Vísir - 24.12.1929, Blaðsíða 15
Minnisstæðasta stundin.*
GLEÐILEG JÓL!
æ
æ
æ
æ
Versl. Hamborg.
GLEÐILEGRA JÓLA
óska eg öllum mínum viðskiftavinum.
Ásg. G. Gunnlaugsson & Co.
æ
æ
æ
æ
æ
æ
æ
æ
Ef eg væri spurður að því,
hvaða ' stund frá hermensku-
dögunum væri mér minnis-
stæðust, þá mundi inér ekki
veitast erfitt að svara. Eg
mundi hiklaust segja: Kveld-
stund í Bonn þ. 12. desember
1918. Þá kveldstund liefi eg ótal
sinnum rifjað upp fyrir mér í
huganum, þótt eg liafi elcki fyrr
en nú leitast við að lýsa minn-
ingunni frá þeirri stund.
Frá þessum dögum er margs
að minnast. Við liöfðum lagt
af stað frá Mons í Belgíu þ.
13. nóvember, farið fótgang-
andi alla leið til Charleroi og
þaðan til Namur og inn i
Þýskaland, frá einu þorpi til
annars, kynst Flæmingjum og
Vallónum, enskum og frakk-
neslcum föngum á heimleið úr
margra ára prísund í Þýska-
landi, bændum og borgurum i
sýeitum Þýskalands vestanRín-
ar, og loks vorum við nú lcomn-
ir háskólaborgarinnar frægu,
— til Bonn.
Daginn eftir þ. 13. desember,
gerðist hinn sögulegi viðburð-
ur, er fyrstu setuliðshersveitir
Bandamanna fóru austur yfir
Rín. Nítjánda herdeild Cana-
damanna var ein þessara her-
sveita. Og nú vorum við komn-
ir austur að Rín, þar sem allar
setuliðssveitirnar söfnuðust
saman þ. 12. desember, til þess
að ganga á sömu stundu yfir
á setuliðssvæðið handan árinn-
ar. Frá þessum dögum er því
stund liver stund margvíslegra
minninga, sem hægt væri að
rekja úr ótal sögukorn.
En minningin frá kveldstund-
inni í Bonn er mér langsam-
lega minnisstæðust, en þó gerð-
ist ekkert þá stundina, sem lýst
verður með sterkum litum,
ekkert, sem æsti, hreif — eða
vakti viðbjóð, eins og svo oft
ella. En á þessari kyrlátu
kveldstund átti það fyrir mér
að liggja, óvænt og kyrlátlega,
að öðlast nýjan og sannari
skilning á mér og öðrum mönn-
um, því þá gafst mér í fýrsta
skifti á æfinni tækifæri til þess
að kynnast hugsanalífi og lífs-
skoðun óvinahermannsins. Lífs-
skoðun mín mótaðist ef til vill
mcira þá kveldstund en allar
aðrar stundir æfi minnar. Því
oftar sem eg hefi minst þess-
arar kveldstundar, því ljósara
hefir mér orðið það. Mér varð
þá ljóst, að hatrið er yfirborðs-
tilfinning, að máttur bræðra-
þelsins er langsamlega meiri,
þótt enn skorti það á, að hann
fái notið sín, og að framtíðar-
farsæld þjóðanna byggist á
gagnkvæmum skilningi megin-
þorra þeirra þjóða, sem borist
höfðu á banaspjótum. Augu
mín opnuðust þá fyrir þeim
sannleika, að undirstaða þess
skilnings er kærleikur — og
um fram alt, að sá kærleikur
lifir og hrærist í sálum fjöld-
ans. Spurningin eina er, hvort
hann nokkru sinni verður nógu
öflgur til þess að það góðverlc
vinnist, sem mest er um vert
allra, að taka ráðin af hernað-
arleiðtogum þjóðanna, sem
auðvaldið hefir tamið, til þess
* Smásagnasafn, „í 1 e i k s 1 o k“,
kom út eftir höfund þessarar smá-
sögu í fyrra. Eru þaö endurminn-
ingar í smásagnaformi, frá lokum
heimsstyrjaldarinnar. Mun höf. eiga
nokkrar samskonar sögur í fórum
sínum, sem ckki hafa veriö prentað-
ar áöur, og er þetta ein þeirra.
að villa hávaða þjóðanna sýn,
og livort hann fær jafnvel snú-
ið þeim til fylgis við þann hinn
góða málstaðinn: Afnámi allra
styrjalda.
Við komum til Bonn seinni
hluta dags, þreyttir og svangir.
Skamt frá ánni námum við
staðar. Fylkingin var rofin, en
við biðum frekari fyrirskip-
ana. Við leystum af olclcur
byrðar. Sumir settust á gang-
stéttina og hvíldu sín lúnu
bein, aðrir gengu i búðir. Þar
virtist gnægð af flestu. Það
voru viðbrigði að korna til
Þýskalands frá Belgíu, þar sem
verið hafði áberandi skortur á
öllu, skorturinn sjáanlegur í
andlitum flestra. Hérna var
fólkið hraustlegra, sællegra, og
hafði það þó vafalaust átt við
margt að striða. Fullorðna
fólkið gaf sig auðvitað ekki að
okkur, lét sem minst á því bera,
að það veitti okkur mikla eftir-
tekt, — og börnin forðuðust
okkur. Við vorum engir au-
fúsugestir þarna. En engin æs-
ing var sjáanleg á nokkrum
manni, enginn mælti hralcyrði
til okkar, eða lét gremju sína
í ljós. Eg og fleiri höfðum orð
á því, hve borgin væri fögur
og lireinleg, hve mikill menn-
ingarbragur var á öllu. Og við
hugðum gott til verunnar í Rín-
arlöndum og ólum þær óskir,
að alt mætti fara friðsa nlega
fram.
Loks komu yfirforingjarnir
aftur. Þeir höfðu brugðið sér
frá. Gáfu þeir nú undirforingj-
unum fyrirskipanir um að
koma hermönnunum fyrir. Það
var lítið fyrir því haft. Ákveðn-
um fjölda manna var skift nið-
ur á ákveðna tölu liúsa og far-
ið fram á, ,að nokkrir menn
fengi gisting yfir nóttina í
hverju húsi.
Yngsti korpórálinn í D-flokki
herdeildarinnar, eg og tveir
aðrir óbreyttir hermenn, fóru
nú til húss þess, sem okkur
liafði verið bent á.
Húsið var tvílyft, þokkalegt
og snoturt. Korpóralinn harði
að dyrum. Eftir stutta stund
kom kona til dyra. Hún virtist
vera milli þrítugs og fertugs,
geðfeld kona að sjá, og mynd-
arleg. Korpórallinn kvaðst
*þurfa herbergi handa okkur,
en einn okkar, er við kölluð-
um Zum, og var af þýskum
ættum, endurtók orð korpór-
alsins á þýsku, er konan skildi
ekki mál foringja okkar. Kon-
an var bersýnilega ekki lítið
skellcuð, þótt framkoma oklc-
ar gæfi eklci tilefni til þess.
Konan hauð okkur inn og
fengum við herbergi til afnota
uppi á lofti, snoturt herbergi
með tveimur rúmum. Alt var
lireinlegt og þokkalegt í her-
berginu. Við bjuggumst þar
um, en einn okkar fór niður
og bað konuna um vatn til
þvotta, sem þegar fékst. Konan
kom sjálf upp með félaga okk-
ar og dvaldi stutta stund lijá
okkur. Eg sá það á öllu, að
augu henanr voru að opnast
fyrir því, að okkur þurfti hún
elcki að óttast. Við vorum
hreklcj alausir piltar allir, sem
mæltum kurteislega til henn-
ar, höguðum okkur í öllu eins
og við Værum gestir hennar.
Við gættum þess að ganga
þrifalega um herbergið, bár-
um sjálfir niður óhreina vatn-
VISIR
ið, báðum leyfis að mega
reykja í herberginu, og þar
fram eftir götunum.
Mér varð það Ijóst fljótlega,
að framkoma okkar hefði þeg-
ar liaft þau áhrif á hana, að
hún leit olckur öðrum augum
en er við komuin. Vafalaust
hafði hún gert sér í hugarlund,
að við værum ósiðaðir víga-
menn, heimtufrekir, liávaða-
samir, til alls búnir. Þvi í öll-
um ófriðarlöndunum var sér-
staklega lagt stund á það, að
dreifa út ófögrum lýsingum á
óvinahermönnunum. Konan sá
þegar, að við vorum í engu frá-
brugðnir ungum mönnum yfir-
leitt, við hefðum vel getað virst
þýskir piltar, ef mál og bún-
ingur hefði ekki sagt til um
annað. Mest áhrif á konuna
held eg það hafi haft, að hún
sá gerla, að okkur féll illa að
verða að þröngva okkur inn á
heimili hennar. En við vorum
til neyddir.
Góð stund var liðin. Konan
var farin niður og við höfðum
þvegið okkur og rakað, haft
sokkaskifti og burstað föt okk-
ar. Við vorum að rabba sam-
an, er barið var að djrrum. Það
var húsráðandi, sem kominn
var. Hann var maður um fer-
tugt, meðallagi liár, allsterk-
lega vaxinn og bar sig vel.
Andlitsdrættirnir voru skarp-
hyhárið ljósjarpt, augun grá-
blá og góðleg, en þó var bert,
að maðurinn var skapmikill
og fastur fyrir. Hann gaf sig á
tal við okkur og eftir nokkra
stund bauð hann okkur að
koma niður, „þvi að þar er
hlýrra,4 sagði hann.
Við þágum boð hans. í eld-
húsinu var lilýjast og þangað
lögðum við leið okkar. Eld-
liúsið notuðu þau hjón ber-
sýnilega jafnframt fyrir borð-
stofu. Á eldavélinni kraumaði
í Uveimur pottum allvænum,
en ketill stóð til hliðar á elda-
vélinni. Húsbóndinn kunni
hrafl í ensku, og ræddum við
nú fram og aftur á ensk-þýsk-
um blendingi. Stundum var þó
samtalið litt skiljanlegt, en þá
bjargaði Zum við málunum.
Húsráðandi hafði verið und-
irforingi á austurvígstöðvun-
um. Hann sagði oklcur frá
ýmsu, er þar hafði gerst. Við
liöfðum ekki frá eins mörgu að
segja, því að við vorum allir
nýliðar. Við sýndum undirfor-
ingjanum riffla okkar og önn-
ur morðvopn og hann sýndi
okkur' riffil sinn og hjálm i
staðinn. Og við vorum að bera
þetta saman og rabba um það
fram og aftur góðlátlega, hvort
þýsku eða ensku rifflarnir
væru handhægari, og þar fram
eftir götunum. Einhver hafði
það á orði, að við liefðum ekki
búist við því, að okkur yrði
jafn vel tekið og raun hafði á
orðið, á þýsku heimili. Þá sagði
undirforinginn þessi minnis-
stæðu orð:
„Eg veit vel að þið eigið enga
sök á þvi, að þið fóruð í stríð-
ið. Eg veit hvaða örlög bíða
þeirra, sem neita að hlýða slík-
um boðum. 1 stríðsbyrjun hafa
auðvitað margir farið í æsing
og hrifni. En blekkingarljóm-
inn fer fljótt af. Að því hafið
þið sjálfsagt komist fyrr en
jdckur varði. Rússneski alþýðu-
maðurinn og þýski alþýðu-
maðurinn hafa óbeit á styrj-
öldum. Því skyldi canadiski al-
þýðumaðurinn ekki liafa óbeit
á þeim líka? I raun og veru
erum við allir bræður. Styrj-
öldin, liermannsrejmsla min,
hefir breytt lífsskoðun minni.
Eg hefi sannfærst um það, að
aðeins félagslegt samstarf á
meðalallra stétta í hverju þjóð-
félagi getur leitt af sér varan-
legan frið. Ef sú von bregst er
öll von úti. Og þið megið trúa
því, að meginþorri þjóðarinn-
ar í þessu landi hugsar nú líkt
og eg. Við verðum að láta lífs-
reynslu okkar ganga í arf til
barna okkar. Það er eitthvert
þýðingarmesta atriðið.“
Það eru þó ekki aðallega
orð undirforingjans, sem mér
eru minnisstæðust, þótt eg
hafi ekki gleymt þeim, heldur
er hitt fastara í ininni, að fram-
koma hans bar það öll með sér,
að liann bar ekkert hptur í
brjósti til okkar, ekki einu
sinni kala, — þetta voru ekki
innantóm orð, lijá lionum
fylgdi hugur máli, liann leit í
raun og veru á okkur sem
bræðiir, þrátt fyrir það, að við
höfðum verið sendir út af örk-
inni til þéss að berj ast við hann
og samlanda hans.
Einn okkar félaga brá sér nú
út, til þess að sækja matar-
skamta oklcar, en er við síðar
bjuggumst til þess að fara upp
til snæðings, bauð konan oklc-
ur að setjast að borði með sér
og manni sinum. Hún kvaðst
því miður ekki hafa nema kál-
meti, kartöflur og svartabrauð
upp á að bjóða, en ef við vild-
um gera okkur það að góðu, þ ’i
værum við velkomnir að því.
Viið þáðum boðið með þökk-
um og lögðum til máltíðarinn-
ar það, sem við liöfðum, liris-
grjónagraut, hveitibrauð og
ávaxtamauk. Er við vorum
sestir að borðum, komu tvö
börn þeirra hjóna lieim úr
skóla, þótt áliðið væri orðið,
telpa 11—12 ára, og drengur.
ári eða tveimur yngri. Börnin
fóru eins og hjá sér fyrst i stað,
og virtust vilja hverfa á bak
við stól föður sins, en smám
saman urðu þau róleg og s jtt-
ust að borðinu. En þau mæltu
fátt. Enn höfðu þau ýmigust
á okkur, þótt þau sæju, að vel
féll á með okkur og foreldr-
um þeirra. En við náðum inn
að hjartanu í þeim. Það er
aldrei langt inn að barnshj. rt-
anu. Við fengum póst um
kveldið og tveir „Canadapakk-
ar“ lentu hjá okkur, pakkar,
sem í var sápa, tóbak, kökur
— og súkkulaði. Nú voru kök-
urnar sneiddar, súkkulaðinu
skift á milli barnanna, en á
katlinum bullsauð, og stóð nú
konan á fætur til þess að hella
upp á könnuna. Máltíðin varð
hin ánægjulegasta. Það lifnaði
ótrúlega fljótt yfir börnunum.
Húsbóndi og húsfreyja voru
enn ræðnari en fyrr. Konan
var farin að brosa, er hún leit
til barnanna, sem voru að narta
í súkkulaðið. Það var ekki við
það komandi, að konan fengi
að þvo upp. Hjónin tóku því
vel, en voru mjög undrandi,
uns við sögðum þeim, að það
væri venja í Ameríku, að karl-
mennirnir hjálpuðu konunum
á heimilunum, að vinnu lok-
inni. Tveir okkar félaga gengu
í það að þvo upp, brettu upp
skyrtuermunum og þvoðu öll
matarílát vel og vandlega.
Við Zum fórum og sóttum
bjór í fötu. Síðan var setið við
rabb fram eftir kveldinu
Loks sagði svefnþörfin til
sín. Sofnaðist okkur vel um
nóttina, eins og geta iná nærri.
Að morgni þess þrettánda
var hellirigning. Við kvöddum
undirforingjann, konu hans og
börn, og gengum i fylkingu. Við
biðum skamt frá brúnni. Enn
rigndi. Biðin var löng. Við
stóðum i fylkingu á þriðju
stund. Loks var lialdið af stað.
Með liornablætsri og stingi á
byssum, en fánum fyrir, var
gengið liátíðlega yfir brúna, og
kvikmynd tekin af öllu saman.
Samskonar athöfn fór þá frarn
við allar brýr yfir Rín, á setu-
liðssvæðinu.
Fyrsta setulið Bandamanna
var komið austur yfir Rin. Nýr
þáttur í eftirleik heimsstyrj-
aldainnar var hafinn. Mikill at-
burður hafði gerst, sem menn
lesa um á ókomnum öldum í
lieimsstyrj aldarsögunni.
Eg verð að kannást við, að
mér var engin hrifni i hug.
Minningin um stundina á heim-
ili undirforingjans kveldinu
áður, fylti liugann. Eg þramm-
aði áfram. Enn rigndi. Við átt-
um langa leið fyrir höndum,
því að ferðinni var heitið all-
langt austur fyrir Rín. Við
gengum áfram, alt til kvelds.
Allan daginn var úrlcoma, og
loks fór þreytan að segja til
sin. Enginn mælti orð af vör-
um um atburðinn mikla, göng-
una yfir Rin. Allir virtust
hugsi. Var félögum mínum
sama í liug og mér? Höfðu þeir
valcnað til umhugsunar um
orðin:
„Við erum allir bræður?“
A. Th.