Forvitin rauð - 01.01.1974, Blaðsíða 9

Forvitin rauð - 01.01.1974, Blaðsíða 9
frá tveimur læknum. Þýðir það vitanlega að þessir tveir læknar séu á einu máli um það að öðrum skilyrðum laganna sé fullnægt, þeas. að mikil hætta s4 búin konunni ef fóstureyðing er ekki heimiluð. Annar þessara lækna skal vera yfirlæknir þess spítala þ£ir sem aðgerðin verður framkvæmd, hinn sá læknir, sem vísar konunni á stofnunina, eða eins og lögin orða það, sá, "sem ráðlagt hefur konunni að leita sjúkrahússins i þessum erindum." I þessu felst tvennt: hver túlkar lagaheim- ildina og hver tekur ákvörðun um framkvæmd eða ekki framkvæmd samkvæmt þeirri túlkun. Læknarnir tveir gegna þessutviþætta hlut- verki og er annar þeirra jafnframt yfirmaður þeirrar stofnunar, sem visað er til af hinum i þeim tilgangi að aðgerðin sé framkvæmd. Þeir taka ákvörðunina sinn i hvoru lagi en hafa ekki jafn mikið vald, vegna þess að yfirlæknirinn fjallar eðli máls samkvæmt um málið á eftir heimilislækninum eða sér- fræðingnum. Yfirlæknirinn er þvi ekki aðeins einn af tveimur, sem samþykkja þarf að til- teknar ástæður séu til staðar. Hann kveður lika upp fullnaðar úrskurð sem embættismaður rlkisstofnunar, sem er falið það hlutverk að framkvæma aðgerð ef skilyrðum laganna er full- nægt og að gæta hagsmuna konunnar á þann veg að hún njóti fyllsta öryggis og aðbúnaðar við framkvæmd aðgerðarinnar. Ef við virðum almennt sjálfsákvörðunarrétt manneskju - ekki hvað sist i málum, sem varða hana miklu, virðist það ekki aðeins eðlilegt heldur beinlinis rétt að kona i slikri aðstöðu (sem hefur verið nauðgað) ákveði hvort hún gengur með eða elur þetta barn. En samkvæmt núgildandi lögum 16/38 verður aldeilis annað uppi i teningnum. Samkvæmt 1.16/1938 er leyfisveitingu hagað á annan og flóknari hátt, skal ákvörðun tekin af landlækni sjálfum (ð.gr.s.l.) enda hafi hann áður kynnt éér álitsgerð þriggja manna nefndar, sem skipuð er af dðmsmálaráðherra, og skulu helst eiga i henni sæti geðlæknir og dómari. Orskurður landlæknis skal vera rökstuddur og i honum getið um álit nefndarinnar. Gangi hann i berhögg við álit meiri hluta nefndar má skjóta synjun til viðkomandi yfirvalds (dóms- málaráðherra), sem getur falið nefndinni að veita leyfið. Þær skýrslur sem fyrir liggja um framkvæmd þessara mála (sbr. "Fóstureyðingar og ófrjó- semisaðgerðir, nefndarálit, greinargerð og frtimvarp til nýrra laga". Rit heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis 4/1973.) eru frekar ófullkomnar og virðist i fljótu bragði að ein- hver ruglingur hafi átt sér stað við leyfis- veitingar vegna þess að tvenns konar löggjöf er i gildi - að kona, sem synjað er leyfis skv. 1. 16/1938 hefði i sumum tilvikum átt að fá það skv. 1. 38/1935. Kemur hvergi fram að henni hafi verið bent á að sú leið væri opin. Ef þessi tilgáta er rétt virðast embættismenn— irnir sem i hlut eiga ekki hafa rækt skyldu slna til fullnustu. Annað og ólikt atriði er hið mikla vald, sem fáir eða eiginlega einn maður (yfirlæknir að- gerðarspitala) hefur yfir sköpum annarar óvið- komandi manneskju. Er vafasamt að slikt fái staðist ef krufið væri til mergjar. Vikjum nú aftur að þeirri staðhæfingu aðila, sem eru andvigir rýmkun löggjafarinnar, að nú- gildandi lög þurfi ekki neinnar verulegrar breytingar við — löggjöfin sé nægilega mann- úðleg. Eg hef áður vikið að göllum heimildar- ákvæðisins vegna nauðgunar sbr. 1. 16/1938 - það er skilyrðislaus siðferðiskrafa að kona hafi ákvörðunarrétt um fóstureyðingu i sliku tilviki og óforsvaranlegt að hún sé auðmýkt með núgildandi málsmeðferð á jafn persónulegu máli. Tökum þá erfða-og fósturskaða ástæður, I slikum tilvikum myndi konan oftast leita ráðlegginga læknis áður en hún tæki ákvörðun sína. Eg segi oftast þvi hún getur vitað fyrirfram jafnvel og hver læknir að yfir— gnæfandi likur ééu fyrir þvi, að hún eignist vanskapað barn td. vegna þess að hún hefur áður reynt slikt einu sinni eða oftar eða hún hefur óyggjandi tekið sjúkdóm eins og rauða hunda á fyrsta þriðjungi meðgöngutim- ans. En hvort sem hún leitar læknis eða ekki til að fá staðfestingu á að likur séu til að harnið verði alvarlega vanskapað, þá er endan- leg ákvörðun eftir sem áður hennar, og fjöl- skyldu hennar - ekki læknisins. Hér er bæði um að ræða lífshamingju móðtir, föður (einkum ef I sambúð) og annarra barna sem um er að • ræða sem og þess einstaklings sem þessir að- ilar og þá að stærstum hluta konan, eins og

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.