Morgunblaðið - 02.11.1953, Síða 39

Morgunblaðið - 02.11.1953, Síða 39
Mánudagur 2. nóv. 1953 MORGUNBLAfílD 39 fyrir sjálfsákvörðv.narrétti þjóða ríki í heiminum, því að hún er þess ekki megnuð að verja með vopnum frelsi sitt og ættjörð. íslendingar óska þess eins að fá að lifa í friði við að byggja upp land sitt. Því miður er sá andi ekki alls Staðar ráðandi og reynslan hefir sannað, að hlutleysið er éhgri þjóð vörn í ribbaldasömum heimi. Vegna ofbeldistilhneig- inga hins alþjóðlega kommún- isma hafa vestrænar lýðræðis- þjóðir talið óumflýjanlegt að mynda samtök til verndlar frelsi sínu. íslenzka þjóðin hlaut að j skipa sér í sveit með þessum j þjóðum, því að kúgunarstjórn er henni fjarri skapi, hvort sem hún nefnist nazismi eða kommún- ismi. Allar hinar vestrænu þjóðir hafa vígbúizt, nema íslendingar, sem höfðu það úrræði eitt til varnar landi sínu, að fá hingað her einnar bandalagsþjóðar sinn- ar, meðan hið alvarlega hættu- ástand ríkir. Hin erlenda hervernd, er algert neyðarúrræði, en ofbeldisöflin j hafa neytt þjóðina til þessa ráðs. j Auðvitað vill öll þjóðin, að her- inn geti horfið héðan sem fyrst, en meðan hann er hér, hvílir j míKii ábyrgð á herðum íslenzKr- ar æsku. Hún gengur nú gegnum hreinsunareld. Nú reynir á hversu djúpstæð þjóðarmeðvitundin og siðferðis- þroskinn er. Það fylgja margar hættur erlendri hersetu. Stjórn- arvöldunum ber að koma fram af háttvísi en festu og myndugleik, en það reynir ekki síður á hvern þann borgara, sem einhver sam- skipti hefir við hið erlenda lið, að hann gæti sóma þjóðar sinnar í hvívetna. Sú ósk er áreiðanlega efst í huga hvers æskumanns í landinu, að svo friðvænlegt verði í heim- inum, að vér þurfum ekki að hafa neinar hervarnir í landi voru, hvorki erlendar né inn- lendar. ★ — Oft er talað um skyldur þjóðfélagsins við æskuna. En hvað um skyldur æskunnar við þjóðfélagið? Ég álít að skyldur og réttindi æskunnar gagnvart þjóðfélaginu séu hliðstæð afstöðu foreldra og barna, Á foreldrum hvílir sú skylda að ala börnin upp og reyna að búa þau sem bezt undir lífið. Þjóðfélaginu ber að skapa æskulýðnum sem bezt skilyrði til þroska og manndóms Því ber að sjá um það, að enginn æskumað- ur fari menntunar á mis vegna efnaskorts, og því ber að leggja allt kapp á að unga fólkið fái að njóta hæfileika sinna. Æskulýðurinn hefur sömu skyldu við þjóð sína og börn við foreldra sína. Unga fólkinu ber að nota æskuárin til þess að búa sig sem bezt undir æfistarfið. Því ber að leggja alla krafta sína fram til þess að geta skilað næstu kynslóð betra landi og fullkomnara þjóðfélagi, en það tók við. Við verðum að launa þjóð okkar hina glæsilegu arf- leifð síðustu áratuga á sama hátt og við viljum launa foreldrum okkar umönnun þeirra. ★ Það er áreiðanlega hollt fyrir ungt fólk að taka sem fyrst á sig ábyrgð, því að enginn veit hvers hann er megnugur fyrr en á reynir. Ég álít því nauðsynlegt að gefa ungum mö?mum tækifæri til þess að hefja sjálfstæðan at- vinnurekstur á sem flestum sviðum. Ég hef áður minnzt á búskapinn. Margir ungir menn hafa einnig áhuga á að eignast báta og gera út upp á eigin spítur. Ýmsir ungir te/vi i/L c/uu/in menn hafa einnig átt frumkvæði að nýungum á sviði iðnaðar. Alla viðleitni ungra manna til sjálfstæðs og hagnýts atvinnu- rekstrar ber að styrkja eftir föngum og hinir eldri og reynd- ari þurfa jafnan að mæta með skilningi hugmyndum og stórhug ungra manna, þótt reynsluskort- ur kunni að valda því, að allt byggist ekki á nægilegu raunsæi. Margur ungur maður, fullur eld- móðs og glæstra drauma, hefur illa farið, af því að hinir eldri og reyndari hafa tekið honum með kulda og kæruleysi. ★ Ég álít að frelsi og framfarir verði og hljóti æt.íð að fylgjast að. Enginn veit fyrir hvað býr í æskumanni, og því verður að | gefa honum tækifæri til að þrosk- I ast og hverfa að þeim viðfangs- efnum, sem hugur hans og hæfi- leikar stefna til. Þrælsótti hefur aldrei, sem betur fer, verið lynd- iseinkenni íslendinga og því held ég að einræðisstjórn geti ekki ná$ tökum hér á landi, nema þá. sem fullkomin harðstjórn, sem myndi leiða til tortímingar fyrir * þjóðina. Það hefur einnig sýnt sig, að þjóðin er yfirleitt mjög andvíg öllum höftum á athafna- frelsi sínu. Leiðin til aukins menningar- þroska íslenzkrar æsku, er rækt- un manngildisins á grundvelli frelsis í skoðunum og athöfnum. Ef þjóðin er hindruð í að þrosk- ast eftir eðliseinkunn sinni, þá er • hætt við að hún glati einnig sált sinni, Saga íslenzku þjóðarinnar er gleggst dæmi þess, að frelsið- er forsenda framfai'a, bæði í and- legum og veraldlegum efnum. G. G. S. SKÁK Eftir ÁRNA SNÆVARR og BALDUR MÖLLER DROTTNINGARFÓRN KOTOVS MARGT hefir óvænt skeð á skák mótinu mikla í Sviss, sem nú er að Ijúka. Fátt kbm þó svo á óvart sem hin lélega frammistaða rúss- neska stórmeistarans Kotovs í fyrsta hluta mótsins. í fyrstu 8 skákunum fékk hann aðeins 2 vinninga (4 jafntefli og 4 töp). Ekki kom það þó síður á óvart er honum tókst að snúa alveg við blaðinu. í næstu átta skák- um fékk hann 6 (!) vinninga. Ótrúleg frammistaða gegn slík- um andstæðingum! Að maður nú ekki tali um það, hve óvænt það er um neðsta manninn í mótinu! Hér birtist ein af vinningsskák- um Kotovs úr þessum hluta móts- i-ns (úr 14. umferð, 23. septem- ber). Til greina kemur nú gxf5 og f4. 27. g4xf5 g6xf5 28. Hgl—g2 f5—f4 29. Be3—f2 Hf7—f6! Hv. er alveg grandalaus og verður tæpast láð það. Nauðsyn- legt 30. Hg4. 30. Rc3—e2 Hvítt: J. Auerbach Svart: A. Kotov. Gamal-indversk vörn 1. d2—d4 Rg8—f6 2. c2—c4 d7—d6 3. Rgl—f3 Rb8—d7 4. Rbl—c3 e7—e5 5. e2—e4 Bf8—e7 Þessi vörn má segja að hafi verið undanfari Kongsindversku varnarinnar, en Rússarnir hafa tekið hana aftur fram úr hand- raðanum, 6. Bfl—e2 0—0 7. 0—0 c7—c6 8. Ddl—c2 Hf8—e8 9. Hfl—dl Be7—f8 10. Hal—bl a7—a5 11. d4—d5 Rd7—c5 12. Bcl—e3 Dd8—c7 Liðskipun beggja er með ný- tízkulegu sniði þótt í gamalli byrjun sé. 13. h2—h3 Bc8—d7 14. Hbl—cl g7—g6 15. Rf3—d2 Ha8—b8 16. Rd2—b3 Rc5xRb3 17. Dc2xRb3 c6—c5 Fyrsta þætti er' lokið. Barátt- unni á drottningarvæng hefir lokið með jafntefli. Nú berst bar- áttan yfir á hinn vænginn. Kóng- arnir bera fram merkin! 18. Kgl—h2 Kg8—h8 19. Db3—c2 Rf6—g8 Nú gerist hv. of hægfara. Hann ætti nú líklega að leika g4 og f4. Ht 20. Be2—g4 Rg8—h6! 21. Bg4xBd7 Dc7xBd7 22. Dc2—d2 Rh6—g8 23. g2—g4 f7—f5 Nú nægði g4 ekki til að hindra Í5. 24. f2—f3 Bf8—e7 25, Hdl—gl He8—f8 26. Hcl—fl Hf8—f7 30. Dd7xh3f!! 31. Kh2xDh3 Hf6—h6f 32. Kh3—g4 Rg8—f6f 33. Kg4—f5 Rf6—d7 34. IIg2—g5 Ekki dugði Rxf4, Hf8f 35. Kg4, Hg8f og sv. mátar. 34. Hb8—f8f 35. Kf5—g4 Rd7—f6f 36. Kg4—f5 Rf6—g8f Nú leikur Sv. nokkrum leikj- um til þess að vinna tíma til um- hugsunar. 37. Kf5—g4 Rg8—f6f 38. Kg4—f5 Rf6xd5f 39. Kf5—g4 Rd5—f6f 40. Kg4—f5 Rf6—g8f 41. Kf5—g4 Rg8—f6f 42. Kg4—f5 Rf6—g8f 43. Kf5—g4 Be7xHg5 44. Kg4xBg5 Hf8—f7! 45. Bf2—h4 Hh6—g6f 46. Kg5—h5 Hf7—g7! Nú eru 17 leikir frá drottning- arfórninni og nú fyrst kemur árangurinn fyllilega í ljós. Mát- hótun á h6! 47. Bh4—g5 Hg6xBg5f 48. K!i5—h4 Rg8—f6 49. Re2—g3 Hg5xRg3 50. Dd2xd6 Hg3—g6 51. Dd6—d8f Hg7—g8 gefst upp. MOLAR GRAHAM Green sagði nýlega, að hann hefði ekki frá upphafi ætlað sér að verða rithöfundur. Einu sinni, sagði hann, langaði mig mest af öllu til að leggja fyrir mig verzlun og viðskipti, enda vann ég um 15 ára skeið í tóbaksfyrirtæki ejnu. En það átti ekki fyrir mér að liggja — og svo gerðist ég blaðamaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.