Forvitin rauð - 08.03.1979, Blaðsíða 20

Forvitin rauð - 08.03.1979, Blaðsíða 20
20 GERUM BARNAHEIMILIN AD GÓBUM VINNUSTAD Aðstaða starfsfólks dagheimila, er mál sem verður að tengja umræðunni um fleiri og betri dagvistunarheimili, þv£ ef dagheimili eru ekki góðir vinnustaðir, þá geta þau ekki verið góóir dnalarstaðir fyrir börnin. Fjöldi starfsfólks miðað vió fjölda barne er mjög mismunandá! 1 nýlegri könnun var komist að þeirri niðurstöðu, að á hvern starfsmann, séu að meðaltali 5 börn. Á einu dagheimili fengum við þær upplýsingar að á deild fyrir 1-2 ára börn væru 4,3 börn á hvern starfsmann. Hinsvegar væri ástand- ið yfirleitt mun verra á eldri deildum, t.d. væru 2 starfsmenn með 17-18 börn þar. Þegar haft er í huga að dagheimili eru opin 1 11 tíma á dag og starfsfólk þarf að skiptasl á um að mæta fyrr, eða hætta seinna, þá er ljóst að ástandið er sýnu verra og álag mikió á starfsfólki og börnum. Húsakostur hamlar oft æskilegri starf- semi. Oft eru fjölmennar deildir (25-30 börn, jafnvel fleiri) 1 stórum stofum, þar sem möguleikar eru mjög takmarkaðir til að hðlfa stofur niður, og skipta þannig börnum 1 smærri hópa. Eldra húsnæði nýtur oft lítils viðhalds og hentar illa. Yfirleitt vantar algerlega lítil afdrep, þar sem fóstra og barn gætu átt samverustund I næði. Starfsfólk dagheimila eru annars vegar fðstur og hinsvegar lágt launaöar sóknar- stúlkur. Launakjör eru slæm og er önnur meginástæða þess, að karlmenn fást ekki til starfa á dagheimilum. Hin er sú að viðtek- in venja hefur verið að l£ta á að barnaum- önnun sé aðeins £ verkahring kvenna. Oft eru hin lágu laun sóknarkvenna (byrjunar- laun 153 þús.)aðalástæða þess að þær hætta eftir stuttan starfsaldur, hafa hreinlega ekki efni á að vinna lengur fyrir þessi lágu laun. Það er augljóst að á barnaheim- ilum þar sem meirihlutinn er oftast börn einstæðra mæóra, er brýn þörf á að fá karl- menn þar til starfa. Þvi er nauðsynlegt að berjast gegn láglaunastefnunni og einnig fyrir viðhorfsbreytingu sem hnigi £ þá átt að eyða þeirri skoðun að börn séu einkamál kvenna. Starfsfólk dagheimilanna er hlynnt auknu foreldrasamstarfi. Reynt hefur verið að fá foreldra að koma inn á dagheimilin i stytt- ri eða lengri heimsóknir og einnig að fá þá á fundi til umræóna um málefni dagheim- ilanna. Þar sem þeir fundir eru, þá eru þeir vel sóttir, en illa gengur með sam- felldara og virkara samstarf. Foreldrar njóta ekki skilnings atvinnurekenda sinna, þeim er ekki leyft að taka fr£ úr vinnu til að fara inn á bamaheimilin og mæta þv£ við- horfi að fyrst börnin hafi dagheimilispláss geti foreldrar látið þau eiga sig á meðan. Þannig rekst foreldrahlutverkið harkalega á skipulagningu vinnunnar úti £ þjóðfélag- inu. Þvi vill margt starfsfólk dagheimil- anna halda þv£ fram, að það sé fyrst og fremst skipulagning launavinnunnar, sem við- haldi þeirri skoðun að dagheimili séu geymslustofnanir fyrir foreldra. Við krefjumst þess hinsvegar að þetta samstarf sé eflt, að foreldrar fái að taka þátt £ daglegum störfum dagheimilanna og vera stefnumðtandi fyrir alhliða starfsemi þeirre I samvinnu við starfsfólkið. Bjartar vonir um betri t£ð kviknuðu hjá foreldrum og starfsfólki dagheimila þegar hinn alræmdi ihaldsmeirihluti féll £ borgar- stjórn. Starfsfölk dagheimila þóttist eiga von á gagngerri viðhorfsbreytingu stjóm- valda, sem boðuð hafði verið með tilþrifum Inni á dagheimilunum finnst þess ekki vottur að nú fari "félagshyggjufólk" meö völdin. Það eina sem vart verður við er niðurskurður og spamaður. I ár er gert ráö fyrir sömu krónutölu fyrir viðhald og leiktækjakaup og var á siðasta ári, m.ö.o. skerðingin nemur rýmun krónunnar, eða rúmlega 40%. Starfsfólk dagheimila er yfirleitt hlynt þv£ að nýta leikskóla og dagheimili meira saman og skapa möguleika fyrir sveigjan- legri dvalartima bamanna. Sjálft er það mjög aðkreppt með tima, t.d. hefur þaó l£tinn tfma til að undirbúa störf dagsins, eða halda fundi á vinnutima. Jákvæð þröun innan dagheimilanna felst þess vegna einkum £ eftirfarandi atriðum. frh. á bls. 33

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.