Forvitin rauð - 08.03.1979, Blaðsíða 8
8
UM DRAUM OG VERULEIKA
í BÓKMENNTUM
Nú er árið 1978 búið og nú er hægt að
setja sig í stellingar, lxta yfir bókmennta-
legan afrakstur ársins og virða fyrir sér
hv.aða útreið kvenfólkið fékk 1978.
"Litlu verður Vöggur feginn"
Það sem fyrst vekur eftirtekt manns er
fjölbreytnin I kvenpersónum þessa árs. Allt
£ einu eru komnir á þrykk fulltrúar alls kon-
ar kvenna - húsmæður í Breiðholti og Foss-
vogi, ófrískar konur, fæðandi konur, lesbíur
skipstjóri (kvk) og skipstjórafrú, vændis-
konur og prinsessa ofl. ofl. Maður verður
svolítið glaður og sæll yfir því að nú sé
að minnsta kosti aflétt þeirri þrískiptingu
kvenpersóna sem lengi hefur verið við lýði
1 íslenskum bókmenntum þ.e. mæður, (ást)kon-
ur og meyjar - eða tvískiptingunni meyjar -
hórur, sem líka hefur verið vinsæl. Guð -
hvað maður var orðinn hundleiður og reiður
yfir þessum fúlu og stöðnuðu kvengerðum.
Auðvitað rekst maður á þær ennþá hér og þar
í bókum, en það er komin meiri breidd I kven-
lýsingarnar^ konur eru £ fleiri bókum skoð-
aðar sem manneskjur með alls konar möguleika
og það gerir mann kátan. "Litlu verður Vögg-
ur feginn" segir einhvers staðar - en það
segir ekki að Vöggur hafi orðió alsæll.
Vöggur er ekki alsæll.
Nú þegar £sinn er brotinn og konur eru
hættar að koma nánast eingöngu fram sem
staónaðar bókmenntalegar týpur £ bókum, þá
er kominn tfmi til að spyrja margra spurn-
inga. Af hverju skyldu islenskar konur vera
svona tregar til skrifa góðar og gagnrýnar
kvennabókmenntir? Góðar kvennabókmenntir eru
ekki stór hluti islenskra bókmennta. Af
hverju"leggjast fslenskir karlar ekki £
meiri pælingar" þegar þeir lýsa kúguðum kon-
um ? (sumir gera þaó - það verður aó segj-
ast). Og hvers getum við krafist, eða getum
við krafist einhvers af listamönnum yfir-
leitt ? Hér á eftir styðst ég við danska
stelpu, Önnu Birgittu Richard sem hefur
skrifað skemmtilega bók sem heitir Kvinde-
litteratur oq kvindasituation (Khn. 1978).
Allir hafa heyrt borgarskapinn tala um
Listina (með stóru elli) og Bókmenntirnar
(með stóru béi) og tilheyrandi hátfðlegur
svipur fylgir. Þær einu kröfur sem við meg-
um gera til Listanna og Bókmenntanna eru
fagurfræðilegar - allt annað er dólgamarx-
ismi. Þessi skilningur borgarastéttarinnar
á hlutverki bókmennta og lista á m.a. rætur
að rekja til rómantfska timabilsins, hann
hefur gegnsýrt bókmenntakennslu £ skólunum
og maður rekst á hann á ótrúlegustu stöðum
m.a. hjá fólki sem annars telur sig róttækt.
Samkvæmt skilningi borgarans á listin að
vera hafin yfir veruleikann og sv£fa fagur-
lega £ lausu lofti óháð ómerkilegu veraldar-
vafstri. Listin lýtur eigin lögmálum, form-
ið er þar stærst og merkilegast - efnið er
undirgefið forminu og sú stóra List er óháð
og frjáls (eins og Dagblaðið).
Marxistar hafa búið sér til fagurfræði,
sem er alls ól£k "frjálsri listapólitik"
borgaranna. Marxistar vilja gera nokkrar
kröfur til lista - þeir vilja að listirnar
tengist baráttu fjöldans og leggi sitt af
mörkum til hennar - en á hvern hátt - það
er svo aftur annað og verra mál. Margir
góðir og gáfaðir kommar hafa verið kallaðir
og sumir útvaldirtil að móta stefnuna £
þessu efni. Hæst ber þá Bertold Brecht og
Georg Lukács og þeir koma til tals hér á
eftir.
Hvaó er hægt aó gera og hvernig ?
A.B.R. bendir á það , aö £ veruleikanum
sem við sjáum og meðtökum frá degi til dags
morar allt £ þversögnum og ósættanlegum and-
stæóum. En þær skipta okkur engu máli. Við
erum vön þeim - við gleypum þær hráar og
skynjum andstæðurnar sem sættanlegar - sem
heild. Takið til dæmis eina forsföu á dag-
blaði^ Þar eru hlið við hlið frétt um verk-
fall , frétt um stórgróða atvinnurekenda,
frétt um kvennabaráttuaðgerðir og frétt um
nýjan sigur Ungfrú alheims. Við horfum á
fors£ðuna og skynjum þetta alls ekki endi-
i /"
>/