Forvitin rauð - 01.01.1974, Blaðsíða 13
ÍO SÖGUR
Fóstureyðing er neyðarúrræði. Fóstureyðing,
sem kona fær framkvæmda löglega af heilsuíars-
ástæðum einum saman eða bæði af heilsufarslegum
og félagslegum ástæðum er neyðarúrræði. Fóstur-
eyðing, sem kona fær framkvæmda ólöglega af
því að heilsufarslegar ástæður hennar eru ekki
metnar nógu slæmar af einhverjum lækni eða sér-
fræðingi eða af því að ekki er tekið tillit til
félagslegra ástæðna, er lfka neyðarúrræði.
Engin skýrsla og engar tölur eru til yfir ólög-
legar fóstureyðingar hér á landi. Þó vita þeir
sem vilja vita, að þær hafa verið og eru enn
framkvæmdar. Aður voru framkvæmdar fullkomnar
aðgerðir af ákveðnum læknum þ.e. skröpun og álíka
nú koma læknarnir af stað fósturláti, síðan fer
konan á spxtala og enginn kemst að því, hvers
kyns er. Sem betur fer fyrir konurnar hafa það
verið læknar, sem hjálpað hafa á Isiandi í þessum
tilvikum, erlendis hafa hinir og þessir kuklarar
tekið að sér verkið, oft með banvænum afleið-
ingum.
ölögleg f óstureyðing hefur kostað mikið fé, oft.
misjafnlega mikið eftir læknunum og eftir því,
hve mikið þeir hafa álitið fólk geta borgað.
Ekki er þó þar með sagt, að eingöngu eða endi-
lega hafi verið um að ræða fégræðgi læknanna;
á greiðslurnar ber einnig að llta sem einskonar
áhættuþóknun, ef upp hefði komist hefði við-
komandi læknir misst lækningaleyfi sitt og
orðið að sæta hörðum refsingum.
Tilefnin eru jafn mörg konunum, en eiga það
sameiginlegt, að „sérfræðingarnir", sem ráða,
telja þau ekki nógu þung á metunum. Það er
alltaf erfitt að setja sig í spor annarra og
ógjörlegt að taka fyrir aðra ákvörðun, sem
snertir lif og framtið, svo mikilvægar ákvarð—
anir verður hver og einn að taka fyrir sig
sjálfur, þegar á hólminn er komið. Samt hafa
ókunnugir fengið að ráða hér jafn alvarlegum
og afdrifaríkum málum og þvl, hvort fóstur-
eyðing sé framkvæmd eða ekki og það meira að
segja aðilar, sem ekki hafa minnsta möguleika
á að setja sig í spor viðkomandi kvenna,því
hvernig á karlmaður, sem sérfræðingarnir hafa
yfirleitt verið, að geta gert sér í hugarlund
hvemig konu líður, sem er barnshafandi, hvernig
það er að ganga með og ala barn?
Aðstæður geta verið þannig, að jafnvel þótt
kona sé heilsugóð og sæmilega efnum búin og
geti þess vegna séð sér og barni sínu farborða,
geti hún ekki annarra hluta vegna hugsað sér
að ala barn. Astæðan getur verið nám hennar,
atvinna eða framamöguleikar í starfi. Það
getur verið, að kona finni sig ekki nógu þroskaða
vegna aldurs eða annars til að ala upp barn.
Það getur verið, að konan eigi börn fyrir og
treysti sér ekki til að bæta fleirum við. Það
getur verið, að getnaðurinn hafi orðið „í meinum"
og það kosti óhamingju margra aðila, ef barn
verður til.
Konur eru í barneign í a.m.k. 30 ár ævi sinnar,
meðgöngutimi er 9 mánuðir, en algengasta fjöl-
skyldustærð 2-3 börn. Konur hafa kynhvöt
enn lengur en þær eru £ barneign. Og þær hafa
tilfinningar, sem ekki gengur alltaf jafn auð-
veldlega að bæla. Hve margar konur skyldu
komast hrakfallalaust gegnum hið frjóa tímabil
ævi sinnar? Hve margar skyldu þrátt fyrir
framfarir á sviði getnaðarvarna hafa þurft að
leita hjálpar eins og ólöglegrar fóstur-
eyðingar? Venjulega er þagað, en að því kemur,
að ekki verður orða bundist. Þegar barist er
gegn máli, sem snertir frelsi okkar kvenna svo
mjög sem rýmkuð löggjöf um fóstureyðingar verðum
við að segja frá ranghverfunni, smáninni, niður-
lægingunni, sem okkur er sýnd með því að neyða
okkur til.að leita ólöglegrar fóstureyðingar.
A þessum síðxm segja nokkrar konur frá reynslu
sinni af slíkum aðgerðum. Vegna þess hve
við lifum í litlu þjóðfélagi höfum við neyðst
til að sleppa nöfnum þeirra, en allar frá-
sagnirnar eru raunveruleg lífsreynsla reyk-
vískra kvenna.