Forvitin rauð - 08.03.1979, Blaðsíða 7

Forvitin rauð - 08.03.1979, Blaðsíða 7
7 alvarlegustu gagnrýninni á kenningar Eng- els. a) Mannfræóin Engels byggði forsögulegar athuganir sínar á kenningtim amerísks mannfræðings sem hét Morgan. Morgan þessi hafði rann- sakað einn amerískan indjánaættflokk, Irókesa, og út frá rannsóknum slnum á samfélagsgerðir þeirra setti hann fram kenningar um þróun alls mannkyns. Rann- sóknir Morgans á Irókesum standast um sumt ennþá þó að ýmislegt hafi verið hrak- ið og gagnrýnt - en stórar ályktanir hans og vangaveltur hafa reynst vægast sagt hæpnar. Mannfræðin hefur sem vísinda- grein gjörsamlega breyst síðust hundrað árin og vitneskja manna um frumstæð þjóö- félög hefur stóraukist. Kenningar Morgan; Morgans um þróun fjölskyldunnar á forsögu- legum tímum Morgans um þróun f jölskyldutinar og hjú- skapartengsla eru einskis virði I dag og þar sem Engels byggir hugmyndir sínar um þróun fjölskyldunnar á forsögulegum tímum að mestu á kenningu Morgans þá fylgir hann Morgan I fallinu - því miður. Það er til dæmis ljóst nú að mannfræð- ingar hafa engar heimildir um mæðraveldi nokkurs staðar £ heiminum. Mæðraveldið er hugmynd eða getgáta sem hvorki verður sönnuð eða afsönnuð. Samfélagsgerðir þar sem börn eru kennd til móður eru hins veg- ar þekkt - en konur hafa þar ekki mikið meiri völd eða virðingu en I öðrum frum- stæðum þjóðfélögum. Mannfræðin hefur sömuleiðis horfið frá þeirri hörðu þróunarkenningu sem vísinda- menn um miðja 19. öld aðhylltust. Þróun samfélaga á sér nefnilega ekki stað eftir ákveðnum, samhliða brautum heldur þróast hin ýmsu svið á ólíkan hátt - á misjöfnum tíma. Um leið og þetta er sagt verðum við að horfast £ augu við það að karlveldi og kvennakúgun er eldra fyrirbæri en einka- eignarrétturinn, þau verða ekki spyrt sam- an á þennan hátt. Kúgun kvenna á sér tv£- mælalaust efnahagslegar forsendur - en ekki aðeins þær heldur l£ka l£kamlegar og hugmyndalegar forsendur. Við getum ekk- ert vitað um elsta upphaf kvennakúgunar- innar - þaó er eins gott aó horfast £ augu við það - og það er mun viturlegra aó einbeita sér að nærtækari vandamálum. b) Gagnrýni frá kvennahreyfingunni Bent hefur verið á að ýmislegt £ hug- myndum og ályktunum Engels um konur og stöðu þeirra sé fullt af fordómum. Þetta skiptir þó engu höfuðmáli - Engels var barn sins t£ma og ef litið er til þeirra vekur það furðu hve litla fordóna er að finna £ riti hans. Mjög margt i grein- ingu hans á fjölskyldunni og hlutverki nennar £ kapitalisku þjóðfélagi er bæði gott og £ fullu gildi. Hitt er aftur verra mál að kenning hans um uppruna kvennakúgunar sem hér hefur verið rakin að framan leiðir hann út i ákveðna efna- hagslega nauðhyggju (determinisma) sem alltof margir marxistar hafa rekið eftir honum. Þar er átt við hugmynd hans um að ef einkaeignarrétturinn verði afnuminn og konurnar taki þátt £ framleiðslunni við hlið karlanna - þá sé kvennakúgun úr sögu- unni. Málið er alls ekki svona einfalt. Konur losna ekki sjálfkrafa unaan kúgun sinni við sósfaliska byltingu. Kvenna- kúgun og karlveldi hafa reynst mun l£f- seigari en framleiösluhættir og hagkerfi. Friedrich Engels hafði ekki forsendur til að horfa á sérfjölskylduna og félags- lega stöðu kvenna £ hinum sós£al£sku lönd- um dagsins £ dag og hann hafði ekki þann bálk af marx£skum rannsóknum á kúgun sem við höfum £ dag. Bók hans var grund- vallarrit - ennþá stendur ýmislegt af henni fyrir sinu en annað gerir það alls ekki. Sem betur fer er marxisk umræða um fjölskylduna og kvenfrelsi bæði frjó og lifandi £ dag og væri betur að Eik m-1 reyndi að "tengja sig örlitið við tfmann" £ þeirri umræðu. AFRAM MEÐ SMfiRlÐ K.B. spyr: 1 sömu ályktun stendur: Rauðsokkahreyingin trúir ekki á Rauðsokkahreyfingin berst fyrir fullkomnu jafnrétti kynjanna á öllum sviðum þjóð- félagsins" "Rauðsokkahreyfingin berst fyrir full- kannu jafnrétti kynjanna á öllum sviðum þjóðfélagsins." Spurn: Hvað er átt við með þessu? Rauðsokkahreyfingin trúir ekki á að konur nái fullkomnu jafnrétti £ hinu borg aralegu þjóðfélagi. Hins vegar ná konur ekki fullkomnu jafnrétti og frelsi £ sðs- £alisma heldur nema þær berjist fyrir þv£ af hörku - eins og dæmin sanna. Sú bar- átta verður að vera orðin öflug og árang- ursr£k £ hinu kap£tal£ska þjóðfélagi ef við viljum ekki taka óbreytt ástand þess- ara mála meó okkur yfir £ sós£alismann. frh. á bls. 32

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.