Forvitin rauð - 01.01.1974, Blaðsíða 6

Forvitin rauð - 01.01.1974, Blaðsíða 6
EG UNDRAST SIÐGÆÐISHROKA reirra MANNA Ymsir óttast, að einhverjar konur muni nota rétt- inn til fóstureyðingar af léttúð, og það má svo sem vel vera, en þar sem ákvörðunarvaldið yfir þessum rétti er i fárra manna höndum, hefur þvi oft verið beitt af engu minni siðferðislegri léttúð þótt hun kunni að hafa verið annars háttar Og hitt er ég sannfærður um, að allur þorri íslenskra kvenna mundi beita þessum rétti af mikilli siðferðislegri alvöru og eftir það hugarstrið , sem ævinlega er aðdragandi örðugra ákvarðana. Það eitt er í samræmi við hugmyndir mínar um frelsi einstaklingsins, að persónu- bundnar ákvarðanir eins og þessar verði að vera hja einstaklingnum sjálfum. Eg hef heyrt (Teikning Klaus úr "Information") lækna og presta bjóða sig fram sem yfirdómara um slík mál, menn sem vilja velja, leyfa og banna, og ég undrast siðgæðishroka þeirra manna, sem telja sig þess umkomna að fara með þvilikt vald. UTANFERÐIR TIL FÓSTUREYÐINGA Ég hef hér tilgreint ýmsar almennar hugmyndir mínar um grundvallarviðhorf í þessum efnum. Hægt væri að tíunda mörg rök önnur, en ég tel ekki ástæðu til að endurtaka þau viðhorf, sem felast í greinargerðinni sjalfri, i riti nefndarinnar, sem frumvarpið samdi, eða i þeim almennu umræðum, sem fram hafa farið hérlendis. Þó vil ég minna á eitt atriði, sem ymsir aðrir hafa bent á. I löndunum umhverfis okkur hefur réttur kvenna í þessu efni víðast hvar verið tryggður með löggjöf á siðustu árum. NÚ er ég ekki að halda því fram, að við getum ekki haft sérstöðu um löggjöf í samræmi við aðstæður okkar og viðhorf. En hver yrði afleiðingin, ef löggjöf okkar yrði þrengri á þessu sviði en i nágrannalöndunum? Hún yrði sú, að konur mundu fara utan til fóstureyðinga i miklu rikara mæli en nú tíðkast, það yrði komið upp sérstökum fyrir- tækjum til að skipuleggja siikar ferðir i gröða- skyni, eins og raunln var á i Svíþjóð árum saman meðan löggjöf þar var þrengri en t.a.m. I Póllandi Þessa aðstöðu gætu þær konur hagnýtt sér, sem hefðu fjárráð og sambönd. Hinar yrðu eftir, sem fátækastar væru og umkomulausastar í þjóðfélaginu. þær sem öðrum fremur þyrftu á hjálp að halda. Og við stæðum uppi í þjóðfélagi, sem einkenndist af tvöföldu siðgæði, hræsnisfullum varajátningum, en ai lt annarri framkvæmd í verki. Eg held að við þurfum á flestu öðru frekar að halda en að siðgæðishugmyndir okkar sýkist meir en orðið er. r t68tureyðingari6g isturriki ''‘^Snvarp® samþykW ókratar ia a enn þeirra g „ 6

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.