Vísir - 24.12.1929, Blaðsíða 16

Vísir - 24.12.1929, Blaðsíða 16
VISIR Mánuðurnir tólf. (Æfintýri Einu sinni var kona, sem átti tvær dætur; var önnur dóttir hennar sjálfrar og hét Helena; en hin stjúpdóttir hennar og hét Marúska. Fyrir dóttur sjálfrar sín sá hún ekki sólina, en stjúp- dótturin a gat hún ekki litið réttu auga og var það ekki af neinu öðru en að hún var fríðari en hin. Marúska var góð stúlka og vissi ekki sjálf um fríðleik sinn; hún slcildi ekkert í þvi hvað stjúpan var iliileg í hvert sinn, er hún leit til hennar. Hún varð sjálf að vinna öll verk á lieimilinu, sópa stofuna, elda, þvo, sauma, spinna, vefa, bera heim gras og hirða kúna ein sins Iiðs. Helena hugsaði ekki um annað en að lialda sér til og dýfði ekki hendi sinni í kalt vatn. En Marúska vann með ljúfu geði, var þolinmóð sem lamb og umbar skammir og illyrði þeirra mæðgna með mestu stillingu. En það stoðaði ekkert; þær fóru síversnandi og það var einungis af því að Mar- úska varð fríðari dag frá degi. Móðirin hugsaði með sér: „Því skyldi ég vera að hafa þessa fallegu stjúpdóttur hér lieima, þegar hún dóttir mín er henni síður? Piltarnir munu fara að koma til þess að sjá sér út konu- efni og mun þá Marúska falla þeim í geð, en Ilelenu vilja þeir ekki sjá.“ Upp frá þessari stundu vildu þær fyrir hvern mun losna við vesalings Marúsku; en hún bar það með þolinmæði, og varð æ fríðari og fríðari með degi hverjum. Þær fundu upp á ýmsu og ýmsu til að kvelja hana, og var það svo lagað, að engum vel innrættum manni mundi slíkt til hugar koma. Það var einhvern dag í miðj- um janúarmánuði, að Helena vildi fá fjólur. „Farðu, Mar- úska,“ sagði hún, „sæktu mér fjóluvönd út í skóg. Eg ætla að stinga honum undir beltið og hafa hann til þess að lykta af honum.“ „Guð hjálpi mér, elsku syst- ir,“ sagði vesalings stúlkan, „ertu öldungis frá þér? Eg hefi aldrei heyrt, að fjólur vaxi undir snjónum.“ „Ertu að lcoma með umyrði, ófétið þitt,“ sagði Helena, „þeg- ar eg skipa þér. Snáfaðu á augalifandi bragði út í skóg, og komirðu ekki með fjólur, þá drep eg þig.“ Stjúpmóðirin þreif í Marúsku og hratt henni út um dyrnar og rak fyrir lokuna á eftir henni. Stúlkutetrið gekk til skógar og grét beisklega. Fannfergja var mikil og hvergi sporrækt. Aum- ingja Marúska viltist og viltist lengi. Hún kvaldist af hungri og nötraði af kulda. Hún bað til guðs, að hann tæki sig held- ur burt úr þessum heimi. Þá sá hún ljósbjarma nokkurn í fjarska. Gekk hún þá á bjarm- ann og kom upp á fjallstind. Á tindinum brann eldur mikill og voru kringum eldinn tólf steinar; sátu á þeim steinum tólf menn. Þrír voru gráskeggj- aðir, þrír voru yngri, þrír voru enn yngri og þrír voru lang- yngstir og voru þeir fríðastir. Þeir mæltu ekki orð, og horfðu þegjandi í eldinn. Þessir tólf menn voru mánuðirnir tólf. handa börnum). Desember sat efstur, og var bæði liár lians og skegg hvítt sem mjöll. Hann hélt á staf í liendi. Marúska varð hra.dd og stóð stundarkorn cins og agn- dofa, en þvi næst herti hún upp liugann, gekk nær og sagði með bænarrómi: „Leyfið- mér, góðir menn, að orna mér við eldinn, eg nötra og skelf af kulda.“ Desember kinkaði kolJi og mælti: „Hvernig stetdur á þessu stúllca mín, að þú ert hingað komin? Hvers ert þú að leita?“ „Eg er að leita að fjólum,“ ansaði Marúska. „Það er ekki rétti tíminn til að fara í fjóluleit,“ sagði Des- ember, „þegár jörð er undir snjó.“ „Það veit eg vel,“ sagði Mar- úska raunalega, „en Helena systir mín og stjúpa min hafa skipað mér að koma með fjól- ur úr skóginum, og komi eg ekki með þær, drepa þær mig. Æ, gerið það nú fyrir mig, smalamenn góðir, og segið mér hvar eg get fundið þær.“ Þá stóð Desember upp, gekk til yngsta mánaðarins, fékk honum stafinn i hönd og mælti: „Sest þú nú efstur, Mars bróð- ir!“ Marsmánuður settist þá efstur og veifaði stafnum yfir eldinum. í sama vetfangi log- aði eldurinn hærra, snjóinn tólc að leysa, brumi skaiit út úr trjánum, grasið grænkaði und- ir beykitrjánum og í grasinu spruttu upp litfögur blómstur; það var komið vor. I leyni undir runnunum blómguðust f jólur, og ekki vissi Marúska, fyr en svo mikið var orðið af þeim, að líkast var sem einliver liefði breitt út dökkbláan dúk. „Tíndu nú, Marúska, og vertu fljót,“ sagði Mars. Marúska tindi allshugar glöð, þangað til liún var búin að safna í stóran vönd. Siðan þakkaði hún mánuðunum fyr- lr og skundaði fegins hugar heim á leið. Og heldur en ekki gekk yfir þær Helenu og stjúp- una, þegar þær sáu livar Mar- úska kom, og bar lieilan vönd af fjólum. Þær gengu til dyra og luku upp, og lagði fjólu- ilminn um alt liúsið. „Hvar hefirðu tínt þær?“ sagði Helena stygglega. „Hátt uppi á fjalli, þar var fjarskinn allur af þeim, undir runnunum," svaraði Marúska. Helena tók við fjólunum, stakk þeim undir beltið, þefaði af þeim og lét móður sína lika þefa af þeim, en ekki varð henni að vegi, að segja systur sinni að þefa af þeim líka. Daginn eftir sat Helena auð- um höndum lijá ofninum, og fór hana að langa í jarðarber. „Farðu, Marúska, og sæktu handa mér jarðarber út í skóg,“ sagði hún við systur sína. „Æ, guð hjálpi mér, systir mín, hvar ætti eg að finna jarð- arbér,“ svaraði Marúska, „eg liefi aldrei heyrt að jarðarber yxu undir snjónum.“ „Ertu að liafa umyrði, ófétið þitt, þegar eg skipa þér? Snáf- aðu út í skóg, og komirðu ekki með jarðarber, þá lem eg þig til dauðs.“ Stjúpan þreif í Marúsku, liratt henni út um dyrnar og hleypti fyrir lokunni á eftir henni. Stúlkan fór út í skóg- inn og grét beisklega. Djúp- fenni var á jörð, og hvergi sporrækt. Marúska viltist og viltist lengi. Hún kvaldist af hungri og nötraði af kulda. Þá sá liún langt i burtu sama ljós- bjarmann, sem liún liafði séð daginn áður. Gekk hún á ljósið allshugar fegin. Hún kom aft- ur að eldinum mikla, sem mennirnir tólf sátu í kringum. Desember sat efstur. „Æ, leyfið mér, góðir menn, að orna mér við eldinn, eg nötraog skelf af kulda,“ sagði Marúska með bænarrómi. Desember kinkaði kolli og mælti: „Hví ert þú kominn hér aft- ur? Hvers ertu að leita?“ „Eg er að leita að jarðarberj- um,“ svaraði Marúska. „Það er ekki rétti tíminn núna að leita að jarðarberjum, þegar snjór liggur á öllu,“ sagði Desember. „Það veit eg vel,“ sagði Mar- úska raunlega, „en Helena syst- ir mín og stjúpa mín liafa skip- að mér að koma með jarðar- ber; komi jeg ekki með þau, þá drepa þær mig. Æ, gerið það nú fyrir mig, smalamenn góðir, og segið mér hvar eg muni geta fundið þau.“ Þá stóð Dessember upp, gekk til mánaðarins, sem sat and- spænis honum, fékk honum stafinn í hönd og mælti: „Sest þú efstur, bróðir Júní.“ Friðleiksmánuðurinn Júní settist þá efstur, og veifaði stafnum yfir eldinum. 1 sama vetfangi blossaði loginn i liáa bragði, jörðin grænkaði, trén laufguðust, fuglarnir tóku að syngja, allskonar blómstur spruttu í skóginum, og það var sumar. Þar voru hvítar agnar smáar stjörnur, eins og einliver liefði sáð þeim út. Það mátti sjá, hvernig þessi hvítu smá- stirni breyttust í jarðarber; jarðarberin þroskuðust fljótt, og fyr en Marúsku varði, varð svo- krökt af þeim í grænum grassverðinum, að líkast var sem einhver hefði stökt þar blóði yfir. „Tíndu, Marúska, og vertu nú fljót,“ sagði Júní. Marúska tíndi ofurfegin, og þangað til hún liafði fylt svuntu sína. Síðan þakkaði hún mánuðunum fyr- ir og skundaði glöð í huga heimleiðis. Þær Ilelena og stjúpan undr- uðust stórum, er þær sáu Mar- úsku koma með svuntuna fulla af indælum jarðarberjum. Þær lilupu til dyra og luku upp, og lagði ilminn af jarðarberjun- um um alt liúsið. „Hvar hefirðu tínt þau?“ sagði Helena stygglega. „Eg tíndi þau efst uppi á fjalli; þar vex ógrynni af þeim undir beykitrjánum.“ Helena tók við jarðarberjun- um, át sig sadda og gaf móð- ur sinni að éta, cn ekki varð henni að vegi, að segj a við Mar- úsku: „Vilt þú eklci smakka á þeim líka?“ Jarðarberin höfðu smakkast Helenu prýðilega og á þriðja degi fór hana að langa i gló- rauð epli. ' „Farðu, Marúska, út í skóg, og sæktu mér þangað rauð epli,“ sagði liún við systur sína. „Elsku systir,“ sagði Mar- úska,“ hvernig ætti eg að geta fundið epli, núna um hávetur- • „ 66 ínn. „Ertu svo djörf, að mælast undan skipan minni, ólcindin þín? Farðu á auga lifandi bili út í skóg, og komirðu ekki aft- ur með rauð epli, þá drep eg Þig“ Stjúpmóðirin liratt Marúsku síðan út um dyrnar og liarð- læsti á eftir henni. Vesalings stúlkan flýtti sér nú út í slcóginn og grét sáran, undan þessari vonsku meðferð. F annf ergj an var mikil, oglivergi sporrækt. En í þetta. sinn fór hún ekki vill vegarins, heldur gekk liún rakleitt upp á fjalls- tindinn, þar sem eldurinn mikli var, sem mennirnir tólf sátu í kringum. Þeir voru þar allir og sat Desember efstur. „Æ, leyfið mér, góðir menn, að orna mér við eldinn, eg nötra og skelf af kulda,“ mælti stúlkan. Desember kinkaði kolli og mælti: „Því kemur þú hingað aftur, og hvers ert þú að leita?“ „Eg er að leita að rauðum eplum,“ svaraði Marúska. „Þau eru liér ekki til á þess- um árstíma,“ sagði Desember. „Það veit eg vel,“ mælti Mar- úska raunalega, „en Helena systir mín og stjúpa min hafa skipað mér að koma með rauð epli úr slcóginum, og komi eg ekki með þau, þá drepa þær mig. Æ, gerið það nú íyrir mig, smalarnir góðir, og segið mér, livar eg get fundið eitthvað af eplum.“ Þá stóð Desember upp og gekk til eins af eldri mánuð- unum, rétti honum stafinn og sagði: „Sest þú efstur, September bróðir!“ Septembermánuður settist þá efstur og veifaði stafnum yfir eldinum. Og eldbálið blossaði rauðglóandi og snjórinn hjaðn- aði, en það var siður en svo, að trén skrýddust laufi, lieldur hrundu laufblöðin af þeim, livert af öðru, og fejdcti svalur vindurinn þeim yfir gulnaðan grassvörðinn. Marúska sá ekki núna eins mörg litfögurblómst- ur og í fyrri skiftin. I lilíðar- breklcunni blómguðust rauðar nellikur, i dalnum stóðu gul- leitir eskiviðir og undir beiki- trjánum uxu stórvaxnir burkn ar og þéttgróin bergflétta. En Marúska skygndist ekki um eft- ir öðru en rauðum eplum, enda kom liún líka auga á eplatré eitt, og sá rauð epli Inmga liátt á greinum þess. „Flýttu þér að lirista niður eplin, Marúska,“ sagði Septem- ber. Marúska varð hjartans fegin og liristi tréð, og féll þá niður eitt epli. Hún hristi i annað sinn, og féll þá aftur niður epli. „Flýttu þér-nú heim,“ sagði mánuðurinn. Marúska gerði eins og henni var sagt, þakkaði mánuðinum lijartanlega fyrir og skundaði heim. Þær Helena og stjúiian undr- uðust mjög, þegar þær sáu Marúsku koma með eplin. Þær luku upp og Marúska fékk þeim eplin. „Hvar hefirðu lesið þessi akl- ini?“ simrði Helena. „Efst uppi á fjalli,“ svaraði Marúska, „þar vaxa þau, og þar er nóg af þeim.“ „Þvi komstu ekki með fleiri, eða hefirðu élið þau á leið- inni?“ sagði Helena bálvond. „Æ, systir mín góða,“ sagði Marúka, „eg hefi ekki etið af þeim minsta bita. Eg liristi einu sinni, og þá datt niður eitt epli, eg liristi í annað sinn, og þá datt niður annað epli til; þeir lofuðu mér ekki að hrista leng- ur. Þeir skipuðu mér að fara lieim.“ „Farðu bölvuð,“ sagði Helena og ætlaði að berja Marúsku. Vesalings stúlkan fór að liá- gráta og bað guð að taka sig lieldur en að láta sig sæta þess- um misþyrmingum af systur sinni og stjúpu. Hún flýði fram í eldliús, en sleikjahítin systir liennar fór að borða annað epl- ið. Smaklcaðist lienni það svo vel, að liún sór sig um, að svona ljúffengt epli hefði hún aldrei bragðað á æfi sinni. Stjúpunni smakkaðist ekki síð- ur, og átu þær upp bæði eplin og langaði nú í meira. „Heyrðu, mamma,“ sagði Helena, „komdu með loð- skinnskápuna iiiína“, eg ætla að fara sjálf út í skóginn. Hún er viss með að eta þau upp á leiðinni, ókindin sú arna. Eg skal liafa upp tréð og hrista niður öll eplin,hvort sem nokk- ur leyfir það eða ekki.“ Móðirin reyndi að telja hana af því, en það var ekki til neins, Helena tólc yfir sig loð- skinnskápuna, batt klút um höfuðið og skundaði til skógar. Móðirin stóð á þröskuldinum og liorfði lengi vel á eftir henni. Jörð var alsnjóa, og hvergi sást til vegar. Langalengi ráf- aði Helena og rak græðgin hana áfram, lengra og lengra frá lieimilinu. Þá sér liún alt í einu ljós í fjarska. Hún greikkaði sporið og gengur á ljósið. Hún komst upp á tind- inn, þar sem eldurinn brennur, þar sem máúuðirnir tólf sitja umliverfis á steinum sínum tólf. Hún verður slcelkuð i fyrstunni, en ekki nema snöggvast; liún er óðara orðin jafnörugg og áður, gengur að eldinum og réttir út hendurnar til að orna sér; liún biður mennina alls ekki leyfis, og mælir ekki orð til þeirra. „Hvers leitar þú liér? Hví ert þú liingað komin?“ spyr Des- ember gamli reiðulega. „Hvað ert þú að spyrja um það, karlfiflið þitt? Hvað varð- ar þig um, hvert eg er að fara?“ ansaði Helenameð þjósti, sneri frá eldinum og gekk til slcógar. Þá lét Desember brýnnar síga og veifaði stafnum yfir höfði sér. í sama vetfangi sortnaði himininn, eldurinn logaði dauft og gerði nú snjó- fall mikið og hvesti í skóginum með lierpings lculda og ofan- drifi. Helena sá ekki spannar- lengd frá sér, liún viltist æ meir og meir og valt um í snjófönn. Hún bölvaði systur sinni, hún bölvaði góðum guði; limir liennar stirðnuðu i skjólgóðu loðskinnskápunni. Meðan þessu fór fram, von- aðist móðirin altaf eftir henni. Ýmist horfði hún út um glugg- ann, ýmist út uni dyrnar, og skildi ekki, livi hún kæmi ekki. Að lokum eirði liún ekki leng- ur. „Verið getur,“ liugsaði liún, „að eplin smakkist lienni svo vel, að liún geti ekki slitið sig frá þeim.“ Fór hún þá í loðskinnskápu sína, batt klút um höfuðið og fór að leita að Helenu. Alt var ein snjóbreiða og ein vegleysa. Hún kallaði á Helenu, en eng- inn gegndi. Iiún ráfaði og rölti langa-lengi. Snjóinn dreif nið- ur og vindurinn var nístings kaldur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.