Forvitin rauð - 01.01.1974, Blaðsíða 31

Forvitin rauð - 01.01.1974, Blaðsíða 31
[vVettur fósturforeldra virðist einnig fyrir borð borinn í þessum lögum, þar sem jafnvel ættingjar fósturbarnsins geta krafist þess í tíma og ótíma, að barnið verði látið af hendi við þá. Þá er réttur föður skilgetins barns samkvæmt þessum lögum jafn rétti föður óskilgetins barns þ.e.a.s. enginn. Eftir að hafa kynnt mér þetta komst ég að þeirri niðurstöðu, að umræddur læknir geti varla hafa borið hag barnsins, hvað þá móður þess fyrir brjósti. 9 I bók sinni „Kvinnen i Klassesamfundet", segir Hanne Reintoft, að barn það, sem er gefið burtu hvili ætíð sem þungur skuggi saknaðar og samviskubits á móðurinni. lEinhver spyr nú sjálfsagt, „En er þá móðirin svo eigingjörn, að hún vilji frekar láta eyða fóstri sínu, en ala það lifandi og eftirláta það aðilum, sem hafa betri möguleika á að ala önn fyrir því?" [ví vil ég svara á þann veg, að móðir ætti aldrei að þurfa að komast í þá aðstöðu að ala barn, sem hún getur ekki annast sjálf. Ef hún sér fram á, að hún getur ekki alið barn og séð því farborða einhverra hluta vegna á hún ekki að þurfa að ganga í gegnum þá þol- raun að gefa það. Hún á að sjálfsögðu að hafa getað hindrað getnað með einhverjum vörnum, en ef það hefur brugðist, á hún skilyrðislaust að fá fóstureyðingu, æski hún þess sjálf. Hér á landi hefur slík ákvörðun legið í hendi fárra aðila, lítt vilhollra. Hvernig og hvaða mat þeir hafa lagt á það, hvenær taka beri fóstur og hvenær gera eigi konur ófrjóar, getur að líta í nefndaráliti og greinargert um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir gefið út af Heilbrigðis- og Tryggingarmála- ráðuneytinu 1973, en dæmi um þá málsmeðferð kemur fram annars staðar í blaðinu. H.B. Desemberstarfshópurinn Æb- Erna S. Egilsdóttir.

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.