Vísir - 24.12.1929, Blaðsíða 18

Vísir - 24.12.1929, Blaðsíða 18
Y í S I R FEIGÐARFÖR (Finsk saga). Eftir YRJÖ LAITAKAARI. ^fö GLEÐILEG JÓL! Halldór R. Giinnarsson. GLEÐILEG JÓL! Veiðarfæraverslunin Geysir. jue IHFo Það var að kveldi dags í miðjum júli. Ofan úr ljósblárri heiðríkjunni hafði liásumarsól- in logað yfir Savontlinna allan guðslangan daginn. Meðfram ðllum ströndum og inni i hverri vík stóð greniskógurinn, grænn og ilmandi. Vötnin lágu spegil- slétt i lognkyrðinni og djúpt niðri í blámanum syntu ofur- litlir gullbryddir skýtottar. All- ur bærinn stóð á öndinni eftir ofurlitlum votti af svalri golu, til þess að rjúfa molluværð þessa heita sumarkvelds. Á veitingasvæðinu fyrir fram- an Casino veitingahúsið, sat all- mikill mannfjöldi og drakk svala drykki. Casino baðhöllin og veitingahúsið standa á ofur- lítilli eyju, sem tengd er við land með löngum staurabrúm, og liggja trjárið niður að vatn- inu, þar sem gestir lenda bátum sínum. Ofurlitil hljómsveit lék finska söngva og dottaði þess á milli. Það var alt of heitt til þess að róa út á vötnin, of seint að fara í bað. Það var eiginlega eklcert að gera nema sitja og súpa hveljur af mollu, og fólk var yfirleitt með ólundarsvip. Lítill vélbátur leom þjótandi eins og örskot fyrir skógivax- inn hólma og stefndi á trjáriðið. Þegar liann átti eftir hér um bil þrjár bátslengdir þagnaði vél- in snögglega og ung ljósklædd kona stóð á fætur í skutnum. Hún hoppaði fimlega fram eft- ir þóftunum, tók rösklega við árekstrinum þegar báturinn lenti, og festi honum að því búnu. Síðan gekk hún upp tröppurnar róleg í fasi og létt- stíg. Það var eitthvað yndislegt í fari þessarar beinvöxnu, tígu- legu stúlku, sem ósjálfrátt dró að sér athygli, en jafnframt eitt- hvað harðlegt og mikilúðlegt, sem virtist benda á ófyrirleitið hugrekki og snarræði. Andlits- drættirnir voru óvanalega fastir og reglulegir, augun hvöss og athugul, hárið kolsvart og stutt- skorið. Á höfði bar hún hvíta stúdenlahúfu. Margir lieilsuðu henni með lotningu. Þetta var Laita Jer- vinen, einkadóttir og erfingí gamla, vellauðuga Oskari Jcr- vinens, einn duglegasti ræðar- inn og sundkappinn meðal síú- dentanna og sumargestanna í Savonlinna, viðurkendur tenn- isleikari og ófyrirleitnasti ang- urgapinn af öllum þeim, sem stunduðu síghngafarir á vötn- unum. Þannig var Laita Jervin- en. Og hvar sem hún var, dáðu menn hana og skjölluðu. Hún var óskabarn og eftirlæti stú- dentanna. Og iþróttamenn og iðjuleysingjar meðal sumar- gestanna voru altaf á þönum í kringum hana. Kjaftakindurnar sögðu, að hún hefði ekki við að hafna biðlum, og að gamli Jer- vinen gengi altaf með Iífið í lúkunum yfir því, að hún dræpi sig. Laita Jervinen svaraði kveðj- unum vingjarnlega, og þó held- ur annars hugar. Hiin leit hik- andi í kring um sig, eins og liún væri að leita að einhverjum. Að lokum kom hún auga á hóp stúdenta, sem sátu við yslu borðin. Þangað gekk hún og heilsaði flokknum brosandi. „Má eg fá mér sæti, félagar“, sagði hún. „Gerið svo vel, og velkomin!“ svaraði einhver. Einn stóð upp og lét henni eftir stól og tók að svipast um eftir öðrum. Hún settist, og fjörugar samræður hófust. Allir virtust vera komnir i prýðilegasta skap og hlóu og spjölluðu — nema einn. Hann hallaði sér aftur á hak í djúpum rótartágastól, og sagði ekki orð. Það var ungur maður, vörpulegur og herða- breiður, karlmannlegur i and- liti, en dálítið fölur og með þreytumerki til augnanna. Það var guðfræðingurinn II- mari Maukonen. Nokkur stund leið og samtal- ið varð fjörugra og fjörugra. Alt í einu stóð Laita Jervinen upp: „Við erum flutt út í Saima- laliti - sumarbústaðinn.Eg erhér með bátinn minn, og eg nenni varla að fara ein úteftir. Ilmari, — Ilmari Maukonen, má eg biðja yður að gera mér þann greiða að stýra bátnum mínum út í Saimalaliti og vera mér til skemtunar. Það verður orðið framorðið, en eg skal láta bif- reiðina aka yður heim.“ Ilmari Maukonen stóð á fæt- ur, og að því er virtist, án þess að verða var við öll þau öfund- araugu, sem á honum hvíldu. „Með mestu ánægju, ungfrú Jervinen.“ Röddin var hljóm- þýð og sterk, en þar kendi engrar gleði yfip þessu virðu- lega tilboði, varla vingjarnleiks. Þau gengu niður. tröppurnar, stigu í bátinn og leystu land- festi. Báturinn þaut af stað eins og urrandi hundur og veifaði löngum hala af bláum benzin- reyk á eftir sér. Eftir stundar- kopn var Iiann horfinn úr aug- sýn hak við skógklædda hólma. Ihnari Maukonen og Laita Jervinen höfðu gengið í skóla saman. En mjög var það við ólíkan hag. Hann naut frikenslu og fátækrastyrks. Hún var dóttir gamla, volduga Jervinens, sem veitti helmingi bæjarbúa atvinnu, átti pappírsverksmiðj- una í útjaðri bæjúrins og geysi- legar skógarlendur um nálæg héruð. Faðir Maukonens hafði verið einn af skógarhöggsmönn- um Jervinens, en hafði slasast og beðið af því bana, um það bil, sem drengurinn hóf skóla- nám sitt. Sakir iðni sinnar veitti stjórn skólans honum þá frí- kenslu og styrk, en auðvitað með veikri von um að hann hætti námi. En það varð ekkert af þvi. Móðir hans fór að vinna í verksmiðjunni, til þess að geta framfleytt þrem börnum sínum, og drengurinn var stöð- ugt einn af duglegustu nem- öndum skólans. Hann átti enga vini meðal skólabræðra sinna, kom aldrei þar, sem gleðskap- ur var á ferðum, því það gekk erfiðlega með að eiga eins falí- eg föt og félagarnir og lítið um skotsilfur. Oft átti liann í vök að verjast, en þó minna en vænta mátti í þessu oddborgara- hreiðri æskunnar —- lærða skól- anum i Savonlinna. Því Mau- konen var hvorki öfimdsjúkur, geðstirður né hefnigjarn — að- eins fálátur, óframfærinn, beygður af fátækt. Annars var liann ágætur félagi og í raun- inni vinsæll, ef hann hefði ekki verið svo herfilega fátækur — og fálátur. Um Laita Jervinen gegndi alt öðru máh. Allir liópuðust irn hana, vildu vera vinir hennar, vera boðnir í veislur hennar. Það var sómi að fá að iesa með henni lexíu, og mikil náð að fá að lijálpa henni með stærðfræði- dæmi. En annars þurfti hún sliks ekki oft við; hún komst ágætlega af án þess. Ekki var því heldur að leyna, að kennar- arnh-, einkum hinir yngri, ættu bágt með að beita öllum strang- leik sínum, ef hún átti í hlut. Yfirsjónir liennar urðu gaman- mál og góðlátlegar ávítur. Öll- um fanst það eðlilegt. Hún var fyrst og fremst dóttir Oskari Jervinens, og þar að auki ást- úðleg, lijálpsöm og skemtileg. Og i Savonlinna var ekkert mannsbarn svo fáfrótt, að því væri ekki ljóst, að sliku fólki víkur maður aðeins góðu. En á milli Ilmari Maukonen og Laita hafði tekist einkenni- leg vinátta þegar á fyrstu skóla- árunum, þögul vinátta en trölla- trygg. Þau voru þá í fjórða bekk. Bekkurinn liafði ráðgert að gera af sér skammarstrik til óskunda einum kennaranum, — reglugerðarbrot, forboðið og yndislegl. Allir áttu að vera samtaka til þess að tryggja full- komna þagmælsku, sökin hvila á öllum og enginn skerast úr leik. En svo lcom dálítið óvænt: Maukonen neitaði að vera með, án þess að greina ástæður. Það varð ógurleg vonska, hann Var hæddur og húðskammaður, — kallaður svikari, heigull og sveitarlimur. Hann sat við sinn keip, en reyndi að forðast ofs- ann í hinum. — Þá var liringt inn. Ofsann lægði á yfirborð- inu, en logaði í hugunum. Þegar út var hringt, drógu þeir félag- ar hann út í ysta horn leikvall- arins og börðu liann grimmi- lega. Hann reyndi fyrst að verj- ast. Þá bar Laitá Járvinen að með nokkrum stúlkum. Hann hætti að bera hönd fyrir höfuð sér, en horfði á liana með ör- væntingarsvip. Og samstundis skildi unga stúlkan livað um var að vera, skildi þennan þráa þjáningarsvip og örvæntinguna í augnaráðinu. Hann gat ekki tekið þátt í þessu. Hann mundi missa fríkensluna. Hann var sá eini, sem borgaralegt réttlæti skólans mundi ríða að fullu, ef eitthvað kæmist upp. — Henni varð ákaflega bylt við þessa liugsun, það greip hana óstjórn- legur sársauki: „Hættið þið!“ hrópaði hún náföl af reiði og stappaði í jörðina. „Eg tek held- ur ekki þátt í þessu. Og sá, sem slær Ilmari Maukonen er fjand- maður minn!“ Það kom fát á drengina og úr barsmið varð ekki meira. Þetta var byrjun vináttu þeirra Ilmari og Laita. Og þessi vinátta óx slöðugt meðan þau voru samvistum, þó þau hefðu lítið saman að sælda, varð að traustri, orðfárri samúð, sem hélst við allan skólatímann, Maukonen fór á háskólann í Ábo, Laita til höfuðstaðarins og síðan til útlanda. Fundir þeirra urðu færri, en ef til vill enn þá meira mótaðir af þögulli sam- úð og trúnaði, sem ekki þurfti orða við. — Þangað til i sumar. Það var alt i einu eins og Mau- konen væri týndur Iienni. Hann var i bænum. En einhvernveg- inn fór það svo, að þau hittust aldrei, að minsta kosti aldrei ein. Það særði Laita ákaflega og samtímis varð lienni það Ijóst, að hún unni Maukonen, unni honum ákaft og þráði hann. Þessi uppgötvun kom henni í fyrstunni mjög á óvart, en hún var alt of gerhugul og traust í skapi til þess að leyna sjálfa sig þvi. Og það var eng- an veginn ætlan hennar að láta fæna sig ást sinni. Þess vegna ásetti hún sér við fyrsta tæki- færi að komast að sannleikan- um um hug Maukonens til sín. Hún vildi ekki eiga neitt undir tilviljunum. Hún var ekki að nafninu einu dóttir gamla Jer- vinens, mannsins, sem með járnklóm og stálvilja liafði skapað sér miljónir úr pappír. Vélin urgaði, og báturinn hentist yfir gljátæran vatnsflöt- inn. Það varð yndislegt kveld. Á bak við skógarbrúnirnar í vestri var rauðgullinn bjarmi, sem varð fölbleikur er ofar dró og hvarf loks saman við blám- ann. Yfirborð vatnanna lélc i öllum litum himinsins, gylt, fölrautt, blátt. Og inni við strendurnar vörpuðu skógarnir skuggakögri um vötnin. Öðru hvoru mættu þau bátum, fylt- um sumarklæddu fólki. Smá- eyjarnar, sem svo mikill fjöldi er af i nágrenniSavonlinnaflugu fram hjá. Þau voru að komást út á allbreitt vatn, sem þau þurftu að fara yfir til þess að komast til Saimalahti. Þau sátu þögul. En það var enginn friður né trúnaður í þeirri þögn, hana skorti þá ró og öryggi, sem mótað hafði samvistir þeirra í gamla daga. Þau fundu það bæði. Maukonen sat á afturþóftunni og stýrði, Laita beint á móti honum, og hallaði sér upp að litla vélar- húsinu. Hvorugt gat fundið upp á neinu til að segja. Nokk- urar strjálar athugasemdir um fegurð kveldsins. Það var alt og sumt — og löng þögn. „Þér sjáist aldrei meira, II- mari- Maukonen. ‘ „Finst yður það, fröken Jer- vinen. Mér finst eg sjá yður oft — hvað eftir annað í sumar.“ „Finst yður það?“ Það voru vonbrigði í röddinni, undrun. Svo honum fanst það. Það var eins og vegur lokaðist framund- an henni. Hún varð ein í bátn- um. Hann hlaut að hafa orðið þess var. Augnatillit hans, sein hafði verið fjarlægt, dróst sam- an, nær, dróst að henni: „Ung- frú Jervinen“, sagði hann ofur- hægt. „Eg kem ekki víða, og síst af öll getið þér búist við að hitta mig oft í yðar hóp. Eg er fátæk- ur og verð að vinna í sumar- fríinu mínu. Alt þetta vitið þér vel. Og köllun mín, það starf, sem eg hefi verið að búa mig undir og vona að fá að vinna — það er ekki talið mikils virði meðal vina yðar. Verið þér ekki að andmæla þessu, þér eruð of góð til þess. Það er einkis virði, eða öllu heldur, það er þess virði, sem nemur tekjunum. Sem prestur er eg tveggja verksmiðj uverkamanna virði. Og það er ekki mikið — finst yður það?“ Hann talaði rólega. Það var engin beiskja í orðum hans. IJann talaði um sig sjálfan á sama hátt og á skólaárunum, djarflega og falslaust. En hann hafði sitt eigið viðliorf við hlut- unum. Það var eins og liann setti alt, sig sjálfan og alla aðra, á sinn stað, með óbifanlegri festu. Það var þessi eiginleiki, sem fyrst liafði aflað lionum vináttu Laita og seinna ástar hennar. og hún fann að það var henni gersamlega sama, hvers virði staða hans væri metin. Hún elskaði þennan mann um- svifa og brotalaust. Hún þráði að vera lionum alt, sem kona getur manni verið best, og eiga ást lians. Alt annað fanst henni hégómi. , Það varð löng þögn. Hún vildi ekki mótmæla honum, og gat engu lcomið upp af þvi, sem hún vildi segja. „Munið þér þegar við gengum í skólann ?“ bætti liann við „Það voru yndislegir dagar. En vitið þér hvað það er, að vera þar, dag eftir dag, ár eftir ár, snauð- ur meðal auðugra. Það liefi eg verið frá þvi er eg fyrst man eftir. Eg hefi þjáðst afskaplega vegna fátæktar minnar. Köld tillit hafa leikið um mig eins og frost, og gustur hæðnishlátra blásið um mig frá barnæsku. Og það var ekki af þvi eg væri fátækur. Mér var svo himinhf- andi velkomið að vera það. Það var af þvi að eg krafðist þess að verða að manni, þrátt fyrir fá- tækt mína.Munið þér „borðstof- una“ mína, litla dimma liornið, þar sem eg var vanur að borða bitann minn. Haldið þér að það hafi verið af ást á einverunni? Nei, það var af því, að molarnir mínir voru nægilega beiskir án ertinga og særandi orða. Og þeir voru dýrir, dýrari en ykkar hinna, sem aðeins kostuðu pen- inga. Þeir kostuðu þrek móður minnar.“ Laita Jervinen Iiorfði niður fyrir sig. Henni lá við gráti. Hann ætti að vita hve fegin hún skyldi gefa honum auðæfi, ef það voru þau, sem hugur hans þráði. „Við vorum ekld alt- af slæm við yður. Ilmari Mau- konen“, sagði liún í vandræðum sinum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.