Forvitin rauð - 08.03.1979, Blaðsíða 34
34
gerum barnaheimilin.. .frh.
Fjölgun starfsfólks, miðað við barna-
fjölda, til að skapa möguleika til að sinna
betur einstaklingsþörfum barnanna, og einn-
ig til að gefa starfsfólki aukinn tíma til
undirbúnings og samstarfsfunda.
Að störf á dagheimilum verði vel launuð
til að karlmenn fáist þar til starfa og ti1
að sigrast á þeirri hefó, að vinnuafl
kvenna sé metið til lítils.
Að barist verði gegn skipulagningu launa-
vinnunnar, sem eingöngu tekur mið af hags-
munum atvinnurekenda, en ekki foreldra og
bama - £ þeim tilgangi að gera virkt sam-
starf og aukna þáttöku foreldra I daglegum
störfum og stefnumótun varðandi dagheimilin.
mögulegai
Aó fullkomlega verði tekið mið af þörf-
um barna og starfsfólks við hönnun dagheim-
i la.
Gerum barnaheimilin að góðum vinnustað
- starfsfólks og bama -.
Hildur Jönsdóttir
ad eiga barn.... frh.
elskandi móðir haldi kærleiksríkri
verndarhendi yfir ungunum sínum 24 tíma
á sólarhrigg og hin stolta fyrirvinna
heimilisins vinni á kvöldin og um helgar
til að svo megi verða. Þessum áróóri er
m.a. beitt, til aó auðveldara sé, aó
neita vinnandi fólki um þær stofnanir
sem þaó og börn þess eiga raunverulega •
rétt á. Við skulum heldur krefjast þess
að vinnudagurinn verði styttur, þannig
að foreldrar hafi bæði meiri tíma fyrir
sig sjálf og börnin sín, að komið verði
á fót nægum dagvistarheimilum þar sem
börn geti þroskað sig við leik og starf
ásamt öðrum hæfilega langan tíma dags-
ins - góóum dagvistarheimilum þar sem
engin móðir þarf að hafa vonda samvisku
yfir að skilja barnió sitt eftir. Við
skulum berjast fyrir þvl, að allar konur
sem eignast börn hafi tíma til að jafna
sig vel eftir barnsburðinn og báóir
foreldrarnir hafi tlma og aðstæður til
aó vera með nýja einstaklingnum fyrstu
mánuði ævi hans án þess að fara á von-
arvöl fjárhagslega. Hvað skyldi annars
vera hægt að reka mikið af góóum barna-
heimilum fyrir það fé, sem fer £ kirkj-
ur og presta hér árlega. Félagshyggju-
fðlk I orði, ætti að skammast sln fyrij
að styðja þessa afturhaldsstofríun með ’
þv£ að vera £ þjóðkirkjunni og láta
presta framkvæma hluti eins og nafn-
giftir og giftingar. Þetta má gera á
mun fyrirhafnarminni hátt á Hagstofu,
manntalsskrifstofu eða hjá borgarfógeta.
Kröfurnar um styttri vinnudag, næg
og góð dagvistarheimili og sex mánaða
fæðingarorlof, sem skiptist milli
beggja foreldra eru hluti af margumrædd-
ri fjölskyldupólitík Rauðsokkahreyfing-
arinnar, sem Mogginn og nýstallnistar
I Eik (m-X) hafa vegið hvað ákafast aó
upp á slðkastið. Við hvetjum alla, sem
eru sammála okkur, að gera upp við sig
hvernig þeir geti best lagt þessum mál-
um lið og leggja slðan hönd að verki.
Okkur finnst, að barnafólk úr stéttum
launþega, sé sá hópur sem tiltölulega
verst er búið að I okkar þjóðfélagi -
þegar frá er talið fatlað fólk og sjúkt.
Við getum sleppt þvl aö hugsa um
borgarana. Þeir mega eiga slna presta.
Hallgerður Glsladóttir.
Ingibjörg Hafstað.