Forvitin rauð - 08.03.1979, Blaðsíða 6

Forvitin rauð - 08.03.1979, Blaðsíða 6
6 því aö vitund þeirra er mótuð af borgara legri hugmyndafræöi um eðli og hlutverk kvenna. A meðan staðan er svona getum við talað um sérstaka kvennakúgun - stéttarlega og kynferðislega (þ.e. kúgun kvenna vegna kyns þeirra en sú kúgun er sameiginleg ölluir konum). A meðan til er sérstök kvennakúgun geta konur ekki staðið jafnfaetis körlum yfirleitt - þegar hún er afnumin opnast sá möguleiki. Uppruni UPPRUNI FJÖLSKYLDUNNAR Bók Friedrich Engels Uppruni fjölsyld- unnar, einkaeignarinnar og ríkisins kom út árið 1884. Þessi bók Engels er sögu- lega mjög merkileg og mikilvæg - en - ég veit ekki um nokkurn kommúnistaflokk í heiminum, nema Eik m-1, sem lætur sér detta I hug að taka við þessu riti á ó- gagnrýninn hátt. Rétt eins og engin marx- isk umræöa hafi fariö fram í 95 ár 777 Fyrir tíma Engels hafði lltið verið fjallað um fjölskylduna öóru vísi en á siðfræóilegan hátt - mest hafði kirkjan látið þessi mál til sín taka. Markmið Engels var að lýsa þróun mannkynsins, sýna hvernig sambýlis- og framleiðslu- hættir þess væru samslungnir frá upphafi og hvernig bág staða kvenna I fjölskyld- unni og þjóðfélagi hans samtlma, væri skilyrt og háð einkaeignarréttinum.Kenn- ingar Engels voru I sem allra stystu máli þessar: 1. A forsögulegum tíma var rlkjandi fjöl- skylduform n.k. fjölhjúskapur. Börnin voru kennd til móður og ættir raktar I móðurlegg. Konur réðu lögum og lofum I þjóðfélaginu - það var mæðraveldi en hugsað sem "karlveldi" þar sem skipt hef- ur verið um hlutverk kynjanna. 2. Afstæður breytast, þéttbýli vex, hjú- skaparhringurinn þrengist og parafjöl- skyldan kemur upp. Karl og kona búa sam- an með börn sln sem enn eru kennd til móð- ur. Karlinn hefur fengið meiri rétt en áður. Báðir aðilar hafa rétt til að slíta hjúskapnum og fylgja þá börn móður- inni. 3. Framleiðsluhættir breytast verulega, húsdýr eru nú tamin og hjarðirnar orðnar uppspretta auós - einkaeignar fjölskyld- unnar. Staða karlmannsins eflist - staða konunnar veikist og farið er að kenna börn til föður svo að þau geti erft eftir hann. Um leið er krafist fullkominnar kynferðislegrar tryggðar af konunni, hún verður valdalaus og kúguð. A sama tíma, með auknum umsvifum utan húss, hefst þrælahald þannig að uppruni kvennakúgunn- ar og stéttaþjóðfélagsins eru nokkurn veginn samtlmaatburðir. Þegar hér er komið sögu er Engels kom- inn fram á tlma sem sagnaritun okkar og þekking spannar. Hann rekur slðan þróun fjölskyldunnar og framleiðsluháttanna fram á sinn dag - síversnandi stöðu kvenna og er ekkert að skafa utan af þvl þegar hann segir: Sérfjölskylda nútlmans er grundvöll- uð á þrælkun konunnar á heimilinu, hvort sem hún er opinber eða dul- klædd - og þjóðfélagið er sett sam- an úr eintómum sérfjölskyldum. Þær eru sameindirnar I félagsheildinni. Karlmaðurinn er langoftast fyrir- vinna og framfærandi fjölskyldunnar að minnsta kosti með eignastéttunum. Og það veitir honum drottinvald, sem þarfnast ekki neinna auka-forrétt- inda eða lagafríðinda. I fjölskyld- unni er hann borgarinn, eiginkonan verkalýðsstéttin.(403-Orvalsrit I) Og Engels segir: Það mun þá sýna sig, aó fyrsta for- sendan fyrir frelsi konunnar er, að kvenþjóðin taki þátt I framleiðsl- unni. En skilyrði þess er, að sér- fjölskyldan verði ekki lengur nein framleiðslueind I þjóðfélaginu. Sá eiginleiki hennar verður að hverfa. (403) Það hefur verið undirstrikað hér að framan hve mikið sögulegt gildi Uppruni fjölskyldunnar hefur sem ein fyrsta vls- indalega úttektin á fjölskyldunni út frá sjónarhóli efnishyggjunnar. Hitt er svo annað mál að ekki verður gengið fram hjá því sem úrelst hefur I þessu riti. Hér skal gerð örstutt grein fyrir helstu og

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.