Morgunblaðið - 02.11.1953, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ
Mánudagur 2 nóv. 1953
yfir vellinum, en allra augu mæna
é ísl. bergjötuninn. Kúlan flýgur
Og augun ætla út úr áhorfenda-
skaranum. Fagnaðarhvinur fer
um áhorfendabekkina og meðan
l useby gengur hægum skrefum
a ftur úr hringnum er hann hyllt-
ur með lófataki. — (Mbl. 1. júlí
1)51 — Landskeppnin).
★
„Stighæsti maður mótsins var
C rn Clausen og hann keppti jafn-
f samt í flestum greinum eða 5
a Is. Þó hafði hann milli þess
t ma til að hlaupa til landanna og
þakka þeim fyrir þeirra skerf.
I örður Haraldsson, fjórfaldur
S gurvegari, Guðmundur Lárus-
s m með sína frægu endaspretti,
(íorfi, sem næstum varð Evrópu-
itiethafi í stangarstökki og Huse-
ijy. sem hefði getað staðið aftan
\ ið kúluvarpshringinn og sigrað
s amt — verða ógleymanlegir öll-
i m þeim, sem á horfðu. Og
1 annig mætti lengi telja“. —
(Mbl. 4. júlí 1951 — Landskeppn-
in).
★
Og sama er að segja um viður-
eign Islendinga við erlenda
íþróttagarpa, sem lagt hafa leið
sína til íslands, — bæði frjáls-
iþróttamanna, sundmanna og
knattspyrnumanna, sem unnu
sinn stærsta sigur með sigri yfir
sænska landsliðinu 1951.
„Skot íslendinganna voru
hreinni en okkar manna. Síðan
við misstum Lidholm, Gunnar
Gren og Gunnar Nordahl til Ítalíu
höfum við ekki séð skot eins og
fjórða mark Ríkharðs Jónssonar.
Það er enginn vafi ú því, að ef
ítalskur knattspyrnu „veiðari"
hefði séð leik Ríkharðs, hefði
hann á stundinni boðið í hann
150 þús. kr. (sænskar).“
(Ummæli Sam Hassel farar-
stjóra sænska landsliðsins hingað
1951).
Rlhert kann að tapa
6Í
Í7
Og ísl. þjóðin hefur kunnað að
iþeta afrek íþróttamannanna.
]>eir hafa rutt sér braut inn að
Íjartarótum sérhvers íslendings.
eim hefur verið fagnað af háum
!em lágum. Ræðurnar sem haldn-
ít voru við móttöku frjálsíþrótta-
annanna við heimkomuna frá
Erussel 1950 voru hlýjar — og
talaðar frá innstu hjartarótum.
‘ Hér fer á eftir kafli úr ræðu
orgarstjóra sem hann flutti
luður á flugvelli er Brusselför-
num var fagnað við heimkom-
na 1950.
j „En það megum við öll vita að
sá glæsilegi árangur, sem þið
hafið náð hefur kostað mikla og
, langa vinnu, áreynslu og sjálfs-
afneitun. Þið hafið einnig verið
svo lánsamir að hafa frábæra
þjálfara. Ég veit, að þegar þið
löfðuð unnið sigrana í Brussel,
pegar fáni íslands var dreginn að
lún og þjóðsöngurinn leikinn, þá
lafið þið fundið í sál ykkar laun-
In fyrir allt ykkar þrautseiga
jstarf. Og ég veit að þá hefur einn-
íg blossað í brjóstum ykkar ást-
Sn til ættjarðarinnar, þið hafið
Jundið að þið voruð að greiða
bokkuð af þeirri þakkarskuld
sem við öll stöndum í við ísland.
Þið hafið ekki aðeins flutt
hróður landsins og höfuðborgar
þess út um lönd. Afrek ykkar
hafa einnig haft margvísleg og
víðtæk áhrif önnur. Þess má geta
að eitt blaðið hér heima vill láta
kenna ísl. fiskflökin við Gunnar
Huseby og segir að þá muni allur
ísl. fiskurinn seljast. Frammi-
ataða ykkar er hvatning til allr-
ar íslenzkrar æsku um að efla og
auka íþróttalífið í landinu. En af-
rek ykkar verður einnig vakning
fyrir íslenzka líkamsmenningu
almennt. T.d. hef ég tekið til við
morgunleikfimina af auknum
krafti til þess að vera við öllu
búin þegar Evrópumeistaramót
borgarstjóra Norðurálfu í frjáls-
um íþróttum verður háð.“
Ræða forseta íslands, Sveins
Björnssonar, við sama tækifæri:
„Ég veit að það eru sumir sem
leggja ekki mikið upp úr slik-
um titli sem meistari eða gull-
medalíum. En það má ekki van-
meta það, sérstaklega þegar menn
hafa ærlega til þess unnið, en það
hafið þig. Þið hinir hafið líka
sýnt svo mikinn dugnað að það
er sómi að því. Við vitum öll að
í skólabekk geta ekki allir verið
efstir. Það verður alltaf einn
• efstur og svo kemur röðin þar á
jeftir. Þegar menn eins og þið
hafið með dugnaði og góðum
undirbúningi náð svo mikilli og
góðri niðurstöðu, þá er það ekki
eingöngu vegna þess, að þið haf-
ið haft þrek og vilja til að æfa
ykkur og þjálfa, heldur og vegna
þess að þið hafið viljað reynast
góðir íslendingar og bera merki
íslands hátt hvar sem þið komið.
Já, þið eruð tveir sem meistar-
ar, en einn sem ekki er kominn
varð ekki meistari, heldur ann-
ar í röðinni (Örn Clausen). En
mér er sagt að fáir munu gleyma
honum samt. Ég hefi lesið í er-
lendum blöðum, hvernig hann
fór að þegar hann sá fram á að
annar yrði á undan honum — að
hann var sigraður. Þá rétti hann
sigurvegaranum hendina og ósk-
aði honum til hamingju fyrstur
allra manna. Landar hans grétu.
Við eigum því láni að fagna að
þetta er ekki einsdæmi meðal
íslenzkra íþróttamanna. Ég var
staddur í Frakklandi í sumar er
fram fór aðalkeppni ársins í
knattspyrnu, keppnin um Frakk-
landsbikarinn og las þá í öllum
blöðum að íslendingurinn Albert
Guðmundsson sem var í flokkn-
um sem tapaði, hafi unnið hjörtu
allra þegar félagar hans í flokkn-
um, f lýttu sér út af vellinum eftir
leikinn, en hann einn beið og
óskaði sigurvegurunum til ham-
ingju. í einu blaðinu stóð með
feitu letri: „Albert kann að tapa“
Og þó þið séuð ekki allir meist-
arar þá hafið þið kunnað að tapa
og gert Islandi sóma. Þessvegna
býð ég ykkur hjartanlega vel-
komna og þakka ykkur frammi-
stöðuna í Brussel.“
Þannig hefur þjóðin þakkað
íþróttamönnunum með fögrum
orðum um leið og reynt hefur
verið eftir megni að skapa þeim
góð skilyrði til íþróttaiðkana.
Stofn íslenzkra íþrótta vex, ber
æ fleiri greinar. Flokkar íslenzkr-
ar íþróttaæsku standa við hlið
beztu íþróttamanna annarra
þjóða, undir „sínum eigin fána“
og draumur Olympíufaranna 1912
mun rætast — að þjóðsöngur ís-
lands ,;Ó, Guð vors lands“ verður
leikinn á Olympíuvöllum til heið-
urs fyrir Island og íslendinga.
A. St.
— Smælki —
Hinn mikli stærðfræðingur Albert
Einstein var eitt sinn í samkvæmi
með kaþólskum presti, og hin
bjargfasta trú prestsins á almætti
Guðs kom ekki heim við heim-
spekilegar og stærðfræðilegar
hugsanir Einsteins.
— Svo þér trúið því í raun og
sannleika að Guð sé almáttugur?
spurði hann prestinn.
— Já, vitanlega.
— Eruð þér þá vissir um að
hann geti lyft þyngsta steini ver-
aldarinnar?
— Það dreg ég ekki í efa.
— En haldið þér þá að Guð geti
skapað svo þungan stein að hann
geti ekki lyft honum sjálfur?
BLAÐAMA
ILNGUTAI
UM málfar íslenzkra blaða eru
allir dómarar, að minnsta kosti
þykjast allir vera dómarar um
ágæti þess eða galla. En hér vill
fara eins og oft endra nær, að
þeir kveða upp óvægnasta dóma,
sem minnsta hugmynd hafa um,
hvað blaðamennska er. Hitt ligg-
ur í augum uppi, að heilbrigð
gagnrýni er öllum holl. Hún
bendir á annmarka vegna heil-
agrar vandlætingar og óskar um,
að betur takist næst. Hún gerir
ekki hróp að gallagrip af illri
hvöt, heldur neitar að berja í
brestina, af því að hún vill vel.
BLAÐAMENN FYRR OG NÚ
Oft heyrast menn halda því
fram, að málfari íslenzkra blaða
hafi stórum hrakað frá fyrri tíð,
þar sé nú stekkur, sem Snorra-
búð stóð fyrrum. Og menn telja
upp þekkta ritskörunga eins og
Jón Ólafsson, Einar Benediktsson
og Matthías Jochumsson. Satt er
það, að þessir og miklu fleiri rit-
snillingar báru fram gunnfána
íslenzkrar tungu á ritvangi blað-
anna. Víst fengust þeir við blaða-
mennsku, en þeir voru þó fyrst
og fremst skáld. Andlegir fröm-
uðir, sem báru höfuð og herðar
yfir flesta sína samtíðarmenn,
skáld og rithöfundar réðust
báðum megin aldamóta í blaða-
útgáfu eða fengust við blaða-
mennsku með einhverjum hætti.
Þeirra íþrótt var meiri en svo,
að með sanngirni verði kraf-
izt svipaðra afburða af blaða-
manni dagsins í dag, enda starfs-
skilyrði allt önnur og tímarnir
tvennir.
í HRINGIÐUNNI
En athugum hvar og hve nær
blaðamaðurinn gengur frá rit-
smíðum sínum. í argaþrási dags-
ins, þar sem ysinn æðir og þys-
inn dunar við dyrnar, þar sem
sköll líðandi stundar eru mest,
þar sem atburðir spyrjast um
leið og þeir gerast í Aðalstræti
eða Kóreu, þar sem allir eiga
leið um, ef þeim liggur eitthvað
á hjarta, þar sem menn verða að
kunna full skil á veðurspám
næsta dægurs og seinustu stjórn-
arskiptum í Frakklandi, þar sem
símar gjamma og útvarpið talar
tungum, þar stendur vinnuborð
blaðamannsins.
Við þetta borð eru þaulsætnir
komumenn minnstir aufúsugest-
ir, en samt skulum við tylla okk-
ur og fylgjast með um sinn. —
Mestur fengur er að öðru jöfnu
í nýjustu fréttunum, og gefur þá
auga leið, að miklu þarf að koma
í verk á skömmum tíma. í frétt,
sem berst blaði upp úr lágnætti
í nótt, er ef til vill enginn slægur
að morgni. Dýrmætasti vinnu-
tíminn verður þannig, úr því að
degi hallar. Á síðkvöldum hefst
miskunnarlaust kapphlaup blaða-
manns við tíma, sem allt,af hlýt-
ur að enda ó einn veg, ef Vel á að
fara, með sigri mannsjns-Sð anna
sínu verki í tæka tíð. Og þegar
siðlátir borgarar leggjast bros-
andi á útsaumaðan svæfil, heyr
blaðamaðurinn úrslitaorrustu
með ritvél að vopni. — Blaðið
fer í prentun og við sofnum
svefni réttlátra, en í morgunsárið
sprettum við upp, og eitthvert
fyrsta verk okkar er að vita,
hvort- blaðið sé komið. Jú, það er
komið.
KRAFA LESANDANS
Og þá er runnin sú stund, að
menn setji upp gleraugu gagn-
rýninnar. — Það skyldi nú ekki
vera hægt að setja út á málfarið?
Jú, ekki ber á öðru en þarna sé
prentvilla, þarna ritvilla, þarna
málvilla. — Menn krefjast nýrra
frétta og greina um seinustu at-
vik, þetta krefst aftur skjótrar
og hiklausrar afgreiðslu í rit-
stjórnarskrifstofu. — Ekki eru
allar syndir guði að kenna, stend-
ur þar. Blaðamanni verður ekki
heldur kennt um allar slettur,
Bjarni Sigurðsson
sem hrjóta úr penna hans. Gefðu
honum betra tóm, leyfðu honum
að melta efnið hæfilegan tíma
og það skal standast gagnrýni
þína betur en fyrr. En kannski
viltu heldur fá frétt þína í skyndi
og engar refjar! Ög þá verðurðu
að gjalda þess annmarka blaða-
mannsins, að hann er ekki óskeik-
ulli en fólk gerist og gengur.
Á þetta hefur ekki verið drep-
ið hér til afsökunar né til að
biðjast vægðar, enda er engrar
afsökunar þörf. En eðlilegt er,
að menn sjái hvert mál frá rétt-
um bæjardyrum, og því er á
þetta minnzt.
TUNGUTAK FÓLKSINS
Ekkert lesefni kemst í hálf-
kvisti við stærstu blöðin að vin-
sældum. Tugir þúsunda lesa þau
dag hvern, blátt áfram af því,
að í þeim er talað til fólksins.
Þar eru til umræðu þau viðfangs-
efni, sem efst eru á baugi hverju
sinni. Þar er greint frá nýjung-
um og yfirleitt flestu því, sem
verulegur fengur þykir í eða í
frásögur er færandi. Það er verið
að þjóna fólkinu, á máli fólks-
ins, tungutak þess kveður við
frá síðum blaðsins, mál mitt og
þitt. Hátimbraðar hallir mál-
skrúðsins eiga þar ekki heima.
Ekki einu sinni vandfýsinn les-
andi kærir sig um, að þar birtist
annað en látlaust mál, mælt mál.
Blaðið í gær var þessu hlutverki
trútt, svona héfur það jafnan
verið og getur aldrei orðið öðru
vísi.
HLUTVERK
STÆRSTA BLAÐSINS
En gott blað hefur líka for-
ystuhlutverki að gegna við sköp-
un tungunnar og varðveizlu. í
þróunarsögu hennar kveður að
því, svo að um munar.
Síðan Morgunblaðinu var
hleypt af stokkunum fyrir 40 ár-
um, hefur íslenzkt mál auðgazt
um orð, svo að þúsundum skiptir
og magnazt drjúgum að orðkyngi.
Ekki dettur mér í hug að þakka
því alla þessa nýsköpun, en veg-
legur mundi hlutur þess reynast,
ef hann yrði á vog veginn.
Tækni og framfarir allar vaxa
með svo skjótri svipan, að firn-
um sætir. Þeir hlutir og þær hug-
myndir, sem menn óraði hvergi
fyrir árið 1913, eru á hvers
manns vörum í dag. Til þess að
fá tjáð hvað eina, sem nýtt kem-
ur fram, þarf tungan að færa
stórum út kvíar, þó að á skemmri
tíma> sé en fjórum áratugum.
Ekki mundi það henta stærsta
blaði landsins, að þar væru menn
ekki samstíga við þessa öru þró-
un. Ekki mundi því haldast ann-
að uppi en haía á takteinum við-
hlítandi orð, sómasamlegan orða-
forða um þá hluti, sem ef til vill
ber þar á góma fyrsta sinni í ís-
lenzku blaði. Þetta erfiða hlut-
verk hefur Mbl. leyst ótrúlega
vel á genginni ævi, enda er í því
efni annað hvort að duga eða
drepast fyrir blað, sem ekki vill
láta heiður sinn. Þannig hefur
það orðið að velja og hafna og
viða að sér því tungutaki, sem
bezt var um nýmæli öll eða finna
það, sem við átti, upp á eigin
spýtur. Það er vissulega veiga-
mikið að búa vel að gömlum
verðmætum tungunnar. — Hinn
þótturinn, sem hér hefur verið
minnzt á, að efla hana í nýsköp-
un og þróun, er þó að líkindum
fullt eins ábyrgðarmikill, þegar
stærsta dagblað landsins á í hlut.
Á afstöðu þess til einstakra
orða, orðskipunar og orðalags
veltur oft og einatt, hvað velli
heldur, hvort það er málleysan
eða málprýðin, hvort málspjöll
höggva strandhögg á lendum
tungunnar eða kynngiyrði vinn-
ur sér þar þegnrétt.
Ósjálfrátt hafa lesendur líka
1 gert þessar kröfur til Morgun-
blaðsins. íslendingar elska tungu
sína, því setja þeir sig ógjarnan
úr færi að kveða upp dóm yfir
málfari annarra og þá tíðum
blaðanna eins og fyrr var minnzt
á. Og mér er ekki grunlaust um,
að hvergi sé sú gagnrýni vökulli
en þegar Mbl. á í hlut, blátt
áfram af því að til þess gera
menn strangastar kröfur um
málvöndun ekki síður en mál-
flutning.
Og vel má blaðið una þessum
kröfum. Þær eru ekki aðeins hið
æskilegasta aðhald, þær eru líka
góð einkunn, vitnisburður sem
því er ljúft að hlíta.
OFT ER MJÓTT Á MUNUNUM
Til skamms tíma fylgdi Mbl.
ekki lögboðinni stafsetningu í
nokkrum veigalitlum atriðum,
þar sem það hafði je fyrir é,
s fyrir z og notaði ekki tvöfaldan
samhljóða. Margir lág'u blaðinu
á hálsi fyrir þessi óverulegu af-
brigði frá almennri stafsetningu.
Daginn áður en nýja stafsetning-
in var tekin upp í blaðið, hitti
ég að máli 2 menn í fremstu röð
íslenzkra málfræðinga. — Nýju
stafsetninguna bar á góma, og
voru þeir á einu máli um, að
ein téðra breytingá að minnsta
kosti, væri síður en svo til bóta.
Það er ástæða til að minna á
þetta hér, af því að árum saman
þótti ýmsum vandlæturum hrein
málspjöll að þessum lítilfjörlegu
afbrigðum frá venjulegri staf-
setningu. En það er vitanlega
mesti barnaskapur að blanda
saman stafsetningu og málvönd-
un í eiginlegustu merkingu. Af-
staða málfræðinganna, sem getið
var, minnir líka á, að oft orkar
tvímælis, hvað rétt sé eða hvort
lagt er á tæpasta vað. Stundum
er ekki heldur á færi annarra en
málfróðustu manna að skera með
vissu úr, hvort orðalag horfi til
málsbóta eða málsspjalla.
Á VÖXTUM
Á fyrsta morgrti þessa blaðs
eignaðist það hlutdeild í varð-
veizlu þeirrar göfugustu tungu,
sem um getur. Var þá jafnframt
tilskilið, að það ávaxtaði að sínu
leyti þessa gersemi eða gyldi
afhroð ella. í 40 ár hefur þessi
ábyrgð nú á því hvílt, og henni
verður ekki af því létt.
Ég hefi fyrir mér orð snjöll-
ustu kunnáttumanna í því, að
Mbl. hafi ávaxtað þetta pund sitt
með sóma, að það hafi vel búið
að því veganesti, sem það tók
við hinn fyrsta morgun.
Þá ósk á ég því bezta að flytja
í dag, að gott mál og snjallt eigi
einatt hjó því heima. Bj. S.