Morgunblaðið - 02.11.1953, Page 32

Morgunblaðið - 02.11.1953, Page 32
32 MORGUTSBLAÐIÐ Mánudagur 2 nóv. 1953 ] Ef ég ætti Miér eina ósk.. } Srmtal \ið tvö blaðburðarbörn Þáltiaka kvenna í epinberum málum Frh. af bls. 31. henni var launuð ótrauð barátta fyrir réttindamálum kvenna með því, að nafn hennar var strikað út á svo mörgum kjörseðlum, að karlmaður, sem var fyrir neðan hana á listanum hlaut þingsætið. — Við landskjörið 1922 stilltu konur upp kvennalista og komst þá Ingibjörg H. Bjarnason, skóla- stýra Kvennaskólans í Reykja- vík að, og varð hún þar með ■fyrsta konan, sem tók sæti á AÍJþingi íslendinga. Á þessum árum voru konur ekki eins flokksbundnar og nú og kenndi því nokkurrar óánægju meðal kvenna út af þeirri breytni Ingi- bjargar að ganga í Heimastjórn- arflokkinn. Síðan hafa aðeins 6 konur set- ið á Alþingi, Guðrún Lárusdótt- ir, Katrín Thoroddsen, Rannveig Þorsteinsdóttir, Kristín Sigurðar- dóttir, Auður Auðuns og Soffía íngvarsdóttir, þær tvær síðustu sem varaþingmenn. En ekki hafa konur verið á þingi öll kjörtíma- bil, og aldrei nema ein í einu að undanteknu s.l. kjörtímabili að tvær konur áttu sæti á þingi. Og nú standa málin þannig, að eng- in kona á fast sæti á Alþingi. ■" o— Nú spyr margur: „Fyrir hverju var barizt? Hvað myndu hinar liðnu kvenréttindahetjur segja ef þær mættu líta upp úr gröf- um sínum? Myndu þær ekki for- dæma sofanda hátt og sinnuleysi kvenna í dag, að því er varðar þótttöku í stjórnmálum?“ Sennilega. En hér í voru landi var það svo margt sem þurfti að lagfæra og byggja upp, að áhugi kvenna hefur beinzt meira að mannúðar- en stjórnmálum. Eins og áður var sagt hófust kon- ur handa um byggingu Lands- spítalans, og síðan hafa þær safn- að miklu fé til sjúkrahúsa, hús- emæðraskóla, elliheimila, slysa- varna og fleiri ágætra málefna. Svo það er ekki hægt að segja að þær hafi verið aðgerðarlaus- ar. Þó má segja að þetta hafi allt verið hægt að framkvæma án kosningaréttarins. —o— ... með hjúskaparlögunum 1923 fengu konur miklar réttar- bætur, þar sem tekið var fyr- ir að eiginmenn gætu selt eða veðsett eignir búsins án þess að konan hefði hugmynð um það .... fyrir 40 árum áttu konur tæplega kost á annarri vinnu en saumaskap eða hús- hjálp .... nútímaþjóðfélag getur ekki komizt af nema starfskrafta konunnar njóti við .. . . þó ríkir það óréttlæti, að konur fá ekki greidd sömu laun og karlmenn fyrir sömu vinnu og konur njóta ekki jafnréttis við karla í trygg- ingarmálum. —o— Eitt af því, sem konur hafa lengi barizt fyrir, þó að það sé ekki sérhagsmunamál þeirra, er leiðrétting á skattaálagningu hjóna. Núverandi ástand stefnir beint að upplausn heimilanna, en sem betur fer hillir nú undir lausn í því máli. Skrifað stendur: „Hann skapaði þau, mann og konu“. Þar er enginn greinarmun- ur gerður. Ætli okkur fari ekki bráðum að skiljast að af- farasælast muni vera að þau taki höndum sainan á þjóðar- búinu eins og á heimilunum. — A. Bj. TIZKA Frh. af bls. 31. fóru að dæmi þeirra — og nú heyrir „pelsinn“ til hins glæsi- legasta tízkufatnaðar um allan heim. Þriðji áratugur aldarinnar — árin 1920—30 — er frægastur orðinn fyrir stuttu pilsin, skell- andi um hnén, sem andstæðingar Christians Diors minnast í dag með skelfingu. Og það eru ekki aðeins stuttu pilsin, sem Dior ber fyrir brjóstinu. Mittissíddin á sumum sýningarmeyja hans minnir ískyggilega á árið 1927. Kventízkan á þessum árum markaðist yfirleitt af töluverðri dirfsku — jafnvel bíræfni, enda hafa henni verið valin orð eins og „stráksleg“ og ,;storkandi“. — Stúlkurnar klipptu á sig drengja koll, fleygðu frá sér lífstykkjun- um og klæddust knésiðum pils- um. Eldri kynslóðinni fannst slíkt afthæfi greinilegt brot á al- mennu velsæmi og stóð uppi full heilagrar vandlætingar. — Sama sagan endurtók sig um 1940 þeg- ar „stutti móðurinn“ kom aftur til valda. □—«—□ Á næsta áratug — 1930—1940 — virðist kventízkan aftur hafa færzt í eðlilegra og hóflegra form. Pilsin sikkuðu, beltið færð- ist upp á við, ný gerð af líf- stykkjum eða mjaðmabeltum voru tekin í notkun. Á þessum árum færðist almennur áhugi á íþróttum mjög í vöxt og kemur það greinilega fram í tízkunni, karla sem kvenna. Nú þykir það skemmtilegt að vera „sportleg- ur“ og stúlkurnar keppast við að verða útiteknar og brúnar á sumrin. Hingað til hafði slíkt verið talið „ókvenlegt" og kon- ur höfðu jafnan gert sér far um að verjast sólbruna og varðveita húðina föla og bjarta. Árið 1939 gerist stórviðburður á vettvangi heimstízkunnar: Fyrstu nylonsokkarnir koma á markaðinn í New York_ og innan skamms hafa þeir náð alheims- útbreiðslu. Ný sól virtist upp- runnin á hamingjuhimni kven- þjóðarinnar um heim allan — lykkjuföll og sokkastagl yrði hér með úr sögunni? Það var of dá- samlegt til að vogandi væri að trúa því, enda gætti allmikillar tortryggni gagnvart þessum nýju undraflíkum fyrst í stað. Vafa- laust er notkun nylons til sokka- og annarrar klæðagerðar ein hin vinsælasta uppfinning síðari ára. Þó fer ekki hjá því, að kvenþjóð- in harmi, hve gæðum nylonsokk- anna virðist hafa hrakað óskilj- anlega frá því er þeir fyrst komu á markaðinn og væri ástæða til rækilegrar rannsóknar á ástæð- unni til þess. □—®—□ Fimmti áratugur aldarinnar heldur innreið sína, heldur ófrið- lega með blóðugri heimsstyrjöld og hörmungatímum. Karlmenn- irnir voru kvaddir á vígvellina, konurnar tóku að sér, sem fyrr, störf þeirra heima fyrir. Nú gengu þær feti framar en áður og klæddust síðbuxum og sam- festingum við erfiðisvinnu. Að vísu hafði kvikmyndadísin Mar- lene Dietrich sézt á síðbuxum og vakið óhemju athygli, þegar árið 1939, en það er samt ekki fyrr en upp úr stríðslokunum, að „síðbuxnaöldin“ svokallaða renn- ur upp. Úthrópuð hefir hún ver- ið og kölluð öllum illum nöfn- um, en haldið velli engu að siður. Fólk er orðið þreytt á að hneykslast og í dag stikar sú síðbuxnaklædda á breiðstrætum Parísarborgar örugg með sjálfa sig og án þess að líta til hægri né vinstri eða tyllir sér á fremsta bekk í fyrirlestrarsölum Sor- bonne-háskólans — eða Reykja- víkur skólanna. □—«—| □ Okkur er í fersku minni vöru- skorturinn mikli í stríðslokin — og fleiri þjóðir hafa svipaða sögu að segja. Einir nylon-sokk- ar voru keyptir á 80—100 krón- ur eftir ótrúlegustu krókaleið- A íízkusýningu í Reykjavík í október 1953. um. Berfótatízkan og rauðlakk- aðar fótneglur eru skilgetin af- sprengi hinnar illræmdu sokka- eklu — og annað fór eftir því. En hvað skeði ekki — mitt í öllum vöruskortinum? Galdra- maðurinn franski, Christian Dior, veifaði töfrasprota sínum á því herrans ári 1947 og öklasíðu pils- in geystust fram á sjónarsviðið. Hárin risu á milljónum manns- höfða, en Dior sat við sinn keip og „r.ew look“ fór sigurför um heiminn. Og nú hefir Dior veifað sprota sínum á ný og hárin hafa risið slnu kröftuglegar en fyrr augliti til' auglits við stuttpilsa-tízku þriðja áratugsins afturgengna. Við fullyrðum og afneitum — ef- umst og spyrjum í senn: Hverju hefir ekki tízkan fengið áorkað? Stöndum við ekki hér, eins og á öðrum sviðum mannlífsins, and- spænis einu stóru spurninga- merki — 7 sib. Auglýsend'ir ísafold og Vörður er vinsælasta og fjölbreytt- asta blaðið í sveitum landsins. Kemur út einu sinni til tvisvar í viku — 1G s:ður. HVERJU útbreiddu dagblaði er nauðsynlegt að hafa góðu og dug- lcgu blaðburðafólki á að skipa, til þess að blaðið komist í hendur kaupenda á réttum tíma. Nú starfa um 80 manns við að bera blaðið út til kaupenda hér í Reykjavík. Eru það flest börn og unglingar. — Ég hitti tvö þeirra að máli ekki alls fyrir löngu og í spurði þau nokkurra spurninga. , Fara samtölin hér á eftir. — ® 0 ® — FYRST er hér lítil, ljóshærð I stúlka, 9 ára gömul, Snæfríður Rósa Jensdóttir að nafni. Hún er dóttir Guðríðar Guðmunds- dóttur og Jens heitins Benedikts- sonar, blaðamanns við Morgun- blaðið. — Hefurðu borið lengi út, Snæfriður litla? — Ég byrjaði í sumar að bera út blöðin í Ingólfsstrætishverfi. Þar á ég líka heima. — Þú ert auðvitað í skóla? — Já, Miðbæjarbarnaskólan- um, ég er í 9 ára D. — Þykir þér gaman í skól- anum? I — Já — og mest gaman að lestri. — Lang mest gaman að lestri? — Já — og svo reikningi. — Getur þú borið út sömu daga og þú ert í skólanum? — Já, ég er í skólanum eftir hádegi. — Er það ekki erfitt? — Ne-i, ekki svo mjög. — Hvað gerir þú við kaupið þitt? — Ég kaupi svo margt fyrir það. Ég keypti mér hjól — það er dálítið síðan — og böggla- bera. — Jæja, vinkona, en segðu mér annars, safnarðu leikara- blöðum? — Ja—á. — Og hver er uppáhalds leik- arinn þinn? — Enginn, — kannski helzt Rita. — Hvaða Rita? — Rita Hayworth. — En safnarðu þá „servíett- um“, eins og svo margar jafn- öldrur þínar? Snæfríður litla brosir kímilega um leið og hún segir: — Já, — og nú á ég 245, flestar útlenzk- ar. — Ja, þú ert ekki af baki dott- in, 245, það er svei mér ekki lítið. — En segðu mér nú eitt, að hverju þykir þér mest gam- an? — Mér finnst ægilega gaman að hjóla — og lesa, þegar ég er ein. — Hvers mundirðu óska þér, ef þú ættir eina ósk? Snæfríður litla hugsar sig lengi um og segir síðan ákveð- in: — Að ég verði alltaf dugleg að læra. — Ertu alveg viss um það? — Já. — ® 0 ® — ÞÁ SNÚUM við okkur að drengn um. Hann heitir Garðar Sig- geirsson og er sonur Siggeirs Guðmundssonar kaupmanns og Huldu Böðvarsdóttur. — Þú ert í skóla, Garðar minn, er það ekki? — Jú, Miðbæjarbarnaskólan- um. — Ég er í 10 ára bekk F, — nei, ég meinti 11 ára F. Ég var í 10 ára F í fyrra. — Já, og ert ekki farinn að venjast nýja heitinu á bekknum þínum kallinn. En þykir þér annars gaman í skólanum? — Já, já, en mest finnst mér gaman að leikfimi, smíði og skrift. — Ertu búinn að vera lengi við blaðburð? — Ja, ég held það sé orðið rúmt ár. — í hvaða hverfi berðu út? — Miðbæinn. — Er það gott hverfi? —Já, já, það er gott að bera j út í Miðbæinn. Þó sérstaklega § sunnudögum. — Hvers vegna það? — Af því að þá þarf maður ekki að fara upp á háaloft, skrif- stofuhúsin eru nefnilega lokuð á sunnudagsmorgnum. — Hvað gerirðu við kaupið þitt? Snæfríður Rósa Jensdóttir Garffar Siggeirsson — Ég legg það allt inn í banka, — og ætla að kaupa mér bíl seinna. — Nú á ég þó nokkuð inni og er búinn að kaupa mér hjól. Það kostaði 1000 krónur, — ég byrjaði að safna fyrir því, þegar ég var 5 ára. — Hefurðu unnið þér inn alla þessa peninga með því að „bera út“? — Nei, nei, ég hef líka senztl — og svo unnið ýmislegt ann- að. — Geturðu „borið út“ með skólanum? — Nei, ég á að fara í svo, marga aukatíma á morgnana, — auk þess sæki ég mjólkina fyrir mömmu. En það er nú eklti mikið verk. — Jæja, Garðar minn, era segðu mér nú eitt, hvað ætlarðu að verða, þegar þú ert orðiu stór? — Ja, það er nú ekki gott cið segja, trésmiður kannski — eðá kaupmaður eins og pabbi. j — Ef þú ættir eina ósk, hverá mundirðu þá óska þér? — Nú vandast málið, það erit skrítnar spurningar, sem blaða- menn spyrja. Annars mundi ég auðvitað óska mér þess, að ég gæti alltaf óskað mér, hvenæi? sem ég vildi. — Og hyer yrði þá fyrsta ósk- in? — Að ég ætti flottan og fínaa bíl! M. Það var barið á útidyrahurð- ina, og er húsmóðirin lauk upp stóð nágrannakona hennar þar og spurði: — Ég gæti víst ekki feng- ið „gólfmottu-bankarann" þinn léðan í svo sem klukkutíma? — Því miður. Hann er úti að slá grasflötina sem stendur!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.