Forvitin rauð - 08.03.1979, Blaðsíða 24
24
HVAÐ BER AÐ GERA
Hvað er til ráða ? Hvernig eigum við að
bregðast við ? Sem betur fer bregður ein-
staka sinnum fyrir 1 fjölmiðlum mótvægi við
síbylju hins viðtekna. Verk sem hafa ein-
hvern boðskap að færa og gefa til kynna að
glansmyndin sem venjulega liggur frammi sé
töluvert fölsk. En þá er eins og við manninn
mælt, allar Ragnhildar Helgadætur landsins
rísa upp á afturlappirnar og gjamma um áróð-
ur, friðhelgi heimilanna er í hættu og kraf-
ist er aðgerða gegn þessum lýð sem spillir
börnunum. Að sjálfsögðu er aldrei minnst á
annars konar áróður, hann heitir kristilegt
siðgæði og lýðræðishugsjón og er verndaður
af löggjafanum.
Fyrsta skrefið til að snúa vörn í sókn er
að afla þekkingar. Nú þegar hafa verið gerð-
ar kannanir á barna- og unglingabðkum, sem
liggja fyrir í ritgerðarformi á Háskólabóka-
safninu. Næst þyrfti að taka fyrir efni I
útvarpi og sjónvarpi, kanna leikfangamarkað-
inn, athuga kennslubækur, hljómplötur,leik-
rit o.s.frv. með tilliti til þeirrar hug-
myndafræði sem þar birtist.
Hér er mikið verk að vinna, en því meir
sem vitum um barnamenningu á Islandi því
betur skiljum við hvaða kröfur okkur ber að
gera. Við verðum að vera vakandi gagnvart
þeirri innrætingu sem fer alls staðar fram
I samfélaginu og miðast að því að gera börn
að hlutlausum þiggjendum og tryggum neyt-
endum, væntanlegum trúum þjónum auðvaldsins.
Jafnframt ber okkur skylda til að styðja það
sem gott er gert og taka sjálf til höndum
þar sem við getum, minnug þess að þrátt fyr-
ir allt eru það nú börnin sem erfa landið
og þeirrct er að halda áfram baráttunni I átt
til þjóðfélags jafnréttis og sósíalisma.
Kristín Ástgeirsdóttir
Til frekari upplýsinga skal bent á greinar
sem birtust á jafnréttissíðu Þjóðviljans um
unglingabækur 26. ágúst '78 og 11. nóv.'78
um bamamenningu o.fl. og frásögn af könnum
á barnabókum £ Þjv.
KRÖFUR TIL BARNAMENNINGAR
- Að hún gefi ekki falska og villandi
mynd af heiminum.
- Að hún sé upplýsandi og hjálpi börnum
aó skilja umhverfi sitt.
- Að hún ýti undir Imyndunaraflið.
Að hún sé skemmtileg.
- Að hún ýti ekki undir slæmar hvatir
t.d. ofbeldishneigð
- Aó hún ýti ekki undir kynþáttafordöma
og fyrirlitningu á öðrum þjóðum.
- Að hún geri kynjunum jafn hátt undir
höfði.
- Að hún miðist við íslenskar aðstæður.
- Að vandað sé til máls og frágangs.
<9 0 0 QP->--i-ql s
1