Forvitin rauð - 01.01.1974, Blaðsíða 15
Fyrir pillutíð.
Ja, hvað gerði maður þá, jú þá voru gúmmíverjur-
nar og þær gátu nú svikið, jafnvel á bestu
bæjum.
Börnin voru þegar tvö, eiginmaðurinn rétt hálf-
naður í námi, hvað átti nú að taka til bragðs .
Vonlaust var að framfleyta fleirum á því
kaupi, sem ég aflaði og dugði það reyndar ekki
til fjögurra manna fjölskyldu.
Hófst nú auðmýkingarganga min milli lækna.
Fyrst til heimilislæknis, hann gat náttúrulega
ekkert hjálpað, hristi hausinn, það væri
kannski reynandi að tala við hann þennan í
vissu úthverfi, sem þá var.
Ég þangað. Eftir tveggja til þriggja tíma bið
gat ég aftur hafið lýsingarvandræða minna.
Á endanum fékk ég sprautu plús pillur og átti
ég að koma daglega i ca. viku í sprautur og
gleypa pillurnar reglulega. - Þetta kostaði
ærið fé og fyrirhöfn og klukkustunda biðir
dag hvern, árangur af öllu saman vitaskuld
enginn. Þá var næst að snúa sér til þess manns,
er munnmæli sögðu leysa vanda kvenna hér í
bæ. Eftir langa bið var komið að mér og ég
tjáði aðstæður mínar,
Ég fékk góðlátlegt klapp á öxlina "farðu heim
og talaðu við mömmu þína góða - það gefst
venjulega vel". Ég var nú þegar búin að leggja
nógar byrgðar á móður mína, þótt þetta
bættist nú ekki við.
Fimm sinnum mátti ég þrauka á biðstofunni og
gráta framan i hann.áður en gekk.
Mætti ég á tilteknum tíma , fékk sprautu í
mjöðmina og var vísað inn í lítið herbergi. Þar
var bekkur einn húsgagna, af þeirri gerð er
kvensjúkaómalæknar nota - þið vitið hnén upp
í loft. Ör að neðan og upp á bekkinn. >ar lá
ég um stund og horfði upp í loftið, herbergið
var grænt.
Nú hófst aðgerðin. Nokkurskonar spaði (líktist
helst þvingum, eins og smiðir nota) var settur
inn i göngin og ég síðan skrúfuð niður svo
ég mætti kyrr liggja. Siðan vair komið með
bakka, i honum lágu prjónar og teinar af mis-
munandi gerðum, sumir með eins og litlu tann-
hjóli á endanum (leit út líkt og bandprjónn af
stærri gerð). Prjónarnir voru nú reknir inn í
legið einn af öðrum, stundum fleiri enn einn
i einu, siðan var tólunum snúið og skekið sitt
á hvað, kvölunum þarf ekki að lýsa (en fæðingar
hríðir þóttu mér barnaleikur í samanburði) og
ekki mátti heyrast hljóð - fólk handan við
vegginn og uppi og niðri - ég beit saman
tönnunum, þetta hlaut að taka enda. Á eftir
lá ég smástund og jafnaði mig. Aðgerðin kostaði
litlar 10 þúsund krónur, mánaðarkaup mitt fyrir
fulla dagvinnu vctr þá milli 7 og 8 þúsund kr.
1 nestið fékk ég recept fyrir töflum, minnir
að þær hafi verið tvenns konar og var síðan
sagt að liggja næstu daga.
Fótgangandi hélt ég svo heim á leið, ekki var
til fé fyrir leigubíl og eftir að leysa út
meðulin.
Næstu fjóra daga lá ég svo með bullandi hita
og miklar blæðingar. 1 einni salernisferðinni
kom svo blóðkakan og lifrardræsur í það óendan-
lega. Einhvern veginn skreiddist ég í rúmið
aftur, blóðbaðið ótrúlegt. Hversu lengi blæð-
ingarnar stóðu mem ég ekki glöggt, en allt
tekur enda, einnig þetta.
Æfinlega hef ég verið þessum manni þakklát og
hygg ég, að þær séu býsna margar konurnar, sem
líta á hann sem "frelsara" sinn, þótt hljótt
hafi farið. Jafn sannfærð er ég um það, að konur,
sem gengið hafa í gegnum fóstureyðingu (að
minnsta kosti ólöglega) munu svo sannarlega
ekki nota hana sem getnaðarvörn.
Aldrei hefur mig iðrað þessa, enda var ekki um
neitt að velja, því ekki er nóg að ala börn,
Eg er ein af beim, sem hef fengið fóstur-
eyðingu i Bretlandi. Astæðan fyrir bvi að
ég leitaði þessa úrræðis var sú að ég átti
von á barni með manni, sem ég gat ekki
hugsað mér að eiga bað með. Getnaðarvarnir
höfðu brugðist. Eftir nokkra ihugun varð
bað úr að ég fðr til London. Öll framkoma
fðlksins á "klinikinni" bar sem aðgerðin
var framkvæmd varð til bess að betta varð
mér auðvelt svo oa bað að aðgerðin tók
ekkert á mig líkamlega. Eg fann fyrst og
fremst til léttis, og sama var að segja um
konurnar, sem lágu með mér á stofu bennan
sólarhring, sem ég var á "kliníkinni", (ein
frönsk og önnur býsk). Með okkur ríkti
sannarlega systurlegur andi og feginleiki.
Astæða er til að hrósa framkomu lækna og
hjúkrunarfólks barna, sem sannarlega er
ekki öfundsvert að sinna bessum aðaerðum
"á færibandi", en vissulega veitir bað ^
marari konu i vanda úrlausn. —
15