Vísir - 24.12.1929, Blaðsíða 9

Vísir - 24.12.1929, Blaðsíða 9
Y 1 S I R til mín Og- mér virtist hljóðiÖ koma neÖan úr jörðinni: — „Við skulum demba — í öllum guÖanna bænum — við skulum demba.“ Eg sló í klárinn og hann þaut á harða-stökki fram hjá prestssetrinu, en hundaþvagan elti okkur með áköfu gelti og hávaða. — Daniel dinglaði sitt á hvað, hélt sér dauða- haldi og rak upp skræki annað veifið. Hundarnir æstust æ því meir, er þeir sáu þennan kynlega flutning á sleðan- um, og heyrðu skrækina. Þeir fylgdu okkur hálfa bæjar- leið, en hurfu þá aftur. Eg hægði ferðina og sagði félaga minum, að nú væri öllu óhætt. Hann var dasaður orðinn undir pokanum, hafði slegist við og fengið blóðnasir. Hann bar sig hörmulega, kvaðst vera lærbrotinn og nefbrotinn og stórkostlega meiddur innvortis. Eg tók lítt undir það, bað hann rísa á fætur, ná sér i klakamola og halda honum við nefið fyrst um sinn. Bar nú ekki til tíðinda úr þessu, og senn vorum við kornnir á leiðarenda. Þegar við vorum fyrir neðan Bakka, næsta bæ við kaupstaðinn, klappaði Daníel á öxl mér og sagði: „Hægðu ferðina, góði. Eg þarf að tala við þig.“ Við námum staðar. — .,— Eg þori ekki lengra — ekki með nokkuru lifandi móti. —- Mér er nær að halda, að prófasturinn slangri í kaupstaðinn i dag. Og ef hann kemur þangað, þá verður hann fullur, þegar liður á daginn. Og ef hann verður fullur og ef hann hittir mig, þá býð eg ekki fé i líftóruna mína.---------Eg er svo dasaður núna og bilaður, bæði útvortis og innvortis, að eg er enginn maðúr til að mæta honum.--------Þú verður að fara einn, elsku Nonni minn, og annast alt saman.“ Mér þótti nú satt að segja ekkert að því, að fara einn í kaupstaðinn. Það var þó óneitanlega töluverður manns- bragur að því. Eg sagði: „Eg get náttúrlega tekið þetta að mér, og ekki vil eg vera valdur að þvi, að þú stofnir lífi þínu í hættu. En hvar ætlar þú að vera á meöan?“ Hann svaraði: „Sérðu kofann þarna niður frá? — Þar ætlum við — Strútur minn og eg — að láta fyrirberast á meðan.“ Eg félst á þetta og kvaðst mundu taka hann þar í baka- leiðinni. Því næst lögðu þeir af stað niður flóann, Daníel og hundurinn, en eg settist á sleðann og ók af stað. En þegar eg var nýfarinn kallaði Daníel til mín og sagð- ist halda, að réttara væri, að hann hefði nestisposann með sér, svo að hann glataðist ckki. — Það gæti líka vel skeð, að rakkann langaði í bita, þegar á daginn liði. Eg af- henti honum pokann og hélt leiðar minnar. Og þarna skildi með okkur að sinni. VI. Mér dvaldist lengi i kaupstaðnum. Líkkistan var ekki alveg tilbúin, þegar eg kom, og eg þurfti ýmsum erindum að sinna fyrir fóstra minn. Eg keypti rúsínupundið fyrir Daníel, brennivínsflösku og kambinn. — Eg fór að engu óðslega. Mig gilti einu, þó að karlinn fengi sig fullsadd- an á biðinni i sauðahúsinu á Bakka. Eg raðaði öllum pinklunum í kistuna, batt hana siðan á sleðann og hélt af stað. Var þá tekið aö bregða birtu. Þegar eg kom að beitarhúsinu, sat Daníel í einu hnipri undir húsveggnum með hundinn í fanginu. Kvað hann draugagang mikinn í húsinu og ólíft þar inni, úr þvi tekið væri að skyggja, og nú væri þeir báðir, Strútur og hann, aðframkomnir af kulda. — Ávitaði hann mig fyrir slæp- ingshátt og ódugnað og sagði, að vel gæti farið svo, a'S þetta ráðlag mitt riði sér að fullu. Lét hann dæluna ganga, þar til er eg sýndi honum rúsínupundið og kambinn. Hýrn- aði þá yíir karli, og áður en eg vissi af, hafði hann opnað pokann og stungið upp í sig fáeinum rúsínum. — En hann áttaði sig fljótlega, bað guð almáttugan að fyrirgefa sér, tók rúsínurnar út úr sér og stakk þeim i pokann. — „Eg ætti nú ekki annað eftir, en að eg færi að missjá mig á því, sem hún á, blessunin.“ Hann ljómaði allur af fögn- uði yfir þvi, að hafa staðist freistinguna, lokaði pokanum í skyndi og stakk honum niður í kistuna. Þá spurði hann eftir brennivínsflöskunni, og er hann haíði fengið hana, tók hann sér vænan sopa og hóf lang- an lestur um það, hversu vel eg hcf'Si reynst sér í þessu ferðalagi og æfinlega. Eg var orðinn svangur og inti nú að því, hvort við ætt- um nú ekki að fá okkur svolítinn bita, áður en við legðum af stað. Komu þá nokkurar vöflur á Daníel og að lok- um varð hann að játa, að allur matur væri búinn. — „Við fórum að narta í hann, Strútur minn og eg, út úr leiðind- um, og áður en eg vissi af var alt búið. Þetta var svo sem ekkert. — Þú þekkir nú nápínuskapinn í Hvammi, þegar ráðskonan er ein um hituna.“ — „Ertu búinn með nestið okkar, Daníel?“ Mér lá við að gráta af sulti og vonbrigðum. Eg vissi að ráðskonan hafði látið nýtt pottbrauð, hanginn bringukoll og fleira góðgæti í pokann. — Og nú var þetta alt saman búið. Eg hafði ekki haft neina matarlyst um morguninn, því að ferða- hugurinn var svo mikill. Eg hafði hvorki bragðað vott né þurt allan daginn, og sulturinn skar mig innvortis. — Og svo hafði þessi viðbjóðslegi matgoggur hámað í sig allan matinn, meðan eg var að sinna verkurn hans í kaupstaðn- um. — Eg hugsaði mér að hann skyldi ekki græða á þessu framferði. „Súptu á brennivíni, Nonni minn,“ sagði Daníel, ógnar- lega mjúkur i rnáli, „þá hverfur sulturinn og þér hitnar innvortis. Ekkert er betra við sulti og sorgum, en bless- að brennivínið.“ Eg ansaði þessu engu. Eg batt kistuna á sleðann, eins og hún hafði verið, settist á hana þegjandi, þreif taum- ana og hottaði á klárinn; Daníel tylti sér hjá mér, hélt á flöskunni og var ærið kollhúfulegur. Hann yrti á mig nokkrum sinnum, en eg gegndi því engu. Færið var ágætt inn flóana. Eg sló í klárinn og fór ýmist brokk eða stökk. Við Daníel sátum á kistu Margrétar sálugu hvor við ann- ars hlið og mæltum ekki orð frá vörum. Alt í einu hægði eg ferðina, þvi að eg þóttist vita, að klárinn mundi vera orðinn móður. Eg lét þó ekki á því bera, að orsökin væri sú. Eg leit um öxl og tautaði, eins og við sjálfan mig: „Nei, þetta er ekki til neins. Við höf- um það aldrei.“ Daníel hrökk til í sætinu, eins og hann hefði verið stung- inn, þreif í mig og spurði af miklum ákafa: „Var hann út frá — eg meina prófasturinn ?“ „Já — hann var þar. Hann var drukkinn og spurði eftir þér. Og hann ætlaði að ríða heim í kveld.---------Eg öf- unda þig ekki af því, að hitta hann núna. — Og eg veit, að okkur verður ekki undankomu auði'ð.“ Daníel varð magnlaus af hræðslu. Hann hallaðist upp að mér og tautaði í sífellu: „Frelsaðu mig — frelsaðu mig, elsku Nonni minn.-------Bjargaðu mér í Jesú nafni.“ „Eg get það ekki. Hvernig ætti eg að geta bjargað þér. Það hefði kann ske verið lítill vegur, ef eg hefði fengið eitthvað að borða. Sulturinn gerir mig einhvern veginn svo deigan og úrræðalausan." „Já — eg veit það. Guð fyrirgefi mér, að eg skyldi taka frá þér matinn. — — En bjargaðu mér samt — bjargaðu mér með einhverjum ráðum, elsku-drengurinft minn —“ „Eg get það ekld. Þú ert dæmdur til húðláts og hýð- ingar.“ — Eg vissi nú.ekki hvað húðlát mundi vera, en eg hafði einhverntíma heyrt orðiö og bjóst við, að Daníel rnundi þykja það ægilegt. Daníel var tekinn að gráta. „Við skulum flýja — flýja — flýja — upp til fjalla — niður fyrir sjávarhamra — eitthvað af alfaraleið —“ „Við erum engu nær, þó að við flýjurn," sagði eg með mikilli sannfæringarvissu. „Hann lætur hundinn sinn rekja förin.“ Daníel bylti sér flötum niður á ísinn og kveinaði: „Frels- aðu mig — frelsaðu mig — guð á himnum frelsaðu mig. ------Þú hlýtur að sjá, að eg get ekkert sjálfur. — Það getur ekki verið vilji þinn, að prófasturinn misþyrmi varn- arlausum fjósakarli." — Hann velti sér á ýmsar hliöar, baðst fyrir og grét hástöfum. „Eg veit eitt ráð,“ sag'Si eg hægt og með ríkri -áherslu — „eitt einasta ráð. En það er líka óbrigðult.“ Daníel reis upp til hálfs og andlitið varð eitt spurning- armerki: „Hvaða ráð er það ?“ „Eg ek þér heim i líkkistunni — hvort sem Margréti sálugu kann að líka það betur eða ver. Eg býst nú reynd- ar við, að hún skilji það, að við gerunt þetta út úr neyð, og fyrirgefi þér átroðninginn.“ Daniel hikaði augnablik. Þetta kom svo flatt upp á hann. Eg þagði andartak og lét hann átta sig. Því næst sagði eg: „Þetta er eina ráðið — eina ráðið.“ Daníel hafði brölt á knén og hallaðist upp að kistunni. Hann tautaði fyrir munni sér: Já — já — eg skil það -—■ eina ráðið — eina ráðið.-------Jæja ]iá — i guðs nafni.“ — Svo íól hann andlitið í höndutn sér, gerði bæn sína yfir kistunni og sagði að lokum: „Eg skal biðja fyrir sál þinni, Manga mín — biðja með grátandi tárum, nteðan eg lúri í holunni þinni —“ í þessum svifum fór Strútur að gelta. Daníel spratt á fætur, nötrandi af angist, þvi að hann liugði, að prófast- urinn væri á næstu grösum. — Við horfðumst í augu, steinþegjandi. Svo leystum við böndin af kistunni, svift- um lokinu af og Daníel skreið ofan í hana. Kistan var í þrengsta lagi, en hann kúrði sig niður eftir föngum og hvíslaði: „Lokið á kistuna — lokið yfir — í guðs nafni, og sestu svo.“ — Eg dembdi lokinu á kistuna, tylti henni lauslega, settist svo á alt saman, ók af stað og fór liðugt. Eftir örstuttan tíma var lamið bylmingshögg neðan i kistu-lokið og því næst grenjað hástöfum: „Hjálp — hjálp — hjálp! — Hún er komin og guðsorðið dugar ekki baun!“ Þá varð eg alvarlega hræddur, þvi að eg hélt, að Daníel mulidi vera að kafna. Eg hafði haft vit á því, að binda kistuna þannig, að auðvelt væri að svifta lokinu af í skyndi, ef á þyrfti að halda. — Daníel var allmjög dasaður og kvaðst mundu hafa dáið, ef eg hefði ekki frelsað sig á þessu augnabliki. — Margrét hefði verið lögst ofan á sig og látið ófrið- lega. Eg var að verða hálfsmeykur við þenna leik og afréð að segja Daníel, að öll hætta væri liðin hjá, því að prófast- ur væri riðinn um frarn. Hann varð allshugar feginn og mælti: „Lángefinn varstu, blessaður drengurinn, að láta þér huglcvæmast þetta snjallræði mér til líknar. Ja — hvort eg skal ekki muna þér þetta, þó að síðar verði.-----Ef hann hefði hitt mig — guð hjálpi mér —.“ Það fór hrollur um hann við þá tilhugsun. „Þá lægirðu líklega blár og blóðugur einhversstaðar hérna á flóanum," sagði eg. Daníel saup á flöskunni og gerðist nú hinn öruggasti. Hann sagði: „Eg ætla nú að sitja hjá þér stundarkorn og jafna mig, en þegar við komum inn undir Stað, langar rnig til að biðja þig, að lofa mér að skríða í kistuna sem snöggvast, meðan við förum þar fram hjá. Og svo hafði eg hugsað mér, að biðja þig að hlaupa heim með gjöfina til blessunarinnar, en á meðan ligg eg í kistunni fyrir neð- an túngarð--------“ „En ef Margrét sáluga kemur nú yfir þig öðru sinni ?“ sagði eg. ® „Já, það er áhætta — eg veit það — gríðarleg áhætta.“ Hann var farinn að súpa nokkuð ört á flöskunni og tek- inn að gerast kendur. — „Mér er nú ekki fisað sarnan, eins og þú veist, og eg er að vona, að mér takist að sansa kerlinguna. Eg vil að niinsta kosti þúsund sinnum held- ur glíma við hana en prófastinn. — Þú gerir þetta fyrir mig, Nonni minn!“ Eg lofaði því. Eg var í sparifötunum mínurn og hafði óljósan grun um, að eg væri heldur snotur og eigulegur drengur. Og satt að segja þótti mér ekkert að því, að heimasætan á Stað fengi að sjá mig þokkalega til fara. Eg einsetti mér að eg skyldi gera boð fyrir hana sjálfa, og fór að velta því fyrir mér, hvort nokkuð gæti verið á móti því, að eg heilsaði henni með kossi. Þegar komið var inn á leitið fyrir utan Stað, og heim sást til bæjarins, krafðist Daniel þess, að fá að skríða í kistuna þegar í stað. — Eg lét það eftir honum og þó með hálfum huga. En eg bannaði honum að hljóða, eða láta öðrum herfilegum látum. Kvað hann vandalaust að þegja litla stund. Þvi næst hnipraði hann sig niður i kist- una með pytluna í höndunum. En eg tók rúsínupokann og stakk honum i vasa minn. Eg nam staðar fyrir neðan vallargarðinn, eins og ráð- gert hafði verið. Hafði eg garðinn á vinstri hönd, en til hægri handar voru gamlir og djúpir götutroðningar. Veg- urinn var þröngur og svellrunninn. Eg lyfti kistulokinu örlitið og hugði að líðan Daníels. Hann kvaðst að visu ekki vera einn í kistunni, en nú væri samkomulagið betra. Eg stakk upp á því, að láta kistuna standa opna, meðan eg skryppi heim, en við það var ekki komandi. Krafðist hann þess mjög eindregið, að eg feldi lokið á kistuna og bindi hana ramlega á sleðann, svo að engan grunaði neitt, þótt að væri komið. Eg var tregur, en lét þó til leiðast. En þegar eg hafði gengið frá öllu sem best og var að leggja af stað heim traðirnar, veit eg ekki fyrri til, en hundar staðarins rjúka upp með gjammi og hávaða heima við bæinn. Því næst hlaupa þeir eins og örskot ofan allan kirkjuvöll, sendast upp á vallargarðinn, rétt þar sem hest- urinn stóð, og gjamma hver í kapp við annan. — Gráblesi var ekki hjartveikur eða pratinn að eðlisfari, en þó varð honum svo mikið um þessa óvæntu árás, að hann tók snögt viðbragð og slöngvaði sér út úr götunni, en við það sporðreistist sleðinn og stóð kistan á höfði. — Hundarnir espuðust æ því meir og gerðust tryldir og ærir. En hátt yfir ærsl og glamur hundanna hljómaði voðalegt neyðaróp úr kistunni. Eg var samstundis kominn á vettvang og hafði hendur á klárnum. Honum hafði orðið svo bylt við orgið í Daníel, að hann ætlaði gersamlega að tryllast. — Eg sá að sparkað rnundi og hamast í kistunni, og ópin, sem þaðan bárust eru átakanlegustu og ljótustu hljóðin, sem eg hefi nokkuru sinni heyrt. Mér tókst þegar að losa hest- inn frá sleðanum, en hitt var þrautin þyngri, að koma ækinu á réttan kjöl. Hafði sleðinn skorðast svo, að eg fékk hann hvergi hrært, með því sem á honum var. Greip eg þá til þess ráðs, að skera á böndin. Við það féll lokið af kistunni, en Daníel og alt, sem í henni var, byltist niður á svellið. — Gaus þá upp megn brennivíns-fýla, en Daniel orgaði hátt og bað guð að hjálpa sér. — Hann hafði mist alt brennivínið úr flöskunni, og flóði það nú um háls honum og höfuð. — Mátti hann ekki opna augun fyrir sviða og sársauka, en skegg hans var svo blautt, að vel hefði mátt vinda úr þvi vænan sopa. Mér leist ekki á blikuna og fór að stumra yfir félaga mínum. Hann var ákaflega dasaður, lá hreyíingarlaus og stundi þungan. — Einhver ofurlítil lögg var eftir í flösk- unni og skipaði eg honum að tæma hana þegar í stað. Þá tók eg pela úr vasa mínum, sem búðarmaðurinn hafði fengið mér i nestið, og sagði honum að drekka eins og hann vildi. — Tók hann þá að núa augun og hressast, en eg sagði honum að sjúga vínið úr skegginu, og lét hann sér það að kenningu verða. — Eftir það lét eg hann eiga sig um stund, beitti klárnum fyrir sleðann, hnýtti santan reipin og tylti kistunni. — Meðan þessu fór fram, sat Daníel flötum beinum á svellinu og bærði eklci á sér. Eg gekk til hans og sagði: „Eg sé ekki betur, en að prófasturinn sé á leiðinni í tröðunum.“ Daníel spratt á fætur, settist á likkistuna, þreif taum- ana, sló í klárinn og hrópaði: — „Af stað — af stað — i herrans nafni!“ Eg lét þess getið, að eg ætti eftir að koma bögglinum til skila. „Fleygðu honum — eg vil ekki sjá hann. — Mér er safna um alla böggla og allar prófastsdætur. -—- Nú er mér sama um alt —• nema lífið.“ Að svo mæltu sló hann í Gráblesa og ók af stað í loftinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.