Morgunblaðið - 02.11.1953, Síða 3
1913
2. nóvember
1953
orc^un
hia,&i& jaióÉin
Ólafur Thors forsætisráðherra:
A rnci Éa rósL
ir
PEGAR Morgunblaðið minnist í dag 40 ára af-
mælis síns hlýtur það fyrst að votta stofnendum sínum þakklæti fyrir
stórhug þeirra og framsýni. Það þurfti í senn kjark og áræði til þess að
hefja útgáfu dagblaðs á þeim tíma, er blaðið hóf göngu sína. En þá Ólaf
Björnsson og Vilhjálm Finsen skorti hvorugt. Þeir gengu ótrauðir og bjart-
sýnir að sköpun nýtízku dagblaðs, sem skyldi jöfnum höndum hafa það
hlutverk að flytja fréttir af rás viðburðaima og standa trúan vörð um
forna menningararfleifð íslendinga.
Þegar Morgunblaðið varð til, var íslenzka þjóðin fátæk og ófrjáls. En
hin efnahagslega viðreisn var þó hafin og markvísri baráttu haldið uppi
fyrir stjórnarfarslegu sjálfstæði.
Síðan hefur þjóðin verið í stöðugri sókn. Fullveldi íslands var viður-
kennt árið 1918 og Jýðveldi stofnað árið 1944. í efnahagsmálum hefur
Grettistökum verið lyft. Lífskjör almennings hafa batnað og stórfelldar
framfarir orðið á öllum sviðum.
★
Morgunblaðið hefur vaxið með þjóð sinni. Það átti eins og hún við
margvíslega erfiðleika að etja á hinum fyrstu árum. En tíminn leið og
blaðið óx og dafnaði. Útbreiðsla þess varð stöðugt meiri. Má með sanni
segja, að Morgunblaðið sé blað allra landsmanna. Þannig hefur íslenzka
þjóðin gert Morgunblaðið að langsamlega útbreiddasta og áhrifamesta
hlaði sínu.
Ástæða þess, að blaðið hefur náð þessari aðstöðu er að sjálfsögðu sú,
að það hefur verið trútt hinum upprunalega tilgangi sínum, að vera f jöl-
breytt og áreiðanlegt fréttablað. Almenningur hefur fundið að það lagði
mikla rækt við þessa skyldu sína. Og stefna blaðsins og barátta fyrir
einstaklings og þjóðarfrelsi hefur átt ríkan hljómgrunn hjá þjóðinni.
Morgunblaðið leggur nú út á fimmta áratuginn alráðið þess, að halda
áfram sömu stefnu. Því er ljóst, að margt stendur til bóta í útgáfu þess
og starfi. Erfið starfsskilyrði, þröng og ófullkomin húsakynni og of afkasta-
litlar vélar hafa torveldað ýmsar nauðsynlegar umbætur í rekstri þess
og þeirri þjónustu, sem það vill veita lesendiun sínum og viðskiptavinum.
Blaðið mun framvegis sem hingað til leggja höfuðáherzlu á nákvæman
og vandaðan fréttaflutning af því, sem gerist utan lands og innan. Það
mun kappkosta að hlúa að og vernda þjóðleg verðmæti um leið og það
freistar að veita straiunum nýrrar menningar til hinnar íslenzku þjóðar.
Það telur það vera hlutverk sitt að stuðla að vernd þess bezta og þjóð-
legasta, sem horfnar kynslóðir hafa skapað, en vera jafnframt opið fyrir
nýungum, sem til heilla horfa, létt geta störf þjóðarinnar, aukið þroska
hennar og sanna menntun og menningu.
★
Blaðaútgáfa í örfámennu þjóðfélagi er að mörgu leyti meiri vandkvæð-
um bundin en meðal fjölmennra þjóða í þéttbyggðum löndum. Umræðum
um opinber mál og jafnvel sjálfum fréttaflutningnum hættir til að verða
þar persónulegri en hollt er og æskilegt. En með aukinni reynslu blaða-
mannanna og vaxandi skilningi almennings á hlutverki blaðanna verður
auðveldara að líta hlutlægt á málin og greina kjarnann frá hisminu.
Morgunblaðið þakkar lesendum sínum, sem stöðugt hefur verið að
fjölga, fyrir traust þeirra og velvild á liðniun árum. Það hyggst rækja
forystuhlutverk sitt í íslenzkri blaðaútgáfu með því að vanda stöðugt
meira til útgáfu sinnar og þjónustu við viðskiptavini sína.
Með bættum samgöngum verður dreifing þess öruggari og skjótari.
Hvert ár sem líður færir fleiri lesendum blaðsins út um byggðir landsins
það daglega. Með því að ná til allrar þjóðarinnar vill blaðið stuðla að
samvinnu og samúð milli stétta hennar. Það er bjargföst skoðun þcss,
að það sé þessu fámenna en sundurleita þjóðfélagi lífsnauðsyn, að gagn-
kvæmur skilningur og velvild ríki meðal stétta þess og starfshópa.
★
Morgunblaðið hvetur þannig til samhuga starfs að nauðsynjamálum
alþjóðar. Það telur að enda þótt skoðanamismunur sé eðlilegur í lýð-
frjálsu landi þá sé á því höfuðnauðsyn, að íslendingar kunni að setja
deilum sínum hæfileg takmörk. Ef þeir ekki geri það geti á ný skapazt
hér svipað ástand og varð hinu unga þjóðveldi að aldurtila á 13. öld. En
frelsið, efnahagslegt og stjórnarfarslegt hljóti á ölliun tímrnn að vera
tslendingum lífið sjálft.
Á grundvelli þessara hugsjóna leggur Morgunblaðið út á nýjan tug ævi
sinnar í von um, að það megi framvegis sem hingað til vera í lifandi sam-
bandi við þjóð sína í baráttu hennar fyrir betra og fegurra lífi.
í
DAG eru liðin fjörutíu ár frá því Morgunblaðið
hóf göngu sína. Það er ekki hár aldur miðað við ýms merkustu blöði
nágrannaþjóðanna, en hefur þó nægt Morgunblaðinu til þess að verða eitt,
útbreiddasta blað veraldarinnar í hlutfalli við þjóðarsíærðina.
Mér er ekki ætlað að rökstyðja hér dóm minn um gildi MorgunbIaðsins(
almennt, en á það leyfi ég mér þó að benda, að þótt auðvelt sé að sýna,
fram á að ýmsu sé þar ábótavant, er það þó óhagganleg staðreynd, að
flestir, sem þess eiga kost lesa Morgunblaðið. Veldur þar um að sönnu
nokkru, að Morgunblaðið er höfuðmálgagn stærsta stjórnmálaflokkss
íslands, en hitt þó mestu, að vegna blaðamennskuyfirburíia, sem þar hafal
verið að verki getur enginn sá, sem vill fylgjast með því, sem gerist ál
öllum sviðum þjóðlífsins, jafnt í andlegum sem veraldlegum efnum, verið;
án Morgunblaðsins. Til marks um það er m. a. það, að þeir, sem gagnrýna
mest Morgunblaðið og finna þar að öllu og öllum virðast þó vart taka ái
heilum sér, bregðist það að Morgunblaðið berist þeim réttstundis. *
Um ágæti Morgunblaðsins geta flestir kveðið upp dóminn af eigin við-:
kynningu. Minn er sá, að Morgunblaðið sé mest allra íslenzkra blaða vegna
þess, að það er bezt þeirra svo af ber.
★
Aðrir segja væntanlega sögu Morgunblaðsins. Fyrir n»ér vakir það eitt
að bera fram á þessum tyllidegi blaðsins þakkir Sjálfstæðisflokksins. Við
Sjálfstæðismenn höfum löngum haldið því fram, að sigur sannleikans séj
sigur Sjálfstæðisflokksins. Við höfum talið, að ef við aðeins ættiun þess^
kost að skýra málstað okkar nægilega oft og vel fyrir landsmönnum, hlyti*
svo að fara, að æ fleiri íslendingum skildist, að sjálfstæðisstefnan er hin,
eina íslenzka stjórnmálastefna, sem er í samræmi við íslenzka skapgerð
og íslenzka þjóðarþörf, og að höfuð baráttumál Sjálfstæðisflokksins eru,'
einmitt aðal hagsmunamál flestra landsmanna. Við höfum því, að vonum,
talið miklu varða að ná eyra fólksins. í þeirri baráttu hefur Morgunblaðið
verið okkar langöflugasta tæki. Reynslan hefur sýnt, að fylgi flokksins
stendur í réttu hlutfalli við útbreiðslu Morgunblaðsins. Eftir því, sem
kaupendum þess fjölgar, stækkar Sjálfstæðisflokkurinn, og þar sem Morg^
unblaðið er mest lesið er fylgi Sjálfstæðisflokksins sterkast. Þessar stað*
reyndir segja frá því, hversu mikið Sjálfstæðisflokkurinn á þeim mönnuni
að þakka, sem með þrotlausri elju og fátíðri hæfni hafa skapað Morgun^
blaðs-stórveldið. Við það er engu hægt að bæta.
★ . i
Því heyrist oft hreyft, að ekki sæmi að stærsti flokkur landsins eigl
ekki sjálfur höfuð málgagn sitt. Ekki var fyrsti formaður Sjálfstæðis*
flokksins, Jón Þorláksson, þeirrar skoðunar. Hafði hann þá sem endranæi?
sterk rök fyrir sínu máli. Og enda þótt margt hafi síðan breytzt, svo að
nú hnígi fleiri rök en áður að því, að Sjálfstæðisflokkurinn eignist Morgun'-
blaðið, þá er a. m. k. víst um það, að eigi verður skoðun Jóns Þorlákssonar
hrakin með tilvitnun í sambúð Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins.
Eru þess engin dæmi, að orðið hafi árekstrar milli flokksstjórnarinnar og
ritstjórnarinnar varðandi stefnuna í höfuðmálum, þótt flokksstjórnin sé
að sjálfsögðu hvorki aðspurð né ábyrg fyrir afstöðu blaðsins til ýmsra
mála, né einstökum skrifum þess. Hið rétta er, að þessir aðilar geta hvor^
ugir án hins þrifizt og er jafn erfitt að hugsa sér Sjálfstæðisflokkinn án
Morgunblaðsins sem Morgunblaðið án Sjálfstæðisflokksins.
Bezta ósk mín til afmælisbamsins er sú, að það haldi áfram að verji
víðsýnasta, sannsöglasta og merkasta blað landsins. Þá mun það einnig
halda þeim heiðurssess að vera stærsta, útbreiddasta og víðlesnasta blaðiðu
Afmælisgjöf mín er sú ein að ráða blaðinu til þess að halda uppteknum
hætti, er það eitt íslenzkt blaða ann andstæðingum sínum sannmælis og
að gera það í vaxandi mæli.
Þegar Caesar lét endurreisa styttu síns höfuðandstæðings, Pompeiusar,
sagði Cicero eitthvað á þessa leið:
„Með því að endurreisa styttu Pompeiusar hefur Caesar reist sjálfurtt
sér minnismerki“.
Með því að viðurkenna andstæðingana hefur sá andi, sem svífur yfir
vötnum Morgunblaðsins reist sér styttu, sem á að verða öðmm ísler
blöðum hvöt til þess að fylgja fordæminu. Þess er mikil þörf í óvs
baráttu og návígi í okkar litla þjóðfélagi og mundi lyfta þjóðinni á hæi
menningarstig.
Heill Morgunblaðinu fertugu.
ÓLAFUR THORS.