir því, að enn væri ein „jólagjöfin“ á ferðinni. — Um þær mundir vildi hún brjóta sig í mola og alt fyrir sig gera, og það vildi hún nú reyndar æfinlega, blessunin. En sérstaklega væri hún þó voðfeld og hlý og mjúk í allri sambúð um þær mundir, sem hún fyndi nýtt líf vera að kvikna undir belti sér.------- Fóstri rninn var staðinn upp og tekinn að ganga um gólf. Alt í einu nam hann staðar og sagði: „Eg geri ráð fyrir, að þú verðir að hugsa eitthvað fyrir kistu sem allra fyrst. Mér fyndist haganlegast, að jarðarförin yrði látin fara fram fyrir jól.“ Þá var eins og Finnur vaknaði a£ svefni og myndi alt í einu eftir erindinu. „Það var nú eiginlega þess vegna, sem eg dreif mig þetta fyrir allar aldir. Henni datt í hug — það er að segja við komum okkur saman um, að biðja þig að hjálpa. — Vala mín sagðist treysta þér næst guði, nú og æfinlega.“ Niðurstaðan varð sú, að fóstri minn bauðst til að ann- ast um kistuna að öllu leyti. Hann skyldi gera smiðnum orð strax í dag, með manni sem færi í kaupstaðinn. Og að viku liðinni skyldi hann láta sækja hana. Finni varð svo mikið um þenna velgerning, að hann rauk á fóstra minn og kysti hann marga kossa. Skönunu síðar hélt hann heimleiðis, glaður af víni og ánægður. En áður en hann færi, hafði hann orð á því, að gaman væri, ef fóstri minn vildi ganga meö sér fram eftir. Það mundi hafa sefandi áhrif á Valgerði sína. Fóstri minn færðist undan með hægð. — Kvaðst hafa gigt í bakinu og vera ófær til gangs. Hann kom aldrei að Þverá í skammdeginu. III. Tíðin hafði verið dutlungasöm frá veturnóttum, spilli- blotar og fannburður á víxl. Viku fyrir jólaföstu setti niður mikinn snjó af útnorðri, svo að jarðbönn urðu víða til dala, sakir fanndýptar. í fyrstu viku jólaföstu gerði asahláku meö landsunnan ofsa og regni, en þvi næst stilti til með hægri norðanátt, frosti og hreinviðri. Gerði þá afbragðs akfæri, þar sem svella naut eða harðfennis. í lágsveitum var jörð auð að nokkuru og hagar sæmilegir, en svelladrög og ísar í flóum og mýrasundum. Til dala var rifahjarn og markaði hvergi spor. Daníel hafði látið með versta móti i svefni síðustu næt- urnar, og kvartað um sífeldar aðsóknir og draugagang. Mæltist hann eindregiö til þess, að eg fáeri með sér í fjós- ið kveld og morgna og tók eg því fegins hendi. Þótti mér mikill munur á þvi, eða að sitja inni i baðstofu við kverlestur. Enga dul dró Daniel á það, að ókyrleikinn þar i Hvammi væri allur af völdum Margrétar sálugu á Þverá. Og hann kvaðst vita, að til sín væri leikurinn ger. Um það væri ekki að villast. „Það er nýjast sem nýjast er,“ sagði hann einn morg- uninn, „og rétt að eg segi þér frá þvi, að núna i nótt sem leið varð eg að reka hana þrívegis úr rúminu frá mér. — Þaö er kann ske ekki svo undarlegt. — Hana langaði þang- að, aumingjann, þegar eg var um tvítugl. Hún var þá komin undir fertugt og tekin að snjást og mæðast af ein- lífi og andvökum. — En eg var harður eins og klettur- inn — forhertur og miskunnarlaus heimsmaður á þeim árum. — ■—• Já, þær áttu margar um sárt lað binda af mínum völdum, blessaðar dalarósirnar. — Eg hafði eitt- hvað það við mig, sem lagði allar konur að fótum mín- um. —■ Og eg kann að hafa eitthvað af því enn og geta orðið skeinuhættur, ef í það færi." „Hefirðu fengið bréf nýlega?“ Daníel ljómaði allur af fögnuði. „Heldur tvö en eitt, lambið mitt. — Og nú er hún að vona, að prófasturinn fari að deyja — hana hefir dreymt svoleiðis, blessunina. ------Þig furðar nú sjálfsagt á því, að eg skuli ekki hafa sýnt þér bréfin, en þú skalt fá að sjá þau, eins og hin. Eg er nefnilega, skal eg segja þér, að komast upp á lag með að lesa skriftina, og svo er eg líka að hugsa um að læra að skrifa. Steini hefir lofað að hjálpa mér. Og nú hefir mér dottið í hug, hvort þú vildir ekki hjálpa mér líka. Þá gæti eg kann ske orðið alskrifandi á þorra. Við gætum setið hérna á meisunum og notað reikningsspjaldið þitt.---------Og nú ætla eg að trúa þér fyrir leyndar- máli: — Eg er að hugsa 'um jólagjöf handa henni. — Og nú vildi eg hafa þig í ráðum með mér. — En Steini ætlar að kaupa alt saman og koma því til skila.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.