Vísir - 24.12.1929, Blaðsíða 20
VlSIR
Jafndægranna milli
Eítir Guðbrand Jónsson.
Eg veit ekki hvort menn hafa
tekiíS eftir því, aö jólin eru annaö
og meira en hátíö, semi altaf kem-
ur með eins árs millibili, hátíö þar
sem borðuð eru ósköpin öll af góð-
um mat og sælgæti og allir menn
hvílast. En það eru þau, því að
góði maturinn, sælgætið og hvíld-
in eru ekki nema afleiðingar hinna
eiginlegu jóla. Og þó að talað sé
um barnið í jötunni, sem minst er
á þeirri hátíð, þá er sú minning
beldur ekki nema afleiðing, því að
jólin eru svo miklu eldri.
Jólin eru hugarfar, sem mann-
fólkinu er runnið í merg og bein
fyrir þúsund ára gamla venju, —■
venju, semi er svo miklu eldri en
mannhugsun í nútíðarskilningi.
Það er ekki hugarfar, sem menn-
íngin hefir skapað, það er hugar-
far, sem knúð er fram af sjálfri
náttúrunni, og síst er fyrir að
synja að þau dýrin, semi eru mest-
ir vinir mannanna, hafi það ekki
líka að einhverju leyti.
Mannfólkið hefir frá alda öðli
hatast við myrkrið, og það hefir
frá því í dögun lífsins barist við
það með öllum þeim tólum og
tækjum, sem það hefir getað, með
bálum og Iblysum, með lýsislömp-
um og kolum, mieð tólgarkertum
og vaxkertum, með steinoliu og
gasi, og nú er barist við það með
rafljósinu. En mannfólkið hefir
enn ekki sigrað að fullu. Baráttan
er von um sigur, því að vonlaust
berst enginn, en vonir manna eru
misjafnlega rikar. Og von gerir
mennina glaða og góða, því betri
sem vonin er ríkari.
Jólin, — hugarfarið, sem gerir
góða menn betri og vonda mienn
góða, er sprottið af von, sem er
orðin mönnunum ósjálfráð og óaf-
vitandi, von um sigur mannanna
yfir myrkrinu. Þessi von grípur
menn á jafndægrunum, þegar dag-
inn fer að lengja, og sjón verður
sögu ríkari um það, að hægt sé
að buga myrkrið. Það er sigurvon-
in, sem gerir menn góða við sjálfa
sig og alla aðra.
Það er hægt að sjá það á mörgu
að jólin —• hugarfarið, er þrá til
ljóssins. Það er alkunnugt, að jól-
unum hæfir ákveðið veður —
jclaveður. Jörðin á að vera þakin
snjó. Himininn á að leggja hinn
hvíta, skæra feld sinn yfir landið,
svo að hvergi sjái í dökkvan dil,
svo að menn jólamorguninn
vakni við dagsljósið, sem kastast
margfaldað af hinni skjannahvítu
jörð. Menn vilja þetta jólaveður
af því að menn þrá ljósið, það er
ems og menn með þessu móti vilji
taka fyrir sig fram af því með
jólaveðrinu og öllu ljósinu og kert-
unum.
En svo koma virku dagarnir, og
áður en varir er það komiið upp
í vana fyrir mönnum að dagar
lengjast, Jólahugurinn minkar og
sigurvissan í baráttunni við
myrkrið; hún kafnar í tilhugsun-
inni um skamdegið, sem koma
muni. Þá nær daglega lífið, bar-
átta þess og vandræði tökum á
mönnum aftur, og jafndægrahug-
arfarið dvín, og kviknar fyrst aft-
ur með nýju jafndægri, nýjum jól-
um.
Það er því hægt að segja marga
sólskinssöguna af gæðum mann-
anna um jólin, dagana fyrir og
dagana sjálfa. En hitt er miklu fá-
tíðara, að hægt sé að segja sögu
af hugarfari, sem kviknað hafi um
jafndægrin og lifað síðan jafn-
dægranna á milli. Og þó kemur
það fyrir — en afar sjaldan.
* * *
Skömmu eftir stjórnarbylting-
una þýsku dvaldi eg part úr vetri
í Berlín og var þar um jól,
Það var að vísu sama borgin og
fyrir ófrið, en í henni bjó annað
fólk, eða að minsta kosti fólk með
annan hugsunarhátt en áður. Strið-
ið hafði sett á hann óþverra blæ
sem við var að búast. Hvernig
ætti stríð svo sem að geta bætt
eða göfgað hugarfar manna, þó að
reynt hafi verið að fegra það með
allskonar orðaglingri fyrir þeim,
sem1 ekki vita hvað það er. Hug-
rekkið og hetjudáðirnar eru hafð-
ar á oddi, en sannleikurinn er með
alt öðrum svip.
Eg bjó þennan vetur í einni af
útborgunum, sem heitir Schöne-
berg, í lítilli þvergötu, sem heitir
Helmstrasse. Það var skikkanlegt
iðnaðarfólk og verkafólk, sem bjó
þar, en þó var gatan heldur
skuggaleg, og hvert bakhúsið lá
þar aftur af öðru. En það var svo
mikil húsnæðisekla i borginni, að
skrifstofan, sem eg vann á, hafði
ekki getað holað mér niður ann-
arsstaðar.
Gatan lá þvert á langa götu, sem
hét Bahnstrasse, og var þar
brennivínskránum þéttskipað með-
fram stéttunum. Sú gata var því
allónæðissöm á ýmsa lund, og
barst leikurinn þá ekki sjaldan inn
í götuna, þar sem eg bjó.
Eg er með þeim ósköpum gerð-
ur, að mér er sáralítið um það gef-
ið að hafa mök við nágranna
mína, og vil helst vera laus við að
kynnast þeim. Það er skapgerð,
sem kemur sér heldur óþægilega á
Þýskalandi, því að Þjóðverjar eru
allra manna opinskáastir, og þeinr
stendur heldur stuggur af mönn-
um, sem ekki gjalda þar líku likt.
Konan, sem eg bjó hjá hafði áð-
ur fyrri verið saumakona, en hafði
nú ofan af fyrir sér með því að
leigja út þau tvö herbergi, sem eg
bjó í, og að elda ofan i leigjanda
sinn. Hún var alhvít fyrir hærum
og með djúpar hrukkur í andliti,
og það datt ofan yfir mig, þegar
hún sagði mér, að hún stæði á fer-
tugu. Það var sultur og seira ó-
friðarins, sem reyndar ekki var á
enda, er hafði markað hana svona.
Hún stóð altaf yfir mér meðan
eg var að borða það litla, sem hún
hafði getað útvegað mér, og gerði
hún sér hið stakasta far umi, að
það væri mér til hæfis. í hvert
sinn er eg reis undan borðum
spurði hún mig hvernig inér hefði
smakkast, og sagði eg altaf að það
hefði verið ágætt, og veit þó guð
að eg hefi aldrei með nóga pen-
inga borðað ver. En svona var
það í Berlín á þeim dögurn.
Meðan hún stóð yfir mér borð-
andi, stóð elíki á henni munnur-
inn, og hún sagði mér laust og
fast um sjálfa sig, íbúa hússins,
nágrannahúsanna og bakhúsanna,
því að hún gat ekki vitað, að mér
stóðu þær fréttir á engu. En það
kom líka fyrir, að hún stæði þegj-
andi, eins og hún væri að bíða
eftir einhverju. Eg vissi svo sem
hvað það var; nú átti eg að gera
sömu skil og segja lienni öll deili
á mér og æfisögu rnína, en svo
fór, að henni leiddist biðin, og þá
spurði hún mig spjörunum úr og
fékk að vita það, sein hún vildi.
Hún hafði meðal annars sagt
mér af því, að á sömu hæð og við,
en í bakhúsinu, byggi maður með
konu sinni, sem héti Smith og
kæmi þeim hjónunum herfilega
illa saman. Hann drykki þegar
hann kæmist höndum undir og
berði þá á konunni. En hann nenti
ekki að vinna; þess litla, sem þau
hefðu fyrir sig að leggja, aflaði
konan, en þeim yrði það þó lítið
að gagni, því að hann reyndi að
kúga það af henni, og fór síðan
með það á knæpurnar í Bahn-
strasse. Það fylgdi og með, að
hann myndi hafa komist undir
manna hendur fyrir einhverja fúl-
mensku, og það líka, að ekki væri
gott að hitta hann einn í myrkri,
því að hann legði það í vana sinn
að kúga þá af mönnum fé.
Eg lét þetta að vísu fara inn um
annað eyrað og út um hitt, en get
þó ekki neitað því, að eg hafði
stundum á kveldin heyrt þvargið
i þeitn hjónurn inn í svefnherbergi
mitt, sem vissi út að húsagarðin-
um, og hafði eg líka stundum
heyrt þegar þau hjón voru í
handalögmáli, og hafði þá eklci
lcynt sér, að konan hafði miiður.
Það má segja að eg hefði átt að
leiða athygli lögreglunnar að
þessu, en hreinskilnislega sagt, þá
hefði það ekki verið til mikils á
þeim dögum. Lögreglan hafði þá
öðrum hnöppum að hneppa.
Þegar eg var búinn að búa
nokkrar vikur í húsinu, voru allir
íbúar bæði í framhúsinu og bak-
húsinu, farnir að heilsa mér og eg
þeim, eins og þar er lenska. Hafði
eg þá einnig stundum hitt Smith
og höfðum við heilsast.
Hann var beljaki. Andlitið var
alls ekki ófrítt, en þrútið af drykk,
og augnaráðið flöktandi og
skuggalegt, og mér fanst sem lýs-
ing húsmóður minnar inyndi
standa nokkuð heima. Konuna sá
eg líka, og var henni raunar held-
ur ekki fisjað saman, en andlit
hennar var sljóft og þreytt en þó
góðmannlegt.
Svo var það að eg kyntist Smdth,
þó að það reyndar yrði með dá-
lítið óvenjulegum hætti.
Það var eitt kveld undir mið-
nætti að eg kom heim til miín. Það
var alldimt í götunni, því að ekki
var kveikt nema á fjórða hverju
Ijóskeri í hliðargötum,. Bærinn
þurfti að spara. Þegar eg var að
reka lykilinn í skráargatið á port-
hurðinni varð eg þess var, að
gengið var að mér, og eg leit upp.
Þar var kominn Smith nágranni
minn, ekki alveg allsgáður.
„Upp með þær kringlóttu,
lagsi,“ sagði hann og teygði and-
litið þétt að andlitinu á mér.
„Nú, eg hélt að þér vissuð, að
það eru engar kringlóttar til leng-
ur,“ svarði eg, því að önnur mynt
en koparmynt var alveg horfin úr
veltunni.
„Engan þvætting, upp með
nokkra bláa“, hann átti við fimm-
markaseðlana, sem ekki voru
oiðnir alveg verðlausir þá, „eg veit
að þú vinnur,“ sagði hann og
hcrfði á mig blóðskotnum augun-
umi.
Mér lá nú við að svara því, að
hann gerði sjálfur vel í því að fara
að vinna, en hætti þó við það af
því, að mér finnast glóðaraugu
vera ljótust allra augna, og lét eg
hann svo fá tvo bláa.
Svo var það einn dag, að snögg-
lcga þurfti á skrifstofunni, þar
sem eg vann, að nota skjalapinkil,
sem mér hafði verið fenginn heinn
tii mín, til þess að vinna úr hon-
um þar, og átti eg að sækja hann
strax. Það stóð þá svo illa á, að
vagninn, sem starfsmennirnir voru
látnir hafa, cr lieir fóru í sendi-
ftrðir, var ekki heima við. Það
var gamall Adler-bíll með stál-
hringi í stað gúmmís á hjólunum,
svo að það skrölti í honum eins
og í heilli stórskotaliðsdeild. Áður
fyr hefði ekki staðið á því að láta
mig leigja strætisbifreið, en nú
átti að spara, og í vandræðunum
var gripið til þess úrræðis, að láta
mig upp í bifreið þá, sem hinir
háttsettu herrar skrifstofunnar,
sem eg stöku sinnum heyrði getið
um, en aldrei fékk að sjá, notuðu.
Það var spánný dýrindisbifreið,
með öllum þeim hnykkjum og
hægindum, sem þá þótti mest til
koma, og var málaður örn lýð-
veldisins, nýi fuglinn, sem gár-
ungarnir kölluðu, á hurðina.
Fylgdi bifreiðinni prúðbúinn
þjónn auk bifreiðarstjóra; það var
með öðrum orðum bifreið, semi
ekki hefði komið til mála að setjá
mig upp í undir venjulegum kring-
umstæðum, enda hefi eg hvorki
fyr né síðar ekið í svo göfugu far-
artæki.
Þegar heiml að húsi mínu kom,
stóð Smith hjá portinu og horfði
á það er þjónninn af gömlum vana
opnaði fyrir mér vagndyrnar, þótt
hann reyndar hefði ekki þurft að
hafa svo mikið við mdg. Er eg
gekk fram hjá Smith tók hann
mjög lotningarfullur ofan húfuna
sína. Og þeim sið hélt hann altaf
síðan.
Það hafði á dögum keisarans
verið sá andi uppi, að menn veittu
því sem1 opinbert var, hina mestu
Iotningu. Það lá við að heiðarleg-
ir borgarar tækju ofan fyrir hin-
um „keisaralegu" póstkössum, og
að þeir stæðu keikir með hendurn-
ar niður með buxnaskálmunum, ef
lögregluhundur gekk urrandi
fram hjá; hann var, þótt ferfætt-
ur væri, líka nokkurskonar em-
bættismaður keisarans.
Eg varð hálfhissa á því, að mað-
ur eins og Smith skyldi ekki löngu
vera orðinn laus við þennan odd-
borgarabrag. En í hvert skifti,
sem eg mætti honum eftir þetta,
heilsaði hann mér vendilega að
fyrra bragði, og eg sá virðinguna
fyrir hinum glæsilega vagni, sem
eg af tilviljun hafði lent í. ljóma
í augum hans.
Það kom stundum fyrir, að
hann bæði mig um1 einhverja smá-
peninga, en nú var það altaf með
kurteisi. Eg yrti og stundum á
hann og tók hann þvi vel.
Einu sinni sagði eg við hann:
„Því vinnið þér aldrei?“
„Það gerir gamla konan,“ svar-
aði hann.
„Finst yður það ekki vera að
fara aftan að siðunum spurði eg.
Smith ypti öxlum.
„En þvi drekkið þér það upp,
sem hún aflar?“ spurði eg enn,
forvitinn að heyra hverju hann
svaraði.
„Maðurinn lifir ekki á einu
saman brauði,“ var svarið.
Við þvi varð litlum röksemdum
við komdð.
* * *
Eg hafðd fengið orlof til þess
að vera uppi í sveit hjá kunningja
mínumi um jólin og íram yfir ný-
árið. Og eftir skrifstofutíma á að-
fangadag flýtti eg mér því heim
til þess að tína saman pjönkur
miínar, svo að eg næði lestinni í
tæka tíð.
Þegar eg beygði úr Hauptstrasse
upp í Helmstrasse, sá eg allmikla
mannþyrpingu á horninu á Bahn-
strasse, og heyrði þaðan óp og
sköll. Og eg gekk þangað af for-
vitni.
Þegar þar kom sá eg það yfir
mann])yrpinguná, að tveir menn
voru í blóðugum bardaga, og var
annar þeirra vinur minn Smith.
Það var ekki siður manna á þess-
um slóðum að skilja menn, ’ef
hnippingar urðu, menn slógu þá
hring um bardagamennina, og
gáðu þess að alt færi fram með
list og prýði, en skiftust með óp-
um í flokka með og móti, og var
auðheyrt, aö að þessu sinni lenti
öll samúöin Smiths niiegin.
Eg boraði mér inn í mannþröng-
ina, og sá innan við hringinn
standa grátandi stúlkubarn á að
giska 9—io ára, og eg heyrði það
á köllum þeirra Smiths, að deilan
myndi stafa eitthvað af henni, og
var eg steinhissa á því. Eg spurði
þann, sem næstur mér stóð, hvem-
ig i öllu lægi, og fékk þá alla sög-
una.
Smith hafði komið þar að á
horninu^ að einn af ibúum Bahn-
strasse var að berja á telpuhnokk-
anum svo að við meiðslum lá; var
það dóttir hans og var hún búira
að fá blóðnasir. Hafði Smith at-
yrt hann fyrir tiltækið, og reynt
að bjarga barninu, en hinn hafði
ekki viljað láta laust, og svo vartj
orustan.
Eg horfði á eins og aörir, og
verð að játa, að eg gladdist er
Smiith kom lagi á andstæðing sinn,
sem úrslitum réði, svo að tveir
miskunnsamir Samverjar urðu að
hjálpa honum heimi. Og þá laust
mannsöfnðurinn upp húrra-hrópi,
því að þeir eru skjótir tilfinninga-
menn suður þar.
Smith stóð upp við húsvegginn
og þurkaði af sér blóðið og svit-
ann, en telpan stóð skælandi hjá
honum og hélt í buxnaskálminai
hans. #
Maður einn úr hópnum tók upp
húfuna, sem farið hafði af Smith
í viðureigninni. „Við skulum gefá
honum jólagjöf," kallaði hann.
Og húfan fyltist á svipstundu;
það voru víst í henni um þúsund
mörk, sem þá var langt á annað
hundrað krónur.
Það var auðséð á Smith, aö
hann áttaði sig varla á öllu þessu,
og þegar lögreglan loks drattaðist
á vettvang og skrifaði hjá sér nafn
hans, og lauk, eftir að vera búin að
heyra málavöxtu, lofsorði á hann,
var auðséð á Smith, að hann var
i nokkrumi vandræðum með þessa
nýju aðstöðu sína til mannfélags-
ins og mannanna.
Er eg gekk inn í portið, gekk
hann á eftir með telpuna iafandi
við buxnaskálmina.
„Því voruð þér að sletta yður'
fram í þetta?“ spurði eg.
„Ja, það er nú' svona á jólunum,“
svaraði hann hálf viðutan.
Meðan eg var að tína samarr
plögg mín í svefnherberginu varð
mér litið út luml gluggan yfir
húsagarðinn, og þá sá eg inn um
gluggann hjá Srnith, að hann var
að faðma konuna sína.
Það eru vandræði, hugsaði eg
þá með mér, að ekki skuli vers
nema tveir jóladagar á ári.-----
Þegar eg kom heim eftir nýar-
ið varð eg strax að flytja mig til
Kaupmannahafnar, og eg frétti'
því ekki hvernig þessu máli reiddí
af.
* * ★
Nokkrum árum seinna var eg
staddur i Berlín urn sumartíma, og'
datt mér þá í hug að vitja fornra
stöðva í Helmstrasse. Eins og.
venja er til á sumrin eftir vinnu,-
sat gott fólk fyrir utan húsin og.
drakk í sig síðustu sólargeislana.
Er eg kom að húsinu, semi eg'
hafði búið í, sá eg þar sitja hjón-
og hjá þeim stúlka eitthvað fjór-
tán ára. Er eg gáði betur að, sá'-
eg að það var Smith vinur minn og
kona hans. Allur kvapi var horf-
inn úr andliti hans, hann. var í
hreinni skyrtu og tottaði pípu eins-
og aðrir heimilisfeður.
„Eruð það þér, Smith?“ spurði
eg-
Smith þckti mig strax og heils—
aði mér frjálsmannlega.
„Já, eg er nú verkstjóri í verk-
smdðju, sem bærinn á. Eg fékk
stöðuna vegna þess að eg hjálp-
aði litlu stúlkunni á jólunum, þér
muni'ð. Það er hún þetta, hún er
nú hjá okkur og okkur líður öll1-
um vel," sagði hann.
Stundum eru jól jafndægraniig?
milli, hugsaði eg þegar eg fór.