Forvitin rauð - 08.03.1979, Blaðsíða 18
18
einstaklingar eru ekki vondir eða illa inn-
rættar manneskjur að upplagi. Það er hins
vegar varnarháttur ríkjandi þjóðskipulags
að halda uppi (hugmyndafræðilega og með til-
heyrandi goðsögnum) ásökunum sem beinast
gegn einstaklingunum. Á meðan slík afstaða
rikir verður ekki litið á þær aðstæður, sem
oftast eru orsökin og óhjákvæmileg forsenda
fyrir slikum viðbrögðum. Ofbeldi I fjöl-
skyldunni i þjóðfélagi okkar er ekki ein-
kenni um einstaklinga sem eru brenglaðir 1
sjálfu sér, heldur er hegðun þeirra breng-
luð af þvl að þeir eru afsprengi eða fórn-
arlömb brenglaðs þjóðfélags og brenglaðrar
hugmyndafræði, sem viðheldur - þvl sem 1
þessu samhengi e.t.v. er það mikilvægasta-
brenglaðri stöðu fjölskyldunnar. Ef við
viljum verja böm fyrir ofbeldi og hvers
kyns órétti þarf að styðja við bakið á for-
eldrunum en ekki ráðast á þá. Hér þurfa
ekki aðeins að koma til ytri félagslegar
umbæturfsvo sem bætt húsnæðismálastefna,
aukið dagvistarrými,skólamáltíðir,vönduð
tómstundarstarfsemi ofrv.) heldur líka bein
foreldrafræðsla. Slík fræðsla þyrfti að
vera hluti af samfélagsfræðslu I skólum og
hlutverk hennar ætti að vera að veita ein-
staklingum gagnrýninn skilning á stöðu sinni
forsendum jafnt sem réttindum og skyldum
og veita beina þjálfun I að takast á við
hina einstöku þætti, uppeldishlutverkið
jafnt sem aðra.
Það er engin lausn - allra síst fyrir
börnin- að ráðast á fjölskyldustefnuna sem
undirrót alls ills. Fjölskyldan I því
formi sem kynslóð okkar hefur reynslu af,
er hvort sem er á undanhaldi. Við þurfum
ekki að eyða frekari púðri I þá staðreynd.
Hún er að hverfa og það er að mínu mati
ekkert fagnaðarefni. Því, eftir stendur
sem áður neyslueiningargrindin. Þessi eini
og sanni homsteinn hins kapítalíska þjóð-
félags, skrumskæld fjölskyldulmynd, neyslu-
eining og efnislegur griðarstaður, þar sem
ofbeldi og þroskahöft geta viðgengist innan
friðhelgismarka einkallfsins. 1 þessari
mynd er fjölskyldan vissulega andstæð öllum
framsæknum öflum. En vörum okkur á að
kasta ekki barninu út með baðvatninu,þegar
við viljum þessa ómynd feiga. Þvl það er
einmitt I þessum sama reit sem einstakling-
arnir fæðast er eiga að byggja þjóðfélag
f ramtíðarinnar.
Hvað svo sem nauðsynlegar og ágætar fél-
agslegar lausnir kunna að verða vlðtækar
og leysa mörg af hefðbundnum hlutverkum
fjölskyldunnar af hólmi, þá munu þær fyrst
og fremst þjóna hagsmunum ríkjandi skipu-
lags (sbr.félagsmálastefnu velferðarþjóðfél-
agsins). Trúlega munu þær aldrei geta
skapað þau verðmæti sem felast I djúpri um-
hyggju og væntumþykju og þeirri ábyrgð og
virðingu sem er nauðsynleg heilbrigðum fél-
ags - og tilfinningaþroska hvers einstak-
lings. Þann þroska tel ég eingöngu haagt
að öðlast I nánu tilfinningasambandi milli
einstaklinga sem lifa saman til lengdar I
einhverskonar fjölskyldugerð, sem er opið
kerfi.
Sigrún Júllusdóttir.
Tilvitnanir.
(1) Sjá nýútkomna breska bók :
"Scream quietly or the Neighbours will
hear". Höf. Erin Pizzey, 1974.
(2) Ett bams rattigheter, Ulla Jakobson,
1977.
(3) "Nu gár jeg", Bente og Gunnar öberg,
1978.