Vísir - 24.12.1947, Síða 1
„Og engill Drottins stóð hjá þeim og birta Drottins ljömaði í
kringum þá og urðu þeir næsta hræddir. En engillinn sagði við
þá: Óttist ekki, því sjá! ég flyt yður boðskap um mikinn fögnuð,
sem veitast mun öllum lýðnum: því að i dag er yður frelsari fædd-
ur, sem er Kristur Drottinn i borg Davíðs.“
Það eru komin jól. Vér minnumst fæðingar hins fátæka
barns, sem átti vöggu sína í jötu og var þó barn upphæðannal
i alveg sérstökum skilningi. Það var tekið eftir þessari fæð-
ingu af æðra heimi og í myrkri hinnar fyrstu jólanætur skin
fagurt Ijós frá sál sendiboðans, er boðar hjarðmönnum hinn
fyrsta gleðiboðskap í sambandi við líf þessa barns. Barn-
ið og engillinn voru frá hinum sama heimi — frá upphæðum
tilverunnar. Birtan frá þessum heimi Ijómar í kringum þessa
menn. Það er jólagjöf frá heimi engilsins og þins nýfædda frels-
ara. Þurfa ekki hjarðmenn 20. aldar að horfa í þessa birtu
ef heimurinn á að frelsast og ekki að farast? Þau augu, sem
gátu litið slíka veru og Ijós hennar, fengu sólarsýn i fyllsta
skilningi, sáu inn í dýrðarheima tilverunnar, þar sem álfbjart-
ir andar eiga heima. Finnst þér ótrálegt, að slíkar verur séu
til? Svo bjartar og jólahreinar? Hvað segir reynslan þér? Hafa
eklci samferðamennirnir á vegum þinum verið ýmislega bjarlir
og ólíkir hver öðrum að innræti og hegðun? Og af hverju
svona ólíkir nema af því, að þeir eru hver- úr sínum heimi,
hver með sínu eðli og liver í sínu holdsgerfi. Hver dauðlegur
pilagrímur hins jarðneska lífs getur ekki verið annað en sendi-
boði frá s í n u m Ii e i m i, kominn frá föður og móður að ytra
formi og mótaður af því, sem hann hefir skynjað með innri og
ytri sýn. Og áfram er haldið til ókunnra heima — hvernig
verða þeir?
Birtan eykst og myrkrin eyðast, ef þess er gætt að jólaljósið
sem táknar heimþrána til Guðs sé kveikt og fái lifað og slokkni
ekki i bráttu fyrir dauðlegum líkama og í hinni viðsjálu ham-
ingjuleit eigingjarnra manna. Það skáld, er ort hefir einna
fegurst um heilög jól, Guðm. Guðm., lýsir í fögru kvæði hversu
heimför hans seinkaði er hann varpaði frá sér trúnni á ann-
an æðri heim en þenna orustuvöll: Eg reikaði um efans ólgu-
hof, og áttir ei sá né daginn og kertinu’ er var mín vöggugjöf,
eg varpaði frá mér í sæinn.
Eftir allmikinn barning um sollinn sæ, varð hann var ein-
hvers geisla, er skein ofan frá inn í sál lians og minnti hann
á jól bernskuáranna og þeirra heilögu dóma: Og Guði sé lof
nií er Ijósið kveikt, og Ijómar um helgar tíðir, þótt skarið sé
lítið, lágt og veikt, það lýsir mér heim um síðir. Það er ómet-
anlegt í lífinu að Ijós Kriststrúarinnar geti lýst manni heim.
Heim táknar hér þroskun hjartans eða tilfinningalífsins. Hvað-
an fær mannsbarnið birtu inn í margskonar sorta og óveður
langrar ævi? Endist Ijós hins ytra Ijóma til að lýsa upp yztu
myrkur mannlegra þjáninga? 1 Reykjavíkurkirkjugarði er fög-
ur engilmynd yfir leiði hjóna, sem unnust í lífinu. Konan dó á
undan. Mjög elskuð kona. Þái hrundi húsið á sandinum, maður-
inn gat ekki lifað, þótt auðiir lmns væri mikill, gáfur hans
skarpar. „Dagur míns heims varð helsvört nótt“ (Einar. Ben.)
segir skáldið. Þessi Reykvíkingur slökkti lif sitt, en setti áður
sér og konu sinni þenna legstein, þessa engilmynd og lét undir
hana skrá þessi orð: Hvað er mannlífið? Nei, jarðnesk, hverf-
ul hamingja getur ekki verið bjarg undir lífi þínu, birta Krists-
hugsjóna ein getur gefið hjarta þinu hvíld og frið og kennt
þér að sjá tilgang i sorgum og gleði ævi þinnar. Kynntu þér
þessar hugsjónir um jólin, milli þess að þú heldúr maga þín-
um jól.
Vér megum ekki við þvi að slökkva með tómlæti Ijós trú- t
arinnar í sálum vorum eða haga svo lífi voru að vér missum
hæfileikann til að skynja sendiboða frá æðra heimi í atvikum
lífsins. Það er sameiginlegt hlutskipti allra manna að fæðast
og deyja en hversu ólik er sú tilvera, sem liggur milli morg- t
uns og kvölds og svo verða mennirnir sendiboðar svo marg-
vislegra heima. Einstaka gæfumaður gerist seiuliboði æðra
heims með nokkurn Ijóma af birtu Drottins í augum sínum og
svip — en aðrir sendiboðar frá heimi innra myrkurs, innri
vanheilsu. Getur það verið sama hvaðan sendiboðarnir koma?
Nei, nóttinni léttir eigi þótt sendiboðar frá heimi innra
myrkurs vitji hjarðmanna, sem eru þreyttir af vökum og ham-
ingjuleit, og prédiki fyrir þeim pólitik. Iiið mikla mál er það 1
að geta komið sem j ó I a s e nd i b o ð i inn í lif þessara hjarð-
barn, er fæddist á jólunum, lifði og starfaði með snmrt hjarta
manna og komist sjálfur yfir frá dauðanum til lífsins. Það
undir nafninu Kristur, kom með jól inn í líf kynslóðanna.
Hann flytur oss öllum boðskap um mikinn fögnuð sem veitast
mun öllum auðmjúkum lýðum, sem þrá h e i m. Þessi boðskap-
ur er gamalkunnur en er aðeins hjóm ef hann kemst ekki inn í
'\h jartað.
Það er boðskapurinn um bjarg hamingjunnar, sem er að-
eins þroskuð sál, sem lifir við heilög jól góðleikans og geislar
frá sér út i nóttina ástúð og friði. Næturhrollur heimsins mun
hverfa þegar nógu margir eignast HEILÖG JÓL oy mennirnir
hætta að vera hræddir hver við annan.
Hver líkaminn eftir annan verður að dufti en íbúarnir,
vorir elskuðu vinir eða einstæðingar sem engi grætur, halda
áfram inn í nýtt lif, allir á leið til æðri heima og allir verða
á þeirri le.ið að búa að sjálfum sér og ekki neinum umbúðum
eða leikgerfi þessa lífs. Það er eitt og aðeins éitt sem máli
skiptir, er vér skoðum líf og dauða í Ijósi Drottins birtu. Það
er vort eigið hjarta og hjarta vorra samferðamanna. Það er
hjarta vort sem lætur oss týnast frá manndómi og sælu —
stundum mitt í yfirborðshamingju, en það leiðir líka tímans
barn, jafnvel týndan son heim til föðurhúsa Guðs eftir mis-
lukkun og strið.
Guð minn góður, gef oss heilsu hjartans, lausn frá hinu
vonda svo að velþóknun guðs geti hvílt yfir vorum innra manni.
Þá verða heilög og sönti jól. Án slíkra innri jóla verða hin
ytri jól glæsilegra lífskjara eins og hjóm, allar ytri framfarir
og þæginda eins og kölkuð gröf. Slík ráunasaga hefir verið
að gerast hjá hinum svokölluðu menningarþjóðum, einmitt á
vorum dögum. Ö, Drottinn! Gef að sendiboði frá þinum dýrð-
arheimi vitji vor, helzt á vorum dapurlegu stundum, þeghr
oss er jólaþörf og endurnæri hjarta vort og smyrji það, svo’að
vér þolum dauðann, sem að oss sækir utan frá.
Ó, gef oss _þá. auðmýkt, þá jólaglöðu auðmýkt að hlusta
eftir í þögn vors inlira manns, þegar hljóðlega er gengið um
líf vort og setidiboði dýrðar þinnar ber oss — kannske lítið Ijós.
Fyrirlitum það ekki, vér eigum ekki meira skilið. I morgun-