Forvitin rauð - 01.06.1981, Blaðsíða 20

Forvitin rauð - 01.06.1981, Blaðsíða 20
20 Alltaf ráðist 5 ... tíma nokkuð sem skiptir mig megirmáli. F .rauð: ÞÚ hefur þá ekki uppgötvað sjalfa þig gegn- um annað folk? Hún: Ekki á þessu sviði. Nema í gegnum þennan eina mann sem er auðvitað mjög þrörgur reynsluheirrur. Þó eg hafi átt mjög nánar trún- aðarvinkonur þá er þetta hlutur sem við höfurn aldrei haft þörf fyrir að ræóa. Ég held ekki að þetta sé blygðunarkennd eða feimni, miklu frekar aó ég hafi ekki þörf fyrir aó ræða þessa hluti. Ég held aó þeir sem þurfa að tala um sitt kynlif séu frekar þeir sem eru ó- ánægðir meó eitthvaó hjá sér. Ef þaó hefóu kcmió upp einhverjar spurningar sem við hefóum ekki getað leyst saman þá held ég aó ég hlyti aó hafa talað við einhverja aðra. F.rauð: Hvernig reynir þú vió? Hun: Sg spurói manninn minn að þvi hvernig ég reyndi við. Hann leit á mig stórum augum og sagði: "þd reynir aldrei við". Ég hef aldrei gert greinar- mun á strákun og stelpum og alltaf átt jafn mikió af vinum og vinkonum. Nu vinn ég t.d. meó kartoönnum alla daga og lifi í mjög miklum karlaheimi. Þeir segja oft: "heyrió þið strákar" þó ég sé þarna líka þannig að ég held ég virki ekki sem mjög mlkil kynvera dags daglega. Ég skynja mig heldur ekki sem slika, nermi til dæmis ekki að gangast upp í því að hafa mig til. Auövitað finnst mér gsman aó finna þaó þeg- ar ég hef áhrif á karlmenn en eg sækist ekki sérstak- lega eftir því. Ef ég væri óánægó og þyrfti aó fá út- rás fyrir mina kynhneigð þá myndi ég örugglega haga mér öóruvísi en eg sækist frekar eftir viðurkennirgu á öórum sviðum en sem kyn- vera. Það fer í taugamar á mér þegar karlmenn reyna stíft við mig, sérstaklega ef það eru giftir menn. Mer f innst þaó virðingar- leysi bæði gagnvart mér cg manninun sjálfum. Ég held aó það hljóti að vera mjög misjafnt hvaó konur hafa mikla þörf fyrir að vera kynverur. F.rauð: Hvað finnst þér um framhjáhald? Hun: Hvað framhjáhald varð- ar þá er ég hvergi eins tvöföld í roðinu og þar. Mér finnst þaö eigi aö vera sjálfsögð réttindi fólks að þurfa ekki aó vera kynferð- islega bundió einni mann- eskju alla ævi. Hitt er annað mál að þetta er hlutur sem ég myndi aldrei skrifa upp.á í mínu hjónabandi. Ég er alveg hryllilega af- brýðisöm og eigingjörn. Það er ænnilega minn ljót- asti löstur. Þessi tilfinn- ing er aóeins á kynferðis- sviðinu - mér er alveg sana þótt hann eigi vinkonu sem hann rafcbar við - það f innst mér bara gaman. En ef ég héldi að þau væru að gera eitthvað sem ég mætti ekki sjá þá væri ég alveg biin að vera. Ég er viss um að ég gæti ekki verið með öðr- um manni nema að halda minast hálftima fyrirlestur •um þaó sem ég ætlaöi að fara að gera og fá leyfi fyrir því. Þetta er eitt- hvað gamalt i mér. Mér finnst þetta vera þaó ljót- asta sem ég gæti ge'rt minum manni og eins með hann, hann gæti ekki brotið mig meir nióur á annan hátt. Ég hef tekið eftir þvi með mig að ég hef einhverja viðurstyggð á framhjáhaldi. Að visu geri eg mikinn greinarrrun á þvi þegar fólk á sér viðhald og blekkir hinn aöilann og því þegar það hefur gert sankcmulag sin á milli og talar sanan i hreinskilni. Nú eða þá er fólk er aðskilið i lang- an tima og á þá kannski eitt eóa tvö kynlífsævin- týri þannig að það meiói ekki hinn aðilann. F.rauð: Hvað finnst þér urt kynvillu? Hun: Kynvillu hef ég mjög lítið kynnst i raun. Eg á einn vin sem er kynvilltur. Við höfum verió mjög góóir vinir frá þvi við vorum lítil og ég man ekki eftir að mér hafi ekki alltaf fundist hann vera sá sani i minum augum. Siðan hef eg kynnst örfáum vinum hans litillega. Mer finnst þetta allt vera venjulegt og indælt fólk og hef enga fordóra gagnvart þvi. Ég hef aldrei svo ég viti þekkt lesbíska konu. Engin kona hefur leitað á mig en ég efast um að það hefði slik áhrif á mig aó ég f æri að dæma þann einstakling. Ég held aö kynvilla sé alls ekki óeðlilega í svona firrtu þjóófélagi eins og við bdum i. Ég held aó þetta sé eólileg afleiðinq af þeim tviskinnungi sem hefur rikt i kynferðismálun. Allskonar fáránlegar upp- ákcmur hjá kynslóðum á_á undan okkur hljóta að skapa svona spennu, Það er eitt sam mér finnst vera mjög áberandi i umræð- un um þessa hluti, sem fer oneyranlega i taugarnar á mér, hversu alltaf er talaó eins og þetta fólk lifi ekki fyrir annaó en kynlíf. Þetta er svo fráleitur hlut- ur. Ef kynvilltur karlmað- ur talar við annan karlmann þá eru allir komnir á skjön, "Er hann aö reyna við hann"? Þetta er eins og við værum aö reyna viö hvern einasta karlmann sem vió kænum nálægt. Það er oft horft á þetta fólk ein- ungis sem kynverur en alls ekki sem einstaklinga. D.G. Hvenær kemur ... seinna aó það var að gera sjálfu sér bölvun, aó það hafi ekki verió undir slikt svokallaó frjálsræði búið, hafi hagaó sér sam- kvæmt nýjum hugmyndum sem það var ekki búið að laga sig að nema á yfirborðinu. Svo held ég að fólk ætti aó hugsa meira um sjálft sig áöur en það byrjar á framhjáhaldi, þetta hljóm- ar kannski eins og þver- sögn en þaó er staóreynd aó margir sem lifa í njónabandi og stunda fram- hjáhald við hliðina, skilja við sjálfa sig í andlegri rúst. Mér virð- ist þetta einkum eiga vió kvenfólk. Ég þekki mörg dæmi þess, aö konur sem telja sig hafa verið að eignast nýja vídd í lífi sínu með nýjum félaga, hafa vaknað upp við það einn daginn að allt var blekking og þær sjálfar engu bættari nema síður væri. Framhjáhald með einum i dag og öðrum á morqun er nú yfirleitt greinilegt rrerki um ao það sé nú kominn timi tii að leysa upp hjónabandið eóa sambandið. Þaó viró- ast hins vegar vera ótrú- lega margir sem ekki taka mark á slíkum merkjasend- ingum. FR: Hvaða skoðun hefur þú á getnaðarvörnum? Hun: Getnaóarvarnir eru aó minu áliti eins sjálf- sagðar og heit böð. Þeir sem eru ungir núna eiga kannski erfitt með að hugsa sér heiirvinn fyrir daga pillunnar en hún hafði í för með sér miklai hreytingar i lífi fólks. Nú á dögum hugsa stúlkur og konur mjög mikið um skaðleg áhrif pillunnar á heilsuna eins og eólilegt er, en með tilkcmu pill- unnar gjörhreyttist öll umræða um getnaðarvarnir til hins betra og eftir að i ljós kan að hún gat verið hættuleg, beindist athyglin aftur að öðrum getnaóarvörnum og þá á miklu opinskárri hátt. Það eru til ýmsar leiðir til getnaóarvarna og ég held að ungar stúlkur, og jafnvel strákar lika, telji þaó sjálfsagt mál aó kynna sér alla rrögu- leika í þessum efnum. Hins vegar er ég gröm yf- ir því hvað það dregs't lengi að kcmi fram á sjón- arsviðið karlpilla eða einhver getnaðarvöm sem þeir geta notaó, aðrar en sá gamli góói smokkur sem eins og allir vita hefur tvíþættu hlutverki að gegna; kana í veg fyrir getnað og útbreiðslu kyn- sjúkdóna. FR: Hyer eru áhrif bam- eigna á kynlíf? Hún: Ég býst við þvi að margar kanur missi dálít- ió áhugann á kynlífi vió þaó að eignast bam. Hvorttveggja kemur til, röskunin á likamsstarfsemi vió meógöngu cg barnsfæð- ingu og athyglin beinist að hvitvoðungnum meó til- heyrandi næturvökum í mörgum tilfellum. Hins vegar missa karlrænn ekk- ert áhuga á kynlífi þótt konan sé ólétt eða nýbúin að ala barn. Sjálfsagt getur þetta misræmi haft slæm áhrif einkum ef fólki er ekki lagið að tala sam- an um þaö. R.T. A st f ... FR: Trúir þú þessari út- skýringu hans um það að hann hafi verið orðinn of „mjukur" og goður til að standa r svona löguðu? „Nei, eg trui þvi ekki. Harm var hreinlega orðinn mér afhuga. Til þess hafa sjálfsagt legið margar ástæður, t.d. kröfuharka min og ásakanir cg e.t.v. þörf hans fyrir nýjan að- dáenda,." FR: Hvernig reiddi þér svo ' af eftir þetta afall? „ 1 hönd fóru nokkrir mán- uðir san ég á varla orð ti] að lýsa. Andlegt niðurbrot mitt varð algjört og mér fannst eins og likaminn væri farinn að gefa sig. Akveðin, mjög óþægileg sjúkdónseinkenni fóru að gera vart við sig. And- vökurnar ætluðu mig iif- andi að drepa. Ég átti bágt meó að slappa af á kvöldin og ég hrökk upp eldsnerrma á morgnana meó brjóstið þanið af stressi, verk i maga, hræðslutil- finningu cg kvíða fyrir komandi degi. Allt þetta tilfinningarót truflaði mig mjög i lifi og starfi og á tímabili var ég farin að fá mér snaps á kvöldin til aó liða betur cg geta sofnað. Það var vitaskuld hin versta blekking. Þegar ahrif vinsins hurfu voru sorgin og reiðin aóeins sárari. Það vill mér til happs, aö ég á margar góðar vin- konur sem sýndu mér mikla umhyggju meðan á verstu hremmingunum stóð. Þó verður maður að vinna sig út úr svona flækju á eig- in spýtur. Liðan min var mjög sveiflukennd frá degi til dags og ekki á nokkurn mann leggjandi að hlusta á öll þau tilbrigói þjáninqa. Gagnvart daglegu umhverfi hélt ég alltaf andlitinu enda litla samúó aó fá, þegar vandamálið hrýtur gjörsamlega i bága við rikj- andi sióferói. Un kvöld og um helgar hélt ég mér uppi með mikilli vinnu. FR: Heldur þú að þessi reynsla þín sé einstök eða heldur þú að her se um að ræða akveðið mynstur í san- skiptum karla og kvenna? „Ég tel aó svo sé enda þekki ég margar konur sem hafa gengið í gegnum það sama. Mér finnst eftir á að þessi maóur hafi gengið í skóla hjá mér í fjögur ár. I samskiptunum við mig hefur hann byggt sig upp andlega, öðlast aukinn tilfinninga- þroska og vaknað kynferðis- lega. Hann speglaði sig i mér oq fékk staðfestingu á því að hann væri töfrandi og fær til alls. Þá varó hann fleygur og er floginn á vit nýrra ævintýra." Ráðstefna 8. mars... valið er einhæfara, kvenna- greinarnar lifa. Hun vitn- aói til bókarinnar um jafn- rétti kynjanna þar sem seg- ir að án aógerða myndi að- staða kvennanna ekkert breytast. Þetta var 1975 og ekkert hefur verið gert enda staða kvenna hin sama. Konum hefur fjölgað í há- skólanámi, en sama hlutfall lýkur námi og fyrir 10 árum Konum hefur fjölgað í kenn- araliði Háskólans, en i greinum eins og hjúkrunar- fræði og sjúkraþjálfun sem eru „kvennagreinar." Hjördís Hjartardóttir ræddi um fjölskyldupólitik og þar sem fátt eitt hefur birst um þau mál birtum við ræðu hennar hér í blaðinu. Kemur þá að umræðum og skal fátt eitt tiundað um þær nema hvað deilur uróu um leiðir i baráttunni. Nokkrar konur á ráðstefn- unni voru þeirrar skoó- unnar, að eina leiðin værj sú að styðja konur til áhrifa í þjóðfélaginu, hvað sem þær ætluðu sér annars aö gera, það væri eina leióin til að brjóta niður karlaveldið og bæta hag kvenna. Vió Rauðsokk- ur sögðumst ekki geta stutt hvaða konu sem er, hún gæti jafnvel beitt sér gegn hagsmunum kvenna. Það er ekki nog að vera kona, það verður að vera kvenfrelsissinnuö kona, málefnið hlýtur aó hafa sitt að segja. Kristin Astgeirsdóttir F jölskyldupSlitfk. . . . fremur en að hér sé um aó ræða form sem tryggi vel- líðan og öryggi einstak- linganna. Ég er hrædd um að f jöl- skyldan - þetta hugtak vekur hjá okkur, minni kynslóð og þeim sem eldri eru, jákvæðar tilfinningar- sú fjölskylda sé í dauða- teygjunum. 1 staðin sé komin þessi hagkvæma stofnun. Til aó fyrirbyggja allan irisskiling er vert að taka fram að ég er ekki á rtóti sairbýlisforrránu foreldrar og böm sem slíku, en léyfi mér að draga í efa að þaó sé heppilegt við núverandi þjóðfélagsaðstæður vegna þeirra tilfinningalegu heftingar sem kjamaf jöl- skyldan og einokun hjóna- bandsins er. Ég tel að gera þurfi ráðstafanir til að búa betur að bömum og full- orðnum. Gera'þurfi ráð- stafanir til að styója fjölskylduna eöa þróa örrnur sambýlisform sem eru "nagkvæm út frá hagsmunumi þeirra einstaklinga san nú rrynda fjölskyldur, en einnig þeirra sem hafa ekki þetta tilfinningalega athvarf \egna þess að þeir eru utan fjölskyldna. Gera ráðstafanir til að sarrfélagið axli þá ábyrgð sem því ber. 1 ljósi reynslu sióustu áratuga sýnist rrér að þeirra ráðstafana sé ekki að vænta fyrir tilstilli stjórnmálaflokkanna, þó þair vilji nú ólmir móta sér stefnu í fjölskyldu- pölltík. Nú þá er kannski ekki heldur ástÆða til að treysta að kæmi nú til þess að einhverjar ráó- stafanir yrðu gerðar fyrir þeirra tilstilli, að þær ráðstafanir yrðu ekki ein- ungis til að breiða yfir verstu neyðina og stétta- mismunirrn. Eg sagði í upphafi aó f jölskyldupólltík væri ný- tísku orðaglamur, en þó eru þar undantekninqar því Rauðsokkahreyfingin hefur fyrir löngu síðan sett fram skýrar fjölskyldu- pólítískar kröfur þó þær kröfur bæru ekki þessa yfirskrift. Gömlu góðu kröfur RSH eru: Samfelldan skóla og motuneyti,- góóar og ókeypis dagvistarstofn- anir,- 6 mánaöa fæðingar- orlof fyrir alla, - lífvæn- leg laun fyrir 8 stunda vinnudag, - fulla atvinnu og atvinnuöryggi fyrir alla - jöfn laun fyrir sarrbæri- lega vinnu. Hefur hreyf- ingin eftir rrætti reynt aó koma kröfum þessum á fram- færi rreð sarrþykktum, um- sögnum og fundarhöldum. Kröfur þessar eru alls ekki tæmandi, en ekki svo slæleg byrjun, bara aó komió væri til rtóts við þær.

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.