Forvitin rauð - 08.03.1979, Blaðsíða 31

Forvitin rauð - 08.03.1979, Blaðsíða 31
31 þess að ná vini bestu vinkonunnar (af þv£ hann er sætastur I augnablikinu),og almennt trúleysi á eigin kraft og getu til að fram- kvæma eru víkjandi.Á mig virkar þessi hegó- un stundum eins og spurningin um það hver getur selt sig best,þó svo að meðal margs fólks sé þessi hegðun "bara eðlileg".Því mióurT Eftiir nokkrar umræður £ stelpnahópnum voru stelpurnar sjálfar orónar leiðar á að ræða hlutina fram og til baka,og vildu fara að framkvæma sjálfstætt,þannig að við byrj- uðum. Tókum 1jósmyndir,sem við framkölluð- um sjálfar oghengdum upp á unglingaheimilinu efni:"hvernig getur samband stráks og stelpu litið út öðruv£si en venjulega ?", fórum £ ferðalög,heimsóttum aðra stelpuhópa,gáfum út blað sem var dreift á unglingaheimilinu, heimsóttum miðstöð kvennahreyfingarinnar, fórum saman til kvenlæknis,fórum á flóamark- aðinn og seldum gömul föt til að vinna okkur inn pening,undirbjuggum fund um jafnréttis- mál og,og,og ..... Arangur þessa starfs hefur m.a. sýnt sig £ þv£,að stelpurnar voru farnar að verja sig meir t.d. £ skólanum,hafa unnið meira sjálfs- traust og þora meira. Eftir 2ja ára starf hefur þessi stelpna- hópur nú leyst upp, enda stelpurnar komnar út á vinnumarkaðinn,flestar sem lærlingar, og hættar að vera saman á unglingaheimilinu. Tilgangurinn er heldur ekki sá , að þær haldi saman alla slna ævi. MARKMIÐ SLlKRAR STARFSEMI. Markmiðið er að þær fái visst öryggi £ gegnum svona hóp, að þeim sé hjálpað til þess að komast út úr þessu fyrirfram ákveðna hlut- verki, að þær fái kraft og hugrekki til þess að verjast kúgun og tækifæri til að berj- ast fyrir öðrum leiðum og hegðunarmunstrum £ daglegu l£fi. Mikilvægt er, að þeim verði ljóst , að það er til eitthvað annað fyrir konur, en að fara sem fyrst "á fast", giftast og eignast börn og gegna húsmóðurstörfum, að það er alls ekki sjálfsagt að þær gangi mögl- unarlaust inn £ dæmigerð kvennastörf,eins og skúringar,eldamennsku,vélritunar- eða hjúkr- unarstörf. Auðvitað krefst breyting á þessari hefð- bundnu kynjaskiptingu,um leið breytingar á þjóðskipaninni,en slikar breytingar verða ekki einungis framkvæmdar £ gegnum fræðilegar"spek- úlasjónir",heldur verður að leggja áhersluna á praktiskt starf. Þv£ fleiri kynsystur okkar sem verða sér meðvitaðar um þjóðfélagslega stöðu sina, þeim mun meiri lfkur eru á þv£ að þjóðfélagsleg breyting eigi'sér stað., Sú stað- reynd, að æ fleiri stelpur, þó enn séu mjög fáar, fara út £ störf eins og pipulagningar, rafvirkjun eða smiðar er m.a. afleiðing þess- ara baráttuaðferða. Eins finnst mér starfsemi með stelpum á þessum aldri vera mjög mikilvæg, þó ekki sé nema af þeirri ástæðu einni, að á þessum aldri eru þær oft mjög reikandi,óvissar,finna að lrk ami og sál eru að breytast, en þó óvitandi hvert eða hvernig. Oft gripa þær þá gömlu mynd af konunni, og halda að ef þær eru sem kven- legastar, séu þær um leið bestar og öruggastar, ArangursrIkt starf krefst stöðugrar umræðu VIÐ KARLKYNIÐ . Með meiri útbreiðslu þessa starfs innan unglingaheimilisins, ákváðum við fóstrur að stofna með okkur hóp þar sem rætt verður starf okkar á þessu sviði. Auðvitað eru sum atriði erfið £ framkvæmd, þrðunin gengur seint,og við erum stundum von- sviknar, en af og til sjáum við l£ka árangur af starfi okkar , sem hvetur okkur til að haldí baráttunni áfram. Þetta uppeldisstarf krefst stöðugra umræðna vió samstarfsmenn og ungingsstrákanna,þv£ erf- itt væri að draga stelpurnar út úr s£nu daglegí umhverfi og einangra þær,enda ekki æskilegt. Gagnrýni á kynbundinni hegðun unglinganna sem og uppalendanna, verður að koma fram sem oftast og sem opnast. Þýska kvennahreyf- ingin gengur út frá þv£ að konur þurfi sjálfar og einar saman að frelsa sig og berjast gegn kúgun, án karlmanna. Að konan er ekki óvinkona mannsins og ekki á móti honum , en hún verður að gera sig óháða honum og finna sitt eigið sjálf (identitet) £ karlmannaþjóðfélagi. Þannig er þaó l£ka verkefni kvenkynsupp- alandans á hvaða félagsstofnum sem er, að einbeita sér sérstaklega að stuðningi vió sitt eigið kyn, þar sem hún sjálf hefur og upplifir enn kúgun af hendi karlmannsins £ daglegu l£fi. Karlmaðurinn getur fræðilega skilið þá kúgun er felst £ þv£ að fá ekki að fara út eftir kl. 8 á kvöldin (af hræðslu) eóa að vera mæld frá toppi til táar sem kynvera, en þar hann hefur aldrei reynt slikt og veit ekki hvaða tilfinningar liggja á bak við það, getur hann að visu staðið með unglingsstelpunum og um leið reynt að breyta eigin hegðum, en baráttuna gegn sliku veröa þær sjálfar að heyja með aðstoð kynsystra sinna. Um leið megum við ekki gleyma að ræða þessi mál við karlmenn og gefast aldrei upp á að sýna fram á óréttlætið er gegn okkur er beint , hvort sem er á blaði, i vinnunnj., inni á heimili eða £ rúminu. Ingibjörg Pétursdóttir

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.