Forvitin rauð - 08.03.1979, Blaðsíða 14

Forvitin rauð - 08.03.1979, Blaðsíða 14
14 að vandræðabörnum og guð má vita hvað, ef þau njóta ekki daglegrar umönnunar mæðra sinna. En það er enginn ásakaður fyrir þau börn, sem ekki njóta daglegrar umönnunar mæðra sinna, vegna þess, að þær þurfa að vinna fyrir þeim. Það er sem sé allt í lagi, þó að börn fátækra foreldra verði "vandræðabörn". Svoleið- is fólk á líklega bara ekkert að vera að þessu. A.m.k. lítur ekki út fyrir, að þeim hafi dottið til hugar að benda á úrbætur fyrir þetta fólk til að fá sam- ræmi í boðskapinn. Það er í lagi, þó að ekkjur og einstæðar mæöur þurfi að vinna meira en annað fólk til að sjá börnum sínum farborða. Við skulum ekki minnast á það, annars gætu þær farið að vaða uppi með "heimtufrekju og kröfugeró" í stað auðmýktar og "þakklætis" sem oss guósbörnum ber að sýna gagnvart hlut- skipti okkar. Við skulum nú aðeins llta á tilfelli sem starfsmenn Félagsmála- stofnunar I Breiðholti kalla "dæmi úr Fróðir menn segja, að hamingjusamt fólk sé I eðli sínu bestu uppalendurnir og þeim beri skylda til að leita full- nægingar I eigin llfi. Þá kemur það nokkurn veginn af sjálfu sér, aó ala barnið upp í öryggi og jafnvægi. En samkvæmt móral guðsmannanna okkar og annarra auðvaldsþýja svíkur móðirin raunveruleikanum" I opnu bréfi til borg- arstjórnarmeirihlutans, sem birtist I fjölmiðlum á dögunum: "Tvltug móðir með tvö börn - eitt fjögurra ára, hitt tveggja mánaða - er nýskilin við mann sinn. .Hann hefur verið atvinnulaus af ýmsum ástæðum og ekki getað staóið I skil- um meó ýmsar greióslur. Hún skuldar húsaleigu fyrir tvo mánuði, hússjóð fyrir þrjá. Hún hefur ekki getað staðið I skilum við húsgagnaverslun- ina, svo að húsgögnin verða sótt einhvern næsta dag. Sjónvarpið hefur verið innsiglað frá þvl I sumar. Hún er nýbúin að fá viðvörun um lokun frá rafveitunni. Hún á enga peninga fyrir mat, móðir hennar, sem vinnur I fiski er lítt aflögufær og aðrir aðstandendur, sem hún getur leitað til fyrirfinnast ekki. Einu tekjurn- ar sem þessi stúlka hefur, eru meðlag meó tveimur börnum, kr. 52.078 og meðlag frá Tryggingarstofnun kr. 24.231. Samtals kr. 76.309. Á þess- um tekjum getur hún að sjálfsögðu ekki lifað, hvað þá borgað skuldir, sem hlaðist hafa upp. Auk þess býr hún I leiguhúsnæði og húsaleigan ein er kr. 50.000 á mánuði. Hún er búin að sækja um dagvistun fyrir börnin sln, svo hún geti sjálf farið að vinna sér inn tekjur. En dagvistar- rými liggur ekki á lausu, eins og þið kannske vitið." Já, það er jafn gott, að svona fólk vinni fyrir sér og slnum. Við skulum ekki láta okkur koma til hugar, að svona fólk eigi rétt á llfeyri I fæðingaror- lofi, til að það geti verið að drolla yfir krökkunum I fleiri mánuði eftir fæðingu - eða góð dagvistarheimili handa þessum börnum. Annars gæti bara lent á okkur sjálfum að halda því uppi. Og það væri þokkalegt ef þvl færi að detta til hugar, að það ætti rétt á því að lyfta sér upp og fá sér I glas við og við - eða yfirleitt lifa eigin llfi. barn sitt með þvl að leita fullnægingar þarfa sinna annars staðar en hjá barn- inu. Auk þess mætti spyrja hvort nokk- urt barn hafi gott af því að móðirin fórni sér fyrir það. Auðvaldsþjóðfél- agið elur á vissum vióhorfum, sem stöð- ugt eru að breytast I samræmi við þarfir þess. En það er stutt á milli skins og skúra og þvl erfitt að kanna hvað er rétt og hvað er rangt á hverjum tlma. Skyldu prestar og aðrir landsfeður á síldarárunum góðu forðum, hafa eytt púðri og dýrmætu plássi á slðum Moggans slns I heilagt hlutverk móðurinnar og þarfir barnsins fyrir stöðuga nærveru hennar. Þá þurfti nefnilega á konum að halda úti á vinnumarkaðinum, til að bjarga þjóðarverðmætum. Þegar minna er um vinnu og ekki þörf á vinnuafli kvenna þarf að losna við þær eftir einhverjum leiðum? En það er enginn hægóarleikur, að lifa á einföldum launum, þegar auð- valdskreppan dynur yfir með vissu milli- bili og konur þvl ekkert léttrækar inn á heimilin. Afleiðingin af þessum mór- alska tvískinnungi er sú svarta sam- viska út af börnunum sínum, sem flestar vinnandi mæður kannast mætavel við og gerir þeim oft og tíðum erfiðara fyrir að einbeita sér við vinnuna. Við segjum: Verðugt verkefni á barna- ári væri að vinna gegn íhaldsáróðri sem þessum, er fram kemur I skrifum guðs- mannanna þriggja. Það er nefnilega greinilegt, að íhaldió ætlar að notfæra sér áhrif þjóðkirkjunnar til að reka kröftugan áróður fyrir þvl á barnaári, að konurnar fari inn á heimilin. Hin ‘ frh. a bls. 34

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.