Forvitin rauð - 08.03.1979, Blaðsíða 21
21
VÖNTUN A GAGNRVNI OG UMFJOLLUN
Til skamms txma var það svo, að þeir
sem skrifuðu handa börnum sættu tómlæti.
Það var ekki skrifuð gagnrýni um barna-
bækur, nema þá ef vinur eða vandamaður
tók sér penna £ hönd og skrifaði grein I
blað eða tímarit, svonefndan kunningja-
dóm, sem ævinlega var vinsamlegur. Læró-
ir bókmenntafræðingar lutu ekki að svo
lágu, enda barnabækur ekki taldar til
bókmennta £ æóstu menntastofnun landsins.
Nú á allra siðurstu árum hefur orðið
breyting á þessu til batnaðar. Stöðugt
vaxandi athygli beinist að þv£ efni, sem
börnum er ætlað til fræðslu og skemmtunar
Þegar niðurstöður úr rannsóknum og könn-
unum á þessu sviði fóru að birtast varð
mönnum ljóst, að ástandið var s£ður en
svo glæsilegt.
Árið 1972 kom útBörn og bækur eftir
Dr. Simon Jóhann Ágústsson. Bókin hafði
að geyma töflur og skýrslur um könnun,
sem hann gerði á lestrarvengum barna og
unglinga á aldrinum lo-15 ára. Könnun
þessi var tviþætt: Annars vegar könnun
á því, hvað börn og unglingar lesa £
tómstundum sfnum, og nær sá þáttur til
miklu fleiri atriða. Var einnig spurt
um efni, sem ætla má að gegni svipuðu
hlutverki og lestur eða orki á lestrar-
venjur. Viðhorf þeirra við útvarpsefni,
kvikmyndum, leikritum, leiksýningum og
loks var spurt um, hve mikið þau horfðu
á sjónvarp. Hins vegar var kannaðviðhorf
þeirra við efni lestrarbóka og skðlaljóða
sem þeim var gert að lesa £ skólanum.
Rannsókn Dr. Simonar Jóhanns Ágústssonar
hafði veruleg ágrif og varð til þess, að
hafist var handa til aö endurskoða allt
efni, sem notað er til bókmenntakennslu
£ grunnskólunum. Og er nú hafin til-
raunakennsla með nýtt efni áður en útgáfa
þess verður endanlega ákveðin.
Sama ár gerðist það, að Sigurborg
Hilmarsdóttir skrifaði ritgerð til B.A.
prófs £ bókmenntum við Háskóla Islands
um Hjaltabækurnar eftir Stefán Jónsson,
var það i fyrsta sinn að fjallað var um
unglingabækur £ þeirri merkisstofnun, en
vissulega gat það einungis gerst af þv£,
að Stefán Jónsson skrifaði l£ka skáld-
sögur ætlaðar fullorðnu fólki.
Silja Aðalsteinsdóttir valdi sér l£ka
barnabækur að viðfangsefni. Hún skrif-
aói ritgerð til cand.mag. prófs um þjóð-
félagsmynd £ islenskum barnabókum. Hún
gerði ýtarlega könnun á barna- og unglT
ingabókxim, sem komu út á árunum 1960
1970. Er skemmst að segja, að hún komst
að þeirri niðurstöðu, að raunveruleikann
vantaði £ bækurnar. Þetta voru mest
afþreyingar- og skemmtisögur, sem alls
ekki voru £ neinu samræmi við það sem
var að gerast £ samfélaginu. Flestir
voru höfundarnir kennarar eða 80%-
Samt er það ekki fyrr en 1978 að stúd-
entar £ bókmenntum fá fyrsta kúrsinn
með valkosti, barnabækur, og verður svo
framvegis annað hvort ár. Einnig fá nú
stúdentar £ baókasafnsfræðum fyrirlestra
um barnabókmenntir. Þær eru og kenndar
£ Kennaraháskólanum og Fósturskóla Isl-
ands.
1 upphafi aldarinnar komu út fáar
barnabækur á ári hverju, þær gerðu ekki
betur en fylla tuginn og voru nokkurn
veginn jafn margar þýddar bækur og frum-
samdar. Þetta hélst svo til óbreytt
fram til ársins 1943, þá verður skyndi-
lega breyting á. Þýddu bókunum fjölg-
ar iskyggilega mikið. Það ár kom út ein
frumsamin bók, en 12 þýddar. Á striðs-
árunum var nóg vinna, alþýðan eignaðist
peninga til að kaupa bækur. öprúttnir
útgefendur dældu inn óvönduðum,þýddum
bókum, útgáfukostnaði var haldið niðri,
enda kom fyrir að myndskreytingum og
jafnvel textanum l£ka var stolið, þýð-
ingin verr borguð en vélritun. Frum-
samdar bækur stóðu höllum fæti i sam-
keppninni við þetta rusl. Heimilin
fylltust af sorpritum. Þetta flóð af
barnareyfurum samfara vöntun á umfjöllun
og gagnrýni eyðilagði smekk fjöldnas.
Börnin, sem vöndust á að lesa ser£ubæk-
urnar og sorpblaðaruslið, héldu áfram að
vera tryggir elskendur tryggra vikublaða
og reyfara, þegar þau uxu upp. Mál-
fræðistaglið i skólunum, á textum, sem
ekki höfðuðu til barnanna og þröngsýn
málvöndunardella megnuðu ekki að koma £
veg fyrir þessa öfugþróun. Innlend fram-
leiðsla tók æ meiri svip af sorpinu, sem
var að kæfa hana. Enid Blyton eignaðist
ekki bara lesendur meóal islenskra barna,
heldur lærisveina i hópi fslenskra barna-
bókahöfunda.
frh á bls. 33