Forvitin rauð - 08.03.1979, Blaðsíða 22

Forvitin rauð - 08.03.1979, Blaðsíða 22
22 BARNAMENNING OG INNRÆTING 1 baráttu sðsíalista á öldinni sem leið og á fyrstu áratugum þessarar aldar átti sú skoðun fylgi aó fagna( að jafnframt þvl aö berjast fyrir gjörbyltingu efnahagskerfisins, þyrfti einnig að gera upp við borgaralegar hugmyndir og innrætingu, því að hvort tveggja er sam- tvinnað og afurð hvors annars. Menn álitu að um leió og sðslalisma yrði komið á myndu lifn- aðarhættir breytast. Nú þyrfti að ala upþ sós- íalíska þegna fulla af bræðralagshugsjðn og lausa við stéttafordóma. Þvl mióur gleymdust þessar hugmyndir eða urðu undir I rússnesku' byltingunni (sbr. ýmislegt það sem Kollontaya barðist fyrir) enda héldu borgarleg viðhorf velli og var reyndar ýtt undir þau. Það sama er nú að gerast I Kína. Þar er fjölskyldunni hampað og nú er stefnt að taíknivæddu neyslu- samfélagi. Upp úr byltingarumrðtinu 1968 komust þessar hugmyndir á kreik aftur, mikið var rætt um innrætingu og baráttu gegn neyslusamfélaginu og borgaralegum llfsháttum. Skólakerfið varð fyrir mikilli gagnrýni sem uppeldisstöð hlýð- inna þjðna borgarastéttarinnar og útungunar- vél fyrir alls slags teknokrata. Öldurnar frá '68 hafa nú aö mestu fjarað út og ekki fæ ég betur séð en að flestir sós- íalistar hafi gefist upp fyrir neyslusamfél- aginu, kjarnafjölskyldunni I litlu íbúðinni sinni og hinu venjubundna 9-5 llfi, enda býóur umhverfið vart upp á annað, nema menn séu þvl harðari af sér. Þrátt fyrir lægðina sem nú er yfir sóslal- ískum umræðum og baráttu,er fyllilega ástæða til að varpa þeirri spurningu fram hvort við ætlum að sætta okkur við ástandið eins og þaö er, eða hvort við ætlum nú að snúa vörn I sókn. Barnaárið sem gengið er I garð gefur tilefni til ýmis konar athugana og vangaveltna um stöðu bama á Isiandi og hvað samfélagið býður þeim upp á og ekki slst til að skoða nánar hvemig mótun einstaklinganna fer fram I kapítalísku samfélagi. AÐ ERFA LANDIÐ Islenskt samfélag er fullt af þverstæðum. Ein sú mest áberandi er staða bama. Varla llður sá dagur að bömin séu ekki blessuð og lofuó sem kynslóðin sem á aó erfa landið. Prestar þjóðkirkjunnar láta að sér kveða , nú á aó minnast orða meistarans sem sagði „leyfið börnunum að koma til mln". Kirkjan ætlar að að endurvekja kristnina I landinu I gegnum börnin, allt I tilefni bamaársins. Væmnisvellan veltur upp úr þeim og sjálfstæð- isforkólfarnir taka undir, menn verða mjúkir innan um sig og tárin spretta fram þegar minr.st er á blessaða angana. En þegar betur er að gáð kemur I ljós að landserfingjamir er bara hreint ekkert vel- komnir. Ráðandi þjóðfélagsöf 1, borgarstjðmar- íhaldið sem réði I áratugi (reyndar lofar nýi meirihlutinn ekki góðu), atvinnurekendur og ýmsir menningarvitar mega ekki af eyri sjá til að bæta hag barna. Ef einhvers staðar þarf aá spara þá er byrjað á skólakerfinu og niður- skurði barnaheimila. Auk þess hafa foreldrar engan tíma til aö sinna börnum sínum. þeir eru að byggja og borga skuldir. Dagheimili og leik- skólar sinna hvergi nærri þörfinni og eru van- búnir tækjum og starfsliði. Skólarnir eru ým- ist aó tæmast eða yfirfyllast, þökk sé skipu- lagsgáfum borgaryfirvalda. Þó kastar fyrst tólfunum þegar minnst er á unglingana. Þeir mega helst hvergi vera, hvorki úti né inni. örfá æskulýðsheimili,engir dansstaðir og lög- reglan situr um þá á Hallærisplaninu. Þess þarf vart að geta að allir þeir sem vinna að málefnum bama fylla lægstu launa- flokka rlkisins, það hefur ekki hingað til þótt vert aó launa þeim sæmilega sem sjá um að koma erfingjunum til manns. 1 þessu samfél- agi vinnuþrældóms og takmarkalausrar gróða- fíknar er takmarkað pláss fyrir börnin. Þessi mynd á við um stóran hóp barna en sem betur fer eru hér undantekningar á og ýmislegt er gert fyrir þau, þð það nú væri, en þeim er ætlaður ákveðinn bás og þar ríkir barnamenn- ingin. MENNINGIN VEX I LUNDUM NÝRRA SKÖGA Ekki veit ég til að nein könnun hafi verið gerð á barnamenningu hér á landi og þvl liggja ekki neinar beinar upplýsingar fyrir

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.