Forvitin rauð - 01.01.1974, Blaðsíða 14

Forvitin rauð - 01.01.1974, Blaðsíða 14
Þegar "óhappið" skeði hjá raér, var ég búsett á einu NorðurXandanna. Hettan brást. Ég var fyrirvinna eiginmanns við nára og áttura við fyrir tveggja ára barn. Það var nógu erfitt samt, þó að börnin yrðu ekki tvö. Hvað var nú til ráða. Fara til Póllands? útilokað. Mæðrahjálpin? Ég reyndi þá leið, en skilningurinn var ekki meiri hjá þeirri stofnun en að ég var spurð hvort maðurinn minn væri ekki fullfrískur. Ég sagði að svo vaeri. NÚ þá er ekki annað að gera fyrir hann en að fara að vinna fyrir sinni fjölskyldu. Afar einfalt, ekki satt? Ég ákvað að fara heim um jólin. Hafði hálft í hvoru verið að íhuga það og foreldrar mínir voru fúsir að hlaupa undir bagga með fargjaldið heim. En einn var sá ljóður á, að þá yrði ég komin rúraa fjóra mánuði á leið. Einnig var eg bundin í starfi mínu og ekki gat ég fengið mig lausa fyrr, nema segja upp strax. Hugar- ástand mitt var vægast sagt bágborið. Þegar heim var komið leitaði ég strax til vinkonu minnar, sem ég vlssi að hafði "samböndin í lagi." Fékk nafn og heimilisfang læknisins og mætti þar sama dag. Veittist mér síður en svo erfitt að telja honum trú um að ég væri ekki komin lengra á leið en þrjá mánuði, og aðstæður mínar væru allar hinar erfiðustu. Malaði sem se fjandann á vegginn. Hann spurði hvað ég gæti borgað mikið og ég nefndi 5.000,00 kr. en mér skildist að það væri nú kannski heldur undir taxta, en hann sló til. Þá var næst að útvega peningana. Ég fór í banka og sló minn fyrsta víxil. Þóttist þurfa að borga skuld eða eitthvað þessháttar. Þessar eilífu smá- lygar og ég átti eftir að ljúga meir og að mér nákomnari en læknum og bankastjórum. Læknirinn hafði sagt mér að koma ákveðinn dag eftir viðtalstíma og nú var stundin runnin upp. Paufaðist égí myrkri upp stiga bakdyra megin eins og fyrir mig hafði verið lagt . Þegar inn á stofuna var komið spurði hann mig hvort ég hefði peningana meðferðis. Afhenti ég honum þá. Aðgerðin hófst. Ræstingarkona var við vinnu sína í næsta herbergi Fötugiamur og kústaskark og fannst mér einhverra hluta vegna að hún væri í slæmu skapi og hefndi sín á tólunum. Ég lokaði augunum og beit á jaxl- inn spennt föst á þennan viðurstyggilega skoðunarbekk. Nístandi sársauki og síðan Xjúfsár sviði. Allt var búið. Dugleg stúlka, sagði læknirinn og gaf mér "gott" í æð, "svona fyrir heimferðinaHann sagði að þetta kæmi af sjálfu sér einhvern næsta dag. Ég sveif í sæluvímu heim á leið og sjaidan eða aldrei hefur mér liðið jafn vel. Hvílíkur léttir og hvað ég skyldi verða góð við barnið mitt, mér fannst einhvernveginn að ég hefði vanrækt það undanfarið og nú sæi ég allt í nýju ljósi, allar leiðir opnar á ný. Ég fór beint í bólið þegar heim kom og allt í einu fór að blæða og það all ískyggilega. Hætti ég við að fara framúr heldur hrópaði á hjálp. Ég missti meðvitund skömmu síðar og rankaði við mér á sjúkrahúsi. Þá byrjuðu lygarnar á ný. Læknirinn sem annaðist mig sagðisttvona að það gengi betur næst. Eg hélt satt að segja að þetta myndi aldrei koma fyrir mig. En það halda sjálfsagt allar áður en ógæfan dynur yfir. Eg hafði nokkru áður meira eða minna verið að reyna að verða barnshafandi um langt skeið, en ekkert hafði gerst. Ummæli lækna höfðu einnig gefið mér ástæðu til að ætla að ég væri ekki sérlega frjðsöm. Afleiðingin af bessu varð kæruleysi og áður en ég vissi átti ég von á barni og var ekki viss hver væri faðirinn. Þrir komu til greina. Og þótt einn þeirra væri líkleg- astur, hvernig gat ég verið viss? Mér hafði verið sagt að konur i minum sporum létu ekki uppi óvissu sína við neinn. Og færu að lokum sjálfar statt og stöðugt að trúa þvi að sá sem þær nefndu til væri rétti faðirinn. Mig langaði i sjálfu sér til að eignast barnið, en tilhugsunin um að horfast i augu við það að geta ekki sagt því hver væri faðir þess, var mér óbærileg. Og ekki var betra að komast að raun um bað þegar barnið væri nokkurra ára að það liktist alls ekki þeim sem sagður væri faðir þess heldur öðrum hvorum af hinum tveim. Læknir hér í borginni kom mér til hjálpar. Hann gerði ekki fóstureyðingu, hefldur kom af stað fósturláti. Nokkrum dögum seinna veikt- ist ég og vissi ekki hvað gera skyldi. Atti ég að kalla á lækni eða ekki? Það varð úr eftir að ég var orðin mjög veik að ég var flutt á sjúkrahús. Þar tók enn við óvissa. Hafði ég gert skyssu? Yrði betta til að ég héldi fóstrinu, en hefði ef til vill gert þvl skaða? Blæðingarnar jukust. Og eftir tvo daga fékk ég staðfestingu á að fóstrið væri farið. Allt fór vel, en mér hefði verið hlíft við miklu hugarstriði ef fóstureyðing hefði feng- ist löglega. 14

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.