Forvitin rauð - 01.01.1974, Blaðsíða 5
Úr rœðu Magnúsar Kjartanssonar á alþingi um nýja fóstureyðingnlö^jöf
Algildar siðareglur verða að
taka mið af mannkyninu öllu
Rétturinn til ákvarðana í samrœmi við
Um þessi deilumal langar mig að fara nokkrum
almennum orðum. Þetta eru ekki deilur, sem
einskorðaðar eru við Island heldur eru þær al—
þjóðlegt viðfangsefni, þær eiga sér mjög djúpar
sögulegar rætur og eru á órjúfanlegan hátt
tvinnaðar hugmyndum manna um siðgæði og trumál.
Lögmálið um getnað og fæðingu barns er eitt
þeirra náttúrulögmála, sem eru forsenda að til-
veru okkar á jörðinni, eitt af þeim lögmálum,
sem er jafnframt eilíft undir hverri nýrri kyn-
slóð. Eg hygg, að ekkert náttúrulögmál sé
jafn nákomið hverjum manni, vegna þess, að það
færir svo til hverjum einstaklingi persónulega
reynslu, sem þroskar hann og stækkar, flestum
ljúfa reynslu, sem betur fer, en sumum sára og
siðgœðishugmyndir sínar er
Magnús Kjartansson
SÚ HELGI VERÐUR
A-Ð VERA
hluti af þeirri
vegsemd og
þeim vanda
að lifa J
EIN OG ÖSKIPT
myrka. Það er þetta einkenni náttúrulögmálsins,
sem hefur tengt það svo mjög siðgæðishugmyndum
manna og truarbrögðum, ásamt félagslegum að-
stæðum í heiminum, ekki síst stöðu konunnar.
Það er lengri og flóknari saga en svo, að ég
beri við að fara frekari orðum um hana.
Trúlega eru ekki margir Islendingar, sem
aðhyllast kenningar kaþólsku kirkjunnar á þessu
sviði. Þó fannst mér ég finna bergmál þeirra i
ályktun, sem íslenzka þjóðkirkjan sendi frá sér
fyrir skömmu um þetta frumvarp. Þar var rætt
um helgi mannlegs lifs, og undir það sjönarmið
KENNINGAR KAPÖLSKRA
STEFNA AÐ RAGNARÖKUM
Allir þekkja þær kenningar kaþólsku kirkjunnar
að taka þetta nátturulögmál út úr, telja það
hafa guðlegan uppruna umfram önnur lögmál og
banna öll viðbrögð manna við því, ekki aðeins
fóstureyðingar heldur og allar getnaðarvarnir.
Nú blasir það við öllu mannkyni hvert slik
stefna mundi le’ða. Ibúar jarðar eru hálfur
fjórði milljarður eða eitthvað þar um bil.
Haldi sama fölksfjölgun áfram og nú er, verða
íbúar jarðar 7 miljarðar um næstu aldamöt. Og
vilji menn enn halda áfram að reikna þetta dæmi
yrðu ibúar hnattarins 30 miljarðar árið 2075. Að
þeirri tölu mundi þó aldrei koma, vegna þess að
löngu fyrr mundi mannkynið hafa breytzt i
frumskóg villidýra, þar sem hundruð milljöna
manna brytust um og berðust um siðustu matar-
leifarnar. Hin óbilgjörnu náttúrulögmál, sem
gera tiltekið jafnvægisástand óhjákvæmilegt,
myndu þá grisja mannkynið af miskunnariausri
hörku, stráfella þúsundir milljóna manna. Eg
kann ekki að gera mér i hugarlund það mannkyn,
sem lifði af slika eldraun. Hitt fæ ég ekki
heldur skilið hvernig káþólskir menn telja sig
þjöna guði sinum með því að stefna að slíkum
ragnarökum vitandi vits, eins og hver skyni
borinn maður sér nú þegar fyrir.
get ég fúllkomlega tekið. En sú helgi verður þá
að vera ein og óskipt, henni lýkur ekki um leið
og barn fæðist í heiminn. Það er ekki nema rúm
öld liðin síðan barnadauði á Islandi komst upp
í 70 af hundraði. Svona er enn ástatt hjá meiri-
hluta mannkyns, að sjö börn af hverjum tíu deyja
og að meðalaldur er um 30 ár. Allt að því
helmingur mannkyns þjáist af næringarskorti,
sem bitnar ekki sízt á börnum. A hverjum
einastá degi deyja um tiu þúsundir manna af
næringarskorti eða heilu hungri - fleiri en
nokkru sinni fyrr í sögu mannkynsins. I 'nd-
landi einu saman mun á næsta áratug deyja um
50 miljónir barna af hungri eða farsóttum.
Allt stafar þetta af þeirri efnahagslegu stað-
reynd að meirihluti mannkyns hefur meðaltekjur
á mann, sem jafngilda 50 - 60 dollurum á ári.
Þeir menn, sem segja, að ekki megi framkvæma
fóstureyðingar af virðingu fyrir helgi mannlegs
lífs hljóta að eiga við eitthvert annað lif,
en það sem mannkynið býr við um þessar mundir.
Þeir verða einnig að muna eftir retti og mann—
helgi þeirra sjö barna af tíu, sem deyja
skömmu eftir fæðingu hjá meirihluta mannkyns.
Þeir verða að muna eftir mannhelgi þeirra
þjóða, sem heyja svo grimmilega og vonlausa
llfsbaráttu að meðalaldur þeirra nær aðeins
þrjátiu árura.