Morgunblaðið - 02.11.1953, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 02.11.1953, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Mánudagur 2. nóv. 1953 Þeir vandlátu verzla í UllfOÓÓ Aðalstræti Ávatöi fyrírliggjaiUÍi allskonar Skíðaútbúnaðu fyrir fullorðna Sendi gegn póstkröfu um land allt. HVERT einasta eintak Morgun- blaðsins er ávöxtur af starfi rnargra manna. Tala þeirra, sem unnið hafa að blaðinu og mótað það í 40 ár, er oiðin býsna há. A engan er, samt halláð, þótt sagt sé, að af öllum þeim fjötóa hefur enginn fremur eri Valtýr £,í _fáris- son með starfi sínu sett svip á blaðið. Þetta gleymist ógjarnan, þegar fundið er að blaðinu. Þá minnast þeir, er betur þykjast vita, oft Valtýs. E. t. v. finnst sumum óþarft að rifja það upp nú. En vissulega er það engin nýlunda, þó að sitthvað megi að verkum manna finna, því að enginn er fullkominn og öllum verður eitt- hvað á' Og engir eru duglegri að auglýsa yfirsjónir sínar en blaða- mennirnir, sem leitast við að koma blöðum sínum í sem allra flestra hendur. Það á ekki sízt við um Morgunblaðið, sem 6 daga vikunnar er sent til milli 20 og 30 þúsund kaupenda og hefur svo mikinn lesendafjölda, að að- eins lítill hluti íslenzku þjóðar- innar les ekki annað hvort Morg- unblaðið eða fylgiblað þess, ísa- fold. Auðvitað er erfitt að gera þessum lesendafjölda svo til hæf- is, að öllum líki alltaf allt, sem í blaðinu stendur. En sjálfur fjöld- inn, hin gífurlega útbreiðsla Morgunblaðsins, er bezta sönn- unin um það, að í heild héfur vel tekizt. Það er engum einum manni meira að þakka en Valtý Stefánssyni. Undir forustu Valtýs hefur blaðið náð svo mikilli útbreiðslu, að einsdæmi mun vera, að svo mikill hluti nokkurrar þjóðar lesi eitt og sama blað. Ekki tjáir að halda því fram, eins og stund- um er gert, að þetta komi af því, að Morgunblaðið hafi meira fjár- magni yfir að ráða en önnur ís- lenzk blöð. Þeir, sem bezt eru kunnugir, vita, að þótt ágætir mertn stýrðu Morgunblaðinu áð- ur en þeir Valtýr Stefáhsson og Jón Kjartansson tóku við rit- stjórn þess, var fjárhagur þess þá mjög bágur. Það var fyrir stjóm þessara manna, en ekki utan að komandi fjárstyrk, þvi að hann var enginn, sem blaðið efldist svo, sem ráun ber vitni um. Þeir Valtýr og Jón höfðu hvor sitt af mörkum að leggja í blaða- mennskunni. Jón Kjartansson var i ritstjóm sinni fyrst og fremst stjórnrriálamaðurinn. — Hann hafði alhliða áhuga á landsmálum, en var þó svo tengd ur átthögum sírium, að hann not- aði fyrsta tækifæri til að hverfa þangað héim, til að helga störf síri fyrst og fremst því fólki, sem hann ungur hafði fest sérstaka tryggð við. Með því sannaði hann betur hug sinn til strjálbýlisins, en hinir, sem telja sig hafa einka- rétt á umhyggju fyrir því, en vilja þó ekki með nokkru móti hverfa frá kjötkötlunum í Reykjavik, eða eru eirðarlausir þar til þeir eru komnir þangað. Áhugi Valtýs Stefánssonar hef- ur aldrei einbeinzt að stjórnmál- um, þó að hann hafi löngum verið meðal áhfifámestu for- ystumánná Sjál fstæðisftókks- ins, ætíð ótrauður tekið þátt í baráttunni og mörgu góðu komið þar til leiðar. Þáttur hans í því að opna augu íslendinga fyrir hinni geigvænlegu hættu, sem frelsi okkar og þjóðerni stafar af hinum alþjóðlega kommún- isma, verður t. d. seint fullmet- inn. Valtýr er hins vegar frábit- inn öllu stjórnmálaþrefi, vill helzt ekki hafa sig mjög í frammi í stjórnmálum og lætur margt afskiptalaust, sem harðduglegur áróðursmaður í þeim efnum mundi leggja megin áherzlu á. Þess vegna finnst sumum ein- dregnum flokksmönnum, að Valtyr Stefánsson ritstjóri stundum sé of lítið um stjóm- mál í Morgunblaðinu. Valtýr hefur á þessu aðra skoðun. Hann telur, að blaðið gagni Sjálfstæðisflokknum bezt, með því að vera blað fyrir allan almenning, alla þjóðholla íslend- inga, en ekki Sjálfstæðismenn eina. Og hvort sem það kæmi Sjálfstæðisflokknum betur eða verr gæti Valtýr Stefánsson ekki unnið á annan veg. Honum'virð- ist það t. d. skipta miklu meira máli að fræða landsmenn um fiskigöngu við landið en að elt- ast við ósannindanart andstaeð- inganna. Valtýr er sannfærður um, að íslendingum geti því aðeins vegnað vel í landi sínu, að þeir þekki landið, kosíi þess'og galla. Þess vegna er hann óþreytandi að afla upplýsinga um og skýra frá öllurh nýjúngum um eðli landsins og atvinnuhætti þess. Af eigin þekkingu veit Valtýr t. d., að íslenzkur landbúnaður á sér mikla framtíð, ef menn fást til að sinna öllum þeim lærdómi, sem vísindi og tækni geta kennt þeim. Honum er ekki nóg að vita þetta sjálfur heldur lætur hann einskis ófreistað til þess að vekja aðra til skilnings á þessum sannindum. Bezt kemur þetta fram i áhuga hans fyrir skógræktinni. Þar hef- ur þann sett sér það mark að gerbreyta útiliti landsins og af- komumöguleikum manna á nokkrum mannsöldrurri með því að klæða landið skógi. Þetta tel- ur hann auðvelt. ef menn fást til að hagnýta sér þá þekkingu, sem fyrir hendi er og fórna nokkrum hluta af starfsorku sinni í þágu framtíðarinnar. í þessu hefur Valtýr ekki látið sitja við orðin ein, heldur sjálfur tekið sér hlutverk brautryðjand- ans með öflugu félagsstarfi. Af skiljanlegum ástæðurri hef- ur Valtý ekki gefizt tóm til að fylgja öllum áhugamálum sínum eftir með sama hætti. En hvar- vetna beinist starf hans að því að afla nýrrar þekkingar og út- breiða hana sem mest. Þetta lýsir sér m. a. í viðleitni hans, til þess að fá skrifaða og gefna út alls- j herjar íslands lýsingu, þó að enn l gangi erfiðlega að hrinda því mikla verki í framkvæmd. En fyrir því hefur hann ötullega beitt sér, sem forrriaður Mennta- málaráðs. Það er ekki aðeins eðli og nátt- úra landsins og atvinnuhættir landsmanna, sem Valtýr Stefáns- son telur að íslendingar þurfi að þekkja rnun betur en þeir hafá gert til þessa. Hann er einnig sannfærður um, að við þurfum I að kunna betri skil á því, hvert j sé eðli íslenzkrar menningar, ! hvað það er, sem raunverulega j gefur þjóðérni okkar gildi og j greinir okkur frá öðrum. Áhugi j hans fyrir listum, og þó einkurri j málaralistinni er þessu nátengd- ur, þó að kona hans, Kristín Jónsdóttir frá Arnarnesi, sem er meðal fremstu listmálara lands- ins, eigi þar sinn hlut að sem og til stöðugrar hvatningar honum í öllum hans víðtæku störfum. Fyrir Valtý hefur það ætíð fyrst og fremst vakað, að blað hans yrði eins konar skóli fyrir íslenzku þjóðina. f því Ijósi verð- ur að meta verk hans. Þar koma hans eigin skrif ekki aðeins til greina. Þau eru þó mikil að vöxtum og eru sum meðal hins bezta, sem í íslenzk blöð hefur verið ritað. Af mörgu ágætu, sem Valtýr hefur ritað, má sérstak- lega minnast viðtalanna. Fróð- leiksþrá sjálfs hans hefur þar megnað að draga úr hugarfylgsn- um annarra frásagnir um menn og málefni, sem sögumönnum sjálfum var oft dulið, hversu merkilegar voru. Óvenju glöggt auga Valtýs fyrir því, sem frétt- næmt er einkennir viðtölin og mörg önnur skrif hans. Ýmsum fleiri blaðamönnum en Valtý hefur þó oft tekizt vel í ritverkum sínum og fréttaflutn- ingi. Það, sem greinir Valtý frá öðrum íslenzkum blaðamönnum, eru forystuhæfileikarnir, sem lýsa sér í því, hversu vel honum hefur tekizt að fá aðra til sam- vinnu við sig, fá marga til við- bótar sjálfum sér til að leggja mikið af mörkum, skapa sam- stæða heild úr sundurleitum öfl- Frh. neðst á næsta dálki. Ejarni Benedikisson dómsmálciráðhcrra: MORGUNBLAÐIÐ OG VALTÝP STEFÁNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.