Forvitin rauð - 01.01.1974, Blaðsíða 11
Astæðan getur lika átt rót að rekja til um-
fyrir hinu ófædda afkvæmi, eða annarra
barna sem fyrir eru engu siður en eiginhags-
m-una, getur konan ákveðið að hún sé (af ýmsum
og ólíkum ástæðum) ekki undir það búin eða til
þess hæf á þeim tlma sem um er að ræða, að
ala önn fyrir fyrsta barni eða nýju barni, eða
að þau börn, sem fyrir eru' muni fara varhluta
af umönnun, ef nýtt barn bætist i hópinn, td.
vegna fátæktar fjölskyldunnar, heilsuleysis,
vinnuálags á móðtirinni eða af öðrum ástæðum.
1 stuttu máli, ástæðtir konunnar til að æskja
fóstureyðingar eru margvislegar og persónu-
legar og konur halda bvi fram, að sem frjálsar
og fullvita manneskjur beri þeim réttur til
að taka slika ákvörðun án tilhlutunar annarra,
einstaklinga eða rikisvalds.og séu bar með
almennt virtar sem sjálfráða manneskjur og
ekki sviptár þeim sjálfsögðu mannréttindum að
vera ábyrgar gerða sinna og taka i samræmi
við bað sjálfar býðingarmiklar ákvarðanir,
sem fyrst og fremst varða bær sjálfar. Að
vísu kann vilji konunnar að stangast á við
vilja einhvers annars hagsmunaaðila, td. eig-
inmanns, en slik tilvik eru sérstakt vandamál,
óháð rétti konunnar til sjálfsákvörðunar og
eru því ekki til umræðu hér.
Meðal sumra þjóða eru beinum orðum lögfestar
þær meginreglur, sem hér finnast aðeins i
"anda laganna", að allir menn séu jafnir með
tilliti til réttar til frelsis og einkalifs.
Arétttin slikra lögmála er einnig að finna í
albjóðlegum mannréttindasamþykktum, sem ísland
er aðili að. Sú krafa að kona fái fóstur-
eyðingu ef hún óskar þess er grundvölluð á
þessum frum-mannréttindum. Rétturinn til að
ráða viðkomu sinni er einn þáttur frelsis,
en séu fóstureyðingar bannaðar er sá rétttir
ekki við lýði i raun. Það .að hafa sjálfs-
ákvörðtmarrétt um afkomu sína er nátengt
ýmsum öðrum grundvallarréttindum. Svo sem
beim að ráða almennt sjálfur þýðingarmiklum
og afgerandi þáttum í lífi sinu, svo sem þegar
um er að ræða giftingu eða skilnað, getnaðar-
varnir eða getnað og uppeldi og menntun eigin
barna. Með öðrum orðum að ráða sjálfur hvenær
og hverja maður velur sem samferðarmenn á lífs-
leiðinni, til hversu langs tima og hvernig
maður hagar sambandi sinu við þá.án afskipta
löggjafarvaldsins i formi löggjafar eða á annan
hátt,(Undantekning kann að gilda um þá sem eru
ósjálfbjarga td. börn). Önnur sjálfsögð rétt-
indi eru frelsi til að gæta heilsu sinnar, and-
legrar sem likamlegrar, frelsi frá hvers konar
líkamsánauð, ferða-og athafnafrelsi. Og þá er
ekki hvað sist býðingarmikið að virða frelsi
og sjálfsákvörðunarrétt manna um það í hVaða
veru hæfileikar, áhugamál, smekkur og persónu-
leiki eru þroskaðir og mótaðir og hversu þessir
bættir eru opinberaðir öðrum. Bann við fóstur-
eyðingu getur haft alvarlegar afleiðingar i
för með sér hvað snertir öll þessi atriði,
slikt bann getur þröngvað manneskju til að
breyta lífshlaupi sinu og taka upp lifnaðar-
hætti ólika þeim, sem hún er vön og æskir að
njóta. Slikt bann getur orðið til þess að
manneskjan sem í hlut á biði heilsutjón eða
að lifsbaráttan verði að miklum mun erfiðari
en ella, td. ef móðirin er einhleyp. Hvers
konar frelsi og jöfnuður er réttmæt krafa
kvenna engu siður en annarra þjóðfélagshópa.
Konur eiga t.d. engu siður rétt á að auðga og
broska persónuleika sinn og að hafa sjálfs-
ákvörðunarrétt um mál sem eru mikilvæg
fyrir líf þeirra og starf. Það er bví ófor-
svaranlegt af rikisvaldinu að grípa fram
fyrir henðurnar á einstaklingnum.