Forvitin rauð - 01.01.1974, Blaðsíða 30
Q/íðan nefndarálit um fóstureyðingar og
ófrjósemisaðgerðir varð heyrum kunnugt hafa
margir orðið til að láta álit sitt í ljós
um þau efni, bæði með og á móti í hinum
ýmsu fjölmiðlum landsins.
Kennir þar að vonum margra grasa og alls
kyns röksemdir eru bornar á borð fyrir
leikmenn. Til dæmis stóðu læknar upp og
lýstu sig andvíga hinni margumdeildu 9.grein
frumvarpsins, þar sem kveðið er á um ákvörð-
unarrétt konunnar um fóstureyðingu.
Ja urðu á Alþingi allfjörlegar umræður um
þetta sama efni, þegar frumvarpið var lagt
fram til 1. umræðu. Stoð þá m.a. upp maður
nokkur og lagði fram mjög flókið reiknisdæmi,
sem hann á endanum kunni ekkert svar við, að
því er manni virtist. Það var á þá leið, að
ógrynni fjár myndi nú þörf til að framkvæma
áætlun þessa fjárfreka frumvarps þ.e.a.s.
til að kosta sjúkrarými, starfslið, sjúkra-
dagpeninga og félagsráðgjafa. En að mlnni
hyggju gleymist honum sú staðreynd, að konur,
sem fá fóstureyðingu, liggja aðeins um 3 daga
á sjúkrahúsi, en lega sængurkvenna er 7 - 9
dagar. Væri nú aðgerð þessi áfram framkvæmd
á fæðingarstofnun eins og gert er x dag segir
það sig sjálft, að rökfærslan um aukinn til-
kostnað við sjúkrahúsbygginar almennt fær
ekki staðist. Margir munu nú segja sem svo,
að kona, sem gengst undir fóstureyðingar-
aðferð, ætti ekki að umgangast sængurkonu
þ.e.a.s. vera á sömu stofnun af sálfræði-
legum ástæðum. Mín skoðun er hins vegar sú,
að líta beri á fóstureyðingu sem neyðarúrræði
og að kona, sem hefur ákveðið, að hún geti af
einhverjum tilteknum ástæðum ekki gengið með
það fóstur, sem býr í líkama hennar, hafi
tekið slíka ákvörðun að vel ihuguðu máli og
sé því ekki viðkvæm gagnvart slíku umhverfi.
lEitt er það er komið hefur fram
í þessum umræðum, sem hvað mestan óhug hefur
vakið. Málflutningur, sem er EITRAÐUR í
orðsins fyllstu merkingu. Það var þegar
einn af læknum okkar lands Xýsti því yfir,
að mæður sem æsktu fóstureyðingar ættu miklu
fremur að ala börn sín til að gefa þau.
lifirlýsing þessi var gerð af slíku fádæma
kæruleysi, að auðséð var, að viðkomandi hafði
aldrei komist í þá aðstöðu að þurfa að stíga
svo örlagaþrungið skref, sem slík ákvörðun
hlýtur ætíð að vera.
JLítum nú á ættleiðingarlöggjöfina í grófum
drá ttum.
Þar segir, að ef andlegir eða líkamlegir
ágallar komi fram hjá barni eftir ættleiðingu
ágallar, sem ef til vill hafa verið fyrir
hendi fyrir ættleiðingu, en ekki komið fram
fyrr en síðar, er ættleiðanda heimilt að
skila barninu aftur til móður þess. Er þá
væntanlega ekki tekið til þess, að barnið
hafi þegar verið nokkur ár hjá ættleiðanda
og hafi aldrei séð hina raunverulegu móður
sína, enda muni hún þvf ókunnug með öllu.
V
II blaðinu 19. júni 1963 segir Sigurður Ölason
hæstarréttarlögmaður í viðtali, m.a. um
ættleiðingu;
Að sá möguleiki, að barn verði ættleitt
oftar en einu sinni, sé fyrir hendi.
Að engin fyrirmæli séu um það í lögunum, að
raunverulegur uppruni barns skuli skráður
í opinber skjöl.
Að ógift ólögráða móðir geti gefið barn sitt
upp á eigið einsdæmi.
Að ógerningur sé fyrir móður að ógilda ættleið-
ingu, ef aðstæður hennar breytast skömmu
seinna og hún giftist föður barnsins.
Ji^-önur í Kvenréttindafélagi íslands sendu
frá sér opinbera yfirlýsingu á sínum tíma,
þar sem þær töldu ættleiðingu varhugaverða
að félagslegar ástæður eða fátækt yrði ekki
til að knýja konuna til að gefa barn sitt.
m.a. vegna þess að móðir gæti þannig gefið
ófætt barn sitt.en í mörgum slíkum tilfellum
hefur konum síðar snúist hugur og ekkert getað
að gert.
Þá töldu þær að tryggja bæri að félagslegar
ástæður eða fátækt yrði ekki til að knýja
konuna til ættleiðingar.