Forvitin rauð - 01.06.1981, Blaðsíða 14

Forvitin rauð - 01.06.1981, Blaðsíða 14
 14 Kynl íf Kynl íf Kynl íf Kynl íf Kynl iíf : Kynl íf Kynl íf ; Kynl Ást í nieinum Viðtal við 40 ára konu. Þvi verður ekki á mqti mælt, aó líf margra kvenna snýst æðimikið um karlmenn Við eni vandar við það frá bemsku, að lif í len.gri tima án karlmanns hljóti að vera aunt lif. Jafnvel að lakur karl sé betri en enginn karl. Nú eru konur valdalaus hópur og kdgaður hópur og þá liggur í augum uppi, aó sambönd við karlmenn, san tilheyra valdahópnum, hljóti að bera merki þess- ara ójöfnu valdahlutfalla bæði hvað varðar tilfinn- ingalífió og önnur sam- skipti þeirra i milli. Nokkuð er það, að konur viróast fara afar illa út úr ástarsamböndun við karl- menn. Ótölulegur fjöldi þeirra á í hinun erfiðustu karlavandamálum as/ina út. Er þá um að ræða allar teg- undir af slikum samböndum, anáskot komungra stúlkna, hjónaband, samband við ann- an en eiginmann o.s.frv. Margar skaðbrennast i ást- aras/intýrinu og ná sér aldrei, aðrar sleppa reynslunni ríkari og nota þá reynslu til að greina og skilja hvað raunveru- lega hafi gerst. Ein þeirra er fertug kona i Reykjavik sern i fjögur ár hafói ástarsanbandvið ann- an en eiginmann sinn. Hann -er menntamaður úr alþýðu- stétt, vinstri sinnaður og jafnréttissinnaður og lika giftur. Meðan á samband- inu stóð skildi kona þessi við mann sinn en ástmaður hennar er enn giftur sctnu konu. Un sambönd af þessu tagi hefur litió verið fjallað nema helst i háði. Hjákonan á samúð fárra,hún er réttlaus og má engar kröfur gera, aðeins hirða molana sem hrjóta af borði hans. Gjaman hefur hún samviskuhit og finnst hún hafa truflað lif heillar f jölskyldu en þessu skyldi þó ekki vera öfugt farið? Er það ekki einmitt karl- maðurinn i svona framhjá- haldssamböndum san truflar lif tveggja kvenna? Það er nefnilega hann san er gerandi i sambandinu og hagar sér þannig, bæði gagnvart hjákcnunni og eiginkonunni. Hér á eftir fer viótal vió konu þar sem hún segir frá sambandi sinu, hvemig þaó þróaóist og hvaða ályktanir hún dró af þvi eftir að því lauk. Það er trúa okkar að hér sé um aó ræóa sameiginlega reynslu margra kvenna og þvi þykir okkur þörf á að kcma þessu máli á framfæri hér i blaó- inu. „Sambandið stóð i fjög- ur ár. Þetta timabil skiptist i tvennt og náói hámarki um miðbikið. Fýrstu tvö árin vorun við aó byggja sambandið upp. Vió áttun miklar sælu«« stundir, könnuóun náttúr- una,nutum lista og ræddun saman endalaust. 1 upp- hafi höfðun við ekki aó- stöóu til ástarfunda nana úti i náttúrunni en úr þvi rættist síóar og vió nutum ásta okkar eins og ást- föngnu pari einu er lagið. Við gáfum hvort öðru gjaf- ir en eftir á aö hyggja, sé ég að það var töluverð- ur eðlisnunur á gjöfum okkar. Hann gaf gjafir i þeim tilgangi aó kenna mér, lyfta mér upp and- lega. Ég gaf. „kvenlegar" gjafir sem áttu að fegra hann og umhverfi hans. Þá þegar mátti greina mikinn mun í afstöðu okkar til' sambandsins. Eftir að það hófst kvaðst hann eiga mun betra með að ungangast vinnufélaga sina og fjöl- skyldu en áður. Hann sagð» ist vera orðinn miklu Ijúf- ari og hlýrri heimilisfað- ir, þolinmóðari og umgengn- isbetri á allan hátt. Hjá mér var þessu þveröfugt farið, ég kastaðist milli hamingju og angistar, eink— um eftir aó mér varð ljóst hversu sambandið ætlaði að verða mér mikils virói. Stundimar sem vió vorum saman voru hamingjustundir en timabilið i heild sam- felld angist. Eftir tveggja ára stöð- ugt innilegra samband, sá ég satt að segja ekki fram á annað en sambúð meó mann- inum. Hann kallaði hjóna- band sitt „ósænilegt" en skilgreindi þá nafngift ekki frekar. Mér fannst aó bann hlyti að óska lausnar frá sinu „ósæmi- lega" lifi og svo sannar- lega skyldi ég hjálpa hai- um til þess og höndla un leið hamingjuna. Ég sá ekki fyrr en seinna, að þetta var mikill misskiln- ingur, hann hafði ekki ætlast til að sambandið raskaöi högun hans i neinú' FR: Þú hefur gert ráð fyrir mjög haminquscmu lífj i sambúð við þennan mann? „Já, það gerði eg en eg gerði mér þó lika grein fyrir erfiðleikatimabili. án þess þó aö ég legði niður fyrir mér hvers eólis vandamálin gætu orð- ið og hve hrikalega mynd þau gætu tekið á sig. Trú— in á sameiginlega framtið i ást og vináttu varð öllu öðru yfirsterkari. Ég var sannfærð um að okkar fagra mannlif myndi hafa bætandi áhrif á allt umhverfi okk- ar. Og hér erum við aftur kcmnar aó ólikri stöðu karla og kvenna i svona Scmböndum. Hann fyllti gjörsamlega lif mitt og alla hugsun út i hvem krók og kima sálarlifsins, ég vanrækti tilfinninga- lega fjölskyldu mina og vini, allt sem ég átti beindist aó honum. Ég vildi helga mig honun, lifa einu lifi með honum. Ég held að þetta sé reynsla flestra kvenna en ég álít að karlar eigi auð- velt með aó skipta! lifi sinu upp i misnunandi hluta og raóa þeim kirfi- lega niður i skúffur san þeir opna og loka eftir þvi sem vió á. Þessi mað- ur þurfti að„stilla takkana" eins og hann orð- aði þaö, eftir að hafa ver- ió með mér og áður en hann fór frá mér og heim til sin. Ég á vinkonur san hafa lent í sams konar sam- böndun við menn út á landi. Ætli þeir hafi ekki„stillt tákkana" i flugvélinni. „Sjipp og hoj, og svo nýja í næstu höfn", eins og stendur i slagaranum. Eng— in vandamál. Annars held ég, aö konur eigi mjög erfitt með að eiga fleiri en einn rúm- félaga i einu, enda fannst mér þaö óbærileg tilhugsun að hann væri meó öðrum kon- un. Að eigin sögn hætti hann aó sofa hjá konunni sinni meóan á okkar sam- bandi stóö. Ég velti mik- ið fyrir mér hvort það væri rétt. FR: Tókstu nokkuó eftir þvi þegar samband ykkar for að breytast? „Ju, eg fann það frá fyrstu stund, svo næn var ég fyrir þessu sanbandi. Hnignunin hófst þégar viö ákváðum að taka saman. Sambandið hafði svifið á skýjum og við höfðun gert hvort annað aó óraunveru- legum dýrðlingum á stalli. Að kippa þessum drauma - heimi niður á jörðina þýddi ragnarök. Hlutim- ir gerðust í þeirri röð san þeir éru líklega vanir að gerast. Gjafir hættu að berast, við vorum hætt að tala um sameiginlega drauma svo san ferðalög. Hann hélt sambandinu leyndu eins og mannanorði, lengra og lengra varó milli ástarfunda sem höfðu breyst i eðli srnu. í staó vinar og félaga var aðeins ástmaðurinn eftir og að síðustu stóð hann ekki við að hafa samband vió mig á umscmdum tíma. Sióan kcm uppsögnin. Eftir að þessi þróun gekk í garð, varð mér efst í huga, að ég mætti fyrir engan mun missa hann alveg, Hlutverk okkar urðu em meir en áður á þann veg aö ég beið og þáði, hann var gerandinn. Ég veit það núna, að undir niðri fann ég að endalokin nálg- uðust og aó ég var i raun- inni ofurseld skilmálun hans. 1 eðlilegu fram- haldi af þessari niðurlæg- ingu tók ég í vanmætti minum aó ráðast á hann til aó kalla fram viðbrögð. Ég bar á hann, aó vilja „dramatísera" í staðinn fyrir að vera, að hafa blekkt mig rreð leik sínum og ég réðst á gáfur hans, göfugmennsku og staðfestu sem voru aóaldrættimir í þeirri sjálfanynd sem hann hafói kanið sér upp. Þetta mistókst. Hann tók öllum ögrunun minun meó þegjandi þögninni og sagð- ist ekki vilja rifast yið mig. En vafalaust hefur honum mislikað að ég skyldi ráðast á sjálfs- myndina. Hann sem hafði hafnaó leikreglum karla- samfélagsins og tileink- að sér viðhorf undirok- aðra hópa og taldi sig talanann þeirra. Ofsi minn hefur örugglega flýti fyrir þeirri ákvörðun hans að losa sig við mig. Ég var orðin honum mjög erfió. Eins og ég er búin að segja áður, ætlaðist hann aldrei til að þetta sam- band okkar truflaði lif sitt að neinu ráði og allra síst mátti hann við þvi, að sjálfsnyndin og sjálfstraustið yröu fyrir nokkrum hnekki. Hann hreint og beint lifði á þessari sjálfsnynd, Hann var gáfaóur og vel lesinn mannvinur. Ég hef samt sterkan grun um að hann og hans likir ( san ég þekki marga) þurfi stöð- ugt á því að halda að styrkja þessa sjálfsnynd. Þá er gott aó hafa sér innan handar ágætar konur, samilega menntaðar en örugglega minna lesnar en þeir. íeer eru góðir áheyrendur. Ég held að það sé engin tilviljun aö þessir menn velja sér ein- mitt konur að viðmælendum og vinum. Með þeim eru þeir öruggir, þeir þurfa ekki að keppa við þær. 1 karlahópi eru þeir hins vegar stöóugt í samkeppni, þurfa ævinlega að vera betur lesnir cg fróðari en næsti maður. FR: Heldur þú þá að hann se sami maður nu og fyrir þetta samband? „Nei, hreint ekki. Ég efast ekki um aö hann hafi verið heill í þessu sam- bandi. Frjótt tilfinn- ingalif cg kynferóislíf gerir hvem mann að rík- ari og betri manneskju, ekki sist þá san hafa ver- ið tilfinningalega van- nærðir frá bemsku, eins og ég veit að hann var. Ég ýtti undir sjálfstraust hans þar san þess var þörf laóaói fram hjá honum mýkt og sagði honum áó hin daglega grima væri óþörf. Að vissu marki fékk ég hann til aó tala v un tilfinningar sínar en i þvi hafði hann fengió litla þjálfun um ævina eins og margir karlmenn. Siðan hef ég raunar farið að velta þvi fyrir rtér, hvort hér sé einungis un að ræða rnisnun á karla- og kvennamenningu, hvort þaó geti lika verið um að ræða ólika menningu eftir stéttum. Ég ólst upp við það aó gera kröfur til að mér liði vel og að tilfinn*" ingalegum þörfuri minum væri sinnt. Ég taldi mig eiga rétt á hamingju i lif- inu eða góðu lifi og það gerði fólk úr millistétt sem ég er fædd inn i. i alþýðustétt þaðan sem hann er sprottin er menningar- hefóin önnur. Hvort tveggja var lifsbarátta alþýóufólks i sveitun svo hörð, að litið rúm var fyr- ir „lúksus" eins og flókin tilfinningasambönd manna i milli og eins var ekki til nein hefð til umf jöllurarr uti þau. Þetta kcm lika fullkcmlega flatt upp á mig og olli mér bæói von- hrigðum og sársauka hversu kaldur hann var þegar hann sleit samband- inu endanlega. Þá var öll mýkt horfin úr fari hans. Það var ekki að sjá að hann hefði minnstu samúð i minn garð. Kannski merkir mýkt bara veikleika hjá körlum og nú var um aó gera að vera nógu sterkur. Ógöngumar voru mitt eigið mál. Hann sneri við mér bakinu i bókstaflegri merk- ingu. Ég man að ég grét upp við bakió á honun þar san við sátun saman. Hann sneri sér ekki að mér. Ég átti ekki framar aögang aö honum. Skylduraakni heimil- isfaðirinn yfirgefur ekki sitt fólk en mannúðin nær ekki til hjákonu sem timi er kcminn til aó losa sig við.„Ég get þetta ekki vina min, en ég vona að sá dagur kami að þú skilur mig." FR: Af hverju sleit hann sambandinu endanlega? Var þaó kannski vegna þess að þú sættir þig ekki við ann- að en sambuð? „Hann sagðist ekki geta haldið áfram vegna þess aó ég hefði gert sig að svo „mjúkfm" manni. Tvöfalt lif væri oróið sér óbæri- legt. Hann hafði gert til- raunir til að losa um sam- bandið áóur, en ég hafði alltaf risið upp meó út- rétta hönd og beðið um framhald i einhverri mynd. Nú var þaö san sagt endan- legt. Samt tók hann upp á þvi að hringja til min af og til og spyrja hvemig mér liói. Það fannst mér skrýtið. Við hverju bjóst hann eiginlega? Ég áttaói mig á þvi einn daginn aó ég var farinn að biöa eftii þessum upphringingum. Þá loks var mælirinn fullur og ég hringdi til hans og bannaði honum að hringja i mig. Hann tók þvi illa. Frh. á bls. 20

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.