Forvitin rauð - 08.03.1979, Blaðsíða 15
15
AÐSTÆÐUR EINSTÆÐRA FORELDRA
Vandamál einstæðra mæðra eru £ flestum
tilvikum áþekk. Einstæðir feður eru oft
betur settir, bæði fjárhagslega og félags-
lega. Þeir eru yfirleitt eldri er þeir
verða einstæðir, í eigin húsnæöi og einnig
er umhverfið jákvæðara og hjálplegra gagn-
vart þeim.
Sameiginlegt vandamál flestra einstæðra
foreldra er ábyrgðin, það að hafa engan til
deila með ákvörðunum sínum og ræða við um
þá erfiðleika er upp koma. Það er ekki
heldur hægt að skjóta sér undan ákvörðunar-
töku með " æ, greyið mitt, spurðu pabba/
mömmu þinn/þína".
Einstæðar mæður er einnig oftast að
finna £ lægst launuðstu stéttum þjóðfélags-
ins og eru fjárhagsvandræði þvi stöðugur
fylginautur þeirra.
Ef ættingjar og vinir hlypu ekki undir
bagga er hætt við að mörg ógift stúlkan,
sem elur barn yrði illa úti. Fæðingarorlof
litið og illa greitt, meðlag greiðist ekki
fyrr en meðlagsúrskuður liggur fyrir. Ef
stúlkan er svo óheppin að faðir býr i ann-
arri sýslu en hún sjálf, geta margir mánuð-
ir farið I bréfaskriftir milli embættis
manna I kerfinu áður en sá úrskurður liggur
fyrir og það jafnvel þó að faðir gangist
hið snarasta við barninu. Sé stúlkan enn
óheppnari og geti ekki feðrað eða þurfi ein-
hverra orsaka vegna aó fara £ mál við föð-
ur fær hún ekki krðnu greidda, fyrr en mála-
ferlum er Xokið, sem tekur óratima í okkar
seinvirka dómskerfi, þannig að barnið getur
verið orðið 3-4 ára gamalt áður en til með-
lagsgreiðslna kemur. Auðvitað á meölag að
greiðast við fæðingu barns og Trygginga-
stofnun rikisins á siðan að eiga endurkröfu-
rétt á hendur barnsföður, þegar úrskurður
liggur fyrir.
Til eru margar stúlkur, sem af misskil-
inni vorkunsemi við barnsföður hafa aldrei
fengið faðernisviðurkenningu á hreint og
þiggja meðlag beint. Ef faðir siðan deyr
eru börn þeirra réttlaus og verður þá jafn-
vel að höfða mál á hendur látnum mönnum til
að ganga frá þessum málum.
Stórbokkar þjóðfélagsins lofuðu er umræö-
ur um fóstureyðingafrumvarpið svokallaða
stóðu sem hæst, að þeir skyldu koma þessum
börnum til manns. En hingað til hafa börn
einstæðra mæðra ekki orðið södd af þvi lof-
orði.
Stúlka, sem er að ná sér eftir barnsburð
og er ekki svo heppin að hafa mannsæmandi
fæðingarorlof hefur kr. 4.464,- á mánuði
til að lifa fyrir, það eru mæðralaun. Fyr
ir þá upphæð greiðist auðveldlega fæði, hús-
næði og annað sem þarf til lifsuppihalds??
Annað gleymist einnig þegar rætt er um
aðstöðu einstæðra foreldra þ.e. hið tvö-
falda jafnvel þrefalda vinnuálag þeirra.
Venjulega taka einstæðir foreldar þá auka-
vinnu, sem þeir koma höndum yfir, vinnutekj-
ur nægja ekki til framfærslu heimilis,
heima biður "tómstundastarfið" , öll heiraii-
isverkin og það sem mestu máli skiptir ,
andleg og likamleg umönnun barna.
Heyrst hefur frá ráðamönnum þjóðarinnar,
að ekki megi búa það vel að einstæðum for-
eldrum að fólk beinlinis sækist eftir
þeirri stöðu (sic7), En aðstaða einstæöra
foreldra er jafnframt aðstaða barna þeirra,
það getur verið þjóðfélaginu auðveldara
(ódýrara) að búa vel að þeim I dag, heldur
en að greiða reikninginn seinna.