Forvitin rauð - 01.01.1974, Blaðsíða 23

Forvitin rauð - 01.01.1974, Blaðsíða 23
þá ábyrgð á herðar, sem þelrri. ákvörðun fylgir (sic.*). Sumir vilja af miskunn sinni ekki gera konunni það til að hún "þurfi" að ráða, það geti orðið henni svo erfitt, andlegt álag. En þeim finnst sjálfsagt að hún fæði af sér bamið og beri ábyrgð á þvl að það komist til manns. í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að konan hafi samráð við lækni og getur hann vissulega haft áhrif til eða frá, og sömuleiðis komið £ veg fyrir, að konu sé þröngvað til fóstureyðingar gegn vilja sínum. Pað er svo spurning,hvort einmitt þetta frum- varp sé eina úrlausnin. Það getur vel verið að svolítið þrengri eða svolítið rýmri löggjöf sé betri.Ekki ætla ég að dæma um það. Hitt veit ég,að úrbóta er þörf og að þetta frumvarp getur orðið til þess að leysa vanda margra,sem ekki falla undir núgildandi lög. Einnig gæti það stöðvað þá niðurlægjandi písiargöngu,sem konur hafa fram til þessa þurft að ganga til að fá þessa aðgerð framkvæmda,ef málum yrði þannig háttað.að þær þyrftu einungis að hafa samráð við sinn heimilislækni og ekki blanda fþeirum £ s£n vandamál. Heimilislæknirinn gæti þá tekið afstöðu til þess.hvort aðstoðar fllagsráðgjafa eða annarra sl þörf. Katrfn Fjeldsteð i333332í5íE35í333333333Sí333w EF þú vilt fræða barnið þitt um það.hvernig börn verða til um kynlif almennt þá vil ég benda þér á tvær bælcur eftir STEN HEGELEE,sem heita: 1. Hvordan Mor, 2. Peter og Marianne i skole, Fyrri bólcin er ætluð börnum á aldrinum 4-6 ára en hin síðari er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Bækurnar eru slcrifaðar á mjög aðgengilegan og skemmtilegan hátt þannig að börn eiga auðvelt með að slcilja innihald þeirra. Útgefendur eru Branner og Korch. En bælcur þessar fengust til sTcanmis tíma hjá Bókabúð Braga og kosta 228,oo kr. hver fyrir sig. Séu bælcurnar elcki fyrirliggjandi er hægt að láta panta þær (verð helst óbreytt). 33333333333333333333333333333 I versluninni "Völuskrin" fæst einnig bókin "Sádan fár man . . et barn", höfundur Per Holm Knudsen, útg. Bogens Forlag. Verð 400 kr. I umræðunum um fóstureyðingafrumvarpið nú hafa ýmsir látið 1 veðri vaka, m.a. læknar, að gamla löggjöfin sé 1 rauninni alveg nógu góð og nái til þeirra, sem á þurfa að halda, þ.e. að sjálf- sögðu þá til þeirra, sem á þurfa að halda að mati viðkomandi. Hlýtur að mega ætla, að það séu þá þær konur, sem uppfylla skilyrði um tilefni til fóstureyðingar samkvæmt lögunum, þe. eru haldnar langvarandi sjúkdómi, eru veikar eða eru bæði illa á sig komnar heilsufarslega og búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Það er áreiðanlega erfitt fyrir lækninn, sem konan leitar til, oftast heimilislækni, að meta, hvort heilsufars- og félagslegar ástæður hennar séu „nógu" slæmar til að hann geti réttlætt nauðsyn fóstureyðingaraðgerðar. Enn erfiðara er það fyrir yfirlækninn á sjúkrahúsinu, sem kannski hefur aldrei séð konuna fyrr, að leggja mat á þetta atriði. Fer ekkl hjá því, að matið verði mjög undir persónulegu viðhorfi læknanna komið. Þessir tveir læknar skoða þó konuna og tala við hana og geta því haft einhverja hugmynd um hagi hennar. En hvernig fer þá þriggja manna sérfræðinganefndin að þvl að daana um aðstæður þeirra, sem til hennar sækja og hún aldrei svo mikið sem sér? Þó svo að læknisvottorð þurfi að fylgja umsókn, gefur það ekki alltaf full- nægjandi upplýsingar og afgreiðsla umsóknarinnar er m.a. háð því, hvernig þetta vottorð er úr garði gert. Skýrsla um synjanir sérfræðinganefndarinnar, sem birt er £ nefndaráliti með lagafrumvarpinu um nýja fóstureyðingalöggjöf sýnir glöggt annmarkana á framkvæmd gildandi laga. Þar er m.a. að finna dæmi um útslitnar margra barna bæður yfir þrítugt, jafnvel fertugt, sem synjað er um fóstureyðingu og/eða vönun vegna þess að þær séu ekki haldnar „alvarlegum, langvarandi sjúkdómi" eða„nægar ástæður til samþykktar liggi ekki fyrir" og hafa þó margar þessara kvenna þjáðst af ýmsum fylgikvillum meðgöngu og barnsfara og eiga við mjög erfiðar félagslegar ástæður að stríða, sumar jafnvel með geðræna sjúkdóma. En sjón er sögu ríkari og því birtum við hér sýnishorn úr skýrslunni. 23

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.