Morgunblaðið - 02.11.1953, Page 4

Morgunblaðið - 02.11.1953, Page 4
4 MORCUNBLAÐIÐ Mánudagur 2. nóv. 1953 ] Þættir úr söoy EINAR BENEDIKTSSON VAR SÁ FYRSTI FYRSTA tilraunaútgáfa dagblaðs hér á landi var gerS aí Einari Benediktssyni. Hann lýsti ráða- gerðum sínum um þetta í boðs- bréfi dags. 29. nóvember 1895. Blaðið skyldi heita „Dagskrá" og hafa sérstaka fregnritara í Kaupmannahöfn, Englandi og Vesturheimi, í hverju héraði inn- anlands og kaupstöðum. Auk fréttanna áttu viðfangsefni þess að vera rtiargvísleg meningar- •og atvinnumál, jafnframt því, sem blaðið myndi berjast fyrir sjálfstjórn íslendinga. Sjálft hóf blaðið göngu sína 1. júlí 1896, en litkoma þess varð óregluleg, og -■daglega kom blaðið ekki út, *iema að jafnaði sumarið 1897. „Dagskrá“ sjálf lifði ekki nema fá ár og mátti ekki kallast dag- blað nema stutta hríð. Engu að «íður ber þessi fyrsta tilraun dag- blaðsútgáfu hér vitni um stórhug böfundar síns. Mun hennar þess vegna lengi verða minnst, og þó okki síður vegna þess, að í „Dag- «krá“ birtust ýmsar af beztu sgreinum Einars Bénediktssonar um menn og málefni, auk þess «em hann barðist þar einarðlega fyrir skoðunum þeirra feðga, Benedikts sýslumanns Sveinssön- «r og sjálfs hans, í stjórnarskrár- wnálinu. ^DAGBLAÐIГ Næsta tilraun dagblaðsútgáfu var gerð nær 10 árum síðar, á árinu 1906. Þá gaf Jón Ólafsson wm ársfjórðungsbil út „Dagblað- ið“. Skilyrði til fréttaoflunar voru snú sýnu betri en áður, þar sem •íandssíminn var opnaður 29. Sept. þetta ár. Engu að síður gafst Jon Ólafssón upp við tilraún sína og segir í síðasta blaðinu ævo: „Með þeim skilyrðum, sem vér höíum átt kost á að vinria við •enn sem komið er, virðist of asnemmt enn að ætla Reykjavík- "Urbæ dagblað". VÍSIR — DAGBLAÐÍ® Ékki er fullreynt, fyrr en í !>riöja sinni, segir máltækið, og Jvo fór hér. Árið 1910 hóf Einar Gunnarsson útgáfu dagblaðsins Vísis, sem enn lifir góðu lífi og •er því elzta dagblað á íslandi. TEinar fór stillt af stað, taldi dag- blað sitt aðeins vera „Vísi til Jagblaðs í Reykjavík“ og er Aafn blaðsins af því dregið. í inngangsorðum blaðsins er kom- 'ázt svo að orði: „Vísir er að þreyfa fyrir sér, hvort tiltökur séu að ■stofua hér dagblað. Dagblaðið *etti að vera sannórt fréttablað, *en vera laust við að taka þátt í •deilumálum“. Þrátt fyrir útkomu Vísis virtist ssumum vera rúm fyrir annað Sflugra fréttablað, sem kæmi daglega út. Haustið 1913 efndu þess vegna tveir ungir menn, þeir Vilhjálmur Finsen og Ólafur Björnsson til útgáfu nýs dag- blaðs. Aðstandendur Vísis töldu ,|>essu blaði stefnt gegn sér og jreyndu á síðustu sturidu, að tor- velda útkoriiu hins nýja blaðs, j ítofnuðu til útgáfu hleypiblaðs, er þeir kölluðu „Dagblaðið". Það ^nafn höfðu tvímenningarnir val- ið blaði sínu. Á síðustu sturidu „breyttu þeir því um nafn blaðs- ijjis og kölluðu það Morgunblaðið. Kom það fyrst út hinn 2. nóvem- ber 1913, og síðan hafa bæði Morgunblaðið og Visir verið gef- in út hér í bæ og þegar frá leið nokkur fleiri dagblöð. Stofnéndur Morgunblaðsins - voru báðir á þrítugasta aldursári, þegar þeir hófu útgáfu blaðsins. Báðir voru þeir því á léttasta skeiði og höfðu óvenjuíega góða aðstöðu og undirbúning til slíkr- ar blaðaútgáfu, að öðru en því, að hvorugur hafði neina fjár- muni fram að leggja. Austurstræti 8. fsafoldarprentsmiðja, þar sem Morgunblaðið hóf göngu sína. Ólafur Björnsson Vilhjálmur Finsen MORGUNBLAÐIÐ OG STOFNENDURiMR Vilhjálmur Finsen hafði þeg- ar tekið að gefa sig að blaða- mennsku á stúdentsárum sínum í Kaupmannahöfn. Síðan lserði hann loftskeytafræði og gerðist löftskeytariiaðúr ’ á stórum milli- landaskipum um árabil. Aldrei lagði hann þó blaðamennskuna alveg á hiliuria og í inngangsorð- um sínum að Morguriblaðinu seg- ir hariri svo: „Ég hefi um tíriia sína daga. Þegar hér var komið hafÓI Ólafur vérið ritstjóri ísa- foldar um nokkurra ára skeið, og hafði forráð ísafoldarprent- smiðju. Hinu nýja blaði var þess Vegna rhikill styrkur að þátttöku Ólafs, þó að Vilhjálmur Finsen gerðist einn ritstjóri þess, þar sem Ólafur hélt áfram ritstjórn ísafóldar. INNGANGSORD finsens Eiriar Arnórsson unnið við stórblöð í New York, Kaupmannahöfn og Kristjaníu, með það fyrir augum, að reyna að koma hér á einhverju lítils- háttar af því blaðamenriskusniði, sem þar tíðkast“. Ferill Vilhjálms Finsens sýndi að hann var hug- myndaríkari, víðförlari og meiri heimsborgari en flestir Islend- ingar á þeim árúm og reyndist honum þetta ekki ónýtt vegar- nesti í ritstjórn sinni. Ólafur Björnsson var hagfræð- ingur að mennt en gjörþekkti ís- lenzka blaðamennsku frá bernsku árum. Hann Var sonur Björns Jónssonar, ráðherra og ritstjóra ísafoldar, fremsta og áhrifa- ríkasta blaðamanns á íslandi um Inngangsórð Vilhjálms Finsens að Morgunblaðinu hefjast á þessa leið: „Dagblað það, sem hér byrj- ar starf sitt, á fyrst og fremst að vera áreiðánlegt, skemmtilegt og lipurt ritað fréttablað“. Síðar segir: „Stjórnmálabarátta sú, sem þjóðin hefur átt í síðastá áratug- inn, hefur tekið svó rnikið rúm í blöðunum, að þeim hefur eigi verið unnt að rita um margt hið skemmtilega og nýstárlega, sem gerst hefur innanlands og utan. En Morgunblaðið tekur engan þátt í flokkadeilum, þó það auð- vitað muni gefa lesendum sínum kost á að kynnast fljótt og greini- legá öllu því helzta, er gerist í lands- og bæjarmálum“. Þá er enn vikið að því, að megináherzla muni verða lögð á að afla áreið- anlegra frétta. Blaðið hafi þegar útvegað sér fréttaritara í Lund- únum, Kaupmannahöfn og Kristjaníu, og þaðan muni heims- fréttirnar koma daglega. „Gamla Frón flyzt nær menntámiðstöðv- um heimsins, og gætum vér unn- ið að því, væri aðaltilgangsatriði voru náð“. „Fréttir hvaðanæva af landinu mun og eigi skorta í blað vort“. Þá segir: „Það er ekkert „stórblað“ — eins og sum- ir í skopi hafa kallað það, — sem hér hleypur af stokkuoum. Vér hefðum vissulega óskað þess, að bæði brot og lesmál þeg- ar frá byrjun hefði getað orðið stærra og fjölbreyttara en það nú er. En það á að geta orðið ,,stórblað“, efti'r islenzkum mæli- kvarða, þegar fram líða stundir, ef blaðið fær góðan byr“. Á ÍSLENZKAN MÆLIKVARÐA Það átti all langt í land, að sá draumur Vilhiálms Finsens rætt-, ist, að Morgunblaðið yrði stór- blað á íslenzkan mælikvarða. Blaðinu var raunar strax tekið vel, en skilyrðin til hárrar kaup- andatölu voru lengi vel ekki fyrir hendi. Þegar blaðið hóí göngu sína voru íbúar Reykja- víkur ekki nema 12 þúsundir og samgöngur við aðra landshluta svo erfiðar, að ekki var við því að búast, að margir þar gerðust kaupendur dagblaðs í Reykja- vík. Stórtiðindi þau, sem gerð- ust strax á fyrsta ári blaðsins, þegar heimsstyrjöldin fyrri hófs.t í ágúst 1914, juku þó mjög frétta- fýsn álménnings, og leiddi af því verulega kaupendafjölgun, ekki aðeins í Reykjavik, heldur úti um land, þrátt fyrir erfiðar sam- göngur. FRÉTTAÞJÓNUSTAN AÐALATRIÐIÐ Morgunblaðið hefur frá upp- hafi átt velgengni sína því að þakka, að það varð bezta fréttá- blað landsins og að landsriiönri- um hefur æ betur og betur skilizt nauðsyn góðrar, öruggrar og skjótrar fréttaþjónustu. Eins og fyrr segir var það ætlun stofn- enda blaðsins, að það tæki ekki þátt í stjórnmáladeilum, heldur gáetti þar fulls hlutleysis. Slíkt algert hlutleysi er flestum of- raun, því að við val frétta og ákvörðun um, hversu mikið skuli Þörsteinn Gíslason gera úr hverri einstakri frétt, hljóta skoðanir fréttamanns og ritstjóra mjög að segja til sín. NÝ VIÐHORF Morgunbíaðið fékk því snemma á sig r.okurn stjórnmálablæ. Þess gætti í upphaíi minna en ella vegna þess, að á fyrstu árum blaðsins var mikiR glundroði í íslenzkum stjórnmálum. Flokka- skipún Var óviss og breýtileg og miðaðist framan af mest við af- stöðu manha í stjórnmáladeilun- úm við Dani. Á bví varð gerbreyt- ing með sarr.þykkt sambandslag- anna 1918. Nýjar stefnur voru þó þegar áður farriar að ryðja sér j til rúms. Gætti þess einkum í stofnun Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins á áririu 1916. Eftir að hin sósíalistísku'öfl fóru að láta að sér kveða, þokuðust þeir, er borgaralegar skoðanir höfðu, smám saman nær hver öðrum, þó að það tæki langan tíma, og lengi logaði í þeim glæð- um, er kviknað höfðu meðán á deilunni við Dani stóð. Morgun- blaðið, skipaði sér frá öndverðu í hina borgaralegu sveit og snér- ist strax á sveif með þeim, sem vildu hið fyrsta lptta af margs- konar höftum og ríkisíhlutúri, sem tekin var upp í fyrri heims- styrjöldinni. aðsíns SAMTÖK TIL AÐ EFLA FKJÁLST FRAMTAK Einn þátturin í því áð koma S föstum samtökum unnenda frels- is í framtaki, athafnalífi og verzl- un, var að hópur manna bast samtökum um að tryggja þessum málstað blaðakost, er næði senu víðast, um landið. í því skyni var hlutafélagið „Arvakur“ stofnað á árinu 1919. Festi það þá kaup á Jón Kjartansson ísafold af Ólafi Björnssyni og ráðgerði að stofna nýtt dagblað, Öllum aðilum þótti hitt sam$ hentara, að félagið keypti Morg- unblaðið, er þégar hafði hneigst að þessum málstað, búið var aS festa öruggar rætur og öðlast áll- mikinn kaupendafjölda, þótt á ýmsu ylti um fjárhaginn. Samn- ingar tókust því um að félagið keypti Morgunblaðið og var á- kveðið, að ísafold skyldi verða vikuútgáfa Morgunblaðsins svo sem verið hefur síðan. Ætlunin var, að Ólafur Björns- son gerðist ritstjóri ásamt Vil- hjálmi Finsen, er halda átti starfi sínu áfram en Ólafur annast stjórnmálaritstjórnina. En urti þessar mundir andaðist Ólafur Björnsson skyndilega langt fyrir aldur fram og varð hann mönn- um að vonum mjög harmdaúðu EMBÆTTISFRAMI VILHJÁLMS FINSENS Vilhjálmur Finsen hélt rit- stjórn sinni á blaðinu til ársloka 1921, flutti hann þá af landi burt og gerðist meðritstjóri blaðsins „Tidens Tegn“ í Osló og starfi® síðan lengi að blaðamennsku þar í landi, þar til hann gekk í utan- ríkisþjónustu íslenzka ríkisins. Á stríðsárunum síðari var hann fuli trúi íslands í Stokkhólmi og mi síðast fyrsti íslenzki sendlherr- ann í Þýzkalandi. Mun nú að .því Árni Óla kómið, að hann láti af þeim störf- um fyrir aldurssakir og getur hann litið yfir óvenju fjölbreyt'tat og viðburðaríka ævi. Sjálfsagt hafa ekki állir æskudraumar hahs fremur en annara rætzt, éis Morgunblaðinu er það mikil ánægja að sá draumur hans, að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.