Forvitin rauð - 01.01.1974, Blaðsíða 27

Forvitin rauð - 01.01.1974, Blaðsíða 27
Konan sem afsakaði sig í sænginni. Einu sinni var hér á landi kona nokkur er afsak- aði sig við mann sinn þá hann vildi veita henni rúmlögin. Talaði hún þá þessum orðum: „Eigi raeg- um við þetta; við eigum að óttast og heiðra guð, því í kvöld er laugardagsaftann og sómir það ei svo nærri helginni." A sunnudaginn leitaði hann þess. Hún mælti: „Nei, sunnudagurinn tilheyrir heilagri þrenningu og eigum við að liggja kyrr." A mánudaginn hafði hann þetta fram á. Hún mælti: „Mánudagurinn tileinkast þeim heilögu og má það því ei á þessum degi." A þriðjudaginn bauðst hann enn fram konu sinni. Hún mælti: „Þetta er heilagra engla dagur og verður hann hindrunarlaus að vera." A miðvikudaginn bauð hann henni sig fram. Hún mælti: „A þessum degi var Kristur seldur og má það þvi ekki." A fimmtudaginn gjörði hann sína vöru fala. Hún mælti: „A þeim degi sveittist Kristur blóðinu'.' A föstudaginn krafðist bóndi rúmréttar sins. Húsfreyja sagði: „A þessum degi var Kristur pindur og hæfir ei i dag að ergjast." Bóndinn sá, að enginn dagur var til máta konu hans. Þess vegna fór hann og sókti sér heimuglega stúlku og lagði hana niður í annað rúm, sem nærri var hjónarúminu, fór og afklæðir sig. I þessu kemur kvinna hans 1 húsið og sá hvað verða ætlaði; tók hún þvi að deila og banna þetta. Maðurinn sagði: „Kona min góð, þú ert sannheilög, en ég og þessi stúlka erum hneigð til synda, þess vegna eigum við vel saman." Þá mælti húsfreyja: „Nei ekki, svo fái ég þetta fyrir guðhræðslu mína þá fari hún vel, ég legg hana þá frá mér, því ég gef ei öðrum brauð frá eigin munni mínum. Eftir þetta skal ég ei halda svo marga heilaga daga.” Öld upplýsingarinnar, 19. öldin var líka þrátt fyrir allt öld kynhræðslu, þegar stúlkum var ráðlagt að kasta lúkufylli af sagi í baðvatnið sitt til að komast hjá því að sjá skömm sína, og foreldrum var ráðlagt að láta reira saman forhúð drengjanna með vír til þess að hindra, að þeir gætu fróað sér. Börnum var hótað ógurlegum af- leiðingum eins og blindu og geðveiki fyrir slíkt athæfi. Þannig sögur finnast okkur ýmist grát- legar eða broslegar, en samt gerum við okkur furðulitla grein fyrir því, hvar við stöndum í kynferðislegu menningartilliti í okkar nýsmíðaða borgarþjóðfélagi með 973 ára kristindóm að baki og hæstu hlutfallstölu utanhjónabandsbarna í álfunni. Kenningin um erfðasyndina og hið illa í barninu á sér varla djúpar rætur hjá okkur, en við leiðum að mestu athyglina frá kynferðislegu uppeldi barnanna okkar. Við tökum afstöðu með hinum heimsþekkta barnauppalanda Dr. Spock, sem segir: „Auðvitað er það öllum smábörnum eðlilegt að leika sér að kynfærum sínum og uppgötva þau ljúfu áhrif, sem snerting þeirra hefur. Það er rangt að skamma barnið og segja því, að það sé að gera eitthvað andstyggilegt og ljótt. Barnið má ekki þróa með sér ótta við einhvern lxkamsparta sinna. Best er, að móðirin á vingjarnlegan máta stingi upp á öðrum leik eða viðfangsefni." Annar uppeldisfrömuður hins enskumælandi heims A.S.Neill, er stóð áratugum saman fyrir hinum merka skóla Sommerhill í Bretlandi hefur skrifað: „Það er fyrst og fremst bann foreldranna við sjálfsfróuninni og sektarvitundin, sem bannið leiðir af sér, sem gerir sjálfsfróunina svo eftirsóknarverða. Oft fylgir þessi sektarvitund barninu ævilangt og brýst fram 1 ýmsum myndum. Otti foreldranna við kynferðislegt athæfi barna sinna er hins vegar sprottið af afbrýðissemi. Þeir fullorðnu vilja, að börnin gangist undir sterkar siðferðishömlur, vegna þess að þeir fullorðnu vilja halda út af fyrir sig hinum bestu hlutum I lifinu. I þessum tilgangi og 1 þessum tilgangi einum voru siðferðikenningarnar fundnar upp. Kynmök eru það besta, sem hægt er að upp- lifa og einmitt þess vegna er reynt að takmarka þau." 27

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.