Forvitin rauð - 08.03.1979, Blaðsíða 12

Forvitin rauð - 08.03.1979, Blaðsíða 12
12 AÐ EIGA BARN í RÍKI ÚTVALDRA Höfundar þessa greinakorns halda því fram,að það séu sjálfsögð mannréttindi,að fá að eignast afkvami og hafa þau hjá sér Þær halda þv£ einnig fram, að það séu sjá lfsögð mannréttindi, að fá aó þroskast sei einstaklingar, leita sér menntunar og stun' da vinnu. Og ofan á allt annað gerast þær svo ósvífnar að segja, að það eigi ekki að þurfa að fórna öðru þessu til að eignast hitt. 1 þessu skrifi viljum við leitast við, að sýna fram á, hve erfitt er fyrir konur, að samrana þetta tvennt hér og nú. Okkur til halds og trausts vitnum við í greinar þriggja guðsmanna,sem túlka viðhorf þeirra sem vilja viðhalda ríkjandi ástandi í þess um efnum og fara helst afturábak ef hægt er. Greinar þessar birtust að sjálfsögðu allar I Mogganum,í tilefni af ári barns- ins. Þær eru : A ég að gæta barnsins míns eftir sr. Sverri Haraldsson, sem birtist 19.jan. sl. ,Hugvekja eftir sr. Jón Auð- uns frá ll.feb. og Ar barnsins eftir Arna Helgason frá 25.jan. Sá titlar sig að vísu ekki prest, en byrjar grein sína á þennan hátt : "1 jesú nafni áfram enn með nýju ári kristnir menn". Að vísu eru þessir menn ekki 1 beinu sambandi við almættið, svo að við, fávísar konur,sem á engu höfum að byggja nema eig- in vanmætti, ættum víst að biðjast velvirð— ingar á því, að vera að streða við að finna sannleikann svona upp á eigin spýtur. 1 dag getur konan £ vestrænum samfélög- um ráðið þv£ nær fullkomlega sjálf, hvort hún vill eiga barn eða ekki, en samt lifað reglulegu kynllfi. Þetta eru mikil og merk- ileg timamót. Það væri ekki úr vegi, að velta þv£ fyrir sér, undir hvaða kringum- stæöum þessi mikilvæga ákvörðun er tekin, sem gjörbreytir l£fi hverrar konu. Undir- ritaöar halda þvl statt og stöðugt fram, að fyrir nútlmkonuna sé þetta með erfiðari ákvöróunum £ llfinu. Annars vegar er hinn þjóðfélagslegi þrýstingur, sem ýtir undir allt sem kvenkyns er og segir að konur séu ekki fullgildar, sem sllkar, nema þær hafi getið af sér afkvæmi I þennan fagra heim. Það er viðtekinn hugsunarháttur,já allt að þv£ staðreynd, að kona geti ekki orðið fullkomlega hamingjusamur einstaklingur, fyrr en hún geti ausið fórnarlundinni og móðurástinni yfir krakkagrey, sem á sér einskis ills von. Þá munu uppljúkast dyr hamingju og unaðar og nýtt og betra l£f hefst, svo miklu unaðslegra og merkilegra, að fyrri tilvera sýnist daufleg og einskis verð til samanburðar. "Barnið er dýrmætasta og jafnframt við- kvæmasta eign hvers foreldris og þjóðar- innar I heild. Barnið er óskadraumur foreldranna og framtlð þjóóarinnar og þv£ er allt undir því komið, að það njóti frá fyrstu árum bernskunnar, ástar og umhyggju." (Sverrir). Hinsvegar blasir við sú staðreynd, að þaó sama þjóðfélag og elur á ofangreindum "stað- reyndum" er á engan hátt reiðubúið til að taka þátt I ævintýrinu mikla. Flestar konur vita,-a.m.k. innst inni - að þær munu standa uppi með megnið af ábyrgðinni aleinar og margar nýjar skyldur, sem þær fyrirfram geta ekki verið vissar um að ráða við. Samfélagið vill nefnilega I reynd, sem ninnst af "framtíð " sinni og "óskadraumi" vita, fyrr en hann er tilbúinn að taka þátt I framleiðslunni. Þess vegna er ákvörðunin um að verða ólétt, kanski sú erflðasta sem nokkur kona tekur. Flestar taka nú samt fyrr eða síðar þessa miklu ákvörðun - eða láta tilviljunina taka hana fyrir sig. Meðgöngutlminn er að vissu leyti for- saga þess, sem koma skal. öfrlsk kona verð- ur fyrir fleiri nýjum viðbrögðum af hálfu umhverfisins en á nokkru öðru n£u mánaóa skeiði llfsins. Annars vegar getur umhverf- ið verið skilningsrlkt og örlátt-, konan ber enn byrði slna innra með sér og er þvl.til- tölulega sjálfstæð. Hins vegar byrjar hið langa ferli boða og banna, skyldna ogábyrgð- ar. Það er svo ótrúlega margt, sem ekki sæmir sér. Kona með bumbu fær sjaldnast að gleyma ástandi sínu. Núverandi fyrirkomu- lag á fæðingarorlofsgreiðslum veldur því t.d., aó vinnandi konur geta búist við þvl að verða ofsóttar af atvinnurekendum sln- um og jafnvel reknar þegar fer að sjást á þeim. Nlu mánuðir taka enda og barnið fæðist um síðir. Hin- hamingjusama unga móðir upp- götvar fljótt, að öll svartsýnin frá þvl áður en ákvörðunin var tekin, reynist á rökum reist. Von bráöar kemur I ljós, að ábyrgóin og skyldurnar eru ekki einvörð- ungu hennar mál - kannski ekki á þann hátt sem hún hefði viljað. Umhverfið tekur mjög lifandi þátt I þeim. Það lætur ekkert tæki- færi frá sér fara, til að segja hinni ham- ingjusömu nýbökuðu móður, hvernig hún eigi að bregðast við þessari ábyrgð og þessum skyldum. Gamlar tuggur eru tuggðar um þarf- ir barnsins og skyldur móðurinnar,skyldur móðurinnar,skyldur móðurinnar.

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.